Morgunblaðið - 18.09.1996, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 18.09.1996, Blaðsíða 26
26 E MIÐVIKUDAGUR 18. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ H FRETTIR 4 I ÞEIR hjá Haftækni ætla að kynna nýjan stafrænan gyro- kompás á sjávarútvegssýningunni í Laugardalhöll í næstu viku í sýningarbás þeirra sem hannaður er á Akureyri. Frá vinstri er Kristinn Daníelsson, Baldvin Björnsson, Sigurður Baldvinsson og Sævar 0. Sigurðsson. Haftækni kynnir nýjan stafrænan „gyro-kompás" HAFTÆKNI á Akureyri hefur fengið umboð fyrir stafrænan gyro-kompás frá bandaríska fyrir- tækinu KVH, en þar er um að ræða nýjung hér á landi, sem hlot- ið góðar viðtökur þar sem hann hefur verið reyndur. Sigurður Baldvinsson hjá Haf- tækni sagði að um væri að ræða uppgötvun sem orðið hefði til í hernaði, þar sem verið var reyna að halda miðunarstöðvum stöðug- um og hefði kompásinn þróast út frá því. „Þetta er algjörlega ný tækni og óþekkt hér á landi," seg- ir Sigurður. „Kompásinn hefur reynst einstaklega vel þar sem hann hefur verið í notkun. Hann gerir að verkum að það er hægt að stjórna skipum mun betur en áður, sjálfstýringin fær loks réttar upplýsingar um hvernig skipið snýr. Við höfum prófað þennan kompás í nokkrum íslenskum skip- um og reynslan er góð." Stafræni gyro-kompásinn sam- einar kosti gyro-kompáss og staf- ræns kompáss og gefur þannig nákvæmari og stöðugri stefnuupp- lýsingar en hefðbundnum kompás- um er unnt. Stefnuskynjun er mikilvægasti þátturinn í sjálfstýri- búnaði hvers skips, en ýmislegt getur valdið því að hefðbundin segulkompás gefi ónákvæmar upplýsingar um stefnuna, ekki síst á norðlægum slóðum þar sem allra veðra er von. Lóðrætt seguláhrif jarðar og velta skipsins eru dæmi um atriði sem hafa áhrif á hefð- bundin segulkompás og draga úr nákvæmni hans. Nýi starfræni gyro-kompásinn samanstendur af segulskynjun, einstaklega örs- máum nákvæmum rate-kompás og örtölvu sem sér um að sameina upplýsingar frá kómpásunum tveimur. Með þessu mót eru skekkjuþættirnir útilokaðir og kompásinn sendir frá sér nákvæm- ar og stöðugar upplýsingar. Þessi starfræni gyro-kompás er einnig mun minni og léttari en venjulegur gyro-kompás, hann þarfnast minna viðhalds og þá má nefna að verðið er um það bil fjórðungur af verði venjulegs gyro-kompáss. G.S. Maríasson með nýjungar í pökkun G.S. Maríasson er ungt fyrirtæki, byggt á traustum grunni og hefur sérhæft sig í pökkunarvélum. G.S. Maríasson hefur náð góðri fótfestu á markaðnum og kynnir ýmsa hluti á Sjávarútvegssýningunni. Innflutningur á límböndum frá Supertape í Hollandi hefur aukist ; , stöðugt og kassalokunarvélar frá !. sama fyrirtæki hafa reynst vel og eru nú yfir 30 vélar í notkun í U sjáyarútvegfyrirtækjum. B Á básnum verða pokalokunar- vélar frá Doboy, prentbúnaður frá Preston Printers og vakúm- I pökkunarvél frá Boss, en fjöldi véla frá Boss er til hér á landi og hefur G.M. Maríasson nýlega tekið við umboðinu. Þá verða kynntar nýjungar frá Sandiacre Packaging Machinery \ sem framleiðir sjálfvirkar pökkun- arvélar og er m.a. að nefna sjálf- virka röðun poka í kassa, en slíkar vélar hafa rutt sér rúm í Englandi og Skandinavíu, enda sparast mik- il vinna við það að raða í kassa þar sem afköst eru orðin mikil með sjálfvirkum pökkunarútbúnaði. Hanlex í Englandi framleiðir vélar sem settar eru við pökkunar- vélar og gera mögulegt að fram- leiða rennilásapoka, þannig að hægt verði að loka pokum aftur eftir opnun. Hér er um mjög áhugaverða nýjung að ræða. Margir kannast við Record flæðipökkunarvélar, en fjöldi Rec- ord Panda og Vega véla er hér á landi. G.S. Maríasson hefur nú tekið að sér umboð fyrir þessar gæðavélar. Samhæfðir flutningar bæði á sjó og á landi Uppbyggingarstarf Samskipa skilar árangri ÞRJÚ ár eru nú liðin síðan Samskip hófu umfangsmikla upp- byggingu á starfsemi félagsins. Samskip starfar nú sem alhliða flutningafyrirtæki á breiðun grundvelli flutninga á sjó, á landi og í lofti innanlands og utan. Samskip var stofnað árið 1990 og tók þá við rekstri rótgróins þjónustufyrirtækis á sviði sjóflutninga sem hóf millilandasiglingar fyrir um hálfri öld. Almenn kynning kynning verð- ur á þjónustu Samskipa á sjávarútvegssýningunni með sérstaka áherslu á sjávarútvegstengdri þjónustu. Eitt stærsta verkefni Samskipa síðustu ár hefur verið þróun og uppbygging á heilsteyptu flutninga- kerfi innanlands og hefur félagið haft frumkvæði að stofnun fjögurra sjálfstæðra flutningamiðstöðva úti á landi í samstarfi við heimamenn. Þessar stöðvar, sem þjóna bæði sjó- og landflutningum, eru Flutning- amiðstöðvar Norðurlands, Suður- lands, Austurlands og Vestmanna- eyja. Þá hafa Samskip eignast 80% hlutafjár í Landflutningum ehf. sem er, að sögn forsvarsmanna fyrir- tækisins, forsenda fyrir samhæfðu flutningakerfi í samstarfi margra aðila. Innanlandskerfið ber nafnið Landflutningar-Samskip og er hið víðtækasta á landinu. Ný útlbú erlendls Á síðasta ári var starfsemi Sam- skipa erlendis byggð upp, m.a. með opnun þriggja nýrra skrifstofa, í Hull í Bretlandi, Rotterdam í Hol- landi og Norfolk á austurströnd Bandaríkjanna, en skrifstofur fé- lagsins hafa verið reknar í Árósum og Kaupmannahöfn í Danmörku frá 1993. Að auki eru Samskip með íslenska fulltrúa í Bremerhaven í Þýskalandi og Þórshöfn í Færeyjum og umboðsmenn á sínum snærum í Moss í Noregi, Varberg í Svíþjóð, Antwerpen í Belgíu og Helsinki í Finnlandi. Samskip bjóða vikulegar áætlun- arsiglingar til Evrópu og Norður- landanna og til Bandaríkjanna, Kanada og Nýfundnalands á þriggja vikna fresti beint frá ís- landi. Aftur á móti skapar sam- starfssamningur, sem gerður hefur verið við danska skipafélagið Maersk, nýja möguleika, sem felast m.a. í því að boðið er upp á vikuleg- ar afskipanir í Norður-Ameríku með flutningum í gegnum Evrópu. Sam- skip tengjast flutninganeti Maersk með umskipun í Bremerhaven sem skapar möguleika á að flytja beint til allra viðkomuhafna Maersk á austurströnd Bandaríkjanna, allt frá Miami í Flórída til Halifax í Kanada. Alhliða flutnlngamiðlun Dótturfyrirtæki Samskipa, BM flutningar ehf., sem starfar sem alhliða flutningamiðlun, hefur byggt upp vörudreifingarmiðstöð í Holtagörðum. Það býður viðskipta- vinum vöruhúsaþjónustu og höfðar sérstaklega til minni inn- og útflytj- enda, sem hafa þörf fyrir smærri og tíðari sendingar og sjá sér hag í að láta þriðja aðila annast vörulag- er. Vörudreifingamiðstöðin hóf starfsemi sína árið 1994 og var sú fyrsta sinnar tegundar hér á landi. Um síðustu áramót var sett á stofn tollvörugeymsla á vegum BM flutn- inga í Holtagörðum. BM flutningar bjóða einnig upp á flugsendingar, en Samskip hefur keypt öll hluta- bréf í Air Express á Islandi ehf., sem sérhæfir sig í hraðsendingar- þjónustu með flugi. Aðalstarfsemi Samskipa fer fram á 100 þúsund fermetra athafna- svæði við Holtabakka í Reykjavík. Þar er skipaafgreiðsla, gámavöllur, verkstæði, útigeymsla, vöru- geymsla og skrifstofur landrekstr- ardeildar. Vöruhús Samskipa og aðalskrifstofur eru beintengdar at- hafnasvæðinu með viðskiptaþjón- ustu í innflutningi og útflutningi, vöruafgreiðslu og tollþjónustu. 011 starfsemi félagsins í borginni er þannig á einum stað, til hagræðis fyrir viðskiptavini. Vöruhús Sam- skipa í Holtagörðum er um sjö þús- und fermetrar að stærð, upphitað með hillukerfum og er vöruflæði stjórnað með tölvukerfi. Útflytjend- um sjávarafurða er boðið upp á frystigeymslu auk þess sem Sam- skip veitir löndunarþjónústu á at- hafnasvæði sínu á Holtabakka. Norfolk, Ctol«l°" y....................irvEaE AMERÍKU og EVROPUSICLINCAR Míami Nýtt alþjóðlegt fréttabréf FISKIFELAG Islands og Miðlun ehf. munu í samvinnu gefa út nýtt alþjóðlegt fréttabréf, North Atlantic Fishing News (NAFN), um sjávar- útveg við Norður-Atlantshaf. Fyrsta tölublað þess kemur út 18. september eða á opnunardegi sjáv- arútvegssýningarinnar í Laugar- dalshöll þar sem Fiskifélagið og Miðlun munu jafnframt kynna fréttabréfíð formlega. Fréttabréfið verður fjórblöðungur og kemur út vikulega á ensku. Svæðið og fiskaflinn í NAFN verða birtar fréttir af sjávarútvegi við norðanvert Norður- Atlantshaf, þ.e. frá íslandi, Noregi, Danmörku, Irlandi, Skotlandi, Eng- landi, Færeyjum, Grænlandi og austurströnd Kanada. Sérstök áhersla verður lögð á fréttir frá Norðurlöndunum, þ.e. íslandi, Nor- egi, Danmörku, Færeyjum og Grænlandi, enda eru íslendingar, Danir og Norðmenn mestu fisk- veiðiþjóðir í Evrópu. Samkvæmt tölum FAO fyrir árið 1994 veiddu (og framleiddu) Norðmenn mest allra Evrópuþjóða, Danir voru í öðru sæti, íslendingar í því þriðja og Bretar í fimmta sæti. Gera má ráð fyrir að á þessu ári verði Norð- menn og íslendingar í tveimur efstu sætunum. Segja má að þessar þjóð- ir hafí ekki alltaf fengið þann sess eða rými í alþjóðlegum sjávarút- vegsritum sem þeim ber og fréttir frá Islandi, Færeyjum og Grænlandi berast oft á tíðum seint í alþjóðleg rit eða jafnvel alls ekki. Evrópuþjóðirnar, sem fjallað verður um í NAFN, veiddu samtals í kringum 7,5 milljónir tonna árið 1994 en það eru um 55% af öllum afla Evrópuþjóða. Mikilvægi fisk- veiða NAFN-þjóðanna er þó miklum mun meira í einstökum tegundum. Af sumum tegundum veiða þær lungann af öllum afla Evrópuríkja (t.d. síld, loðnu, kaldsjávarrækju og grálúðu) auk þess að eiga stóra hlutdeild í botnfiskafla, s.s. þorski, ýsu og karfa. Það fiskveiðisvæði, sem fjallað verður um í NAFN, hefur því ákaflega mikla þýðingu fyrir evrópskan fiskmarkað í heild. Efnlsöflun í NAFN verður lögð áhersla á að birta stuttar og greinargóðar fréttir af öllu því helsta sem snertir sjávarútveg á þessu svæði, bæði hvað varðar veiðar, vinnslu, fisk- veiðistjórnun, samskipti þjóðanna, umhverfis- og tæknimál. Efnið er sótt í fjölda fagrita um sjávarútveg í þessum löndum, fréttabréf og úr- klippur úr dagblöðum. Eins verður reynt að birta bráðabirgðatölur yfir afla í löndum eins fljótt og unnt er. NAFN-fréttabréfínu er ætlað að veita mönnum heildarsýn yfir sjávarútveg á þessu svæði. Alþjóðavæðing sjávarútvegs Takmörkuð afrakstursgeta eigin fiskistofna innan landhelgi og of mikil sóknargeta hefur leitt til síaukinnar sóknar á úthafið og fyr- ir vikið eru snertifletir í fiskveiðum þessara þjóða orðnir miklu fleiri en áður og ekki líklegt að þeim muni fækka í framtíðinni. Þetta, ásamt auknu frelsi í fjárfestingum milli landa, hefur gert það að verkum að sjávarútvegur á þessu svæði hefur öðlast mun alþjóðlegri blæ. NAFN-fréttabréfinu er ætlað að koma til móts við þessa þróun. Markaðurinn Markaður fyrir NAFN er einkum í þeim löndum sem fréttabréfið tek- ur til en ljóst er að það ætti einnig að höfða til kaupenda á meginlandi Evrópu og að einhverju leyti í Vest- urheimi. I tilefni sjávarútvegssýn- ingarinnar verður sérstakt kynning- artilboð og býðst mönnum þar ókeypis mánaðaráskrift að NAFN. Almennt verð fyrir ársáskrift verð- ur 24.000 ISK eða um 360 banda- ríkjadalir, 2.000 ISK á mánuði eða 30 dalir. Að lokinni sjávarútvegs- sýningunni verður herjað á markað- inn hér heima en síðan verður, að hætti forfeðra okkar og raunar á sama svæði líka, farið land úr landi og gert strandhögg. « < i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.