Morgunblaðið - 15.09.1996, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 15.09.1996, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. SEPTEMBER 1996 B 7 MANIMLÍFSSTRAUMAR VERALDARVAFSTUR / unnt ab breyta abstcebum sínum meb huganumf Staðhæfingar ÞEGAR farið er að skoða ýmsa nútíma lífsspeki verður fljótlega fyrir augum okkar fyrirbærið staðhæfing sem er þýðing á enska orðinu affirmation. Það sem átt er við hér er stutt setning sem inniheldur einhveija fullmótaða yfir- lýsingu um endurbætur á tilveru þess sem með hana fer. Framkvæmd viðkom- andi lífsspeki felst síðan einfaldlega í því að endurtaka þessa fullyrðingu nægjanlega oft í einrúmi uns hugurinn hefur fest trú á því sem hún inniheld- ur, en þá á hún einmitt að verða að veruleika. Venjulegur íbúi vestrænnar menningar kemur auðvitað fljótlega auga á það að hér muni á ferðinni eins konar sjálfsefjun sem geri þá lítið annað en koma viðkom- andi á skjön við okkar góða gamla raunveruleika? Einn meistari dul- spekinnar, Daska- los, er á öðru máli. Hann segir: „Sjálf- sefjun er í raun ekkert annað en meðvituð mótun hugforma (orkufyrirbæra hugans) með praktískt markmið fyrir augum. Það er því alls ekkert slæmt! Því hvernig á fólk annars af geta unnið hægt og hægt á móti þeim ranghug- myndum sem við höfum sjálf fest rækilega í huga okkar?" Og hann bætir við: „Jesús sagði einmitt um illgresið á akrinum: „Rífum það ekki upp með rótum fyrr en góða sæðið er fullþroska." Sama á við með huga okkar; við verðum að bíða eftir að nýjar hugmyndir sem við meðtökum vinni smátt og smátt á því sem fyrir er.“ Þetta er sem sé verkefni staðhæf- inganna. En talsmenn hennar segja að fyrir hendi sé í alheiminum enda- laus orkuuppspretta sem allir geti sótt til. Það er svokölluð orka lífsins frá því sem þeir kalla alheimsmeðvit- undina. Við munum nú vitna í bók Ann Wigmore um þessi mál: „Þessi orka hefur ávallt verið með okkur og er eins náttúruleg okkur eins og það er fyrir heil lungu að anda að sér eða heil augu að sjá. En alveg eins og veikindi geta trufl- að hið eðlilega starf líffæranna, þannig getur truflun vegna veikinda haft neikvæð áhrif á hina sjálfsögðu og náttúrulegu stafsemi hins heila sjálfs. Þessi orka býðst einnig lokaðri meðvitund, alveg eins og loft er til fyrir lungu sem hafa fallið saman og eru einfaldlega ekki notuð. Mun- urinn á milli lunga og manneskju er eigið val. Manneskjan getur valið. Og fái hún tækifærið, eða upplýs- ingarnar um það hvernig eigi að tappa af lífskraftinum sem er nátt- urulegur okkur öllum, - já sem er sannanlega innra með okkur - þá geta allir valið og gert hvaða sem þeir vilja.“ Þetta getum við sem sagt öll: ....ef við meðtökum frelsi ábyrgð- arinnar um sjálfsrækt á öllum svið- um lífs okkar. Þetta sjálfstæði næst með því að sleppa lausu ónothæfu hegðunarmunstri og hugsunum sem voru öll hluti af fyrra uppeldi okkar og venjum. Hvort sem það eru veik- indi, upplausn, fátækt eða óréttlæti í þessari gnægðarveröld okkar, allt er þetta tilkomið vegna slíks munst- urs. Þegar við leggjum þetta niður en tökum í stað þess upp nýjar að- ferðir uppbyggilegra hugsana mun- um við leysa úr læðingi þá orku sem býr í okkur. Skapandi orku. Allar hugsanir hafa í sér falda þá orku að myndbirta hið sýnilega úr því ósýnilega. Það er algerlega nauð- synlegt fyrir okkur öll að skilja að: Allt sem við hugsum, segjum eða gerum kemur til baka til okkar. Allar hugsanir, orð eða gerðir - án undantekninga - verða að raunveru- leika. Það að taka á móti og að bjóða breytingar velkomnar er grunnatriði í risi okkar upp á við í átt að sam- runa við alheimslega lifandi orku.“ En til viðbótar við staðhæfingu kemur síðan afneitunin. „Afneitun er yfirlýsing um brottkast á meðan staðhæfíng er yfirlýsing um mót- töku. Afneitunarframsetning er not- uð til þess að losa okkur við vöntun, meðvirkni og takmörkun. Og rýma til í huganum fyrir nýrri staðhæf- ingu; en framsetning staðhæfingar er notuð til þess að fylla mann sjálf- an með gnótt, frelsi og lífsfyllingu. Þegar afneitun er notuð ætti ávallt að fylgja því eftir með staðhæfingu. En staðhæfingar má nota einar sér. Viljir þú færa alheimsgnægðina inn í líf þitt segðu eftirfarandi upp- hátt og margoft á dag: „Það er eng- inn skortur í hinum stóra alheimi og það er enginn skortur í mér (afneit- un). Ég kýs nú að meðtaka alla þessa gnótt og auðlegð hins mikla alheims sem ég veit nú að hefur ávallt verið mín (staðhæfing).“ En þegar gerðar eru staðhæfingar þarf að gæta þess að nota ávallt nútíð: „Ég hef nú.“ Nota jákvæðar staðhæfingar: „Ég er heill...“ Mæla af sannfæringu og éinbeitni, ávallt biðja um fullkomnun og æðsta stig. Og enginn þarf að vera lítillátur, nei þvert á móti: „Manneskja með mikinn veraldlegan auð og mikið tímabundið vald getur og ætti að biðja um mikið meira af hvoru- tveggja! Sama á við aðra sem er hungruð og veik. Hún ætti að sjálf- sögðu einnig að biðja um mikil um- skipti. Og fólki sem stundum gengur vel en stundum illa ætti einnig að biðja um mun rneira." Nú er bara að reyna þetta því að „sá sem trúir fastlega á staðhæfing- ar sínar um batnandi eigin hag mun fá staðfestingu þeirra". Ætli þetta sé ekki mun árangurs- ríkari aðferð fyrir íslenskt þjóðfélag þegar upp er staðið en að heimta ávallt rétt sinn frá veraldlega valdinu? eftir Einar Þorsteins [Detta er alltaf spurning um nokkra sentimetra Allir vita að oft geta skilin á milli gleði og sorgar snúist um nokkra sentimetra. STRATA3»2«1 hefur valdið straumhvörfum á sviði heilsu- og fegrunarmeðferðar. í þessu nýja tæki er rafsegulbylgjum beitt með umndraverður árangri. Það sem greinir STRATA 3*2*1 frá öðrum sambærilegum meðferðum, auk góðs árangurs, er sá stutti tími sem hver meðferð tekur og að óþægindi sem fylgt hafa álíka meðferðum heyra nú sögunni til. Hafðu samband og kynntu þér hvernig STRATA 3»2»1 getur hjálpað þér í baráttunni við sentimetrana. Árangurinn kemur í Ijós strax eftir fyrsta tíma. Opið mín. til fös. tri kl. 10:00 til 20:00 og laugardaga frá kl. 10:00 til 16:00 MIMil Síðumúli 34, sími 568 8850 REYKJANESVIKA ALÞÝÐUBANDALAGSINS Þingmenn Alþýðubandalagsins verða á ferðinni í Reykjaneskjördæmi vikuna 16.-22. september. Þingmenn Alþýðubandalagsins munu heimsækja stofn- anir og íyrirtæki í Reykjaneskjördæmi og halda almenna fundi á mánudagskvöld á Flug-Hóteli í Reykjanesbæ og í Hlégarði í Mosfellsbæ á þriðjudagskvöldið. Þar gefst kjörið tækifæri til að hlýða á mál þingmanna og koma til þeirra skilaboðum og athugasemdum nú áður en þinghald hefst. Fimmtudag og fbstudag heldur svo þingflokkurinn þingflokks- fund í Hafnarfirði og mun svo taka þátt í miðstjórnarfundi Alþýðu- bandalagsins sem haldinn verður í Þinghóli í Kópavogi 21. og 22. september. Mánudaginn 16. verða Suðurnesin heimsótt, dagurinn notaður til að heimsækja ýmsar stofnanir og fyrirtæki. Um kvöldið kl. 20.30 verður svo almennur fundur haldinn á Flug-Hóteli í Reykjanesbæ. Þriðjudaginn 17. verður farið um Mosfellsbæ og Kjalarnes og um kvöldið haldinn almennur fundur í Hlégarði kl. 21.00. Margrét Frímannsdóttir, formaður Alþýðubandalagsins. Sigríður Jóhannesdóttir, þingmaður Alþýðubandalagsins og óháðra í Reykjaneskjördxmi. NAMSKEK) Á HAUSTÖNN 1996 TUNGUMÁL Kennt er í byrjenda-, framhalds- og talæfingar- flokkum. ENSKA DANSKA NORSKA SÆNSKA FRANSKA ÍTALSKA SPÆNSKA ÞÝSKA KATALÓNSKA 10 vikna námskeið 20 kennslustundir ÍSLENSKA fyrir útlendinga 10 vikna námskeið 20 kennslustundir ÍSLENSKT MÁL I 5 vikna námskeið 20 kennslustundir ÍSLENSKT MÁL II 5 vikna námskeið 20 kennslustundir LJÓÐALESTUR 10 vikna námskeið 20 kennslustundir MANNKYNSSAGA -NÝÖLD 10 vikna námskeið 20 kennslustundir SAGA ÍSLANDS SÍÐUSTU 250 ÁR 10 vikna námskeið 20 kennslustundir ÍSLANDSSAGA FYRIR ÚTLENDINGA 10 vikna námskeið 20 kennslustundir BÓKBAND 10 vikna námskeið 40 kennslustundir ANDLITSTEIKNUN (PORTRETT) 8 vikna námskeið 32 kennslustundir VATNSLITAMÁLUN 8 vikna námskeið 32 kennslustundir LEIRMÓTUN 6 vikna námskeið 25 kennslustundir SKRAUTRITUN I 10 vikna námskeið 20 kennslustundir SKRAUTRITUN II 6 vikna námskeið 12 kennslustundir LJÓSMYNDUN I 3 vikna námskeið 9 kennslustundir LJÓSMYNDUN II 7 vikna námskeið 24 kennslustundir SILFURSMÍDI 9 vikna námskeið 36 kennslustundir SILKIMÁLUN I 3 vikna námskeið 12 kennslustundir SILKIMÁLUN II 3 vikna námskeið 12 kennslustundir TRÉSMÍÐI 9 vikna námskeið 36 kennslustundir ÚTSKURDUR 9 vikna námskeið 36 kennslustundir VIDEOTAKA á eigin vélar I 1 viku námskeið 14 kennslustundir VIDEOTAKA á eigín vélar II 2 vikna námskeið 20 kennslustundir FATASAUMUR 6 vikna námskeið 24 kennslustundir BÚTASAUMUR 6 vikna námskeið 24 kennslustundir PRJÓNTÆKNII 4 vikna námskeið 12 kennslustundir PRJÓNTÆKNI II 4 vikna námskeið 12 kennslustundir BÓKHALD smærri fyrirtæki 4 vikna námskeið 24 kennslustundir VÉLRITUN 5 vikna námskeið 20 kennslustundir TÖLVUNÁMSKEIÐ: WORD fyrir byrjendur og kynning á EXCEL 3 vikna námskeið 20 kennslustundir. EXCEL fyrir byrjendur 3 vikna námskeið 20 kennslustundir HÖNNUNÁ ELDHÚSI OG BAÐI 2 vikna námskeið 9 kennslustundir LITUR OG LÝSING 1 viku námskeið 6 kennslustundir BRAUÐBAKSTUR 2 vikna námskeið 10 kennslustundir GÓMSÆTIR bauna-, pasta- og græn- metisréttir. 3 vikna námskeið, 12 kennslu-stundir KONFEKTGERÐ 1 viku námskeið 5 kennslustundir EIGIN ATVINNU- REKSTUR 2 vikna námskeið 20 kennslustundir FERÐAMENNSKA 1 viku námskeið 4 kennslustundir Starfsmenntunarsjóðir ýmissa stéttarfélaga styrkja félagsmenn sina til náms I Kvöldskóla Kópavogs, t.d. BSRB, BHMR, SÓKN, VR og Starfsmannafélag Kópavogs. KENNSLA HEFST 23. SEPTEMBER. Innritun og upplýsingar um námskeiðin 9.-19. september kl. 17-21 í símum: 564 1507, 564 1527 og 554 4391 og á skrifstofu Kvöldskólans í Snælandsskóla.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.