Morgunblaðið - 18.09.1996, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 18.09.1996, Blaðsíða 33
H i MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. SEPTEMBER 1996 E FRETTIR < « 4 Stikla hf. býður hvers kyns varning í skipin „Og kokkurinn í fríi í landlegum eins og hinir" STIKLUMENN munu nú í fyrsta skipti kynna starf- semi sína á íslensku sjávarútvegssýning- unni, en þeir reka nú orðið umfangsmikla verslun með nokkuð nýstárlegu sniði, sem þó hefur viðgengist um áraraðir í helstu hafnarborgum erlend- is. Þeir gegna hlutverki höndlara við sjávarsíðuna í orðsins fyllstu merk- ingu því bæði staðsetning fyrirtækis þeirra og starfsemi ber þess merki og nú er svo komið að bæta þarf við mannskap þó aðeins sé liðið tæpt hálft annað ár frá því að þeir afgreiddu fyrstu pöntunina frá sér. Að baki Stiklu hf. standa þeir félagar Lúther Guðmundsson og Lúðvík Lúðvíks- son, sem áður störfuðu báðjr hjá Kristjáni 0. Skagfjörð, Lúth- er í matvæla- deild og Lúðvík í veiðarfæradeild. „Við fundum þar fyrir vaxandi þörf á starfsemi sem þessari og ákváðum því að slá til og gera eitthvað í málun- um. Ætluðum okkur að taka -S= CCt; ^ssr*- - ;gaifif§ilm»B Morgunblaðið/Golli LÚTHER Guðmundsson og Lúðvík Lúðvíksson reka skipaverslunina Stiklu hf. föstum viðskiptum og líti framtíð- ina björtum augum enda hafi þess- um rekstri þeirra verið tekið fagn- andi af sjómannastéttinni. Markaðssvæði Stiklumanna er landið og miðin, eins og þeir orða það, en varðandi kostinn sömdu þeir í upphafi við þann aðila, sem er að sögn, hvað samkeppnisfær- astur í verði, Bónus-verslunarkeðj- una. Með öðrum orðum bjóða þeir Bónus-verð á matvöru auk þess sem kjöt- varan er á heild- söluverði þar sem gjarnan er keypt mikið magn í einu. „Viðtökurnar á þessum stutta tíma hafa verið vægast^ sagt góðar. I dag rek- um við stærstu skipaverslun landsins og hér er einhver á vakt allan sólarhring- inn," segja þeir Lúther og Lúð- vík. ... ekki bara vogir SOCO-SYSTEM - Vörupökkunarkerfi LOMA - Málmleitartæki PÓLS - Vogir og tæki AND - Pallvogir - Smávogir EASIWEIGH - Skömmtunartæki Ifö**^ *AK atif • Síðumúla 13 • 108 Reykjavík • Sími.: 588 2122 • Fax: 588 9839 eitt skref fyrir í einu, en óhætt er að segja að starf- seminni hafi vaxið fiskur um hrygg á fáum mánuðum," segja þeir. „í landlegum hefur það nefni- lega gjarnan verið svo að kokkarn- ir á skipunum hafa verið á þönum við að viða að sér hinu og þessu úr öllum áttum, en hjá okkur geta menn einfaldlega fengið allt á ein- um stað, hvort sem um er að ræða kostinn, rekstrarvörur, vinnufatn- að, eldhúsáhöld, snyrtivörur, sjón- vörp, hljómflutningsgræjur, hnífa, bobbinga, bindiborða, tóg, net eða annað sem nöfnum tjáir að nefna. Við látum mönnum í té pöntunar- lista, sem þeir geta afgreitt áður en komið er í land og við sjáum svo um að koma kössum, merktum viðkomandi skipum, um borð áður en haldið er úr höfn á ný. í þessu felst mikill vinnusparnaður fyrir sjómennina sjálfa, ekki síst kokk- inn um borð, og menn geta þar af leiðandi einbeitt sér að því að vera í fríi á meðan þeir stoppa í landi. Það er ekki síst mikilvægt fyrir menn, sem dvelja vikum sam- an á sjó fjarri fjölskyldum og vin- um." Staösettlr við lífæðina Skipaverslunin Stikla hf. er rekin við sjávarsíðuna að Grandagarði 18 í um 500 fermetra leiguhús- næði, sem er í eigu Reykjavíkur- hafnar. Þar hefur fyrirtækið yfir að ráða myndarlegum sýningarsal, þar sem alls kyns vörum, sem á boðstólum eru, hefur verið stillt upp. Þangað geta sjómenn ýmist leitað eða sent inn pöntunariista án fyrirhafnar. Þeir Stiklumenn segjast vera með um 190 skip í IFJARLftGíRTAUPyELPLEGAMINfi^^ SOLUAÐILAR: ® Vaidimar Gíslason hf. SKEIFAN 3C • 108 REYKJAVlK SlMI 588-9785 • FAX 568-0663 ROCOTECH AB SWEDEN 1ÚTVÍGSSYNIN6UNNII {jSYNÍNCARbAsTE^M Límtré hf. á Sjávarútvegs- sýningunni '96 • LÍMTRÉhf.tekurnú þátt í Sjávaríitvegssýning- unni í fyrsta sinn eftír að fyrirtækið keypti verk- snriðju Yleiningahf • í Reyk- holti, Biskupstungum, Þar eru sýnd dænri úr eininga- framleiðsluntri, með áherslu á það setn að sjávar- útveginum snýr, s.s. frysti- og kæliklefaeiningar, milli- veggja- og loftaeiningar ásamt hurða- og gluggakeri fyrir ofangreint. Límtré hf. er á bás D-20 á Sjávarút- vegssýníngunni í Laugar- daishðll. GM bátavélar 160-300 Hö. Verð frá kr. 895.000 án vsk. með utanborðsdrifi frákr. 1.495.000 ánvsk. Bendix ehf. Sími 562-8081 og 897-4366. JÖKLAR HF. 5P ^/ara T945 ~ *995 JOKLAR HF. AÐALSTRÆTI 8, P.O. BOX 1351,121 REYKJAVÍK SÍMI: 561 6200, TELEFAX: 562 5499 YKKAR FÉLAGI í FLUTNINGUM JÖKLAR HF. HAFA STUNDAÐ SIGLINGAR MILLIÍSLANDS OG N-AMERÍKU ALLT FRÁ 1946. SKIPIÐ LESTAR Á 28 DAGA FRESTI. GETUM BOÐIÐ FLUTNINGA Á VÖRUM Á BRETTUM OG Á GÁMUM. EINNIG Á FRYSTIVÖRU OG BIFREIÐUM.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.