Morgunblaðið - 18.09.1996, Page 52

Morgunblaðið - 18.09.1996, Page 52
■ KN.: OlUfí OLUNINUU J ••HYUNDill HÁ TÆKNI TIL FRAMFARA SH Tæknival SKEIFUNNI 17 S/MI 550-4000 • FAX 550-4001 MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1, 103 REYKJAVÍK. SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL(á>CENTRUM.IS / AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTl 1 MIÐVIKUDAGUR 18. SEPTEMBER 1996 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Hvalur í ógöngum í Sandgerðishöfn Dæmi um að nær allur þorskkvóti sé leigður _HVALUR, ung langreyður að því að talið er, synti inn í höfnina í Sandgerði um miðjan dag í gær. Helga Ingimundardóttir, for- stöðumaður Fræðasetursins í Sandgerði, segir þetta háttalag óvenjulegt og kunni hún engar skýringar á því. Að sögn Helgu hafði skipstjóri skips sem var á leið inn í höfnina samband við hana um miðjan dag í gær og tilkynnti um hval sem synti þvert fyrir skipið. „Dýrið svamlaði hérna inni í höfninni og stefndi síðan á iand, innst inn í höfnina þar sem gamla bryggjan var. Þá var frekar lágt í, en var byrjað að flæða að,“ seg- ir hún. Þegar hún gætti að dýrinu var það á bak og burt og höfðu félagar í björgunarsveitinni Sig- urvon snarað dýrið og snúið því frá landi. Björgunarsveitarmenn fældu skepnuna síðan út úr höfninni á tveimur bátum með hávaða og fyrirgangi. Bæjarbúar fjölmenntu niður að höfn til að fylgjast með þessu hjálparstarfi og fögnuðu þegar tókst að stjaka langreyðinni út fyrir. Greina mátti sár á skepn- unni eftir ógöngur hennar. „Það er talsvert af hrefnu hér fyrir utan, þannig að við vorum undrandi á að þessi tegund af hval rækist hingað inn. Þetta er næststærsta hvalateg- undin og virðist nóg af henni ef marka má rannsóknir Hafrann- sóknastofnunar, sem hefur mælt með að 100 verði veiddar á ári,“ segpr Helga. MEÐ auknum úthafsveiðum hefur verslun með leigukvóta aukist veru- lega þó ekki liggi fyrir haldbærar upplýsingar um heildarviðskiptin. Dæmi eru um fyrirtæki, sem leigt hafa frá sér nánast allan þorskkvóta sinn sl. tvö fiskveiðiár. Helstu skýr- ingar á því að útgerðir flytja botn- fiskkvóta frá sér eru að þær stunda veiðar utan lögsögu og leigja frá sér kvóta á meðan. Að mati Kristjáns Ragnarssonar, formanns Landssambands íslenskra útvegsmanna, er leigukvótaverslun- in orðin alltof umfangsmikil. Aftur á móti telur hann það vera ljóst að úthafsveiðar Islendinga hefðu aldrei komið til ef ekki væri tryggður fram- salsréttur aflaheimilda í lögum. „Þeir, sem fóru út úr landhelginni til þess að leita nýrra leiða gátu m.a. gert það með því að leigja frá sér aflaheimildir hér heima og þann- ig minnkað sína áhættu." 12 þúsund tonn ónýtt Tuttugu og fimm þúsund þorsk- ígildistonn af botnfiski flytjast frá síðasta fiskveiðiári yfír á nýhafið fiskveiðiár, en rúmlega tólf þúsund þorskígildistonn í botnfiski falla nið- ur ónýtt milli áranna. Mestu munar um ufsann en í þeirri botnfisktegund tókst að veiða aðeins innan við helming leyfilegs afla- marks á síðasta fiskveiðiári og af 52 þúsunda tonna aflamarki í ýsu veiddust rúm 40 þús. tonn. Karfi er hins vegar eina fisktegundin sem veidd var umfram úthlutað aflamark og munaði þar um 11 þúsund tonn. 40 síðna sérblað Sérblað Morgunblaðsins um sjáv- arútveg, Úr verinu, er að þessu sinni helgað Islensku sjávarútvegssýning- unni sem formlega verður opnuð af sjávarútvegsráðherra í dag. Úr ver- inu er alls 40 síður í dag og verður aukaupplagi dreift á sjávarútvegs- sýningunni. ■ 25 þúsund þorskígiIdi/EI ■ Vaxandi úthafsveiðar/E4 Morgunblaðið/Þorkell Tilræði við Björk afstýrt BRESKA lögreglan eyði- ^^ði í gær pakka sem suíaður var á Björk Guð- mundsdóttur og grunur lék á að innihéldi sprengibúnað og brenni- steinssýru, sem átti að sprautast yfir söngkon- una. Pakkinn var frá Ricardo Lopez, 21 árs aðdáanda hennar í bæn- um Hollywood á Flórída, sem framdi sjálfsmorð. Dagblaðið Miami Her- ald hafði eftir Todd DeAngelis, lög • regluþjóni í Hollywood, að á mynd- ,-_.b;jndi, sem tilræðismaðurinn hefði tekið, hefði hann sagst aðdáandi Bjarkar, en hún væri „í tygjum við svartan mann. Það get ég ekki sætt mig við“. Unnusti Bjarkar er tónlist- armaðurinn Goldie. Sagði Lopez einnig á myndband- inu að vegna þess hvað hann væri gagntekinn af Björk hefði hann ' sœíðað utnræddan búnað og hygðist. fremja sjálfsmorð. Kvaðst hann ekki vita hvort hún mundi hljóta líkamslýti, alvarleg meiðsl eða Iáta lífið. í fréttatilkynningu, sem lögreglan í Holly- wood gaf út í gær, sagði að lík mannsins hefði fundist á mánudag eftir að lögregla hafði verið kvödd að húsi í bænum vegna óþefs úr íbúð. Við rannsókn dauðsfalls mannsins komu í ljós atriði sem bentu til þess að hann hefði haft í hyggju að sýna Björk tilræði með því að senda henni sýru í pósti og stílað böggulinn á umboðskrifstofu hennar. Pakkinn fannst á pósthúsi í suður- hluta London í gær og var eyðilagð- ur. Engan sakaði. Að sögn Nettie Walker, á umboðsskrifstofu Bjarkar, var innihald pakkans ekki kannað og því er ekki enn ljóst hvað hann innihélt. Björk sagði í yfirlýsingu í gær að hún hefði aldrei heyrt mann- inn eða séð, en að hún væri miður sín vegna málsins. Hún vildi að öðru leyti ekki tjá sig um það. Tilræðismaður á myndbandi í tilkynningunni frá lögreglunni í Hollywood sagði að Lopez hefði svipt sig lífi með því að skjóta sig í höfuð- ið og lík hans legið á gólfi íbúðar hans. Þar fannst myndatökuvél, sem hafði verið komið fyrir á þrífæti og var henni beint að líkinu. Einnig fundust ellefu myndbönd. Eitt þeirra var í myndavélinni merkt „Síðasti dagur - Ricardo Lopez“. Myndböndin sýndu Lopez ekki að- eins skjóta sig með 38 kalibera skammbyssu, heldur einnig setja saman sprengibúnað til að sprauta eiturefninu. Búnaðinum kom hann fyrir í bók, sem var hol að innan. í Miami Herald sagði að þegar hann skaut sig hefði tónlist Bjarkar heyrst í bakgrunni. Að sögn Trish Power, blaðamanns Miami Heraid, sást Lopez halda umslagi með bókinni að linsu mynda- vélarinnar og gat lögregla séð hvert senda átti pakkann. Verið er að kanna hvort Lopez hafi sent aðrar sendingar, en eins og sakir standa virðist það eitt hafa vakað fyrir hon- um að koma höggi á Björk. Hjá Scotland Yard í London feng- ust þær upplýsingar að umrædd sending hefði verið stöðvuð í pósti, eyðilögð og engan hefði sakað. Ver- ið væri að rannsaka málið í sam- vinnu við bandarísk yfirvöld, en eng- in nöfn yrðu gefin upp. Að sögn Trish Power verður það sem eftir er af pakkanum sent aftur til Banda- ríkjanna og verður reynt að komast að því um hversu öflugt tæki var að ræða. Lopez var ekki á sakaskrá, en ekki var vitað hvort hann hefði átt við sálræn vandamál að stríða. Hann starfaði sem meindýraeyðir hjá fyrir- tæki sem nefnist Miami Mice. Kröfugerð hluti af viðræðu- áætlun RAFIÐNAÐARSAMBAND íslands birtir kröfugerð sína vegna viðræðna um gerð nýs kjarasamnings að lok- inni kjaramálaráðstefnu um helgina. Guðmundur Gunnarsson, formaður Rafiðnaðarsambandsins, segir að sambandið muni gera kröfu um að kröfugerðin verði hluti af viðræðu- áætlun sambandsins og vinnuveit- enda. Hannes G. Sigurðsson, aðstoð- arframkvæmdastjóri VSI, segir að kröfugerðir stéttarfélaganna eigi ekkert erindi í viðræðuáætlun. Rafiðnaðarsambandið er fyrst landssambanda innan ASÍ til að leggja fram formlega kröfugerð. Guðmundur Gunnarsson sagði að Rafiðnaðarsambandið hefði í vor sett fram hugmyndir um kjarasamn- inga til langs tíma með það að mark- miði að ná fram svipuðum kaup- mætti og gerist í nágrannalöndun- um. Meginkrafan yrði hækkun á grunnkaupi og að lágir taxtar, sem ekki væru notaðir, yrðu þurrkaðir út. Guðmundur sagði að eftir að kjarakröfur hefðu verið samþykktar á kjaramálaráðstefnu Rafiðnaðar- sambandsins um helgina yrðu kröf- urnar ræddar frekar á fundum í ein- stökum stéttarfélögum um allt land. I bytjun næsta mánaðar kæmi sam- bandið síðan til með að fara fram á viðræður við viðsemjendur sína um gerð viðræðuáætlana. Hann sagðist líta svo á að eðlilegt væri að kröfu- gerð yrði hluti af viðræðuáætlun. VSÍ á öndverðum meiði Hannes sagði að VSÍ liti svo að kröfugerð ætti ekki að vera hluti af viðræðuáætlun. Hún ætti ein- göngu að fjalla um hvernig staðið yrði að viðræðum, tímasetningar og helstu markmið samningsaðila. Eðli- legt væri að kröfugerð kæmi síðan fram þegar eiginlegar kjaraviðræður hæfust. „Félögin geta kynnt sína kröfu- gerð þegar þeim sýnist og fyrir þeim sem þau vilja. Viðræðuáætlun er í eðli sínu samkomulag milli aðila og þess vegna skil ég ekki hvers vegna kröfur ættu að vera hluti af, henni. Ég fæ ekki séð til hvers við ættum að skrifa undir kröfugerðina," sagði Hannes.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.