Morgunblaðið - 18.09.1996, Síða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 18. SEPTEMBER 1996
MORGUNBLAÐIÐ
r
AKUREYRI
Uppbygging atvinnulífs í Eyjafirði
Flestir telja matvæla-
framleiðslu mikilvægasta
Morgunblaðið/Guðmundur Þór
EYFIRÐINGAR virðast hafa valið
sér að setja matvælaframleiðslu á
oddinn þegar þeir eru inntir álits
á því hvað sé mikilvægast til upp-
byggingar atvinnulífs í Eyjafirði,
en hugmyndir um stóriðju eru á
hröðu undanhaldi. Þetta kemur
fram í skýrslunni Staða þjónustu
á Eyjafjarðarsvæðinu sem Magnús
Þór Asgeirsson vann m.a. fyrir
Iðnjjróunarfélag Eyfirðinga.
I viðhorfskönnun sem lögð var
fyrir 400 manns í Eyjafirði, fólk
á aldrinum 16-70 ára kom fram
að um helmingur þeirra sem tóku
þátt töldu matvælaframleiðslu
mikilvægasta til uppbyggingar
atvinnulífs í Eyjafirði, næstflestir
eða ríflega 20% völdu verslun og
þjónustu, þá nefndu 12% smáiðnað
og 11,5% töldu stóriðju vænleg-
asta kostinn. í svipaðri könnun
sem gerð var fyrir þremur árum
töldu flestir iðnað besta kostinn
til uppbyggingar, þannig að
greinileg hugarfarsbreyting hefur
átt sér stað.
Trú á verslun og þjónustu
Karlar eru í miklum meirihluta
þeirra sem nefna stóriðju, en kon-
ur höfðu meiri trú á smáiðnaði.
Þegar búseta var skoðuð kom í
ljós að hlutfallslega fleiri vilja ál-
ver á smærri stöðum heldur en á
Akureyri.
Þá var einnig athyglisvert
hversu fáir úr yngsta aldurshópn-
um, 16 til 31 árs, völdu stóriðju
sem vænlegan kost til uppbygg-
ingar atvinnulífs í Eyjafirði eða
einungis 6,5%. Elsti hópurinn,
47-70 ára, virðist hafa mesta trú
á stóriðjunni, en 16,7% þeirra
völdu hana sem mikilvægasta
kostinn.
Meira en helmingur þeirra sem
teija stóriðju mikilvægasta til at-
vinnuuppbyggingar telja lífskjör
verri á Eyjafjarðarsvæðinu en á
höfuðborgarsvæðinu.
Skaðar álver ímynd?
Þátttakendur í könnuninni voru
beðnir um álit á því hvort þeir
væru með eða á móti fuliyrðingu
um að álver gæti skaðað ímynd
Eyjafjarðar sem matvælafram-
leiðslusvæðis og ferðamannastað-
ar og varð niðurstaðan sú að 66,3%
Eyfirðinga töldu álver geta skaðað
ímynd svæðisins hvað þessa þætti
varðar, 18,7% töldu svo ekki vera
og tæp 15% voru hlutlaus.
Karlmenn utan Akureyrar eru
í meirihluta í hópi þeirra sem telja
álver ekki skaða ímynd Eyjafjarð-
ar. Einnig kom í ljós í könnuninni
að helmingur iðnaðarmanna er
ósammála því að álver skaði ímynd
Eyjafjarðar og er nefnt í skýrsl-
unni að það sé skiljanlegt því von
þeirra um aukna vinnu gæti mótað
viðhorfið.
Gott gengi á
VEIÐIFÉLAGIÐ Villibráðin
sem samanstendur af þremur
félögum, þeim Degi Guðmunds-
syni, Svani Rafnssyni og Rögn-
valdi Jónssyni, kom heim úr
sinni árlegu gæsaveiðiferð um
síðustu helgi. Eftir fjögurra
daga veiðiferð lágu í valnum
gæsaveiðum
46 gæsir sem þeir síðan reittu
í sérstakri plokkunarvél sem
Svanur smíðaði. A myndinni
sjást þremenningarnir önnum
kafnir við að svíða væntanlegar
steikur en með þeim í veðiferð-
inni að þessu sinni var Sverrir
Gunnarsson.
Miklar umræður í bæjarstjórn um Sjávarútvegsskóla Háskóla SÞ
Eindregin andstaða við að
skólinn verði í Reykjavík
BÆJARSTJÓRN Akureyrar sam-
þykkti einróma á fundi sínum í gær
að lýsa eindreginni andstöðu sinni
við þá niðurstöðu starfshóps sem
kannað hefur leiðir til að stofna hér
á landi Sjávarútvegsskóla Háskóla
Sameinuðu þjóðanna, að skólinn
skuli staðsettur í Reykjavík.
„Bæjarstjórn bendir á að með
stofnun skólans gefíst í senn kjörið
tækifæri til að hefja rekstur nýrrar
stofnunar í faglegu umhverfi á
landsbyggðinni og að stuðla að at-
vinnuuppbyggingu utan höfuðborg-
arsvæðisins til mótvægis við þær
miklu opinberu framkvæmdir sem
þar standa yfír og eru fyrirhugað-
ar,“ segir í ályktuninni.
Gegn vilja Alþingis
Einnig bendir bæjarstjórn á að
með stofnun Háskólans á Akureyri
og starfsemi sjávarútvegs- og mat-
væladeildar við skólann hafi verið
tekin ákvörðun af hálfu stjórnvalda
um að efla opinbera starfsemi á
þessum sviðum á Akureyri. Til
áherslu er bent á þingsályktun frá
því maí 1992 þar sem segir að ríkis-
stjórn sé falið að gera áætlun um
frekari uppbyggingu og eflingu Há-
skólans á Akureyri og annarra rann-
sókna- og fræðslustofnana á svæð-
inu svo þar verði öflug miðstöð rann-
sókna- og fræðslustarfsemi á sviði
sjávarútvegs.
„Verði farið að tillögum starfs-
hópsins telur bæjarstjórn að gengið
sé á móti þeim vilja Alþingis sem
fram kemur í áðurnefndi þingsálykt-
un og einnig yfirlýstri stefnu ríkis-
stjórnarinnar um eflingu opinberrar
starfsemi á landsbyggðinni. Bæjar-
stjórn skorar því á ríkisstjórn íslands
að hún ákveði að Sjávarútvegsskóli
Háskóla Sameinuðu þjóðanna verði
staðsettur á Akureyri í samræmi við
yfirlýstan vilja Alþingis," segir í
ályktun bæjarstjórnar Akureyrar.
„Vaðið yfir okkur“
Guðmundur Stefánsson, bæjar-
fulltrúi Framsóknarflokks, sem
mælti fyrir ályktuninni sagði niður-
stöðu starfshópsins ekki koma á
óvart með tilliti til þess hvetjir hefðu
skipað hópinn. Nefndi hann m.a.
Grím Valdimarsson og Guðrúnu Pét-
ursdóttur sem væru í forsvari fyrir
stofnanir á sviði sjávarútvegs í
Reykjavík og efaðist hann jafnvel
um hæfni þeirra til að sitja í starfs-
hópnum af þeim sökum. Hann sagði
ævinlega standa styr um þegar
ákveðið væri að flytja stofnanir út
á land, en benti á að nú væri tæki-
færi til að staðsetja nýja starfsemi
úti á landi.
„Það er verið að vaða yfir okkur
enn einu sinni,“ sagði Sigríður Stef-
ánsdóttir, Alþýðubandalagi, um til-
löguna. Hún sagði sveitarfélög hafa
takmarkaða möguleika á að hafa
áhrif á staðarval atvinnufyrirtækja,
margir bentu á að ríkið ætti ekki
að vasast í atvinnurekstri, „en það
ræður ótrúlega miklu um hvar upp-
bygging atvinnulífs á sér stað,“
sagði hún og nefndi að það væri
nánast náttúrulögmál að stofnanir
og fyrirtæki væru sett niður í
Reykjavík. „Þess vegna ætti að nota
tækifærið núna þegar um væri að
ræða nýja starfsemi."
Útgáfu-
tónleikar
Rjúpunnar
HLJÓM- og sjónsveitin Rjúpan
hefur sent frá sér hljómdiskinn
„Konungur háuloftanna" og
heldur af því tilefni tónleika í
Deiglunni á Akureyri, annað
kvöld, fimmtudagskvöldið 19.
september. Þeir hefjast kl. 22
og verða lögin af diskinutn
ieikin en auk þess verður farið
með gamanmál og fleipur.
Rjúpuna skipa þeir Skúli
Gautason, Karl Olgeirsson og
Friðþjófur Sigurðsson, betur
þekktur sem „Diddi".
Messa
HÚSAVÍKURKIRKJA:
Messa verður næstkomandi
sunnudag, 22. september kl.
14. Sr. Gunnlaugur Garðars-
son prédikar og þjónar fyrir
altari ásamt sóknarpresti. Kór
Glerárkirkju syngur undir
stjórn Jóhanns Baldvinssonar.
Morgunblaðið/Guðmundur Þór
HERMANN Jóhannesson formaður dómnefndar, Andrés I. Leifs-
son, Blönduósi, Aðalgeir Grétarsson, Húsavík, Stefán Bjarnhéð-
insson, Akureyri, Hreinn Sigtryggsson, Reykjavík, Sigurjón
Magnússon, Ólafsfirði, Sveinn Magnússon, Neskaupstað, Einar
Guðmundsson prófdómari og fyrir framan hópinn er Erlendur
Traustason prófdómari.
Sveinspróf í bílamálun
UA kaupir hlut bæjarins
Morgunblaðið/Golli
UNNIÐ er að breytingum á landvinnslu Útgerðarfélags Akur-
eyrar sem vonast er til að muni styrkja fyrirtækið.
SVEINSPRÓF í bílamálun var hald-
ið á bílaverkstæðinu Múlatindi á
Ólafsfirði nýlega, en þetta er í
fyrsta sinn sem slíkt próf er haldið
utan Reykjavíkur. Það er mennta-
málaráðuneytið sem stendur yfir
prófinu, sem sex nemar tóku, en
prófdómarar voru þrír. Prófið var í
fjórum liðum, laga þurfti og bletta
smáskemmd á bifreiðahluta og
bronslita hann, þá var litalögun,
plasthlutur málaður og loks var
verklýsing og umgengni um vinnu-
stað, efni og efnisnotkun.
BÆJARSTJÓRN Akureyrar sam-
þykkti í gær að selja Útgerðarfé-
Iagi Akureyringa 10% af hlut sínum
í félaginu. Alls ætlar bærinn að
selja tæp 25% af hlutafé sínu.
„Þetta er merkur atburður,“
sagði Jakob Björnsson bæjarstjóri
á fundi bæjarstjórnar Akureyrar í
gær. „Við erum að selja stóran
hlut í félagi sem bærinn hefur átt
meirihluta í um langt skeið.“
Nánast staðgreiðsla
Bréfín eru að nafnvirði 91,8
milljónir króna og eru þau seld á
genginu 4,98 þannig að fyrir þau
fást um 457 milljónir króna. Jakob
sagði að nánast væri um stað-
greiðslu að ræða, einn þriðji hluti
yrði greiddur í dag, miðvikudag,
síðán 15. október og þriðja greiðsl-
an yrði 1. nóvember.
Jakob sagði að menn hefðu beð-
ið 6 mánaða uppgjörs fyrirtækisins
með nokkurri eftirvæntingu en þá
myndi koma í ljós hver áhrif það
hefði á eftirspurn eftir bréfum í
félaginu og gengi þeirra. Forsvars-
menn ÚA hefðu lýst yfir að afkom-
an hefði verið óviðunandi, enda
miklir erfiðleikar í landvinnslu um
þessar mundir. Ástæðan fyrir því
að bæjaryfirvöld hefðu fallist á að
fara þessa leið, að selja félaginu
sjálfu þessi bréf, byggðist m.a. á
því að menn væru sannfærðir um
að stjórn félagsins væri að vinna
að breytingum á rekstrinum sem
skapa myndi því betri grundvöll.