Morgunblaðið - 15.09.1996, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 15.09.1996, Blaðsíða 6
6 B SUNNUDAGUR 15. SEPTEMBER 1996 MANNLÍFSSTRAUMAR MORGUNBLAÐIÐ Fregn fær vængi Rógurinn á það sameig- inlegt með egginu að þegar honum hefur verið ungað út fær hann vængi.“ Eftir ein- hveijum órannsakanlegum vegum skaut þessari speki eftir ótilgreindan höfund upp í hug- ann þegar ljóst var hvernig það sem í fyrstu atrennu hafði bara virst venjulegt gaspur með kryddi af yfirdrengskap, hafði fengið vængi og flogið hratt inn í alla fréttatíma og áfram út á götuna. Sá sem hitaði eggið í beinni útsendingu var spéfuglinn Öss- ur og eldsneytið sú ótrúlega staðreynd, sem hann þurfti að láta segja sér þrisvar, að heil- brigðisráðherra hefði bara farið í vikufrí. Sú stór- frétt fljótt gripin upp með vaxandi þunga allt niður í þjóðarsálartetrið. Ekki fylgdi þó sög- unni að Ingibjörg hefði brotist inn í fjármálaráðuneytið og strokið með rík- issjóð. Veit raunar manna best að hann liggur ekki á lausu og sagður galtómur. Það vitnaðist aftur á móti að í þetta svaka- ferðalag hafði ráðherrann tekið með sér farsíma og allar fjar- skiptagræjur til að vera í sam- bandi. Dulítið fannst mér skondið að þessi fugl skyldi hafa nægan belging til að blása volgu á eggið, svo að litli vikuunginn fengi vængi. í hugskotinu birt- ist hann í annarri sjónvarps- mynd frá sínum ráðherraárum, þar sem hann lofaði sinn for- sætisráðherra og aðra fyrir að hafa sagt, þegar hann hafði samvisku af því að fara fyrir- varalaust til útlanda í einkaer- indum í langan tíma frá mörg- um mikilvægum umhverfismál- um, að hann skyldi bara fara og ekki hafa áhyggjur af því, þeir hinir myndu bara redda því sem þyrfti. Hamingja hans gengi fyrir. Væntanlega hafa hinir samráðherrarnir leyst úr því sem nauðsynlegt var, verið ráðuneytinu til þess halds sem þurfti. Og ráðherrann kom ljómandi með ungann sinn og orkuhlaðinn til að takast á við viðfangsefnin. Væntanlega er betra að hafa sælan ráðherra en vansælan. Hvað þá óþreyttan ráðherra en útkeyrðan. Nú höfum við horft upp á heilbrigðisráðherra standa í ströngu í erfiðasta málaflokknum næstum hveija viku frá því hún tók við, virka daga sem helga. Óaflátanlega ný vandamál, vinnudeilur og fjárskortur í heilbrigðisþjón- ustunni. Þótt mesta furða sé hve linnulaust álagið sést lítt á henni, væri ómannlegt ef það þreytti ekki og stressaði. Þó ein vika með píptækið við hlið sé fjarska stuttur tími, getur hún kannski létt ofurlítið og fært okkur hressan ráðherra til að taka aftur til við viðfan- gefnin. Það er langt síðan þessi blaðaskrifari bjó sér til kenn- ingu, sem að minnsta kosti enginn hefur kvartað undan. Líklega er hún sprottin frá þeim árum þegar mest voru hlaupin við daglegu fréttirnar og borgarmálin að auki. Þá leit maður í dagbókina sína að morgni og ef þar sást væntanlegt boð eða uppákoma síðdegis eða undir kvöld, þá vandi maður sig á að láta hreina blússu og betri skó í bílinn til vonar og vara, til að geta farið beint úr vinnu. Sagði sem svo, að gestgjafinn vildi áreiðanlega heldur fá óstressaðan gest og svolítið sjúskaðan en hreina, nýbaðaða og stressaða konu í boðið hjá sér. Þetta er býsna góð kenning og hefur reynst vel. Gestinum liðið vel og getað notið veislu afslappaður og kátur. Ég hefí þá trú að þjóð- in, ef hún staldrar við og lætur ekki pólitíska stungu æsa sig upp, vilji heldur að ráðherra fái aðeins að blása mæðinni og komi ferskur að vandanum. Hann hverfur ekki á einni viku. Ætli það sé ekki vænlegra til árangurs? Viðkomandi læknadeila var búin að dragast von úr viti og í rauninni komin úr höndum eins eða tveggja ráðherra og til úrlausnar í ríkisstjórninni allri undir forustu Halldórs Asgrímssonar og Davíðs Odds- sonar, sem gátu haft samráð við fjármálaráðherra í Arnar- hvoli og heilbrigðisráðherra um farsíma og fax, ef nýtt kom upp á. Það blasir við hveijum manni sem vill vita og ekki fellur í freistni þegar einhver liggur vel við höggi. Ekkert persónulegt, eins og Bretar eru svo flinkir í að segja ef svo ber undir. Ég er einmitt að lesa skemmtilegan breskan reyfara eftir Jeffrey Archer, Fremstur meðal jafningja. Sagan fjallar um fjóra unga þingmenn, sem eru að hefja feril sinn í breska þinginu og ætla sér þar mikinn frama. Archer var sjálfur þing- maður og þekkir alla innviði á slíkum stað og ferli. Þessvegna verður lýsingin á því hvemig þeir mjakast upp á við frá sæti á „bakbekk“ í þinginu, alltaf með annað augað á hin- um - og standa andspænis freistingunum að hafa obbolít- il áhrif á ris eða fall keppinaut- arins innan eigin flokks eða andstæðinganna. Allt geðugir hæfileikamenn sem gætu - með heppni og engum óhöpp- um - átt möguleika á að kom- ast alla leið í æðsta sæti for- sætisráðherrans. En varla nema einn þeirra. Þannig held- ur Archer manni spenntum við þessa hlaupabraut fram í bók- arlok. Og freistingarnar verða margar að veita ofurlitla nál- arstungu í blöðruna ef hún er að verða útblásin og líkleg til að fljúga. Ekkert persónulegt, eins og Bretinn segir. Líklega mundum við segja „allt í góðu“, ef við kynnum þennan leik, sem við gerum auðvitað ekki. Þetta gæti ekki gerst hér - eða hvað? Mundum við af- komendur víkinganna ekki vegast á opinskátt og með gný? Gárur eftir Elínu Pálmadóttur FR’Ú Styler-Tas leiðist, eftir Salvador Dali. SIÐTIUEÐI/Hvemig ber ab túlka leibindinf Hvað merkir leiðindakenndin? FASTIR liðir eins og venjulega. Dagskrá samkvæmt fundarsköp- um. Endurtekið efni og leiðinda- kenndin lætur á sér kræla. Allt er leiðinlegt; verkið, ferðin, veðrið, fólkið, umhverfið, kvikmyndin, bókin ogjafnvel skemmtunin. Leiðinlegt líf. Leiðindakenndin er öflug. Hún er það sem fólk forðast og flýr og er því vissulega meðal mestu áhrifavaldanna í lífi hvers manns. Það er óskemmtilegt að vera haldinn leiða og skiljanlegt að reynt sé að bera sigurorð af hon- um. Leiði er tilfinn- ing, annaðhvort gagnvart einstök- um atriðum eða heild. Viðbrögðin eru á tvo vegu; að láta sig hafa það og bíða eftir að hún fjari út eða að leggja á flótta undan flóð- inu. Leiði er ágætt viðmið þegar meta skal til dæmis bækur. Bók getur verið vel unnin en leiðinleg og önnur jafnvel gallagripur en skemmtileg. Hinsvegar reynum við að forðast leiðindi í lífinu. Maður, sem leiðist, hefur oftast möguleika á að fara að gera eitt- hvað sem honum finnst skemmti- legt eins og að fara á bíó. En að leiðast lífið er annað mál. Það er virkilega erfið staða. Nútímamaðurinn er tilbúinn til að borga vel til að losna undan leið- indum hversdagsleikans. Sumir lifa fyrir að fara til útlanda. Skipu- leggja sumarfríið að hausti og tala um það og síðasta frí allan vetur- inn. Lífsleiðinn kallar á flóttaferli. Flestir forðast að þurfa að vera einir með sjálfum sér, einir um kvöld eða jafnvel heilan dag. Það kallar á leiðindi. Þeir flýja í bók, bíó, á krá, í heimsókn eitthvert eða bara eitthvað til að geta gleymt sér yfir einhveiju öðru. Kunna ekki að njóta einverunnar. Sitthvað er að flýja í bók og að lesa hana til að njóta og göfga andann. Það er enginn skortur á afþrey- ingu. Hún er hugarléttir. Dægra- dvöl til að gleyma sjálfum sér. Vissulega nauðsynleg en ekki meginmarkmiðið. En um hvað er leiðindakenndin? Hún er merki, sem ber að taka alvarlega. Leiðindakenndin er nefnilega merki um að ekki sé allt með felldu. Manneskjunni, sem upplifír hana, þurfa ekki að fallast hend- ur. Henni leiðist vissulega, annað- hvort í vinnu eða heima hjá sér og jafnvel bæði. En í stað þess að bugast, ætti hún að líta á leið- ann sem áskorun. Leiðindakenndin er í raun að skora eiganda sinn á hólm og segja honum að breyta til og íhuga líf sitt. Bijóta það til mergjar. Sjá tíru. Ytri heimur hverrar persónu er ávallt að segja henni hvernig henni beri að vera og hvað best sé að gera. Ytri heimurinn felst í þrýst- ingi sem flestir láta undan, stund- um til góðs, stundum ekki. Það er ósjálfráð krafa mannstraumsins að allir fylgi honum út í hafið. Samt er eins og að þeir sem beij- ast nógu lengi á móti straumnum hljóti virðingu hans að lokum. Hinsvegar uppskera þeir sem láta undan ekkert, nema niðurlægjandi hlátur. Og þeim leiðist. Það er ekki rangt að leiðast. Leiðindi eru einfaldlega merki um að leita að einhverju nýju og skipta um hlutverk. Það borgar sig ekki að hafa þau að engu, þau kvikna aftur vegna þess að manneskjan er að gera annað en efni hennar og ástæður standa til. Leiðinda- kenndin er ótvírætt merki um að eitthvað sé bogið við lífernið. Þess ber þó að geta að leiðindi geta verið tímabundin og gufað upp. Eigandi kenndarinnar verður því að að hafa tekist á við hana sæmi- lega lengi áður en hann ákveður að breyta til. Fáir þora að viðurkenna að þeim leiðist almennt í lífinu. En ef fólki hættir að þykja gaman það sem það naut áður, eins og starf eða hjónaband, eða hvaðeina sem áður gaf mesta ánægju og leiðinda- kenndin verður allsráðandi, ber því að gera eitthvað örlagaríkt. Skilaboð leiðindakenndarinnar eru ekki: „Þú ert ömurlegur,“ held- ur: „Þú getur meira og átt að snúa þér að því sem þú hefur ekki framkvæmt hingað til.“ Skilaboð hennar eru oftast rangtúlkuð, en rétt túlkuð geta þau hrist upp í fólki til að fara að gera það sem það hefur í raun mesta hæfileika til. Hún hefur örugglega leiðbeint ófáum mönnum í gegnum aldirnar inn á þann veg sem þeim féll best að ganga, einfaldlega vegna þess að þeir hlustuðu á hana og drógu réttar ályktanir. Leiðindakenndin er vísbending um að eitthvað betra sé á boðstól- um. Hún er ævaforn, hefur þróast með manninum sem aðferð til að vísa honum réttu leiðina. Hún blundar í hveijum einstaklingi og getur hjálpað honum til að fara þangað sem hann vill fara og hún vill vel þótt rödd hennar hljómi dapurlega. SPEKI: Leiðindakenndin er skemmtileg ábending um að eitthvað betra bíði handan við hornið. eftir Gunnar Hersvein

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.