Morgunblaðið - 15.09.1996, Blaðsíða 22
22 B SUNNUDAGUR 15. SEPTÉMBER 1996
MORGUNBLAÐIÐ
ATVIN N U AUGL YSINGAR
Sölumaður óskast
Fasteignasala óskar eftir duglegum og
ábyggilegum sölumanni, sem starfað getur
sjálfstætt. Reynsla æskileg, ekki skilyrði.
Umsóknum skal skilað til afgr. Mbl fyrir 21.
sept. 96 merkt „KV-007“.
Hress og áreiðanleg
23 ára gömul stúlka óskar eftir starfi á ferða-
skrifstofu eða gestamóttöku. Hef lokið IATA,
UFTAA prófi ásamt tveimur árum í mennta-
skóla. Hef ensku- og frönskukunnáttu.
Nánari upplýsingar í síma 557 6508.
Sölumaður
á fasteignasölu
Ert þú ákveðin(n), fylgin(n) þér, kurteis, metn-
aðargjörn(arn), kröftug(ur) og skemmtileg-
(ur)? Ef svarið er já, þá viljum við ráða þig
í vinnu. Laun tengd árangri í starfi.
Svar sendist auglýsingadeild Mbl. merkt:
„L - 18146“, fyrir 18. september.
NO NAME
— COSMETICS ..
Snyrtifræðingur
Óska eftir að ráða snyrti- og/eða förðunar-
fræðing í kynningar og sölu í verslunum No
Name. Vinnutími fimmtudaga til laugardaga.
Umsóknir sendist afgreiðslu Mbl. fyrir
20. september merkt: „No Name“.
Sölumaður
Við hjá Eirvík heimilistækjum ehf. leitum að
traustum starfsmanni til sölustarfa í verslun
okkar í Reykjavík. Um er að ræða fullt starf
eða hlutastarf eftir hádegi.
Viðkomandi þarf að vera áreiðanlegur,
öruggur og geta unnið sjálfstætt.
Starfsumsóknir, ásamt upplýsingum um
menntun og fyrri störf, þurfa að þerast af-
greiðslu Mbl. í síðasta lagi 20. september
nk., merktar: „S - 1401“.
NITUMSJÓN
TÖLVUIEIID
Þjónustustofnun óskar eftir að ráða starfsmann :
tölvudeild.
Starfssvið
• Netumsjón og þjónusta við Microsoft
notendahugbúnað ásamt þróun, viðhaldi o.fl.
Hæfniskröfur
• Kerfisfræði, tölvufræði úr Iðnskólanum,
rafeindavirkjun eða sambærileg menntun.
Nýútskrifaðir koma vel til greina.
• Þjónustulund, sjálfstæð og skipulögð
vinnubrögð.
í boði er gott faglegt tækifæri og spennandi
starf í góðum hóp. Viðkomandi mun fá
haldgóða starfsþjálfun og margvísleg tækifæri
til fagmenntunar i starfi.
Reyklaus vinnustaður.
Nánari upplýsingar veitir Jón Birgir Guðmundsson
hjá Ráðgarði frá kl. 9-12. í síma 533 1800.
Vinsamlegast sendið skriflegar umsóknir til
Ráðgarðs merktar. “Netumsjón - tölvudeild”
fyrir 21. september nk.
RÁÐGARÐURhf
STIÓRNUNAR OG REKSTRARRÁÐGJÖF
Furugaröl 5 108 Raykjavifc Slml 533 1800
Fax: 533 1808 NMtfang: rgmldlun9treknet.la
Heimamfða: http://wwef.treknet.la/radgardur
Sölumannsstarf
óskast
Sölumaður með mikla reynslu af sölu- og
stjórnunarstörfum óskar eftir atvinnu hjá
traustu fyrirtæki.
Svör sendist afgreiðslu Mbl. merkt: „U - 941 “.
\t£/ YsMmtnmijijYle/r
Talkennarar
Okkur bráðvantar talkennara til starfa í Eyj-
um. Um er að ræða 100% stöðu til eins árs
og hlutastarf kemur einnig til greina. Starfið
fejst í beinni talkennslu og ráðgjöf vegna
barna á grunn- og leikskólaaldri.
í Vestmannaeyjum eru starfræktir tveir
grunnskólar og fjórir leikskólar. Starfslið er
áhugasamt og krakkarnir hressir.
Upplýsingar um starfið veita Sigurður og
Hera á Félags- og skólamálaskrifstofu Vest-
mannaeyja í síma 481 1092.
Sölumaður
- heimilisraftæki
Þekkt raf- og heimilistækjaverslun á höfuð-
borgarsvæðinu óskar að ráða sölumann í
fullt starf til framtíðar.
Viðkomandi þarf að vera stundvís, reyklaus,
með góða framkomu og reynslu af sölu-
mennsku, auk þess sem þekking á heimilis-
raftækjum, svo sem sjónvarps-, myndbands-
og hljómtækjum er kostur.
Þarf að geta hafið störf sem fyrst.
Skriflegum umsóknum ásamt mynd skal skila
til afgreiðslu Mbl., fyrirfimmtudaginn 19. sept-
ember nk. merktar: „Sölumaður - 4060“.
Rekstur bón- og
þvottastöðvar
Við leitum að kraftmiklum, ábyrgum og hug-
myndaríkum aðila til að starfrækja bón- og
þvottastöð á 108 svæðinu í Rvk.
Þarf að vera stundvís, reyklaus, með lipra
framkomu og aðra mannlega kosti sem prýða
ættu slíkan starfsmann. Æskilegt er að hann
geti hafið störf sem fyrst.
Mikil vinna framundan og góð laun fyrir rétta
starfsmanninn.
Skriflegar umsóknir ásamt Ijósmynd sendist
afgreiðslu Mbl. fyrir föstudaginn 20. septem-
bernk. merktar: „Hörkuduglegur- 18150".
Sölumaður
í prentsmiðju
Starfsmaður óskast til sölustarfa í prent-
smiðju. Um er að ræða áhugavert starf fyrir
réttan aðila, sem þarf að vera þjónustulipur
og eiga auðvelt með umgengni við viðskipta-
menn og samstarfsmenn. Nauðsynlegt er,
að viðkomandi hafi reynslu í prentiðnaði.
Þeir, sem kunna að hafa áhuga á starfinu,
skulu senda inn umsóknir til Mbl. fyrir 20.
september nk. með greinargóðum upplýs-
ingum um eigið ágæti, merktar:
„Prentsmiðja - 4079“.
Tilboð óskast
í ræstingar
á kvikmyndahúsi
Áhugasamir sem vilja fá sendar nánari upp-
lýsingar og tilboðsgögn eru beðnir að senda
inn umsóknir merktar: „Bíó - 15237“ fyrir
18. september nk.
íþróttamiðstöð
Seltjarnarness
- Sundlaug -
íþróttamiðstöð Seltjarnarness óskar eftir að
ráða starfsmann til að hafa umsjón með
búningsherbergjum kvenna við sundlaug
Seltjarnarness frá 4. október 1996. Um er
að ræða vaktavinnu.
Kjör samkvæmt kjarasamningi Starfs-
mannafélags Seltjarnarnesbæjar og bæjar-
sjóðs Seltjarnarness.
Allar upplýsingar veita forstöðumaður
íþróttamannvirkja, Magnús Georgsson og
Þorsteinn Geirsson, æskulýðs- og íþróttafull-
trúi Seltjarnarness í síma 561 1551.
SINDRI
- sterkur í verki -
Sindra-Stál hf. er öflugt fyrirtæki m.a. í
innflutningi á vélum og búnaði fyrir
efnavinnslu, matvælaiðnað, verktaka og
málmiðnað.
Fyrirtækið er m.a. umboðsaðili fyrir
verkfæri og búnað frá Black & Decker,
Ridgid, Alfa-Laval, Tetra-Laval, Atlas
Copco og Wagner.
Þ j ón ustufulltrúi
Sindra-Stál hf. óskar eftir að ráða
þjónustufulltrúa sem leiðbeinir við
uppsetningu búnaðar, annast varnarviðhald
og aðstoðar við viðgerðir hjá
viðskiptavinum.
Þjónustufulltrúinn þarf að hafa
vélfræðimenntun eða aðra hliðstæða
menntun og reynslu í þjónustu vél- og
rafbúnaðar. Hann þarf að geta starfað
sjálfstætt og skipulagt og stjórnað störfum
annarra.
Nánari upplýsingar veitir Þórir Þorvarðarson.
Vinsamlega sendið skriflegar umsóknir til
Ráðningarþjónustu Hagvangs hf. merktar
"Þjónusta/Gæði 450" fyrir 21. september n.k.