Morgunblaðið - 18.09.1996, Síða 31

Morgunblaðið - 18.09.1996, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR MIÐVIKUDAGUR 18. SEPTEMBER 1996 31 t ) i > ) ) » I > j I » I Eftirmál um meirihluta I HVERAGERÐI er frekar tíðindalítið og þar er fólk vinsamlegt hvort við annað, allan ársins hring. Þar koma mjögreisendur úr heimabyggðinni við á hlöðum, og sumir þeirra fá svona tveggja til þriggja riktera skjálfta í uppbót á kaffið í Eden. Hveragerði er áningar- staður rússnesku maf- íunnar, en hún kom þar við á tólf rútum í sumar og skildi eftir tvær gengilbeinur vega- lausar og auralausar og skríkjandi svo undirrit- aður varð að kaupa far með rútunni fyrir þær í veg fyrir skemmtiferða- skip, sem þessi nýi aðili hafði tekið sér á leigu. Uppurinn var allur pijónafatnaður í Eden, Hallgrímur Helgason gekk til skrifta í Hverúl- antagerði - húsi listamanna og nýtt öldurhús tilkynnti lokun vegna skiln- aðar, hengdi miða á hurðina. Einu raunverulegu tíðindin á sumrin voru ruskið í bæjarstjórn staðarins. Það ljómaði á margan glókollinn og þar sprakk meirihlut- inn vegna þess að ekki mátti ráða Martein Jóhannesson húsvörð við grunnskólann í Hveragerði, sem enginn vissi annað en meirihluti bæjarstjórnar styddi. Þegar ráðning Marteins kom fyrir bæjarráð stakk bæjarstjóri upp á Magnúsi Gíslasyni í stöðu húsvarðar. Magnús Gíslason er mágur forystukonu Alþýðubanda- lagsins á staðnum. Þrír menn sitja í bæjarráði auk bæjarstjóra. Þeir eru Knútur Bruun og Gísli Páll Pálsson og mynduðu þeir meiri- hluta, og Gísli Garðars- son, sem situr í bæjar- ráði fyrir H-lista. Á bæjarráðsfundi fékk Magnús Gíslason tvö atkvæði; atkvæði H- lista mannsins Gísla Garðarssonar og sjálf- stæðis- og meirihluta- mannsins Gísla Páls. Formlega þurfti málið að fara fyrir bæjar- stjóm. Magnús Gíslason var síðan ráðinn fyrir atbeina hins nýja meirihluta. Álþýðubandalagið fékk þar með mág sinn í starfið. Einu raunverulegu tíðindin, segir Indriði G. Þorsteinsson, voru ruskið í bæjarstjórn staðarins. Fyrrgreind niðurstaða í bæjarráði mun hafa komið Knúti Bruun, for- seta þess, mjög á óvart. Hann fór fyrir meirihluta sjálfstæðismanna og stjórnaði, ásamt þeim, framkvæmd- um sem sér víða stað. Verður ekki farið út í það hér, en hægt um að tala ef tilefni gefst til. Þáttur bæjar- Indriði G. Þorsteinsson Mistök í Hveragerði GÆFA hvers sveit- arfélags er að það hafi á að skipa mönnum sem hafi góðar hugmyndir, framsýni og kjark til þess að koma þeim í framkvæmd. I Hveragerði hefur mátt sjá að bærinn væri að vakna til lífsins. Ýmsar framkvæmdir á vegum bæjarins hafa verið gerðar í þá átt að fegra bæinn. Hvera- svæðið hefur verið gert aðgengilegt ' og þar byggt hús fyrir þá flöl- mörgu ferðamenn, bæði innlenda og erlenda, sem árlega heimsækja Hveragerði. Hringtörg hefur verið sett á þjóðveg- inn svo minni hætta et á alvarlegum slysum við veginn inn í bæinn. Hveragerðisbær var það heppinn að fyrir nokkrum árum flutti í bæinn maður sem hafði þor, hugmyndir og kjark til þess að framfylgja þeim enda voru sjálfstæðismenn í Hvera- gerði fljótir að átta sig á því að þar fór maður sem kæmi hlutunum áfram. Þeir fóru því þess á leit við hann að taka fyrsta sæti á lista þeirra fyrir síðustu sveitarstjórnar- kosningar með þeim árangri að list- inn náði hreinum meirihluta í bæjar- stjórn. Þessi atorkumaður er Knúlur Bru- un, lögfræðingur og listunnandi, stuðningsmaður listamanna til margra ára enda leið ekki á löngu uns vinnuaðstaða og íbúð fyrir lista- menn var komið upp í Hveragerði að hans tilstuðlan. Þar hafa margir þekktir listamenn unnið um lengri eða skemmri tíma. Knúti er og var umhugað um að endurvekja Hvera- gerði sem listamannabæ. Því kom undirritaður ekki að tómum kofunum þegar hugmyndin að einkarekinni menningarmiðstöð var fyrst reifuð. Allt var gert af hans hálfu til að greiða götu mína í Hveragerði og eru byggingarframkvæmdir í fullum gangi og áætlað er að Listaskálinn í Hveragerði verði opn- aður næsta vor. Án þess að ég þekki mikið til í innri málefn- um bæjarstjórnar Hveragerðisbæjar kom það mjög á óvart þegar fréttist af þeirri hallar- byltingu sem þar hafði orðið. En laun heimsins eru söm við sig, Knútur Bruun, forseti bæjar- stjórnar, allt í einu úti í kuldanum. Mér finnst oft einkennandi fyrir okkur íslendinga, hvort sem það er í almennum félögum eða stjórnmálum, að í forystu veljast menn sem lítið eru afgerandi þora lítið til þess að spilla ekki fyrir eigin aðstöðu, hugsjónir eru allt of alvar- Meira fer fyrir mönnum hugsjóna og athafna, segir Einar Hákonar- son, en mönnum er hugsa einungis um eigin stöðu. legir hlutir, meðalmennskan ríður ekki við einteyming. Það er að líkum að meira fer fyr- ir mönnum hugsjóna og athafna en mönnum er hugsa einungis um eigin stöðu. Ég tel það hryggilegt að mál hafi þróast á þann veg að Knútur Bruun sé hættur afskiptum af bæjar- málum Hveragerðis, a.m.k. í bili. Hvergerðingar þurfa svona mann svo halda megi áfram á þeirri framf- arabraut sem mörkuð hefur verið. Höfundur er listmálari. Einar Hákonarson stjórans, að taka fram fyrir hendur lýðræðislega kjörins forseta bæjar- stjórnar er með nokkrum ólíkindum. Eflaust mundu bæjarstjórar, þessir hæstlaunuðu farandverkamenn landsins, vilja almennt víkja hinum lýðræðislega kjörnu fulltrúum út í hafsauga, enda hafa þeir yfirleitt á fimmta hundrað þúsund á mánuði. Þrátt fyrir launin er þeim ekki ætlað- ur annar starfi en sá, að framfyigja samþykktum meirihlutavaldsins hveiju sinni. Að þessu sinni stóð til að ráða líka svonefndan afgreiðslu- gjaldkera, Ástu Jósepsdóttur, á bæj- arskrifstofuna. Meirihluti sjálfstæð- ismanna hafði orðið sammáia um þessa skipan og kannski ekki óeðli- legt miðað við að Ásta hafði verið formaður sjálfstæðisfélagsins Ing- ólfs í Hveragerði. Við þessar atkvæðagreiðslur kom í ljós, að sjálfstæðismenn í bæjar- stjórnarmeirihlutanum í Hveragerði, þeir sem stóðu að meirihlutanum með Knúti Bruun í bæjarráði, höfðu vikist undan merkjum undir forystu bæjarstjórans, sem vildi ráða en hafði hvorki heimild eða atkvæði til þess, og Gísla Páli, sem býr sem „löggiltur ölmusumaður" í Hvera- gerði og rekur Elliheimilið Ás. Elli- heimilið á um fimmtíu fasteignir í Hveragerði án þess að þurfa að greiða af þeim fasteignagjöld sem við hin verðum að gera til dauða- dags. Gísli Páll er erfingi þessara réttinda. Hvað hann er yfirleitt að gera í bæjarmálapólitík Hveragerðis, þar sem bæjaryfirvöld spurðu til skamms tíma, ef einhver keypti eign á staðnum hvort verið væri að kaupa fyrir elliheimilið, er alveg utan við skilningsgáfuna. Þá getur verið hentugt að hafa á að skipa mörgum mönnum í vinnu, sem þora ekki að hafa skoðanir vegna þarfa yfir- mannsins. Það er svo annað mál hvernig þessi Gísli Páll, sem lifir hér í Hvera- gerði með tuga milljóna eignir sínar án þess að greiða af þeim skatta og skyldur, telur við hæfi að sundra sínum eigin flokki. Hann og félagar hans hafa snúið dæminu á Knut Bruun, sem hefur ekkert gert nema sinna skyldum sínum sem réttarkjör- inn forseti bæjarstjórnar. Hann hef- ur ekki setið í partíum með andstæð- ingum við að plotta pólitíska pretti. Hann á engan þverpólitískan frænd- garð, sem rétt notaður, a ia Alþýðu- bandalagið, kann að keyra hann Skjóna til áhlaups upp úr skotgröf- unum. Höfundur er rithöfundur. EFTIR hlýtt og gróskumikið sumar færist nú haustlegra yfirbragð yfir borgina okkar við sundin. Skól- ar heíjast og lífið færist aftur í fastari skorður að afloknu sumarleyfi. Haustinu og vetrinum fylgir meðal annars fé- lagsstarf, klúbbar og námskeið sem duglegir og hressir krakkar stunda í frítíma sínum. Sem betur fer telja flestir foreldrar æski- legt að börn þeirra taki þátt í slíku starfi. Margir foreldrar veija miklum tíma til að aka börnum sínum í frístúndastarfið og sækja þau aftur. Til þess hafa menn mis- mikinn tíma og það kostar töluvert að aka hveiju barni í einkabíl. Ég heyri mæður oft kvarta undan því að þær séu á þeytingi fram og aftur um borgina við að keyra börnin í spilatíma, danstíma, fótbolta eða aðrar íþróttir og svo þurfi að sækja þau aftur. Flest börn frá 10-11 ára aldri ættu að geta nýtt sér þjónustu stræt- isvagna til að komast á milli staða. Þegar börn stálpast er það hluti af þroska þeirra að læra að bjarga sér sem mest á eigin spýtur. Ég vil minna foreldra á strætó sem ódýra og einfalda lausn. LágT fargjald Fargjald barna og unglinga í vagna SVR er afar lágt. Krakkar yngri en tólf ára borga aðeins tæp- ar 14 kr. ef keypt er farmiðakort með 22 miðum á 300 kr. Sé greitt með reiðufé er fargjaldið 25 kr. Fargjald fyrir 12-15 ára unglinga er 50 kr. ef keypt er farmiðakort með 20 miðum á 1000 kr. Sé greitt með reiðufé er fargjaldið 60 kr. Bíll nr. 2 kostar 380 þús. á ári Hagfræðistofnun Háskólans gerði í sumar úttekt á kostnaði við meðal fólksbíl í Reykjavík. Þar kemur fram að beinn kostnaður við meðal fólks- bíl í Reykjavík er rúmlega 380 þús- und á ári sem er yfir 1000 kr. á dag. Er þá ótalinn kostnaður samfélags- ins við gerð og viðhald gatna, umferðarslys o.fl. í skýrslunni kemur einnig fram að fjögurra manna Ijölskylda í borginni á að meðaltali 1,8 bíla. Það eru því margir sem eiga tvo bíla eða fleiri. Það er fagnaðarefni að flest reykvísk heim- ili ráða yfir bíl og ég tel það mikiivægt. Hins vegar er spurning hvort flestir gætu ekki sparað sér bíl nr. 2 og notað strætó í staðinn. Jafn- vel tekið leigubíl í þau fáu skipti sem allt rekst á. Umferðarfræðsla SVR og Iögreglunnar Um árabil hefur SVR og lögreglan í Reykjavík haft samvinnu um um- ferðarfræðslu fyrir öll sex ára börn Ég hvet foreldra, segir Lilja Ólafsdóttir, til að kenna krökkum að nota strætó. í borginni. Þau eru sótt í skólann i strætó og kennt að umgangast vagn- inn bæði sem farþegar og vegfarend- ur. Þeim er kennt að fara yfir götu og gæta sín í umferðinni. Nú stend- ur til flytja þessa fræðslu yfir til átta ára barna því börn á þeim aldri eru fremur á ferð án fylgdar fullorð-'' inna. Kennum krökkunum á strætó. Ég vil hvetja foreldra til að kenna krökkunum að nota strætó. Þjónusta SVR er raunhæfur valkostur til að hjálpa börnunum við þátttöku í fé- lagsstarfi og íþróttum. Með því spara menn, nýta betur eigin tíma og byggja upp sjálfstæði og þroska barna sinna. Velkomin í strætó! Höfundur er forstjóri Strætisvagna Reykjavíkur. Greiðum þeim leið - með strætó Lilja Ólafsdóttir í frystiskápum Blom—erq & Stórglœsilegir, vandaðir og afkastamiklir frystiskápar. 4 stjörnur - Bakki fyrir lausfrystingu - Plastskúffur - Lokaðar hillur - Þola 27 klst. straumrof án þiðnunar - Loftsogsventill hindrar innsog á hurð - Viðvörunar- hljóðmerki - Hraðfrysting o.fl. Við bjóðunt BLOMBERG frystiskápa í stærðunuin 124, 210, 250 eða 290 lítra brúttó á verði frá kr. 37.905 stgr. Blomberq hefur réttu lausnina fyrir þig ///-’ Einar Farestveit & Co. hf. I Borgartúni 28 - Sími 562 2901 og 562 2900

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.