Morgunblaðið - 18.09.1996, Page 49
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 18. SEPTEMBER 1996 49
DIGITAL
HRAFNHILDUR Valgarðsdóttir, Rosemary Tsubaki, sem fékk fyrstu verðlaun
fyrir ritgerð, og Eysteinn Björnsson.
STÆRSTA
TJALDIÐ MEÐ
HX
DIGITAL
\ N
M M E
■ ■ _
HÆTTUFOR
nrilDOLBYl
DIGITAL
ENGU LÍKT
- þessa. Hraði, spenna og ævin-
fcj,, týralegur hasar í mynd þar sem
allir helstu bardagalistamenn
heims eru saman komnir.
Ný Bond-mynd
með nýjum
leikstjóra
LEIKSTJÓRI næstu James Bond-mynd-
ar, sem gengur undir nafninu „Bond
I 18“, verður væntanlega Roger Spott-
iswoode en viðræður við hann standa
nú yfir. Fierce Brosnan mun leika Bond
og byrjað verður að taka myndina í
byrjun næsta árs. Spottiswoode hefur
fengið margar viðurkenningar fyrir leik-
stjóm sjónvarpsþátta og þar á meðal
fyrir þættina „And The Band Played
On“.
i Handritið er skrifað af Bruce Feir-
stein sem aðstoðaði við gerð handrits
' síðustu Bond-myndar, „Goldeneye", sem
| varð mjög vin9æl. Greiddur aðgangseyr-
ir inn á hana var 28,2 milijarðar.
Islenskir
rithöfundar
verðlaunaðir
► HRAFNHILDUR Valgarðsdóttir rit-
höfundur hlaut fyrstu verðlaun fyrir smá-
sögu sína „Jólagjöf heilagrar Maríu“ og
Eysteinn Björnsson rithöfundur önnur
verðlaun fyrir smásöguna „Hvalurinn“ í
bókmenntasamkeppni á Ítalíu nýlega.
Samkeppnin er kennd við Jean Monnet
sem stundum hefur verið kailaður faðir
hugmyndarinnar um sameiningu Vestur-
Evrópu. Verðlaunagripirnir, sem Hrafn-
hildur og Eysteinn hlutu, voru áletraðir
silfurbikarar, silfurskildir og bók sem
inniheldur verðlaunaverkin.
M, LandsbankiH Gengið og Náman munið W_M_, Landsbanki
MÁ Islands afsláttarmiðana ■ Bk fslands
IÍ1DEPE0DE0CE DAV
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.
bönnuö innan 12 ára. íslensk heimasiöa: http://id4.islandia.is
SANNLEIKURINN UM
HUNDA OG KETTI
Sýnd kl. 5.7,9 og 11
Erkitónlist
á rangri hillu
TÓNLIST
Geisladiskur
É G , É G , É G
Ég, ég, ég, geisladiskur
dúettsins Erkitónlistar sf.
Erkitónlist eru Pétur Jón-
asson og Kjartan Ólafsson.
Erkitónlist sf. gefur út og
dreifir.
ÞRÁTT fyrir ungan
aldur er undirritaður ekki
svo ungur að hann muni
ekki eftir popphljómsveit-
inni Pjetri og úlfunum og
laginu um Stjána saxó-
fón. Tveir fyrrum með-
lima Pjeturs og úlfanna,
þeir Pétur Jónasson og
Kjartan Ólafsson, eru
forsprakkar fyrirtækisins
Erkitónlistar sem gefur
út geislaplötuna Ég, ég,
ég. Þeir félagar hafa
stundað nám og störf við
sígilda tónlist síðastliðin
ár og lítið sem ekkert
komið nálægt dægurtónl-
ist frá því Pjetur og úlf-
arnir lögðu upp laupana.
Ryðgaðir í poppinu
Það heyrist glögglega
á geislaplötunni að höf-
undamir eru orðnir nokk-
uð ryðgaðir í poppinu,
platan er á margan hátt
undarleg og engu líkara
en að hún sé gerð ein-
feldningsleg af ásetningi,
léttar sumarlaglínur með
einföldum undirleik, til
þess að styðja sönginn,
og auðmeltum textum.
„Geturðu hætt/geturðu
hætt - hætt að hugs’um
mig?/Nei, nei, nei.“ í
gegnum einfaldleikann
skín að Kjartan og Pétur
eru þaulvanir tónlistar-
menn sem vita hvað þeir
eru að gera svo sem heyr-
ist á uppbyggingu laga
og einstöku metnaðarfull-
um laglínum.
Þrátt fyrir einfaldleik-
ann er margt gott að ger-
ast, sérstaklega í lögun-
um Endirinn og Bláber.
PÉTUR Jónasson og Kjartan Ólafsson.
Fyrirtaks gitarleikur
Leiðinlegt er að heyra
hljóðfæri eins og tromm-
ur og blásturshljóðfæri,
sem hefði auðveldlega
verið hægt að taka upp í
hljóðveri, leikin af tölvum.
Slíkt heyrist alltaf og
spillir fyrir, tilfinninguna
vantar. Það sem bjargar
hljóðfæraleiknum er fyr-
irtaks gítarleikur. Einnig
spillir nokkuð holur
hljómur á öllum disknum
og óaðlaðandi umslag
sem sennilega hefur verið
gert á heimatölvu.
Hver sem ástæðan er
þá er útkoman vægast
sagt undarleg. Ef unnið
hefði verið meira í t.d.
lögunuin Endirinn, Blá-
ber, og Litað gler þá eru
þar pottþétt popplög sem
hefðu getað vakið at-
hygli. Það er bara eitt
lélegt lag á disknum, lag-
ið Milljónavalsinn sem
minnir á Der var brænde-
vin i flasken ..., stutt vísa
endurtekin á nokkrum
tungumálum, þar er farið
langt yfir strikið í einfald-
leikanum. Lögin Tvíhljóð
1, 2 og 3 sýna svo ekki
verður um villst að Erki-
tónlist er á villigötum í
poppinu, þar eru á ferð-
inni spennandi brot úr
tónverki sem gaman væri
að heyra meira af.
Gísli Árnason
iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiniiiiimi