Morgunblaðið - 22.09.1996, Side 1
Frekar
indjáni en
íslendingur
(D
Gengið
á
hljóðið
SUNNUDAGUR
SUNNUDAGUR
22. SEPTEMBER 1996
BLAÐ
B
Vegurinn inn að Nesjavallavirkjun hefur
opnað íbúum höfuðborgarsvæðisins leið að
útivistarparadís við bæjardyrnar. Pétur
Gunnarsson blaðamaður og Þorkell Þor-
kelsson ljósmyndari lituðust um við Hengil-
inn. í Grafningnum á Reykjavíkurborgþrjár
jarðir, Nesjavelli, Ölfusvatn og Úlfljótsvatn,
þar sem unnið er af krafti að landgræðslu
og skógrækt og merktar gönguleiðir ná yfir
120 kílómetra.
MOGULEIKAR á nátt-
úruskoðun eru nánast
ótæmandi á Hengils-
svæðinu og athyglis-
verðar gönguleiðir liggja hvar-
vetna um sögustaði og minjar.
Hengilssvæðið státar líka af flestu
því sem prýðir íslenska náttúru,
spennandi landslagi, hverir og
laugar á jarðhitasvæði og gígar,
hraun og ummerki um eldvirkni
minna hvarvetna á að svæðið
stendur á miðju gosbelti, gróðurfar
er fjölbreytt, mosaþemba, heim-
skautagróður í bland við birkikjarr
og 50 ára gamlan barrskóg sem
sker sums staðar í augu á haust-
in. Fuglalíf er aúðugt, 50 tegundir
eru þekktar; heiðlóa, hrossagauk-
ur, himbrimi, skúfendur, smyrill
og fýll, sem verpir við Þingvalla-
vatn og hættir sér hvergi ijær
ströndinni. Mikið er einnig um
rjúpu á svæðinu en íjúpnaskyttur
eru ekki velkomnar.
Bíltúr um gígasvæðið
Fegurð Hengilssvæðisins er
aldrei meiri en í litadýrðinni á
haustin og blasir ekki eingöngu
við göngu- og útivistarfólki. Þeir
sem njóta ósnortinnar náttúru best
í gegnum bílrúðu komast líka í
feitt því það er varla völ á
skemmtilegri sunnudagsbíltúr en
þeim að beygja inn á Hafravatns-
veginn móts við Geitháls og fylgja
As
SJÁSÍÐU14 y-
Kx- m > - - - ••