Morgunblaðið - 18.09.1996, Qupperneq 20
20 MIÐVIKUDAGUR 18. SEPTEMBER 1996
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
Reuter
ÚTIGANGSMAÐUR liggur á gangstétt í Madrid eftir að hafa tekið of stóran skammt eiturlyfja. Sagt
er að spænska leyniþjónustan hafi rænt flækingum og notað þá sem „tilraunadýr" til að prófa lyf.
Flækingar notaðir
sem tilraunadýr?
Madrid. Reuter.
VARNARMALARAÐUNEYTIÐ á
Spáni neitaði í gær að tjá sig um
frétt þess efnis að liðsmenn svokall-
aðra „dauðasveita" spænsku leyni-
þjónustunnar hefðu rænt þremur
útigangsmönnum og notað þá sem
„tilraunadýr" til að prófa lyf sem
nota átti til að ræna baskneskum
aðskilnaðarsinnum í Frakklandi, en
skrifstofa umboðsmanns Spánar
kvaðst hafa hafið rannsókn á mál-
inu og beðið Eduardo Serra varnar-
málaráðhera um upplýsingar.
Dagblaðið El Mundo sagði að í
skjölum frá leyniþjónustu spænska
hersins kæmi fram að þremur um-
renningum, betlara og tveimur eit-
urlyfjasjúklingum, hefði verið rænt
í júlí árið 1988 til að prófa lyfið.
Betlarinn hefði dáið af völdum lyfs-
ins.
Blaðið kvað leyniþjónustumenn,
sem óku stolnum bílum, hafa rænt
mönnunum. Markmiðið hefði verið
að gefa þeim lyf, sem nota átti til
að ræna liðsmönnum aðskilnaðar-
hreyfingar Baska, ETA, í Frakk-
landi og lauma þeim til Spánar.
Mengele-aðgerðin
Virtur hjartasérfræðingur er
sagður hafa útvégað leyniþjón-
ustunni lyfíð. Hann er ekki nafn-
greindur í fréttinni en sagður náinn
vinur Emilios Alonsos Manglanos,
sem var þá yfirmaður leyniþjónustu
hersins.
Að sögn blaðsins voru mannránin
nefnd „Mengele-aðgerðin" meðal
leyniþjónustumanna og var þar vís-
að til læknisins Josefs Mengele í
útrýmingarbúðum þýskra nasista.
Málið gæti skaðað samskipti
Spánveija og Frakka þar sem greint
er frá ólöglegum aðgerðum í Frakk-
landi, m.a. vopnasmygli.
Fyrrverandi innanríkisráðherra í
stjórn Sósíalistaflokksins og hátt-
settur hershöfðingi í þjóðvarðliðinu
hafa verið ákærðir fyrir að hafa
stjórnað ránum, pyntingum og
morðum á liðsmönnum ETA á síð-
asta áratug. 27 manns voru drepn-
ir í aðgerðunum og margir þeirra
reyndust ekki hafa verið í aðskiln-
aðarhreyfingunni.
Stríðsfangar skild-
ir eftir 1 N-Kóreu?
Washington. Reuter.
TALIÐ er að Bandaríkjamenn hafi
skilið eftir rúmlega hundrað banda-
ríska stríðsfanga í Norður-Kóreu
þegar Kóreustríðinu lauk 1953, að
því er haft var eftir A1 Santoli, starfs-
manni Bandaríkjaþings, í gær. Vitn-
aði hann í leyndarskjöl, sem nýlega
voru gerð opinber.
Sagði Santoli að verið gæti að sum-
ir þessara bandarisku hermanna hefðu
látið lífið í tilraunum, sem gerðar
voni með lyf til að bæta árangur í
yfirheyrslum. Eiturefni hefðu verið
notuð á aðra og þeir því næst teknir
af lífi. Þessar upplýsingar eru taldar
renna stoðum undir nýlegar fréttir
um að enn gætu Bandaríkjamenn
verið í haldi í Norður-Kóreu. í gær
átti að halda vitnaleiðslu um þetta
mál á Bandaríkjaþingi og sagði San-
toli að tilgangurinn væri meðal ann-
ars að sýna fram á að í viðræðum
við yfírvöld í Norður-Kóreu ætti að
leggja áherslu á að komast að því
hvort bandarískum hermönnum væri
haldið þar í landi.
í einu skjali sagði að Dwight D.
Eisenhower, sem var forseti Banda-
ríkjanna í Kóreustríðinu, hafí haft
mikinn áhuga á að fylgjast með máli
stríðsfanganna, sem var saknað.
Hann hafi viljað reyna að bjarga þeim.
Skjölin voru í forsetabókasafni
Eisenhowers og öðrum söfnum.
Tvö mótframboð
Tallinn. Reuter.
í Eistlandi
TVÖ mótframboð til viðbótar komu
fram við Lennart Meri, forseta Eist-
lands, sem sækist nú eftir því að
sitja annað kjörtímabil í embætti.
374 kjörmenn munu ganga til at-
kvæða um næsta forseta Eistlands
20. september, en þing landsins hafn-
aði Meri í þrígang í ágúst.
Frambjóðendurnir eru Tunne Kel-
am, hægri sinnaður stjórnmálamað-
ur, sem spáð er nokkru fylgi, og
Sirri Oviir, varaformaður Miðflokks-
ins, sem reyndar er til vinstri við
miðju.
Þegar var kominn fram Arnold
Ruutel, fyrrverandi kommúnisti og
leiðtogi sjálfstæðisbaráttu Eistlands
árið 1991. Slagurinn í ágúst stóð
milli Meris og Ruutels.
Sigurvegarinn þarf helming at-
kvæða kjörmannanna. Takist ekki
að knýja fram úrslit í tveimur um-
ferðum verður málinu vísað til þings-
ins á ný.
Til móts við Mír
Kanaveralhöfða. Reuter.
GERT er ráð fyrir að bandaríska
geimfeijan Atlantis leggi í dag að
rússnesku geimstöðinni Mír. Þar um
borð bíður bandaríski geimfarinn
Shannon Lucid eftir því að komast
aftur heim eftir fimm mánaða geim-
dvöl.
Atlantis var skotið á loft fyrir
dögun í fyrradag. Bilun kom fljótlega
upp í einni af þremur rafstöðvum sem
knýja vökvakerfi og stýrikerfí feij-
unnar en ákveðið var að förinni skyldi
samt haldið áfram.
Um borð eru nokkur tonn af vist-
um til Mír en einnig verða fram-
kvæmdar vísindarannsóknir í ferð-
inni, sem á að ljúka með lendingu á
Flórída 26. september.
Lucid er 53 ára þriggja barna
móðir. Er hún fyrst sex bandarískra
geimfara sem ráðgert er að dveljist
í Mír fram á árið 1998. John Blaha,
margreyndur geimfari, leysir hana
af og dvelst í fjóra mánuði um borð
í Mír.
Gert var ráð fyrir að Shannon
Lucid sneri til jarðar í byijun ágúst
en vegna seinkunar á geimskoti Atl-
antis hefur hún slegið dvalarmet
kvenna í geimnum. Jafnframt hefur
enginn bandarískur geimfari dvalist
jafn lengi í einu í geimnum.
vidskiptavinir
Ný símanúmer
SameinaSi lífeyrissjóSurinn hefur fengiS
nýtt símanúmer 510 5000
nýtt faxnúmer 510 501 0
Afgreiðslutími skrifstofu
Fró 1 ó. september 1996 er skrifstofa
sjóðsins opin fró kl. 9.00 til 17.00
alla virka daga.
Yfirlit send til sjóðfélaga
Yfirlit hafa veriS send til allra greiSandi
sjóðfélaga yfir skróð iSgjöld fró 1. janúar
1996 til 31. ógúst 1996. SjóSfélagar eru
hvattir til aS bera þau saman viS launaseSla.
Beri þeim ekki saman er óríSandi aS hafa
strax samband viS sjóSinn því dýrmæt réttindi
geta glatast vegna vanskila ó greiSslum.
Áhyggjur vegna friðarsamkomulagsins við Tsjetsjena
Lebed segir brottllutn-
ing hers halda áfram
Moskvu. Reuter.
ALEXANDER Lebed, yfirmaður ör-
yggismála í Rússlandi, sagði eftir
viðræður í gær við Zelímkhan Jand-
arbíjev, leiðtoga aðskilnaðarsinna
Tsjetsjena, að brottflutningi rúss-
neskra hermanna frá Tsjetsjníju yrði
haldið áfram samkvæmt áætlun.
Sergei Jastrzjembskí, talsmaður
rússnesku stjórnarinnar, sagði í gær
að mjög líklegt væri að Borís Jeltsín
forseti yrði aila þessa viku á sjúkra-
húsinu, þar sem hann gengst nú
undir rækilega iæknisskoðun fyrir
hjartaaðgerðina síðar í þessum mán-
uði.
í upphafi átti Jeltsín að vera á
sjúkrahúsinu, sem er í Moskvu, um
helgina, síðan var tveimur dögum
bætt við og í gær var sagt að hann
yrði alla vikuna. Jastrzjembskí sagði
orðróm um að heilsu Jeltsíns hrak-
aði dag frá degi úr lausu lofti grip-
inn og til marks um það væri að
forsetinn hefði rætt við Víktor
Tsjernomýrdín forsætisráðhera í
klukkustund í gær. Hann sagði að
ákveðið yrði á sérstökum læknaráðs-
fundi 25. eða 26. september hvenær
Jeltsín yrði skorinn upp.
Sýnt var frá fundi Tsjemomýrdíns
og Jeltsíns í sjónvarpi í gær og virt-
ist forsetinn sólbrúnn og afslappaður
þar sem hann sat, brosti og baðaði
út höndum á meðan hann spjallaði
við forsætisráðherrann.
Rússneska fréttastofan Itar-Tass
sagði að Lebed hefði greint blaða-
mönnum frá því að bæði hann og
leiðtogar Tsjetsjena hefðu ítrekað
skuldbindingu sína við friðarsátt-
málann, sem þeir undirrituðu 31.
ágúst. „Afvopnun" í Grozní, höfuð-
borg Tsjetsjníju, yrði haldið áfram.
Fundur Lebeds og Jandarbíjevs
var haldinn í Novíje Atagí, um 20
km suður af Grozní, og var Iítið
greint frá niðurstöðum hans fyrir
utan það, sem áður var sagt.
Deilur um fangaskipti
Fyrr í gær ræddi Lebed hins vegar
einnig við Vjatsjeslav Tíkhomírov,
yfirmann rússnéska hersins á
svæðinu. Tíkhomírov hætti við
brottkvaðningu hersins í síðustu
viku, nánast um leið og hún átti að
hefjast, og vísaði til deilu um skipti
á föngum. Hélt hann því fram að
Tsjetsjenar krefðust þess að ótíndir
glæpamenn yrðu látnir lausir ásamt
stríðsföngum. Lebed fór til
Tsjetsjníju eftir helgarfund með
Tsjernomýrdín og öðrum háttsettum
rússneskum embættismönnum um
það hver stefna stjórnarinnar ætti
að vera í frekari friðarviðræðum.
Lebed hefur gagnrýnt öfl í
Moskvu og hernum fyrir að standa
í vegi fyrir tilraunum til að gera
samkomulag til frambúðar.
Deilurnar um fangaskiptin og
átök í Grozní á sunnudag, sem sögð
eru þau mestu frá því að lýst var
yfir vopnahléinu, hafa getið af sér
vangaveltur um það hvort samkomu-
laginu sé stefnt í hættu.
Mestum áhyggjum veldur þó
valdabaráttan að tjaldabaki í Kreml
vegna veikinda Jeltsíns. Lebed von-
ast til að friðarumleitanir sínar færi
sér völdin, en Tsjernomýrdín gerir
allt til að hefta uppgang hans.
Aslan Maskhadov, aðalherstjórn-
andi Tsjetsjena, sagði í viðtali um
helgina að örlög friðarsáttmálans
yltu á niðurstöðu hinna pólitísku
átaka í Moskvu.