Morgunblaðið - 28.09.1996, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 28.09.1996, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. SEPTEMBER 1996 33 I : ) í J ) í I J J I í I s I I j ! I a I J I l l _______AÐSEMPAR GREINAR_ Heilbrigðismálin í ölduróti umræðunnar AÐ UNDANFÖRNU hafa heil- brigðismálin verið mjög í umræð- unni. Margt veldur. Erfítt er að halda útgjöldum heilbrigðisþjón- ustunnar niðri og á sama tíma er verið að ná niður halla ríkissjóðs. Meðalhalli ríkissjóðs hefur á nokkrum undanförn- um árum numið um 9 milljörðum króna sem svarar til þess að ríkis- sjóður sé rekinn með halla sem nemur um tvennum Hvalíjarðar- göngum á ári. Öllum er ljóst að þannig er ekki unnt að halda áfram. En landsmönnum fjölgar og öldruðum íjölgar sem hlutfalli af landsmönnum. Verulegur hluti kostn- aðar við heilbrigðiskerfið er vegna aldraðs fólks, eðlilega. Á Landspít- ala eru um 45% þeirra sem koma á bráðamóttöku og yfír 50% þeirra sem nýta legurúm á lyflækninga- deild aldraðir. Jafnframt koma sí- fellt á markað ný lyf sem eru rán- dýr og ný hátæknilækningatæki, sem auka möguleika til lækninga, kalla á mikinn stofnkostnað. í hnotskurn í hnotskurn er því vandinn sá að ekki er unnt að veija meira fé til heilbrigðismála en nú er gert á sama tíma og þörf er á meiri þjón- ustu og kostnaður eykst. Hrópað er á hagræðingu og verulegur árangur hefur náðst. Sem dæmi má nefna á ríkisspítölum niður- stöður ríkisendurskoðunar: Á árunum 1990-1995 hefur: 1) Sjúklingum fjölgað um 14%. 2) Starfsfólki fækkað um 5% eða um 130. 3) Sjúklingum pr. starfsmann ijölgað um 20%. 4) Kostnaður pr. sjúkling lækk- að um 5%. 5) Meðallegutími styst um 17%. 6) Lyfjakostnaður pr. sjúkling lækkað um 11%. Að auki hefur starfsmönnum fækkað um 70 milli áranna 1995 og 1996. Starfsmönnum hefur því fækkað á tímabilinu um 200. Árangur á rúmu ári Síðan ég kom að stjóm Ríkis- spítalanna fyrir rúmu ári hef ég haft aðstöðu til að fylgjast nokkuð með framgangi mála innan heil- brigðiskerfísins. Gríðarlegt starf hefur verið unnið og verulegur árangur náðst við erfiðar aðstæð- ur. Núverandi heilbrigðisráðherra hefur haft meira samráð við fag- fólk og í ríkara mæli en mér virð- ist að áður hafí verið gert í ráðu- neytinu. Reyndar var aðstaðan ekki glæsileg þegar Ingibjörg Pálmadóttir tók við. Hatrammar deilur voru innan kerfísins og víða ríkti mikil óvissa. Tilvísanadeilan var í algleymingi og sérfræðingar höfðu sagt upp samningum. Heilsugæslukerfíð var því allt í uppnámi. Sjúkrahús höfðu farið verulega fram úr fjárlögum og uppsagnir, lokanir og niðurskurður var boðaður. Engin heilbrigðisáætl- un eða heildarstefna hafði verið unnin. Starfsandi og starfsgleði var í lágmarki og það svo að sums stað- ar lá við upplausnarástandi. Breytingar Á rúmu ári hefur margt breyst til batnaðar þó enn séu vandamál- in mörg og stór og verða aldrei leyst í eitt skipti fyrir öll. Sjúkrahúsin taka til sín stærst- an hluta þess fjármagns sem til heilbrigðismála fer. Nefnd fag- manna hefur náð miklum árangri varðandi samráð og samstjóm og einhvem tíma hefði það þótt saga til næsta bæjar að búið væri að ná samkomulagi um hagkvæmniúttekt á sameiningu stóru sjúkrahúsanna, sam- komulagi sem allir hlutaðeigandi aðilar skrifa undir. Boðuð hafði verið mikil skerðing á þjón- ustu við aldraða, geð- sjúka og þá sem á endurhæfíngu þurfa að halda, einkum á Sjúkrahúsi Reykjavík- ur. Þær aðgerðir, sem gripið er til, koma í veg fyrir þessa skerð- ingu á þjónustu sam- hliða mikilli hagræð- ingu. Vandi sjúkrahúsanna og vinna við lausn hans hefur hvílt mun meira á herðum heilbrigðis- ráðuneytisins nú en ég hefí áður þekkt til. Heilbrigðisráðherra beitti sér fyrir því að hjartaskurðaðgerðir á börnum era nú að mestu fluttar inn í landið. Hér er um að ræða verulegan sparnað fyrir ríkissjóð og gríðarlegt hagræði fyrir for- eldra og böm sem þurfa á þessari þjónustu að halda. Starfsmönnum ríkis- spítala hefur fækkað um 200 frá árinu 1990, segir Guðmundur G. Þórarinsson, en sjúkl- ingum fjölgað um 14%. Glasafijóvgunardeild tók nýlega til starfa í endurbættu og glæsi- legu húsnæði á Landspítala og ætti nú að vera fær um að sinna því hlutverki sem henni er ætlað og mun spara ríkissjóði mikla fjár- muni og auka lífshamingju þeirra sem þjónustunnar njóta. Heiíbrigðisráðherra beitti sér fyrir auknu fé til barna- og ungl- ingageðdeildar til þess að unnt væri að auka þar starfsemi og tryggja sem best aðstoð við þenn- an aldurshóp. Nýlega var opnuð ný og stór- bætt aðstaða gjörgæslu á Land- spítala. Á þessu ári er unnið að uppsetn- ingu nýrrar hjarta- og æðarann- sóknastofu á Landspítala, rann- sóknastofu sem mun stórlega bæta aðstöðu þeirrar greinar og auka þjónustu við þennan sjúkl- ingahóp. Sameining öldrunarlækninga SHR og RSP á Landakoti mun auka hagræðingu og þjónustu ásamt sjúkrahúsatengdri heima- hlynningu sem er nýmæli. Verið er að sameina þvottahús sjúkrahúsanna í Reykjavík. Verið er að auka endurhæfíngu eftir heilablóðföll og taugasjúk- dóma á SHR. Unnið er að skipulags- og starfsferlabreytingu á skurðstofu- starfsemi sem getur leitt til gríðar- legrar hagræðingar. Nú er loks komið samkomulag um að sjúkrahúsin í Reykjavík hætti rekstri leikskóla, enda taki sveitarfélögin við þeirri starfsemi. Þannig mætti lengi telja. Ráðu- neytið vinnur að þróun Blóðbank- ans og alþjóðlegri vottun fyrir hann. Það hillir undir gigtarrann- sóknastofu, rætt er um að færa beinmergsflutninga inn í landið og að ráðast í plasmaútflutning o.s.frv. Tilsjónarmenn Víða úti um land hafa verið settir tilsjónarmenn með rekstri. Tillögur þeirra era oft ekki sárs- aukalausar en aðhaldi er beitt og árangur næst. Gríðarleg vinna hefur farið fram varðandi skipulag heilsugæslunn- ar. Þar er við erfitt mál að etja þar eð læknasamtökin era klofin í afstöðu til skipulagsins. Sú vinna, sem nú fer fram við sameiginlegt tölvu- og upplýsingakerfí fyrir alla heilsugæsluna og síðan mun tengj- ast sjúkrahúsunum og einkastof- um, er mikilvæg og mun auka öryggi. Deilurnar um heilsugæsl- una hafa verið tímafrekar en ráðu- neytinu hefur tekist framar vonum að sjá fólki fyrir þjónustu við þær erfíðu aðstæður. Samkomulag náðist í fyrsta sinn um hámark á heildargreiðslur til sérfræðinga þannig að unnt er að áætla þjónustu þeirra á fjárlögum með sæmilegu móti. í fyrsta sinn tekst ráðuneytið nú á við í alvöru að leita lausnar á forgangsröðunarspumingunni. Hér er auðvitað aðeins drepið á nokkur helstu atriði sem skilað hefur fram á veginn á rúmu ári. Ljóst er að mikið hefur verið unn- ið á stuttum tíma og árangur vera- legur. Fagfólk virkjað Mér virðist sem vinna ráðuneyt- isins hafi breyst í ráðherratíð Ingi- bjargar Pálmadóttur. Fagfólk í heilbrigðiskerfinu er virkjað í auknum mæli. Áherslan er á hag- kvæmni og aðhald og þannig hef- ur tekist að sneiða hjá niðurskurði sem ella hefði verið óhjákvæmileg- ur. Jafnframt hafa náðst verulegar framfarir í kerfinu og faglegra sjónarmiða hefur verið gætt í rík- um mæli. En vandamálin era mörg og stór. Baráttan fyrir hagræð- ingu og aðhaldi í heilbrigðiskerfínu tekur engan enda. Nærtækt er að líta til nágrannalandanna, Svíþjóð- ar, Frakklands, Bretlands o.s.frv. Alls staðar er sömu sögu að segja. Okkur hefur þrátt fyrir allt tek- ist samhliða spamaðaraðgerðum að viðhalda og jafnvel auka gæði kerfisins. Því markmiði má ekki missa sjónar á. Höfundur er formaður sijórnarnefndar ríkisspítala. Ný haustefni í miklu úrvali. .'VIRKA Mörkin 3. sími 568 7477 Opið mánud.-föstud. kl. 10-18. Laugard. kl. 10-14. Guðmundur G. Þórarinsson NORDIA 96 FRIMERKl Kjarvalsstaðir 25.-27. OKTÓBER 1996 Þriðja norræna frímerkjasýningin í Reylqavík. Áður hefur í frímerkjaþætti verið fjallað nokkuð um þá samnorrænu frímerkjasýningu sem haldin verður á Kjarvalsstöðum hér í Reykjavík dagana 25.-27. október nk. Þá var í síðasta þætti minnzt á NORDIU- smáarkimar sem póststjómin hefur gefið út til að styrkja sýningarhald- ið. Allur undirbúningur er kominn nær á leiðarenda og aðeins loka- spretturinn eftir. Þættinum hefur borizt handrit að skrá yfir væntanlega sýnendur á NORDIU 96 og efni þess, sem þeir sýna. Verður hlaupið á nokkru því efni hér á eftir svo að frímerkjasafn- arar og aðrir áhugamenn geti séð upp á hvað verður boðið þá þijá daga sem sýningin stendur. En eins og alltaf áður: Sjón er sögu ríkari. Ættu allir þeir, sem einhvem áhuga hafa á frímerkjum og frí- merkjasöfnun, ekki að sleppa því tæki- færi sem hér býðst að sjá, áhugavert sýningarefni og margt mjög sjald- gæft. Sakir rúmleysis verður nær einvörðungu vikið að söfnum ís- lenzkra safnara. í Meistaraflokki verða fimm söfn. Þau hafa öll verið áður á frímerkja- sýningum að ég fæ bezt séð. Hér staldra ég einungis við safn Indriða Pálssonar í átta römmum. Sýnir hann þar þróun póstþjónustu á ís- landi frá 1836-1902. Safnið nær þannig bæði yfir forfrímerkjatíma- bilið svonefnda til 1870, danska tímabilið til ársloka 1872, þegar dönsk frímerki giltu hér á landi, skildingatímabilið 1873 til 1876, þegar íslenzk skildingafrímerki voru notuð og loks aurafrímerkin eftir myntbreytinguna til 1902. Safn þetta er nær óbreytt frá því það var sýnt á CAPEX 96 í Kanada í sum- ar. Þar fékk það stórt, gyllt silfur og heiðursverðlaun. Það eru vissu- lega há verðlaun en engu að síður vakti einkunnagjöfin furðu allra þeirra sem þekkja þetta frábæra safn og vita að það er langbezta íslenzka frímerkjasafnið frá þessum tíma, sem til er, og ég leyfi mér að bæta við „og hefur nokkurn tímann verið til“. Menn töldu því einsætt að það hlyti gullverðlaun á þessari heimssýningu. Svo varð þó ekki, enda skilst mér að enginn dómenda hafi haft næga þekkingu á fslenzk- um frímerkjum. Slíkt er vitaskuld hneyksli á alheimssýningu. I Hefðbundinni deild eiga þrír Danir, einn Svíi og einn Norðmaður íslenzkt efni, sem mun flest vera kunnugt þeim, sem sótt hafa frí- merkjasýningar á liðnum árum. Öll munu þessi söfn vera eitthvað „auk- in og endurbætt", svo að þau hljóta að vekja athygli íslenzkra safnara. í sama flokki sýnir Jón Aðalsteinn Jónsson í sex römmum tvílit dönsk skildinga- og aurafrímerki frá 1870-1905, en það safn hlaut stórt silfur og heiðursverðlaun í Færeyjum á liðnu sumri. í Póstsögulegri deild sýna þrír íslenzkir safnarar. Jón Egilsson safn sitt frá Hafnarfirði í fimm römmum BIODROGA snyrtivörur og Hjalti Jóhannesson í jafnmörgum römmum safn sitt af upprunastimpl- um svonefndum. Sigurður Þormar á þarna mikið safn af brúarstimplum í tíu römmum. Þarflaust er að taka fram að í þessum söfnum öllum er fjöldi áhugaverðra umslaga. í þess- ari deild sýnir Frímerkjaklúbburinn Askja á Húsavík þekkt safn sitt úr Póstsögu Þingeyjarsýslu 1823- 1996. Virðast þeir Öskjumenn vera eina félagið utan af landsbyggðinni, sem sendir efni á NORDIU 96. Ekki sýnir það mikla grósku í frímerkja- söfnun hérlendis. Þá er svo komið, að enginn íslenzkur safnari sendir bréfspjöld á sýninguna. Eitt slíkUt- safn kemur vestan úr Bandaríkjun- um í átta römmum. Á það kunnur safnari þar vestra, Gordon Morison. Því miður virðist flugið hafa held- ur daprazt hjá unglingum okkar að þessu sinni í unglingadeild. Þar eru einungis eftir þeir Gísli Geir Harðar- son með tónskáldin sín og Guðni Friðrik Árnason með Kólumbusar- merkin. í Mótífdeild eigum við svo engan fulltrúa að þessu sinni. I Bókmenntadeild er líka heldur fátæklegt frá okkar hendi, þegar undan er skilinn Don Brandt með þá ágætu bók sína: Walking into Ice- lands’s Postal Hi- story. Sigurður H. Þorsteinsson á þarna tvenns konar efni og er annað þeirra frímerkjaþættir úr dagblöð- um. Ein nýjung verður á NORDIU 96, sem vert er að vekja athygli á í lok þáttarins. Sýningarstjórn ætlar að vekja áhuga nemenda í grunnskólum á frímerkjum og söfnun þeirra „með því að búa til sínar eigin tillögur um frímerki," eins og það er orðað J—. bréfi til myndlistarkennara, og me5 aðstoð þeirra. Tillögurnar verða síð- an sýndar á NORDIU 96. Allir þátt- takendur fá viðurkenningu, og nokkrar myndir úr hveijum aldurs- hópi fá verðlaun. Sérstök dómnefnd velur síðan nokkra tugi mynda til verðlauna. í henni eiga sæti fulltrúi Félags myndlistarkennara, fulltrúi Landssambands íslenzkra frímerkja- safnara og Þröstur Magnússon, sem er þekktur fyrir að hafa hannað fjöl- mörg og smekkleg frímerki fyrir ís- lenzku póststjómina á liðnum árum. Ein mynd úr hveijum aldurshópi fær síðan sérstök verðlaun sem „athygl- isverðasta" myndin. Fá höfundar myndanna afhenta bikara me^| ágröfnum nöfnum sínum. Allar verð- launamyndir verða til sýnis á Kjarv- alsstöðum, en aðrar tillögur má skoða í möppum, sem merktar verða hveijum skóla og árgangi. Skilafrestur í samkeppni þessari er til 10. október. Er vonandi, að þátttaka verði góð meðal skóla- barna, enda er aldrei að vita, nema einhveijar teikningar þeirra rati á frímerki póststjórnarinnar að keppni lokinni. Sjálfsagt er að taka það fram, að aðgangur verður ókeypis fyrir börn og unglinga á NORDIU 96, enda þess vænzt, að þeir fjölmenni á sýn- inguna og kynni sér þann undraheim frímerkjanna, sem þar mun blasa - við augum ungra sem aldinna. Jón Aðalsteinn Jónsson Húsgögn, ljós og gjafavörur 1 NORDIA 96 1 W brúðargjafalistann. MÖRKINNI 3 SÍMI 588 0640 • FAX 588 0641

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.