Morgunblaðið - 15.09.1996, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 15.09.1996, Blaðsíða 5
SUNNUDAGUR 15. SEPTEMBER 1996 B 5 f MORGUNBLAÐIÐ ENN gerast þau ævintýri í Bandaríkjunum að af- komendur íslenskra inn- fiytjenda, sem fluttu vestur um haf á síðustu öld, halda þar ættarmót. Þetta er þriðja og fjórða kynslóð íslensku landnem- anna. Við hjónin áttum þess kost að taka þátt í slíku móti, afar skemmtilegri samkomu, sem hald- in var á Delray Beach í Suður- Fórída og var það 4. ættarmót þessara fjölskyldna, en mótin eru haldin á 5 ára fresti, og kalla sig „Icelandic Cousins Family Reuni- on“ (Ættarmót íslensks frænd- fólks). Aðeins þeir elstu í þessum hópi gátu talað eitthvað á íslensku, en athygli vakti þó að í sumum fjöl- skyldum kölluðu börnin í „afa“ og „ömmu“ en ekki „grandpa" eða „grandma“. Allir áttu það sameig- inlegt að vera stoltir af sínum ís- lenska uppruna og auðheyrt að þetta fólk taldi sína bestu eigin- leika vera íslenska arfleifð. Þetta var sérlega myndarlegt fólk. Svo vill til að sumir hafa eign- ast maka af öðrum íslenskum ættum og einnig af öðrum Norður- landaættum enda höfðu forfeðurn- ir sest að á slóðum innflytjenda, í Norður-Dakota þar sem enn má fínna Vestur-íslendinga í þús- undatali. Núna búa afkomendurnir vítt og breitt um Bandaríkin. Þijú fyrri ættarmót þessa íslenska frændfólks voru haldin í Norður- Dakota og voru þá þátttakendur yfir 200 talsins. Þetta fjórða ætta- rót var haldið í Flórída og þar mættu rúmlega 60 manns til þriggja daga ættarmóts. Ættin í 130 ár Þetta fólk rekur ætt sína til Hinriks Hinrikssonar frá Tungu- holu í Skagafirði og konu hans Þorgerðar Jónsdóttur frá Ytra-Gili í Eyjafirði. Sonur þeirra, Jón, fæddist 24. október 1829 að Stóru-Reykjum í S-Þing. Hann kvæntist síðan Friðriku Helgadótt- ur frá Skútustöðum í Mývatns- sveit, og héldu þau hjón vestur um haf með börn sín. Meðal þeirra var Þuríður, f. 29. sept. 1866, d. 27. apríl 1899. Þuríður giftist Benjamín Jóns- syni, sem fæddur var á íslandi 15. apríl 1857, en lést aðeins 36 ára í Winnipeg. Þau áttu saman þijú börn, Marin, Stefán og Önnu Frið- riku. Þuríður giftist síðan Eiríki Simundson og átti með honum tvö börn, Sigríði og Ástu Sigurlaugu. Þuríður lést síðan 27. apríl 1899 aðeins 33 ára gömul. Síðari kona Eiríks Simundsonar varð Stefanía Stefánsdóttir, f. 6. maí 1861 að Urriðavatni í Fellum. Þau áttu eina dóttur, Önnu Katrínu. Frá því fólki, sem hefur hefur verið minnst á, er „íslenska frændfólkið" komið. Við hittum að máli Árna Árna- son og konu hans Jean, sem er af sænskum og írskum ættum. Árni er af elstu núlifandi kynslóð- inni, sonur Sigríðar Simundsson og Richards B. Árnasonar, sem eignuðust átta börn. Það er því Dá ísland - þó þau hafi aldreiséð landið Afkomendur íslenskra landnema í Bandaríkjunum koma reglulega saman. Þetta fólk telur sína bestu eiginleika vera íslenska arfleifð þótt það hafi aldrei til íslands komið. Atli Steinarsson brá sér á ættarmót í Flórída. Sigríd Elaine, svo og systir þeirra og Árnason-bræðranna, Gloria Anne, allt elskulegar konur. Áðurnefndur Albert Fred Árna- son, er búsettur í Norður-Dakota og hefur látið af störfum sem lög- fræðingur. Hann hefur mikinn áhuga á ættfræði og er byijaður að rekja ættir þeirra systkina og hefur þegar orðið heilmikið ágengt. Hann sagði m.a. að þrír íslendingar hefðu verið tilnefndir sem dómarar í hæstarétti Norður- Dakota, en slíkri stöðu hefðu að- eins um 30 menn gegnt frá upp- hafi. Hann var mjög fróður um ís- lensku innflytjendurna og afkom- endur þeirra. Hann sagði okkur m.a. þá skemmtilegu sögu að á eyjunni Heklu, sem er í Winnipeg- vatni, og var upphaflega numin af íslendingum, hefði nú verið opnaður þjóðgarður. Þar er golf- völlur, sem er afar sérstæður að því leyti að í stað þess að brautirn- ar hafi númer eins og á öðrum golfvöllum heita þær allar íslensk- um nöfnum: Ein heitir Árni, önnur Gunnar, sú þriðja Magnús og svo framvegis. Við höfum ekki heyrt um annan golfvöll þar sem slíkur háttur er á hafður! MEGINHLUTI gesta á ættarmóti „íslensks frændfólks“ í Suður-Flórída. ekki að furða að Árnason nafnið hafi verið fyrirferðarmest á ættar- mótinu. Árni ólst upp í N-Dakota, en þau hjón fluttu fyrir meira en þijátíu árum til Homestead í Flórída, __ sem er fyrir sunnan Miami. Árni er lögfræðingur að mennt en á nú og rekur húsnæðis- lánafyrirtæki í S-Flórída. Dóttir Árna, Susan Árnason Dougherty, sem einnig er lögfræð- ingur, hafði yfirumsjón með fram- kvæmd ættarmótsins í Flórída, og fórst það mjög vel úr hendi. Hún mun sjá um framhald ættartals- ins, sem byijað var á 1981 en hefur verið endurbætt og endurút- gefið á 5 ára fresti síðan. Margar íslenskar minjar á slóðum landnemanna Bróðir Árna, Albert Fred Árna- son, var einnig mættur til leiks. Bróðir þeirra, sem búsettur er í Los Angeles og er þar dómari, gat ekki komið til mótsins vegna anna við morðmál, sem honum hafa verið falin hvað eftir annað. En þarna voru þríburasystur bræðr- anna, Ásta Evonne, Lóa Eloise og Erfiðleikar landnemanna Afaforeldrar Árnason-systkin- anna námu upphaflega land í Kanada. Kanadastjórn greiddi götu landnemanna því þá vantaði fleiri íbúa. Stjórnin greiddi far- gjaldið fyrir nýju landnemana og gaf þeim eina kú og 40 ekrur lands. Að öðru ieyti hafði fólkið ekki nokkurn skapaðan hlut milli handanna. Árnason-forfeðurnir komu í hópi sem kom til Kanada síðla sumars og varð þá að drífa í að koma upp einhvers konar vist- arveru fyrir veturinn. Veturinn var miklu harðari en fólkið átti að venjast á íslandi og hefur án vafa komið því í opna skjöldu. En sumr- in voru líka mun betri og innflytj- endurnir voru dolfallnir yfir hinni miklu uppskeru sem þeir fengu, hveiti, byggi og hvers konar græn- meti og jarðargróðri. Bandaríkjastjórn var einnig á höttunum eftir landnemum þegar þetta var. Þeim sem vildu flytjast suður yfir landamærin var boðið miklu meira land en í Kanada. Bandaríkin buðu upp á 126 ekrur. En þetta boð stóð aðeins karl- mönnum til boða. Konur, sem voru höfuð sinna ætta, eins og ekkjur, sem þarna voru, gátu ekki fengið „homestead“ eins og það var kall- að. Sögðu Árnason-bræðurnir frá einni frænku þeirra, sem var orðin 64 ára er hún kom til Bandaríkj- anna og hafði hún meðferðis þijú barnabörn sín, stálpuð. Hún varð að vinna fyrir sér og börnunum sem vinnukona þangað til elsti drengurinn var orðinn 21 árs. Þá gat hann fengið úthlutun lands. Og sagan heldur áfram Ættarmótið í Flórída var haldið í litlum, fallegum strandbæ á Suð- ur-Flórída. Allir gistu á sama hót- elinu, þar sem var sundlaug og góð aðstaða til íþróttaiðkana, en á mótinu fóru fram alls kyns íþróttaviðburðir, golfmót, tennis- mót og fleiri íþróttir sem allir gátu tekið þátt í. Þriggja manna sveitir kepptu í golfí og margir þessara Vestur-íslendinga eru afreksmenn í þeirri íþrótt því sveitin sem sigr- aði lék á 5 höggum undir pari og einn þeirra fór „holu í höggi" í keppninni. Lokahófið var haldið á strand- svölum hótelsins í blíðskaparveðri. Borinn var fram gómsætur matur og ljúf hafgola lék um vanga veislugestanna. Um það bil sem máltíðinni lauk var kominn hrollur í gestina því nú var orðið skugg- sýnt og ljósin tendruð. Þá létu óboðnir gestir, moskítóflugurnar, ekki á sér standa. Var þá gripið í flugnafælin krem og borið á við- stadda en þeir sem verst urðu úti urðu að flýja í hús. Enda var kom- inn tími til að halda heimleiðis fyrir okkur sem vorum langt að komin, en aðrir mótsgestir héldu hver til síns heima daginn eftir. Ágætu ættarmóti var lokið. Það næsta verður haldið að fimm árum liðnum. Þá verður litla hnátan sem átti þriggja ára afmæli síðasta dag mótsins orðin átta ára, og elsta konan sem nú er um nírætt kannski horfin á vit forfeðra sinna. En eitt er víst að þetta fólk heldur áfram að vera íslendingar í eðli sínu þótt það sé allt fyrir löngu orðið að Könum. Allir fullorðnir þátttakendur mótsins, sem eru afkomendur ís- lendinga, 28 að tölu, fylltu út eyðu- blöð fyrir skráningu íslendinga í Bandaríkjunum. Hinir eru „giftir“ inn í ættina, og því eins konar tengdadætur eða tengdasynir ís- lands. Seljum í dag og næstu daga nokkra notaða og vel með farna bílaleigubíla af eftirtöldum tegundum: 567 0722 Lada Station, Peugeot 205, Nissan Micra, Nissan Sunny, MMC Colt, MMC Lancer, Toyota Touring, Ford Explorer, MMC L- 300, Izuzu Trooper, Toyota Double Cab og Lada Sport. Góðir greiðsluskilmálar og ábyrgð fylgir bilunum. Bflarnir verða til sýnis við afgreiðslu ALP við Umferðamiðstöðina og á Skemmuvegi 20, Kópavogi, beint á móti BYKQ. / n BILALEIGA 567 0722

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.