Morgunblaðið - 15.09.1996, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 15.09.1996, Blaðsíða 12
Í2 B SUNNUDAGUR 15. SEFrEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ KVIKMYIMDIR Ulrski leikstjórínn Terry George hefur gert sannsögulega mynd frá Belfast um tvær mæður sem verða að taka ákvörðun um hvort þær eigi að skrifa undir plagg sem forðar sonum þeirra frá því að deyja í hungurverkfalli árið 1981. Helen Mirr- en fer með aðalhlut- verkið. MJóIamyndin með John Travolta í ár heitir „Michael" og er eftir Nora Ephron. í henni leikur Travolta engil af himnum ofan hvorki meira né minna. Aðrir í myndinni eru William Hurt og Andie MacDowell. MBíómynd hefur verið gerð um þá kumpána Beavis og Butthead úr MTV. Sjónvarpinu þeirra er stolið og þeir leggja í langferð í leit að því. Leikstjóri er Mike Judge. MEnn hefur verið kvik- mynduð saga eftir Kurt Vonnegut. Heitir hún „Mother Night“ og er byggð á sögu rithöfund- arins frá 1962 um njósnara bandamanna sem ákærður er seinna fyrir að vera nasisti. Alan Arkin, John Go- odman og Kirsten Dunst fara einnig með hlutverk í myndinni. Fimm ár hefur tekið að koma myndinni í fram- leiðslu og munaði litlu að Anthony Hopkins og Robert Duvall léku í henni á sínum tíma. MNý mynd með Ric- hard Dreyfuss heitir „Mad Dog Time“ en í henni leikur hann geð- sjúkan glæpaforingja. Leikarahópurinn er kræsilegur að öðru leyti: Gabriel Byrne, Jeff Goldblum, Ellen Bark- in, Kyle MacLachlan, Paul Anka, Burt Reyn- olds og Billy Idol. SÝND á næstunni; „The Last Man Stand- ing“. LéJegt handrít, góðbreUa ÞÁ HAFA allir helstu sum- arsmellirnir verið frumsýndir hér á landi nú síðast Stormur eða „Twister" eftir Jan De Bont. Allir hafa þeir hlotið fína aðsókn og meira en það. Þjóðhátíðardagur eða „Inde- pendence Day“ sló miðasölu- met á fyrstu sýningardögun- um og er komin yfir 50.000 manns í aðsókn. En hvernig myndir voru þetta og áttu þær eitthvað sameiginlegt annað en að moka inn pen- ingum? Tvennt kemur strax í hugann. Léleg handrit og frábærar brellur. Það er eins og ekki skipti máli leng- ur um hvað bíómyndir snúast mammmmmmm svo framar- lega sem þær bjóða uppá hasar og tækni- brellur eins og hver getur í sig látið. Þegar gerðar voru hasarmyndir eins og Franska sambandið í gamla daga var heilmikið lagt í persónugerð og maður gat skilið bijálæðið í Gene Hackman þegar hann SUMARSMELLIR; Þjóðhátíðardagur og Stormur. eftir Arnald Indriðason ■ eltist við eiturlyijasala. í dag gæti manni ekki staðið meira á sama um allt þetta leikara- lið í bíómyndunum. Ef Tom Cruise hefði horfið í Edens fína rann í tæknitryllinum Sendiförinni hefði maður ekki tekið eftir því með aug- un límd á nýjasta nýtt í tölvu- brelluiðnaðinum. I Klettinum var brotist inn í Alcatraz- fangelsið og illmennin reynd- ust hin mestu góðmenni þeg- ar til kom. En maður hafði ekki tíma til að láta fjar- stæðukennt handritið fara í taugarnar á sér af því hasar- inn var svo skemmtilegur. Hasarinn er það eina sem skiptir máli orðið bæði fram- leiðendur og áhorfendur, sem flykkjast á þessar mynd- ir. Og allar myndir eru eins á sumrin. Handritið í „Eras- er“ með Arnold Schwarzen- egger er Ijósrit af handriti Sendifararinnar; vopnasala, svikull yfirmaður, tölvudisk- ur. Einhveijar háþróaðar ál- byssur hittu aldrei Schwarz- enegger svo þess vegna hefði vel mátt hætta að framleiða þær. Ef tæknibrellurnar væru teknar úr Þjóðhátíðar- degi og Storminum stæði eftir sápuópera um gersam- lega óspennandi amerísk hjónabönd. Brellurnar héldu þessum myndum á floti og hvílíkar brellur! Cruise hentist um Ermasundsgöngin í lausu lofti á milli lestar og þyrlu; risavaxin geimför um- kringdu jörðina og hófu ger- eyðingu mannkyns; hvirfil- byljir rústuðu bæjum og býl- um í Oklahóma. Og mest var það gert í tölvum. Ef einhver er sigurvegari þessa sumars þá eru það tölvubrellurnar. Og ef þetta sumar er vís- bending urh það sem koma skal megum við búast við fleiri lélegum handritum í stórkostlegum brellumynd- um. Allt er lagt upp úr góð- um tölvuteikningum og það virðist' ekki skipta máli hver umgjörðin er. Stormur er kannski besta/versta dæmið um lélegt handrit í góðri brellumynd. Eða eru veður- fræðingar svona leiðinlegir yfirleitt? Spurningin er hvort hægt sé að bjóða aðeins uppá brellur í framtíðinni. Mun fólk ekki gera meiri kröfur til brellumyndanna? En hvað er svosem hægt að gera kröfur til sumar- smellanna. Bragðið af popp- korninu endist lengur. Og þá er sigurinn unninn. í ást og stríði Attenboroughs EITT af stórmennum breskrar kvikmynda- gerðar, Richard Átten- borough, hefur að undan- förnu verið að kvikmynda suður á Italíu ástarsögu sem ber heitið í ást og stríði. Með aðalhlutverkin fara Sandra Bullock og Chris O’Donnell. Myndin segir af ástum bandaríska rithöfundarins og nóbelsverðlaunahafans Ern- est Hemingways (O’Donnell) á Ítalíu í fyrri heimsstyijöld- inni en þar kynntist hann hjúkrunarkonunni Agnesi von Kurowsky og úr varð eld- heitt ástarsamband. O’Donnell segist meira fyr- ir Sidney Sheldon, síðasta bókin sem hann las var „The Doomsday Conspiracy", en las eitthvað af verkum höf- undarins í skóla; aðallega Gamla manninn og hafið af því hún var ekki nema ein- hveijar 98 síður. Einnig fór hann á heimaslóðir Hem- HEMINGWAY á Italíu; Buliock, O’Donnell og Attenborough við tökur á í ást og stríði. ingways og kynnti sér nokkur af fyrstu verkum hans. O’Donnell er 26 ára og ákaflega eftirsóttur leikari en næsta mynd hans verður Bat- man 4 þar sem hann leikur Robin. LÆKNAMAFÍAN; Grant og Parker í „Extreme Measures". Grant leikur í spennutrylli RESKI leikarinn Hugh Grant er ekki kunnur fyrir leik í spennutryllum hvað þá að hann framleiði slíkar myndir. Þess vegna kemur á óvart að nýjasta mynd hans er læknatryllir sem hann framleiðir á eigin spýtur og leikur aðalhlutverkið í á móti Gene Hackman og Söru Jessicu Parker. Leikstjóri er landi Grants, Michael Apted. Myndin heitir „Extreme Measures" og er byggð á spennusögu frá 1991 eftir Michael Palmer og fjallar um ungan lækni sem flækist inn í skuggalegan heim læriföður síns. Grant framleiðir ásamt kærustunni sinni, Elizabeth Hurley, en hún átti ekki von á að fyrsta myndin sem þau gerðu í sameiningu yrði tryll- ir.„Við bjuggumst fremur við hún yrði rómantísk gaman- mynd sem gerðist á Eng- landi.“ Grant leikur Banda- ríkjamann og viðurkennir að hafa átt í nokkrum erfiðleik- um með framburðinn. Hann fékk William Gold- man til að skrifa handritið ásamt Tony Gilroy. Apted á margar góðar myndir að baki og átti ekki í erfiðleikum með að leikstýra framleiðanda sín- um. „Eg kallaði hann herra,“ segir Apted. í BÍÓ ARNOLD Schwarzeneg- ger nýtur yfirleitt mik- illa vinsælda hér á landi og hefur nýjasta mynd hans, „Eraser“, gengið mjög vel í miðasöl- unni. Eftir síðustu sýningar- helgi höfðu 21.300 manns séð 56.000 höfðu séð ID4 ALLS höfðu um 56.000 manns séð spennutryll- inn ID4 eða Þjóðhátíðardag eftir síðustu helgi í Laugarás- bíói og víðar. Þá höfðu um 11.500 manns séð Persónur í nærmynd í Laugarásbíói og um 4.000 Mulholland Falls“. Næstu myndir bíósins eru „The Quest“ með Jean- Claude van Damme, sem ákveðið var að hæfist um þessa helgi, Flóttinn frá Los Angeles með Kurt Russell, „Fled“ með Laurence Fish- burne og Eyja dr. Moreau með Marlon Brando og Val Kilmer. Eftir það koma myndir eins og „The Last Man Standing" með Bruce Willis, „Feeling Minnesota" með Keanu Reeves, „The Crow 11“ og á næsta ári söngleikurinn Evíta með Ma- donnu og „The Long Kiss Goodnight" eftir Renny Harlin. Arnold og þótt aðsóknin hafi verið meiri á síðustu spennu- mynd hans, Sannar lygar eft- ir James Cameron, má hann vel við una. Arnold gerir bestu myndir sínar í samvinnu við Camer- on. Þegar aðrir vinna með honum verður útkoman að- eins miðlungsmyndir. Camer- on sér í honum einhver yfim- áttúruleg öfl og fær hámarks- nýtingu úr austurrísku ofur- hetjuímyndinni á meðan aðrir láta eins og hann sé bara enn einn hasarleikarinn. „Eraser“ er millibilsmynd, betri en Síð- asta hasarmyndahetjan, síðri en Sannar lygar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.