Morgunblaðið - 15.09.1996, Blaðsíða 15
14 B SUNNUDAGUR 15. SEPTEMBER 1996
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 15. SEPTEMBER 1996 B 15
STÓRVIRKAR vinnuvélar losuðu grjótið úr Lögbergi og þunga-
flutningabílar fluttu það í Steinsmiðjuna.
GRJÓTIÐ var sagað í tröllvaxinni bandsög. Sumt af grágrýtinu
og allt gabbróið var sagað báðum megin.
ALLS voru tekin um 1.000 tonn af grjóti til vinnslu vegna Dómhússins. Þar af 800 tonn af grágrýti og 200 tonn af gabbrói.
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
ÞAÐ voru engir smáhnullungar sem starfsmenn Steinsmiðjunnar
þurftu að meðhöndla. Steinarnir vega á bilinu 5-10 tonn hver. Öflug-
ir kranar voru notaðir til að flytja grjótið inn í verksmiðjuna.
Það þótti við
hœf i að nota
alíslenskt
á borð við
grágrýti i Dóm-
húsið.
YTRA byrði stórs hluta af grágrýtinu var klofið með svonefndum settjárnum og setthömrum. Beitt
var aidagömlum handtökum steinsmiða. Þessi vinnsluaðferð er sú sama og notuð var við byggingu
Alþingishússins fyrir rúmri öld.
.. BYGGTUR
LOGBERGI
DÓMHÚS Hæstaréttar stendur á
milli gamalgróinna bygginga við
Arnarhól. Skjannahvítt Safnahúsið,
svart Þjóðleikhús og grábrúnn Arn-
arhvoll varða húsið á þijá vegu.
Að sögn Margrétar Harðardóttur
arkitekts vildu þau Steve Christer,
sem teiknuðu Dómhúsið, láta það
falla vel að þessum bakgrunni. Ytra
byrði hússins var því ákveðið úr
eir, gabbró og grágrýti, varanlegum
efnum sem voru í góðu samræmi
við umhverfið. Margrét sagði að það
hafi þótt fara vel á því að nota alís-
lenskt byggingarefni á borð við grá-
grýti í Dómhúsið. Grágrýti megi
víða sjá í eldri byggingum hér á
landi.
Grágrýtið í Dómhúsinu er ýmist
fleygað eða sagað. Fleyguðu stein-
arnir minna á útlit Alþingishússins,
enda unnir með svipuðum aðferðum
og þar var beitt. Gabbróið er notað
til áhersluauka við innganga Dóm-
hússins og á milli gluggaflata.
Grænleitur litur gabbrósins myndar
tengingu á milli spanskgræns eir-
klæðningarinnar og grágrýtisins.
Sótt í Lögberg
Steinsmiðja S. Helgasonar hf. í
Kópavogi fékk það hlutverk að
framleiða steinklæðninguna á Dóm-
húsið. Að sögn Sigurðar Helgason-
ar, steinsmiðs og forstjóra, var haf-
ist handa við að losa grjót í Dómhús-
ið í febrúar 1995. Þótt grágrýti sé
algeng bergtegund hér á landi er
ekki hlaupið að því að ná í hentugt
gijót. Galdurinn er að finna heillegt
berg, það má ekki vera sprungið
eða mjög holuríkt. Steinsmiðjan var
með grágrýtisnámu á Miðdalsheiði
en gijótið þar er uppurið. Sigurður
vissi af nokkrum stöðum í nágrenni
höfuðborgarinnar þar sem hentugt
grágrýti var að finna en erfitt
reyndist að fá leyfi til gijótnámsins.
Það var loks að Kópavogsbær
leyfði að gijót yrði tekið úr Lög-
bergi ofan við Reykjavík. Sigurður
segir að þar séu þokkalega góðar
klappir. Þó er bergið svolítið götótt,
líkt og sjá má á steinhellunum í
Dómhúsinu. Náman er sunnan við
þjóðveg 1 þar sem hann liggur upp
fyrir Lögberg. Það er því skemmti-
leg tilviljun að Dómhús Hæstaréttar
er bókstaflega byggt úr Lögbergi.
Þúsund tonn af grjóti
Alls voru tekin 800 tonn af grá-
grýti til að nota í Dómhúsið. Auk
grágrýtisins voru sótt 200 tonn af
gabbrói í Eystra-Horn við Horna-
fjörð. Vinnsla gijótsins stóð frá því
í febrúar og fram á haust í fyrra.
Grágrýtið var að mestu klofið með
settjárnum og setthömrum,_ svipuð-
um verkfærum og notuð voru við
byggingu Alþingishússins fyrir 115
árum. Sigurður Helgason segir að
hægt sé að nota nútíma verkfæri
við sögun og eins sé hægt að flýta
lítillega fyrir með loftverkfærum.
Annars séu þetta sömu vinnubrögð
og tíðkast hafa í aldanna rás við
steinsmíði. Munurinn á Dómhúsinu
og Alþingishúsinu er sá að Alþingis-
húsið var reist úr tilhöggnum stein-
um en Dómhúsið er klætt 10 senti-
metra þykkum steinhellum. Hell-
urnar eru límdar saman með se-
mentsblöndu og festar við burðar-
veggi með járnfestingum. Sigurður
segir að með tímanum verði áferð
grágrýtisins í Dómhúsinu svipuð því
sem sjá má á Alþingishúsinu. Hluti
ÞEGAR steinhellurnar voru tilhöggnar og sniðnar var borað fyrir
festingum. Hellurnar eru síðan festar við burðarvegg hússins með
járnankerum og límdar saman á köntunum með sementsblöndu.
SÉRSTAKIR steinar voru útbunir á hornin á
húsinu. Þannig næst áferð eius og húsið sé hlað-
ið úr heilum steinum.
GENGIÐ var frá klæðningunni utan á Dómhúsinu
í fyrrasumar. Eiríkur Tryggvason múrarameist-
ari og menn hans önnuðust uppsetninguna.
grágrýtisins og allt gabbróið var
sagað. Áferðin á þeim steinhellum
er slétt til mótvægis við hijúfa áferð
höggnu hellnanna.
Aldagömul vinnubrögð
Að sögn Sigurðar Helgasonar er
töluvert um það að íslenskt gijót
sé notað í byggingar hér á landi.
Hann segir að af Arnarhóli megi
sjá nokkrar byggingar þar sem
starfsmenn Steinsmiðju S. Helga-
sonar hafa tekið til hendinni. Auk
dómhússins megi nefna Seðlabanka
íslands, Héraðsdóm Reykjavíkur,
Vesturgötu 7 og umgjörð um mósa-
íkmynd Gerðar Helgadóttur á Toll-
stöðinni. En hvað þykir Sigurði eft-
irminnilegast frá vinnunni við Dóm-
hús Hæstaréttar?
„Það var sérstakt frá okkar hendi
að vinna með svipuðum vinnubrögð-
um og sömu verkfærum og beitt
var fyrir heilli öld. Steinsmiðir
kunna þessi handbrögð enn, þótt
þjálfunin hafi ekki verið mikil í byij-
un, en við erum í góðri þjálfun nú,“
sagði Sigurður.
TILHÖGGNIR grágrýtissteinar eru einnig notaðir við frágang lóðar Dómhússins.
Vié steinhöggió
var beitt
svipuóum
vinnubrögóum
og verkffærum
og ffyrir heilli
öld.