Morgunblaðið - 28.09.1996, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 28.09.1996, Blaðsíða 34
34 LAUGARDAGUR 28. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ MESSUR Á MORGUN MINNINGAR Guðspjall dagsins: Jesús læknar á hvíldardegi. (Lúk. 14.) ÁSKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Fermd verður Katrín Tinna Gauksdóttir, Kleppsvegi 24. Árni Bergur Sigur- þjörnsson. BÚSTAÐAKIRKJA: Barnamessa kl. 11. Foreldrar hvattir til þátttöku með börnunum. Guðsþjónusta kl. 14. Organisti Guðni Þ. Guðmunds- son. Pálmi Matthíasson. ^mDÓMKIRKJAN: Messa kl. 11 með altarisgöngu. Prestur sr. Jakob Á. Hjálmarsson. Dómkórinn syngur. Organleikari Marteinn H. Friðriks- son. Barnasamkoma kl. 13 í kirkj- unni og í Vesturbæjarskóla. Guðs- þjónusta með fermingarbörnum kl. 14. Sr. Jakob Á. Hjálmarsson. ELLIHEIMILIÐ GRUND: Guðs- þjónusta kl. 10. Prestur sr. Gylfi Jónsson. Organisti Kjartan Ólafs- son. GRENSÁSKIRKJA: Barnasam- koma kl. 11. Messa kl. 14. Prestur sr. Haldór S. Gröndal. Organisti Árni Arinbjarnarson. HALLGRÍMSKIRKJA: Barnastarf og messa kl. 11. Sr. Karl Sigur- björnsson. Ensk messa kl. 14. Sr. Karl Sigurbjörnsson. LANDSPÍTALINN: Messa kl. 10. Sr. Bragi Skúlason. HÁTEIGSKIRKJA: Barnaguðs- þjónusta kl. 11. Sr. Helga Soffía Konráðsdóttir. Messa kl. 14. Org- anisti Pavel Manasek. Sr. Tómas Sveinsson. LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja Guð- brands biskups. Útvarpsmessa kl. 11. Prestur sr. Flóki Kristinsson. Organisti Sesselja Guðmunds- ^jfóttir. Kór Langholtskirkju (hópur '0 syngur. Kaffisopi eftir messu. LAUGARNESKIRKJA: Messa kl. 11 í umsjá sr. Guðmundar Karls Brynjarssonar, skólaprests. Fé- lagar úr Kristilegri skólahreyfingu aðstoða. Barnastarf á sama tíma. Organisti Gunnar Gunnarsson. Guðsþjónusta kl. 14 í Sjálfsbjarg- arhúsinu, Hátúni 12 í umsjá sr. Gylfa Jónssonar. Ólafur Jóhanns- son. NESKIRKJA: Barnastarf kl. 11. Opið hús frá kl. 10. Munið kirkju- bílinn. Sr. Frank M. Halldórsson. Frostaskjól: Barnastarf kl. 11. Húsið opnar kl. 10.30. Sr. Halldór Reynisson. Guðsþjónusta kl. 14. Ath. breyttan tíma. Sr. Frank M. tBFlalldórsson. SELTJARNARNESKIRKJA: Kynn- ingarguðsþjónusta fyrir ferming- arbörn kl. 11. Prestur sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir. Organisti Pavel Manasek. Barnastarf á sama tima í umsjá Hildar Sigurð- ardóttur, Erlu Karlsdóttur og Benedikts Hermannssonar. ÓHÁÐI SÖFNUÐURINN: Opið hús fyrir aldraða kl. 14. Einar Stur- luson, óperusöngvari, syngur í helgistund. Kaffiveitingar í safn- aðarheimili á eftir. KIRKJA HEYRNARLAUSRA: Úti- messa við Ingólfstorg kl. 14 á degi heyrnarlausra, 29. septem- ber. Sólrún Birna Snæbjörnsdóttir nemi Vesturhlíðarskóla flytur hug- vekju. Táknmálskórinn syngur ásamt félögum úr Hamrahlíðar- kórnum undir stjórn Þorgerðar Ingólfsdóttur. Sr. Miyako Þórðar- son. ÁRBÆJARKIRKJA: Barnaguðs- þjónusta kl. 11. Foreldrar, afar og ömmur boðin velkomin með börn- unum. Guðsþjónusta kl. 14. Ath. breyttan messutíma. Organleikari Kristín G. Jónsdóttir. Prestarnir. BREIÐHOLTSKIRKJA: Barna- guðsþjónusta kl. 11. Guðsþjón- usta kl. 11. Prédikunarefni: Annað og þriðja boðorðið. Óskað er eftir þátttöku fermingarbarna og for- eldra þeirra. Fundur með foreldr- um eftir guðsþjónustuna. Sam- koma Ungs fólks með hlutverk kl. 20. Gísli Jónasson. DIGRANESKIRKJA: Messa kl. 11. Altarisganga. Dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson þjónar. Barnaguðs- þjónusta á sama tíma. Organisti Sigríður Sólveig Einarsdóttir. Sóknarprestur. FELLA- OG HÓLAKIRKJA: Guðs- þjónusta kl. 11. Prestursr. Hreinn Hjartarson. Ferming og altaris- ganga. Fermd verður Emelía Jó- hanna Guðjónsdóttir, Fýlshólum 3. Organisti Lenka Mátéová. Bar- naguðsþjónusta kl. 11 í umsjón Ragnars Schram. Prestarnir. GRAFARVOGSKIRKJA: Barna- guðsþjónusta kl. 11 í umsjón Hjartar og Rúnu og kl. 12.30 í Rimaskóla í umsjón Jóhanns og Ólafs. Guðsþjónusta kl. 14. Org- anisti Hörður Bragason. Prestarn- ir. HJALLAKIRKJA: Fjölskylduguðs- þjónusta kl. 11. Yngri og eldri kór Hjallaskóla syngja undir stjórn Guðrúnar Magnúsdóttur. Barna- guðsþjónusta kl. 13 í umsjá írisar Kristjánsdóttur. Organisti Oddný J. Þorsteinsdóttir. Poppmessa kl. 17. Létt tónlist, mikill söngur. íris Kristjánsdóttir flytur prédikun. All- ir velkomnir. Kristján Einar Þor- varðarson. KÓPAVOGSKIRKJA: Barnastarf í safnaðarheimilinu Borgumkl. 11. Guðsþjónusta kl. 11. Organisti Örn Falkner. Ægir Fr. Sigurgeirs- son. HAFNARFJARÐARKIKRJA: Sunnudagaskóli í Hafnarfjarðar- kirkju kl. 11. Munið kirkjubílinn. Sunnudagaskóli í Hvaleyrarskóla kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Org- anisti Natalía Schow. Prestur sr. Þórhildur Ólafs. Opið hús í Strand- bergi eftir guðsþjónustuna. SELJAKIRKJA: Barnaguðsþjón- usta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Altarisganga. Sr. Irma Sjöfn Ósk- arsdóttir prédikar. Organisti Bjarni Þór Jónatansson. Sóknarprestur. FRÍKIRKJAN, Rvík: Guðsþjónusta sunnudag kl. 14. Organisti Pavel Smid. Cecil Haraldsson. KRISTSKIRKJA, Landakoti: Laug- ardagur: Messa kl. 8. Sunnudag: Hámessa kl. 10.30, messa kl. 14, messa á ensku kl. 20. Mánudaga til föstudaga: messur kl. 8 og kl. 18. KFUM og KFUK, v/Holtaveg: Samkoma á morgun kl. 17. Vitnis- burðir og ávörp. Fyrirbæn og lof- gjörð. Barna- og unglingasamver- ur á sama tíma. Fríkirkjusöfnuðurinn í Reykjavík GuAþjónustu sunnudag kl. 14.00 Kvenfélagsfundur fimmtudag kl 20.30 Æskulýðsfélagar, sem vilja koma með á Landsmótið tilkynnið þátttöku fyrir 2. októbes, með kveðju, Cecil Haraldsson. Fermingar á sunnudag FERMING í Áskirkju kl. 14. Prestur sr. Árni Bergur Sigurbjörnsson. Fermd verður: Katrín Tinna Gauksdóttir, Kleppsvegi 24. FERMING í Fella- og Hóla- kirkju kl. 11. Prestur sr. Hreinn Hjartarson. Fermd verður: Emelía Jóhanna Guðjónsdóttir, Fýlshólum 3. FERMING í Lágafellskirkju kl. 14. Prestur sr. Jón Þor- steinsson. Fermd verður: Tinna Guðmundsdóttir, búsett í Osló í Noregi. MARÍUKIRKJA, Breiðholti: Messa kl. 11 á sunnudögum. HVÍTASUNNUKIRKJAN Fðadelf- ía: Almenn samkoma kl. 16.30. Ræðumaður Snorri Óskarsson. Allir hjartanlega velkomnir. Ath. breyttan samkomutíma. MESSÍAS-FRÍKIRKJA: Rauðarár- stíg 26, Reykjavík. Guðsþjónusta sunnudag kl. 20 og fimmtudag kl. 20. Altarisganga öll sunnudags- kvöld. Prestur sr. Guðmundur Örn Ragnarsson. ORÐ LÍFSINS: Grensásvegi 8. Al- menn samkoma kl. 11. Ræðumað- ur Ásmundur Magnússon. Fyrir- bænaþjónusta/bænaklútar. Allir hjartanlega velkomnir. FÆREYSKA SJÓMANNAHEIM- ILIÐ: Samkoma á morgun kl. 17. HJÁLPRÆÐISHERINN: Bæna- stund sunnudag kl. 19.30, hjálp- ræðissamkoma kl. 20. Miriam Óskarsdóttir stjórnar. Elsabet Daníelsdóttir talar. LÁGAFELLSKIRKJA: Barnastarfið hefst í safnaðarheimilinu sunnu- dag kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Fermd verður Tinna Guðmunds- dóttir, búsett í Osló í Noregi. Kirkjukór Lágafellssóknar. Organ- isti Guðmundur Ómar Óskarsson. Jón Þorsteinsson. VÍDALÍNSKIRJA: Messa laugar- dag kl. 17 með altarisgöngu í lok héraðsfundar Kjalarnessprófasts- dæmis. Sunnudag: Guðsþjónusta kl. 11. Sunnudagaskólinn og yngri deildir KFUM og K hefja vetrar- starfið með samveru barna og foreldra. Skólakór Garðabæjar syngur. Kvöldsamkoma kl. 20.30. Vænst er þátttöku fermingarþarna og foreldra þeirra. Léttur söngur og hljóðfæraleikur. Sýndar verða myndir úr fermingarbarnaferðum í Vatnaskóg. Veitingar að athöfn lokinni. Bragi Friðriksson. VÍÐISTAÐAKIRKJA: Barnamessa kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Sig- urður Helgi Guðmundsson. FRÍKIRKJAN, Hafnarfirði: Barna- samkoma kl. 11. Einar Eyjólfsson. KAPELLA St. Jósefssystra, Garðabæ: Þýsk messa kl. 10. JÓSEFSKIRKJA, Hafnarfirði: Messa kl. 10.30. Rúmhelga daga messa kl. 18. KARMELKLAUSTUR: Messa sunnudaga kl. 8.30. Aðra daga kl. 8. Allir velkomnir. YTRI-NJARÐVÍKURKIRKJA: Sunnudagaskóli kl. 11. Fyrsta skiptið á þessum vetri. Börn í Innri-Njarðvíkursókn sótt að safn- aðarheimili kl. 10.45. Foreldrareru hvattir til að mæta með börnum sínum. Messa kl. 14. Altaris- ganga. kirkjukórinn syngur undir stjórn Steinars Guðmundssonar. Baldur Rafn Sigurðsson. KAÞÓLSKA kapellan, Keflavík: Messa kl. 14. HVERAGERÐISKIRKJA: Sunnu- dagaskóli kl. 11. „Hveragerðist- ónleikar" Tónlistarfélagsins kl. 20. Sóknarprestur. SELFOSSKIRKJA: Messa sunnu- dag kl. 10.30. Sóknarprestur. STOKKSEYRARKIRKJA: Barna- guðsþjónusta kl. 11. Úlfar Guð- mundsson. EYRARBAKKAKIRKJA: Messa kl. 14. Úlfar Guðmundsson. STRANDARKIRKJA: Messa kl. 14. Rúta fer frá grunnskólanum í Þor- lákshöfn kl. 13.15 og til baka að messu lokinni. Svavar Stefánsson. LANDAKIRKJA, Vestmannaeyj- um: Sunnudagaskóli kl. 11. Messufall kl. 14 vegna héraðs- fundar Kjalarnessprófastsdæmis. AKRANESKIRKJA: Barnaguðs- þjónusta í dag, laugardag kl. 11. Stjórnandi Sigurður Grétar Sig- urðsson. Fjölskylduguðsþjónusta sunnudag kl. 11. Hans M. Haf- steinsson, guðfræðingur, prédik- ar. Fermingarbörn aðstoða. Vænst er þátttöku fermingarbarna og foreldra þeirra. Björn Jónsson. BORGARPRESTAKALL: Barna- og fjölskylduguðsþjónusta verður í Borgarneskirkju kl. 11. Framveg- is verða barnaguðsþjónustur alla sunnudaga kl. 11.15. Þorbjörn Hlynur Árnason. KARLINGIMUNDUR AÐALSTEINSSON + Karl Ingimund- ur Aðalsteinsson fæddist á Djúpavogi 11. ágúst 1927. Hann lést í Vífils- staðaspítala 21. september síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Aðalsteinn Pálsson, f. 5. mars 1888, d. 18. des. 1961, og Karólína Auðunsdóttir, f. 24. júlí 1893, d. 12. des. 1978. Þau eignuðust tíu börn og var Karl þriðja yngsta barn þeirra. Karl kvæntist Rannveigu Hjálmarsdóttur, f. 27. nóv. 1933 frá Fagrahvammi við Berufjörð. Börn þeirra eru: Ásgeir, f. 1954, Jónas, f. 1955, og SvanhUdur, f. 1958. Eiginkona Ásgeirs er Viktoría Pettypiece og eiga þau tvö börn, Daníel Shane, f. 1980, og Nadíu Rannveigu, f. 1982. Svanhildur á eina dóttur, Rakel, f. 1980. Útför Karls verður gerð frá Hveragerðiskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 11.00. Mig langar að minnast föðurbróð- ur míns sem látinn er eftir áralanga baráttu við erfiðan sjúkdóm. Kæi, eins og hann var kallaður, byijaði búskap sinn í Fagrahvammi við Berufjörð en þurfti að bregða búi er hann fór að kenna þess sjúk- dóms sem hann átti eftir að beijast við til æviloka. Fluttist hann þá á Djúpavog og svo til Hveragerðis þar sem hann hefur átt heima síðustu árin. Meðan Kæi bjó í Fagrahvammi var mikill samgangur milli hans og föður míns enda voru þeir bræður á sama reki. Þegar Kæi fluttist burtu urðu samverustundirnar færri og því missir pabba mikill. Alltaf þótti okkur krökkunum gaman þegar Kæi kom í heimsókn, hann var alltaf glettinn, hress og kátur og við kepptumst um athygli hans. Kæi hafði alveg sérstakt lag á börnum enda var hann alltaf feng- inn til að vera jólasveinn á jólaböllum í sveitinni. Barnaskólinn var á næsta bæ við Fagrahvamm og kom ég oft þangað um helgar með Svönu dóttur hans, en við erum jafnöldrur. í minning- unni eru þessar helgar mjög skemmtiiegar. Við krakkarnir fórum í leiki með útiverkunum en þegar inn var komið var spilað á gítar og sung- ið, eða þá að Rannveig las fyrir okkur námsefnið sem okkur hafði verið sett fyrir. Það var alltaf svo notalegt að koma til Kæja og Rann- veigar því yfir heimili þeirra var svo sérstaklega hlýr, glaðvær en samt rólegur blær. Þegar Kæi hætti að geta stundað vinnu vegna sjúkdóms síns, fór hann að smíða stóla og litlar kistur sér til dægradvalar eftir því sem hann hafði þrek til. Á þessum hlutum má sjá að Kæi var góður smiður en ugglaust hefur hann lært hand- bragðið af afa þótt hann notaði það ekki fyrr en nú á seinni árum. Eftir situr minning um hressan og kátan frænda sem ekki verður frá okkur tekin. Elsku Rannveig, Ásgeir, Jónas, Svana og ástvinir allir, ég sendi ykkur öllum mínar innilegustu sam- úðarkveðjur. Megi Kæi frændi hvíla í guðs friði. Guðlaug Björnsdóttir. Að leiðarlokum langar okkur að minnast vinar okkar og bróður sem er látinn eftir löng og erfið veik- indi. Um hann eigum við aðeins góðar minningar. Hann var alltaf hress og kátur, jafnvel þó hann væri sárþjáður eins og hann var á seinni árum. Á meðan hann bjó í sveitinni hittumst við oft og það voru okkar bestu stundir. Eins var hann kærkominn gestur hjá börnum okkar og alltaf gaman þegar Kæi frændi birt- ist. Mikið söknuðum við ykkar þegar þið flutt- ust burt og samfundir urðu færri. Og hvað við nutum þess að hafa þig út af fyrir okkur þegar þú varst að lagfæra bátinn þinn hér í fjör- unni. í fyllingu tímans hittumst við aftur og getum vonandi hlegið að vild án þess að hóstaskömmin ætli að gera útaf við okkur. Hvíl þú í friði, kæri vinur. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Elsku Rannveig og fjölskylda. Við sendum ykkur okkar innilegustu samúðarkveðjur. Gyða og Björn, Hvannabrekku. Á þessum tímamótum fer maður í huganum yfir liðna tíð og gluggar í gamlar minningar um þig. Elstu brotin eru frá því þegar ég var smá- barn. Það var svo spennandi þegar þú komst í heimsókn. Ég man hvað ég var stoltur af ykkur pabba þegar þið voruð héraðslögreglumenn og voruð að fara á böllin til að sjá um löggæsluna, þið voruð svo flottir með húfurnar. Ég kynntist þér ekki almennilega fyrr en ég var fluttur suður, en þá varst þú orðinn sjúklingur. Það var svo einstaklega gott að heimsækja þig, þú hafðir frá svo mörgu að segja. Við gátum talað endalaust um gömlu dagana, um afa og ömmu í Svalbarði og það sem á dagana hafði drifið löngu áður en ég fædd- ist. En það sem stendur upp úr ert þú sjálfur. Hvernig þú lést aldrei bilbug á þér fínna, þrátt fyrir erfiðan sjúkdóm. Þú varst alltaf glettinn og í góðu skapi og barst möglunarlaust byrðarnar sem á þig voru lagðar. Eftir heimsóknir til þín fór ég alltaf heim ríkari en ég kom. Mig langar að enda þetta með orðum úr ritningunni sem mér finnst viðeigandi. Komið til mín, allir þér sem erfiði hafíð og þungar byrðar, og ég mun veita yður hvíld. Takið á yður mitt ok og lærið af mér, því að ég er hógvær og af hjarta lítillátur, og þá munuð þér finna hvíld sálum yðar. Því að mitt ok er ljúft og byrði mín létt. (Matt. 11:28-30) Ég votta öllum ástvinum Kæja samúð mína með orðum Páls post- ula: „Náðin Drottins vors Jesú Krists sé með yður öllum." (2. Þess. 3:18) Ragnar Birkir Björnsson. Hjartahlýja, lítillæti, umhyggja, glaðlyndi, æðruleysi. Þarf nokkuð fleiri orð? Þökk fyrir allt. Ásdís Stefánsdóttir og fjölskylda. Skilafrest- ur minningar- greina Eigi minningargrein að birtast á útfarardegi (eða í sunnudags- blaði ef útför er á mánudegi); er skilafrestur sem hér segir: I sunnudags- og þriðjudagsblað þarf grein að berast fyrir há- degi á föstudag. í miðviku- dags-, fimmtudags-, föstudags- og laugardagsblað þarf greinin að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birtingar- dag. Berist grein eftir að skila- frestur er útrunninn eða eftir að útför hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.