Morgunblaðið - 18.09.1996, Page 24

Morgunblaðið - 18.09.1996, Page 24
24 MIÐVIKUDAGUR 18. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Nýstárleg tónlistarhátíð í Kaupmannahöfn Framúrstefna í fram- kvæmd á Vesturbrú Kaupniannahöfn. Morgunblaðið. MENNINGARUPPÁKOMA undir heitinu „Art Projekt" lítur óneitan- lega út eins og hún hafi eitthvað með listir að gera og hér er það tónlistarhátíð í Kaupmannahöfn 20.-29. september, sem liggur að baki nafninu. En ART er líka skammstöfun fyrir „Abraham Rac- ing Team“, því driffjöður hátíðar- innar er Þjóðveijinn Franz Abra- ham, 32 ára og fyrrum kappakstur- kappi í Formúlu 1. Tónlistin átti ekki síður í honum hlut en kapp- aksturinn, svo hann stofnaði um- boðsskrifstofuna Art Concert í heimaborg sinni Múnchen. Árið 1992 hélt hann þar eftirminnilega tónlistarhátíð undir ofangreindu nafni. í ár er hún haldin í nýupp- gerðu tónlistarhúsi á Vesturbrú, Vega, en síðan er ætlunin að halda hana annað hvert ár á mismunandi stöðum. „Art Projekt" er ekki venjuleg tónlistarhátíð, þar sem tónlistar- menn koma aðvífandi, spila sína kvöldtónleika og fljúga af stað næsta dag. Abraham fékk þá hug- mynd að gera athyglisverða tón- listarmenn að tónlistarstjórum í einn dag. Þeir fá þá til liðs við sig tónlistarmenn, sem þeir vilja gjarn- an vinna með eða aðra listamenn, sýna kvikmyndir ef það hentar, halda fyrirlestra eða eitthvað ann- að. Með öðrum orðum þá skipu- leggja þeir dag eftir sínu höfði. Síðan hitta þeir sem flesta af hin- um sem koma, þannig að hátíðin gæti leitt af sér ánægjulega fundi, ný verkefni og óvæntar uppákom- ur. Á hátíðinni 1992 hittust Lou Reed og Laurie Anderson og fóru að vinna saman upp úr því segir Andrea Berg framkvæmdastjóri „Art Projekt" í samtali við Morgun- blaðið. Abraham heillast af margs konar tónlist, teknó og ethnó, klassík, jazz og blús að ógleymdri samtíma- og framúrstefnutónlist, svo „Art Proj: ekt“ fellur ekki í hefðbundið far. í ár eru gestirnir Þjóðvetjinn og teknófrumkvöðullinn Sven Váth, Branford Marsalis jazzsaxófónleik- ari, Sabri Brothers sem flytja Sufi- tónlist frá heimalandi sínu Pakist- an, argentínski píanóleikarinn Martha Argerich og Rússinn Alex- andre Rabinovitch píanóleikari og tónskáld, mínimalistatónskáldið bandaríska Steve Reich og Kronos- kvartettinn bandaríski, sem neitar að binda sig á einn tónlistarklafa, heldur spilar jöfnum höndum hipp hopp, framúrstefnu, samtímatónl- ist, jazz, rokk og afríska tónlist. Sem dæmi um efnisskrána kynn- ir Reich tónlist sína og tónlist, sem hann hefur hrifist af eins og Bela Bartok og afríska tónlist. Hann kemur fram með hljómsveit sinni „Steve Reich and the Musician- s“og„Paul Hillier and The Theatre Voices“ koma fram, en eins og aðr- ir í hópnum teygja þeir sig yfir marga skala, syngja bæði miðalda- tónlist og nútímatónlist. Berg segir að reynt hafi verið að ná í Björk, sem hafi sýnt mikinn áhuga, en ekki komið þátttöku við vegna GUÐMUNDUR Ingólfsson ljósmyndari sýnir litmyndir frá sumr- inu í verslun Hans Petersen hf í Austurveri. Litmyndir frá sumrinu GUÐMUNDUR Ingólfsson ljós- myndari sýnir í verslun Hans Petersen hf í Austurveri við Háaleitisbraut. Þetta eru lit- myndir frá sumrinu sem er að líða, teknar á stærstu litfilmu (8x10“) og stækkaðar af Agli Sigurðssyni. Guðmundur lærði ljósmynd- un í Þýskalandi i lok sjöunda áratugarins og hefur rekið ljós- myndastofuna Imynd frá árinu 1972. Sýningin stendur frá 13. sept- ember til 10. október. •MIKIL umræða hefur að undan- förnu verið í Noregi um staðsetn- ingu fyrirhugaðs óperuhúss. Rík- isstjórninni er ætlað að taka ákvörðun um liana innan þriggja mánaða. Staðir á borð við Vest- banen og Bjorvika hafa verið nefndir, svo og að óperan verði áfram á sama stað. En um heigina lögðu nokkrir ævintýramenn til að aflóga olíuborpallur verði dreginn inn á Óslóarfjörð og not- aður sem grunnur að óperuhúsi. Að baki hugmyndinni er hópur sem starfar að svokölluðu Oslop- rosjekt, félag sem vinnur m.a. að því að koma nýjum hugmyndum um skipulag Oslóar á framfæri. Kostnaðaráætlanir liggja ekki fyr- ir en félagið bendir á að með þessu megi ef til vill vænta enn frekari fjárstuðnings olíufélaganna. Esso er nú aðalstyrktaraðili óperunnar. Hugmyndin hefur þegar fengið góðar viðtökur tónskálda en John Persen, formaður norska tón- skáldafélagsins segir félagsmenn styðja hugmyndina og að hún hefði án efa verið þeim Mozart og Wagner að skapi. Duglítill uppvakningur KVIKMYNPIR Bíóborgin ILLUR HUGUR („Diabolique") ★ Vi Leikstjóri Jeremiah S. Chechik. Handritshöfundar Don Roos, Henri- George Clouzot, Jerome Geronimi, Thomas Narcejac. Kvikmyndatöku- stjóri Peter James. Tónlist Randy Edelman. Aðalleikendur Sharon Stone, Isabelle Adjani, Chazz Pal- minteri, Kathy Bates, Spalding Gray, Allan Garfield. Bandarísk. Morgan Creek/Wamer Bros. 1996. ILLUR hugur er enn ein endur- gerðin sem Hollywood sækir í franska kvikmyndagerð og nú er ekki ráðist á garðinn þar sem hann er lægstur. Myndin er gerð eftir Les Diaboliques, rómaðri hroll- vekju/sakamálamynd sem Henri- George Clouzot gerði rétt eftir miðja öldina. Þótt sú frábæra mynd yrði kveikjan að Psycho Hitchcocks, öðru meistaraverki, er því ekki að fagna hér. Chechik hefur gert eina, athygl- isverða mynd, Benny and Joon, dra- matíkin á greinilega betur við hann en myrkar morðgátur. Guy (Chazz Palminteri) stjórnar með harðri hendi heimavistarskóla í Pennsylvaníu. Eiginkona hans, Mia (Isabelle Adjani), er jafnframt eig- andi skólans og einn samkennara þeirra, Nicole (Sharon Stone), er hjákona Guys. Hann misbýður báð- um svo stöllurnar taka sig saman og hyggjast koma óberminu fyrir kattarnef. En líkið liggur ekki kyrrt. Handritshöfundinum Don Roos, sem m.a. á að baki Single White Female, tekst engan veginn upp að þessu sinni, styðst að nokkru leyti við frumgerðina, en flest sem hann leggur sjálfur til málanna er til ama og leiðinda, líkt og afleitur enda- sprettur, loðið lesbíuívaf, tilgangs- laus kvenréttindaumræða. Adjani og Stone eru glæsilegar en tregar leikkonur, handritið hjálpar ekki uppá sakirnar. Stone er þó ekki alls varnað sem hin slóttuga Nicole. Palminteri fer létt með að vera and- styggilegur, annars er ekki krafist af þessum annars sleipa leikara, það er svo Kathy Bates sem fer létt með að stela senunni sem spæjari sem ruglar ráðabrugg þrenningar- innar. Illur hugur er lagleg ásýnd- um, dimm og drungaleg, tónlistin í sama dúr, en efnið og innihaldið er bragðlaust og skákar á engan hátt sínum fræga forvera, þvert á móti hefði Les Diaboliques betur fengið að hvíla í friði. Sæbjörn Valdimarsson Myndlist í Eden KRISTJÁN Jón Guðnason opnar sýningu á málverkum, teikningum og klippimyndum í Eden í Hveragerði 23. sept- ember næstkomandi. Kristján Jón hefur áður sýnt á samsýningum og einn- ig haldið nokkrar einkasýn- ingar. Þetta eru myndir gerð- ar við íslenskar þjóðsögur og þó sérstaklega islensk ævin- týri. Sýningunni lýkur 5. októ- ber. Verk eftir On Kawara á Annarri hæð OPNUÐ hefur verið sýning á verkum eftir japanska lista- manninn On Kawara í sýning- arsalnum Önnur hæð að Laugavegi 37. „On Kawara er óvenjulegur listamaður sem hefur á þrem- ur síðustu áratugum unnið að nokkrum mjög afmörkuðum flokkum verka sem á einn eða annan hátt fjalla um tíma og benda okkur á hversu hverf- ult augnablik lífið er“, segir í kynningu. Hér sýnir hann málverk sem gert var hér á landi á síðasta ári og símskeyti sem send hafa verið með óreglu- legu millibili. Sýningin stendur út októ- ber og er opin á miðvikudög- um fr^ kl. 14-18 eða eftir samkomulagi. Ráðstefna um myndlistargagnrýni DAGANA 19.-22. september verður haldin í Reykjavík umfangsmikil al- þjóðleg ráðstefna um myndlistar- gagnrýni sem ber yfirskriftina: Art Criticism Today: The State of European Art Criticism. Að ráðstefn- unni standa Myndlista- og handíða- skóli íslands, Norræna húsið og lista- söfn á höfuðborgarsvæðinu. Til ráð- stefnunnar er boðið 6 erlendum list- fræðingum sem allir starfa eða hafa starfað við listgagnrýni og munu þeir halda erindi á þinginu ásamt 5 íslenskum starfsbræðrum sínum. Viðfangsefni ráðstefnunnar er víð- tækt, en einkum verður þó sjónum beint að stöðu jaðarsvæða í myndlist og myndlistarumfjöllun. Þrátt fyrir gróskumikið listalíf sem gjarnan blómstrar á slíkum svæðum standa þau ævinlega í skugga hinna vest- rænu stórborga - Parísar, Lundúna, Berlínar - hvað umræðu um listir áhrærir. Flestir líta til þessara borga eftir nýjungum í listum og mest mark er tekið á þeim sem þar hafa náð að koma sinni ár fyrir borð. Á ráðstefnunni verða slík sjónarmið rædd á gagnrýninn hátt og afstaða listamanna og gagnrýnenda sem standa utan við þessi helstu áhrifa- svæði skoðuð. Umræðan mun einnig beinast að stöðu myndlistar og mynd- listarumfjöllunar gagnvart flölmiðl- um nútímans, tengslum gagnrýn- enda og lesenda þeirra og hlutverki listamanna og listgagnrýnenda í samtímanum. Erlendir gestir ráðstefnunnar um myndlistargagnrýni verða fjölmarg- ir. Paolo Bianchi er svissneskur list- fræðingur og gagnrýnandi, fæddur í Baden árið 1960. Hann er meðlim- ur í AICA, alþjóðasamtökum list- gagnrýnenda, og starfar sem sjálf- stæður sýningarstjóri. Else Marie Bukdahl er danskur listfræðingur og gagnrýnandi, meðlimur í AICA og forseti Konunglegu listaakadem- íunnar í Kaupmannahöfn. Lisa Lind- gren er finnskur listfræðingur og gagnrýnandi. Hún var til skamms tíma forstöðumaður sambands finn- skra listamanna og eins veitti hún Nútímalistasafninu í Helsinki forystu tímabundið en er nú sjálfstætt starf- andi sýningarstjóri. Eftir hana liggja fjölmargar greinar um listamenn, list- stefnur og listkenningar. Annelie Po- hlen er forstöðumaður Kunstverein í Bonn. Pohlen var áður einn af þekkt- ustu listgagnrýnendum Þjóðveija og skrifaði m.a. reglulega í listtímaritið Kunstforum. Fáir landar hennar hafa meiri yfirsýn yfir þróun þýskrar og alþjóðlegrar listar á undanfömum tveimur áratugum. Eric Troncyer gagnrýnandi og sýningarstjóri, sem varð m.a. kunnur fyrir sýningu sína „No Man’s time“ í Nice árið 1991, þar sem hann tefldi saman hópi ungra listamanna beggja vegna Atlants- hafsins og tókst með því að varpa ljósi á framvindu síðasta áratugar þessarar aldar. Harm Lux er hollensk- ur listfræðingur og sýningai-stjóri sem starfar í Sviss. Hann rak sýningarsal- inn Shedhualle í Zúrich til skamms tíma og gerði hann alþjóðlega fræg- an. Harm Lux hefur m.a. sett upp viðamikla sýningu um norræna list. Auk þeirra flytja erindi á ráðstefn- unni Jon Bing, rithöfundur og for- stöðumaður menningarráðs Noregs, og Anne Flindt Christensen, menning- arblaðamaður við danska dagblaðið Information og lektor í menningar- blaðamennsku, en þau eru gestir þings á vegum Norræna blaðamanna- skólans í Árósum sem haldið er í Reykjavík 17.-21. september. Það þing mun sitja á sjöunda tug nor- rænna menningarfréttaritara, sem síðan munu taka þátt í dagskrá ráð- stefnunnar um myndlistargagnrýni fyrstu tvo dagana. Dagskrá ráðstefnunnar um mynd- listargagnrýni hefst á tveimur inn- gangsfyrirlestrum um listgagnrýni á líðandi stundu fimmtudaginn 19. september kl. 14.00 en að þeim lokn- um flytur Halldór Bjöm Runólfsson erindi og litskyggnusýningu um ís- lenska list. Þingað verður allan daginn föstudag og laugardag (9.00-17.00) og frá klukkan 10-12 sunnudag. Ráðstefna norrænna menningar- blaðamanna fer fram í Reykjavík dagana 17.-21. september og er hún að hluta í samstarfi við ráðstefnu myndlistargagnrýnenda. Framtíð og aðferðir menningarblaðamennskunn- ar verða sérstaklega ræddar á ráð- stefnunni sem er sú þriðja sinnar teg- undar sem haldin er. Ráðstefnan er haldin af Norrænu blaðamannamið- stöðinni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.