Morgunblaðið - 15.09.1996, Blaðsíða 18
18 B SUNNUDAGUR 15. SEPTEMBER 1996
MORGUNBLAÐIÐ
atvi n n ua ugl ysingar
M KÓPAVOGSBÆR
Lausar stöður við leikskóla
Lausar eru stöður leikskólakennara við
eftirtalda leikskóla:
Grænatún v/Grænatún, sími 554-6580
80% staða, 4 dagar í viku.
Smárahvammur v/Lækjarsmára, sími
564-4300, heil og hálf staða.
Efstihjalli v/Efstahjalla, sími 554-6150
eftir hádegi.
Furugrund v/Furugrund, sími 554-1124
eftir hádegi.
Marbakki v/Marbakkabraut, sími 564-1112
eftir hádegi.
Upplýsingar um stöðurnar gefa leikskóla-
stjórar viðkomandi leikskóla.
Ennfremur gefur leikskólafulltrúi upplýs-
ingar í síma 554-1988.
Starfsmannastjóri.
Margmiðlun hf.
óskar eftir að ráða starfsmenn í
neðangreind störf
Ritari. Starfið felst í öllum almennun ritara-
störfum, s.s. bréfaskriftum, (íslenskum og
enskum), skjalagerð, bókhaldsvinnu auk ann-
arra verkefna. Leikni í ritvinnslu og almennri
tölvunotkun nauðsynleg auk góðrar ensku-
kunnáttu. Um hlutastarf er að ræða
(9-13/14).
Internetþjónusta (hlutastarf eftir samkomu-
lagi). Þjónustustarf, aðallega gegnum síma
til einstaklinga. Tilvalið starf með skóla fyrir
unga og áhugasama aðila.
Forritari. Starf við Internetforritun í Visual
Basic/Visual C++/Lotus Notes.
Æskileg menntun er tölvunarfræði frá HÍ eða
kerfisfræði frá TVÍ.
Mörg og spennandi verkefni framundan.
Umsóknarfrestur er til og með 19. septem-
ber nk.
Áhugaverð störf hjá framsæknu fyrirtæki.
Nánari upplýsingar um ofangreind störf fást
eingöngu á skrifstofu Liðsauka, sem opin
er frá kl. 9-14, Skipholti 50c.
Fólk og þekking
Lidsauki ehf. W
Skipholt 50c, 105 Reykjavík simi 562 1355, fax 562 1311
Grunnskóii Siglufjarðar
Myndmennta-
kennarar
Vegna veikinda vantar okkur myndmennta-
kennara í fulla stöðu nú þegar. í flestum
árgöngum eru tvær bekkjadeildir af þægi-
legri stærð og er mikil áhersla lögð á stuðn-
ingskennslu. Við erum þegar byrjuð að móta
skólastarf framtíðarinnar og viljum fá fleiri
kennara með ferskar hugmyndir til að leggja
hönd á plóginn.
Hafin er endurbygging á skólahúsnæðinu.
Upplýsingar gefa Pétur, skólastjóri, vs.
467 1184 og hs. 467 1686, Eyjólfur, aðstoð-
arskólastjóri, vs. 467 1184 og hs. 467 2037.
Siglufjörður, sem er rúmlega 1700 manna kaupstaður, er í fallegu
umhverfi og samgöngur við bæinn góðar. Tómstundastarf og félags-
líf er margskonar, t.d. klúbbastarfssemi, mikiö tónlistarlíf og fjöl-
breytt íþróttalíf. Einnig er nýtt íþróttahús, sundlaug, mjög gott skíða-
svæði og fallegar gönguleiðir. Fjöldi ferðamanna heimsækir bæinn
á sumrum. I bænum er nýr leikskóli, góður tónlistarskóli, sjúkrahús
og heilsugæsla og svo mætti lengi telja.
Hafðu samband við okkur og ræddu málin.
Þú ert velkomin(n) til Siglufjarðar.
Heimilisaðstoð
Er sjúkralíði. Tek að mér að vera hjá fólki á
daginn, kvöldin og næturlangt, ef þörf er á,
t.d. leysa aðstandendur af, bæði hjá sjúku
fólki, öldruðu og þroskaheftu.
Áhugasamir vinsamlegast sendi upplýsingar
til Mbl. merktar: „H - 18144“ fyrir 20. sept-
ember.
Viðskiptafræðingur
Viðskiptafræðingur óskar eftir fjölbreyttu
ábyrgðarstarfi. Mikil starfsreynsla við al-
menna stjórnun, fjármálastjórnun, stjórnun
launamála, samninga, bókhald, erlend sam-
skipti o.fl.
Fyrirspurnir óskast innlagðar á afgreiðslu
Mbl. eigi síðar en 30. sept. 1996 merktar:
„Reyndur viðskiptafræðingur - 4053“.
FJÓROUNGSSJÚKRAHÚSIÐ
A AKUREYRI
Ritari hjúkrunarfor-
stjóra
Laus er til umsóknar 50% afleysingastaða
ritara hjúkrunarforstjóra frá og með 1. októ-
ber nk. í eitt ár.
Helstu þættir starfsins eru: Almenn skrif-
stofustörf vegna starfsmannahalds, vinnsla
tölfræðilegra upplýsinga, ritvinnslustörf, s.s.
bréfaskriftir og fundargerðir.
Við ráðningu verður lögð áhersla á ritvinnslu
og tungumálakunnáttu, sjálfstæði í vinnu-
brögðum, góð samskipti og samvinnuhæfi-
leika.
Næsti fyrirmaður er hjúkrunarforstjóri.
Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningi
starfsmannafélags Akureyrarbæjar.
Umsóknarfresturert.o.m. 28. september nk.
Umsóknir með upplýsingum um menntun
og fyrri störf skulu sendar til Ólínu Torfadótt-
ur hjúkrunarforstjóra sem gefur nánari upp-
lýsingar í síma 463 0271.
Öllum umsóknum verður svarað þegar
ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.
Fjóröungssjúkrahúsið á Akureyri.
- reyklaus vinnustaður -
Framtíðarstörf
1. Skrifstofustarf hjá sérhæfðu fyrirtæki í
miðborginni. Starfið felst í móttöku, síma-
vörslu, ritvinnslu, auk tilfallandi verkefna.
Æskilegt er að viðkomandi hafi bíl til
umráða. 50 - 70% starf. Vinnutími er f.h.
Reyklaus vinnustaður.
2. Afgreiðslustarf f gleraugnaverslun mið-
svæðis í Reykjavík. Starfið, sem er mjög krefj-
andi, felst í ráðgjöf og þjónustu við viðskipta-
vini. Vinnutími 9-18 (ekki unnið laugardaga).
3. Afgreiðslustarf í fallegri sérverslun með
gjafavöru. Gerð er krafa um að viðkomandi
sé snyrtilegur og hafi opið og þægilegt við-
mót. Vinnutími sveigjanlegur (50 - 100%
starf).
4. Umsjón með mötuneyti í framleiðslufyr-
irtækilaustarlega í Reykjavík. Morgunkaffi,
léttur hádegisverður og innkaup. Góð að-
staða. Um er að ræða gott starf hjá traustu
fyrirtæki. Vinnutími 8-16.
Umsóknarfrestur er til og með
18. september nk. '
Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar
á skrifstofu Liðsauka, sem opin er frá
kl. 9 - 14, að skipholti 50c, 4. hæð.
Fólk og þekking
Lidsauki ehf.
Skipholt 5Oc, 105 Reykjavik sími 562 1355, fax 562 1311
Starfsmaður
-tölvudeild
Bændasamtök íslands óska að ráða starfs-
mann í tölvudeild.
Viðkomandi þarf að hafa:
★ Góða þekkingu á notendabúnaði.
★ Menntun á tölvusviði, æskileg.
★ Hæfni í mannlegum samskiptum og góða
þjónustulund.
Frekari upplýsingar veitir Jón Baldur
Lorange, forstöðumaður tölvudeildar.
Skriflegar umsóknir sendist Bændasamtök-
um íslands fyrir 25. september nk.
Bændasamtök íslands,
Bændahöll v. Hagatorg,
127 Reykjavík,
sími 563 300.
Hjúkrunarfræðingar
- Seyðisfjörður
Hjúkrunarfræðingar óskast til starfa við
Sjúkrahúsið á Seyðisfirði sem fyrst eða eftir
nánara samkomulagi.
Sjúkrahúsið á Seyðisfirði er 26 rúma sjúkra-
hús með 6 stöðugildi hjúkrunarfræðinga.
Sjúkrahúsið er í nýlegu húsnæði þar sem
öll aðstaða til hjúkrunar og umönnunar er
mjög góð.
Aðalviðfangsefnin eru á sviði öldrunarhjúkr-
unar, en einnig er fengist við margskonar
læknisfræðileg („medicinsk") vandamál,
bæði bráð og langvarandi.
Næturvaktir hjúkrunarfræðinga eru í formi
bakvakta, heima.
Hafir þú áhuga á skemmtilegu en oft krefj-
andi starfi, hafðu þá samband við Sigrúnu
(hjúkrunarforstjóra) í síma 472 1406 sem
gefur nánari upplýsingar.
Sjúkrahús Seyðisfjarðar.
Eskifjarðarkaupstaður
Tæknimaður/
byggingarfulltrúi
Eskifjarðarkaupstaður auglýsir laust til um-
sóknar starf tæknimanns/byggingarfulltrúa.
Starfssviðið er blandað milli byggingarfull-
trúastarfa og almennra tæknistarfa.
Starfsmaður verður m.a. yfirmaður áhalda-
húss kaupstaðarins.
Starfssviðið er mjög víðtækt og gerir miklar
kröfur til skipulagshæfileika og víðtækrar
þekkingar.
Umsækjendur skulu uppfylla kröfur bygging-
arreglugerðar um menntun byggingarfull-
trúa.
Umsóknum skal skila á skrifstofu Eskifjarðar-
kaupstaðar og skulu vera ítarlegar upplýs-
ingar um menntun, starfsferil og meðmæl-
endur umsækjenda.
Umsóknarfrestur er til fimmtudagsins 26.
september nk.
Eskifjarðarkaupstaður er kröftugt og um-
svifamikið sjávarpláss með liðlega 1.000
íbúum. Mikil uppbygging sjávarútvegsfyrir-
tækja hefur verið í plássinu á síðustu miss-
erum.
í bænum er boðið upp á alla nauðsynlega
þjónustu. Rétt við bæjardyrnar er eitt besta
skíðasvæði landsins og inn af bænum er
frábær 9 holu golfvöllur auk annarrar hefð-
bundinnar afþreyingar.
Bæjarstjóri eða byggingarfulltrúi veita allar
frekari upplýsingar í síma 476 1170.
Bæjarstjórinn á Eskifirði.