Morgunblaðið - 18.09.1996, Síða 40
40 MIÐVIKUDAGUR 18. SEPTEMBER 1996
MORGUNBLAÐIÐ
Dýraglens
f)F OLLOM þeiAi
OTEL7AMÞI DÝK-
umse/util eeo
K.
/ HEtM/NUM-
.. HVEZS VEGNA V/UDUZ
þú MIG, MÝFLU6A?—
Hvetss VEGNA
HEFUft pAÐflLDge/ HWeFLAL
AÐ þkE AE> þú GÆTue VE&&
pESS VE/ZÐUGU/Z =P
BREF
TIL BLAÐSINS
Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329
• Netfang: lauga@mbl.is
Blessuð
lúpínan enn
Grettir
Tommi og Jenni
Ferdinand
Smáfólk
YE5,MAAM..WERE
LOOKINö FOR A
NEW5UPPER DISH..
"
DO YOU HAVE ANY
UUITH PICTURE5 OF
BUNNIES ONTME SIDÉ?
HE LIKES BUNNIE5..
----IC
ALL RI6HT, WE LL
JU5T TAKE A
PLAIN ONE THEN..
—U—:-------
Já, frú ... við erum að Áttu til einhverja með Jæja þá, við tökum þá Lif mitt er svo leiðin-
leita að nýjum hunda- kanínum á hliðinni? bara venjulegan ... legt...
dalli... Hann er hrifinn af
kannínum ...
Frá Guðbrandi Þ. Guðbrandssyni
LÚPÍNAN er merkileg jurt. Það er
ekki bara þessi dýrmæti eiginleiki
hennar að geta þrifíst í nánast hvaða
jarðvegi sem er og framleitt sitt eig-
ið köfnunarefni, heldur hefur hún
reynst hafa einstaka hæfileika til
þess að draga fram þann eiginleika
okkar íslendinga, sem einkennir okk-
ur umfram aðrar þjóðir, sumsé
þrætubókarlistina.
Nú er nokkuð ljóst, að frá því að
úlfabaunirnar komu fyrst frá Alaska
fyrr á þessari öld, hefur jurtin ótví-
rætt sannað gildi sitt við uppgræðslu
gróðurvana svæða, hvort sem um er
að ræða mela, sanda eða vikurfláka.
Svo augljós eru þessi sannindi, að
um þau er nánast ekkert deilt. Deilu-
efnið er hinsvegar það, hvort yfir-
leitt eigi að nota jurtina til þessa eða
ekki. Allmargir hafa tekið upp nokk-
urskonar hreintrúarstefnu á sviði
gróðurmála, stundum er þetta kallað
svört náttúruvernd, og minnir það
helst á þá hreintungustefnu gagn-
vart öðrum tungumálum, sem sumir
reka af trúarlegu ofstæki hérlendis.
Kannski er þetta líka sama fólkið?
Svo eru á hinn bóginn hinir, sem
vilja helst gróðursetja lúpínuna hvar
sem hægt er að koma henni niður
og oft á tíðum er hreintrúarstefnan
ekki minni en hjá hinum.
Nú er það svo, að ísland er ekki
algjörlega gróðurvana. Víða á land-
inu eru til svæði, þar sem kjarr, hrís
og annar móagróður er til mikillar
prýði og er talsvert sérstakur fyrir
landið okkar. Talið er, að þessar teg-
undir hafí verið stór hluti af gróður-
þekjunni við landnám. Þessar teg-
undir mynda hinsvegar ekki mjög
þykka jarðvegshulu (húmus), og er
þar m.a. að leita ástæðna fyrir því,
hversu viðkvæm náttúran hefur
reynst fyrir afleiðingum búsetu
manna og húsdýra, s.s. beit, hrísrifí
og kolagerð. Þegar svo veðurfars-
sveiflur, eldgos og aðrar náttúru-
hamfarir hafa fylgt, hafa afleiðing-
amar orðið gróðureyðing og uppblást-
ur, svo sem alkunna er. Þessar leifar
af upþhaflegum gróðri þurfa því
ákveðið jafnvægi til að halda velli.
Þær þola ekki mikla umferð, ekki
mikla beit og eitt enn, þær þola ekki
mikið köfnunarefni. Þá erum við ein-
mitt komin að ákveðnum vanda, sem
fylgir því að nota belgjurt eins og
úlfabaunimar til uppgræðslu nærri
svæðum, þar sem þessi uppranalegi
gróður er enn til staðar. Það hefur
nefnilega komið í ljós, að hrís, lyng
og annar móagróður lætur í minni
pokann fyrir blessaðri lúpínunni og
það er ekki nógu gott. Ýmsar grasteg-
undir og starir hafa hinsvegar allt
annað umhverfísþol og geta bæði lifað
í samfélagi við belgjurtina og hagn-
ast á sambýlinu. Meira að segja er
talið, að þegar jarðvegsmyndun hefur
náð ákveðnum þroska, nái grasteg-
undir yfírhöndinni og þá verði úlfa-
baunimar minna áberandi eða jafnvel
svo til hverfí úr gróðursamfélaginu.
Þarna er sumsé til staðar ákveðinn
vandi, sem þarf að takast á við og
leysa. Ekki má láta deigan síga við
uppgræðslu gróðurvana lands. Þar
þarf bæði að nýta þekktar tegundir,
svo sem lúpínu, mel, Beringspunt og
fleiri, sem og gera tilraunir með nýj-
ar. Hinsvegar þarf að gæta þess að
skaða ekki eða eyða þeim leifum, sem
við eigum eftir af uppranalegum
gróðri landsins. Umfram allt megum
við ekki spilla náttúraperlum, sem
byggja sérstöðu sína á tilvist þessara
tegunda. Þetta ætti nú ekki að vera
eins erfítt og sumir vilja vera láta.
Uppgræðsla lands er mikið nauð-
synjamál og í raun meira, en allur
almenningur gerir sér grein fyrir. Til
uppgræðslu þarf að nýta sem best
þær tegundir, sem vænlegar eru til
árangurs. Viðamikið og merkilegt
starf er þegar unnið af mörgum aðil-
um hérlendis á þessu sviði, bæði við
bein uppgræðslustörf, tilraunir og
rannsóknir. Við, sem teljumst al-
menningur í landinu, sem og stjórn-
völd, þurfum að veita þar stuðning
okkar, bæði með beinni, verklegri
þátttöku og fjárhagslegum og siðferð-
islegum stuðningi. Hinsvegar verða
leikir og lærðir að forðast allt ofstæki
og alhæfíngar í þessu sambandi sem
öðrum. Það líf, sem í landinu hefur
þrifíst, bæði gróður og dýralíf, er í
ákveðnu jafnvægi og öll röskun getur
verið afdrifarík. Það eru til mörg
dæmi um það úr sögunni, að flutning-
ur plantna og dýra til framandi svæða
hefur leitt til slysa. Við eigum að
hafa alla burði til þess, bæði tækni-
lega og þekkingarlega, að forðast
slíkt, en halda samt ótrauð áfram við
að þekja sem stærsta hluta landsins
gróðri á ný. Svörtu náttúraverndinni
þurfum við aftur á móti ekki að leggja
lið, náttúruöflin munu hér eftir sem
hingað til sjá um þá hlið og við þau
þrætum við ekki.
GUÐBRANDURÞORKELL
GUÐBRANDSSON,
Grundarstíg 3, Sauðárkróki.
Hvað skal segja? 15 .
Væri rétt að segja: Það var prestinum sem var vikið úr embætti
en ekki meðhjálparanum.
Rétt væri: Það var presturinn, sem var vikið úr embætti, en
ekki meðhjálparinn.
Þágufallið, sem sögnin víkja heimtar, lendir á tilvísunarfornafn-
inu sem, en það er eins í öllum föllum. Fremur en segja: „Það
var presturinn, honum var vikið úr embætti“ er fornafnið sem sett
í staðinn fyrir honum.
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
til birtingar teijast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi,