Morgunblaðið - 28.09.1996, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 28.09.1996, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. SEPTEMBER 1996 13 Morgunblaðið/Kristján FRIÐRIK Adolfsson, verslunarstjóri Fríhafnarinnar, ásamt Guð- laugu Ringsted, starfsmanni Urvals-Útsýnar, og Helgu Haralds- dóttur, forstöðumanni skrifstofu Ferðamálaráðs á Akureyri. Fríhöfnin 1 nýtt og stærra húsnæði FRÍHÖFN á Akureyrarflugvelli hefur verið opnuð í nýju 45 fer- metra húsnæði. í ágúst árið 1990 heimilaði fjár- málaráðherra Flugfélagi Norður- lands að reka tollfrjálsa forða- geymslu og sölu tollfrjáls varnings til farþega við komu frá útlöndum. ; Fyrst í stað var húsnæði verslunar- innar í 8 fermetra herbergi á efri hæð flugstöðvarinnar. Þar var ekki nein aðstaða fyrir viðskiptavini þannig að fólk varð að útfylla pönt- unarseðla og fá vöruna afhenta síð- ar. Tveimur árum síðar var verslun- in flutt í rúmbetra húsnæði á jarð- hæð flugstöðvarinnar, en þó voru þrengsli mikil og örtröð fylgdi komu hverrar flugvélar. Vænta forsvarsmenn Flugfélags Norðurlands þess að nýja verslunin uppfylli þær kröfur sem verslun af þessu tagi þarf að sinna með til- komu rúmbetra húsnæðis. Pöntun- arseðlakerfið er aflagt og gólfið í flugstöðinni verður ekki lengur þak- ið fríhafnarpokum sem bíða eigenda sinna þegar farþegaþotur koma frá útlöndum. Fólk getur nú gengið um þessa litlu en haganlegu verslun og gert sín innkaup. Gott úrval algengustu vörutegunda Vöruúrval er vissulega ekki eins mikið og í hliðstæðum verslunum stóru flugvallanna, en ætíð verður reynt að hafa gott úrval algengustu vörutegunda, auk þess sem verslun- in býður gott úrval í öðrum vöru- flokkum. Eitt af aðalmarkmiðum með rekstri fríhafnarinnar er að styrkja Akureyrarflugvöll í hlutverki sínu sem millilandaflugvöllur, en hent- ugt er fyrir flugrekendur að geta boðið farþegum þjónustu af þessu tagi utan höfuðborgarsvæðisins. Flugafgreiðslufólk FN sér um forðageymsluna og afgreiðslu í versluninni jafnframt sínum venju- legu störfum. AKUREYRI Samningur Akureyrarbæj ar og Gilfélagsins Gilfélagið fær Ket- ilhúsið til afnota Morgunblaðið/Kristján MEÐ samningi við Akureyrarbæ fær Gilfélagið Ketilhúsið til afnota frá 1. október og þar er stefnt að því að bjóða upp á alls kyns listastarfsemi. AKUREYRARBÆR og Gilfélagið hafa gert með sér samning um af- not Gilfélagsins af Ketilhúsinu svo- kallaða við Kaupvangsstræti. Samn- ingurinn gildir frá 1. október nk. til ársloka 1998. Jafnframt leggur Akureyrarbær fram 9 milljónir króna á samningstímanum til nauð- synlegra endurbóta á húsnæðinu. Einnig er gert ráð fyrir að Akur- eyrarbær leggi fram 3 milljónir króna til vibótar árið 1999, ef fjár- framlag rikisins til bæjarins sem reynslusveitarfélags verður ekki lægra en núgildandi samingur gerir ráð fyrir. Þröstur Ásmundsson, formaður Gilfélagsins, segir að hugmyndin sé að í Ketilhúsinu verði góð aðstaða fyrir margs konar listastarfsemi, m.a. alls kyns tónleika, gestaleik- sýningar, tilraunaleikhús, ráðstefn- ur og fundi. „Við stefnum að því að koma húsinu í gagnið með lág- marksendurbótum, enda ekki mein- ingin setja mikla peninga í húsið. Gilfélagið hefur áður getað gert mjög mikið fyrir lítið og það á að reyna áfram.“ Mikill fengur fyrir Gilfélagið Þröstur segir að mjög margir hafi komið að þessu máli og lagt fram hugmyndir um hvað þarna eigi að vera en hins vegar sé heil- mikil hugmyndavinna eftir. „Þetta er vissulega mikill fengur fyrir Gil- félagið og þarna skapast svigrúm til að gera mun stærri hluti en áð- ur. Allir þeir sem hafa komið að Ketilhúsinu og haft þar einhvers konar uppákomur, eru mjög hrifnir af húsinu," segir Þröstur. Framkvæmd endurbóta Ketil- hússins verður í höndum Gilfélags- ins og hefur verkinu verið skipt nið- ur í fjóra áfanga. Gert er ráð fyrir að framkvæmdirnar verði atvinnuá- taksverkefni á vegum bæjarins. Kostnaðaráætlun við 1. áfanga á þessu ári hljóðar upp á 2,1 milljón króna, kostnaður við 2. áfanga á næsta ári og 3. áfanga árið 1998 er áætlaður um 4 milljónir króna hvort ár og kostnaður við 4. áfanga árið 1999 er áætlaður um 3,5 millj- ónir króna. Tónlistarskólinn fær afnot af húsinu Samhliða samningi bæjarins og Gilfélagsins hefur verið gerður sér- stakur samningur milli Tónlistar- skólans á Akureyri og Gilfélagsins um afnot skólans af Ketilhúsinu. Bæjarráð fjallaði um samningana á fundi sínum í vikunni og samþykkti að vísa þeim til afgreiðslu bæjar- stjómar. Þ'röstur sagðist mjög ánægður með samþykkt bæjarráðs og að þetta skref hafi verið stigið. Amtsbókasafnið Afgreiðslu- tími aukinn AFGREIÐSLUTÍMI Amtsbóka- safnsins á Akureyri verður rýmkaður frá og með þriðjudeginum 1. október næstkomandi, en þá verður safnið opnað kl. lOalla virka daga og opið til kl. 19. Á laugardögum í vetur verður opið frá kl. 10 til 15. Áður var safnið einungis opið eftir há- degi, en Akureyringar hafa lengi haft áhuga fyrir að komast á bóka- safnið fyrir hádegi. Verið er að undirbúa tölvuskrán- ingu útlána og hafa þeir lánþegar sem komið hafa á safnið fengið af- hent ný skírteini sem notuð verða við tölvuútlánin, en gömlu skírteinin verða í fullu gildi þar til annað verð- ur tilkynnt. Enn sem fyrr eiga not- endur safnsins rétt á einu ókeypis skírteini, en glatist það mun nýtt kosta 1.000 krónur. Sögustundir fyrir yngstu bæjarbúana Þjónusta við yngstu bæjarbúana verður aukin í vetur með sögustund- um á safninu og eins verða leikskól- ar, dagmæður og skólar boðin vel- komin. Eins eru börnin miklir auf- úsugestir á safninu svo sem verið hefur þótt ekki sé um skipulagðar heimsóknir að ræða, því mikilvægt er að börnin fái að kynnast bókum og bóklestri. Starfsfólk Amtsbókasafnsins hef- ur veitt öldruðum og fötluðum sem og þeim sem einhverra hluta vegna komast ekki sjálfir á bókasafnið þjónustu, en þeir geta fengið bækur sendar heim. Einnig eru á safninu um 1.000 titlar hljóðbóka frá Blindrabókasafni íslands og eru þær ætlaðar þeim til útláns sem eiga erf- itt með lestur. Hljóðbækurnar er líka hægt að fá sendar heim, en heim- sendingar eru einu sinni ! viku, á fimmtudögum. Morgunblaðið/Kristján Busavígsla ÍMA NYNEMAR voru vígðir inn í sam- félag eldri nema við Menntaskól- ann á Akureyri i gær. Busavigslan fór fram með hefðbundnum hætti en þó var busum nú gert að ganga gegnum „draugahús" þ.e. óinn- réttað geymslurými í nýbygging- unni Hólum. í ferð um húsið reyndu eldri nemar að hræða líft- óruna úr þeim yngri ásamt því að kenna þeim að umgangast þá eldri með hæfilegri auðmýkt og virð- ingu. Busar voru tolleraðir í Stef- ánslundi en að því ioknu var farið með þá í gönguferð um miðbæinn þar sem ýmsir ómissandi punktar í tilveru menntskælinga voru kynntir. Nýnemar við MA hafa aldrei verið fleiri, eða um 200 tals- ins, og gat skólameistari þess að aldrei hefði jafn efnilegur hópur góðra námsmanna sest þar á skólabekk. Sumarhus o g skógrækt á Steðja BÚIÐ er að skipuleggja sumarhúsa- og skógræktarlóðir á lögbýlinu Steðja á Þelamörk, um 15 kílómetra frá Akureyri, en þar hefur ekki verið stundaður hefðbundinn búskapur síð- ustu ár. Unnið er að undirbúningi framkvæmda. Sverrir Baldvinsson landeigandi flutti til Akureyrar fyrir 8 árum en hefur um árabil unnið að gróðursetn- ingu á svæðinu. Hann telur að bændaskógrækt og sumarhúsaland fari ágætlega saman. Benedikt Björnsson, arkitekt á Akureyri, hannaði svæðið, stærð þess er um 17 hektarar, en skipu- lagssvæði sumarhúsa- og skógrækt- arlóðanna er ein samliggjandi heild. Gert er ráð fyrir samtals 17 sumar- húsalóðum og 12 skógræktarlóðum. Sumarhúsalóðirnar verða tengdar við veg sem liggur til norðurs og suðurs frá vegi sem tengir svæðið við þjóðveg 1. Lóðirnar nyrst og vestast á svæðinu eru skógræktar- lóðir. Landsvæðið liggur í halla til vesturs og mótast það af tveimur hjöllum. Mesti hæðarmunur frá þjóðvegi er um 50 metrar en hæðar- munur á húsastæðum innan svæðis- ins er um 25 metrar. Húsastæðin verða á tiltölulega flötum grunnum og er mikilvægt að þau verði ekki of áberandi í umhverfinu, sérstak- Morgunblaðið/Kristján SVERRIR Baldvinsson, landeigandi á Stedja, þar sem skipulagð- ar hafa verið sumarhúsa- og skógræktarlóðir. Gott útsýni er yfir Hörgárdal frá öllum lóðunum. lega þegar horft er frá þjóðvegi. Hægt verður að flytja fullbyggð hús á svæðið. Útsýni er gott frá öllum sumarhúsalóðunum. Gert er ráð fyrir að göngustígar verði lagðir á svæðinu og að hægt verði að ganga upp fyrir skipulags- svæðið, þ.e. svæði sem ætlað er til bændaskógræktar. Þá verður útbúið sameiginlegt svæði fyrir öll húsin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.