Morgunblaðið - 28.09.1996, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 28.09.1996, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. SEPTEMBER 1996 29 i i 3! í Í I I « I I j i 3 I IMEYTENDUR Hvað kostar að halda sér í formi? 1 mán. 3mán. 6mán. Arskort a ja 1 & s i a I :§ 'B 1S Margskonar leikfimitímar Þokkabót Frostaskjól 6, Rvk. 4.990.- staðgr. V 7.500, - dagskort 9.500. - nemakort 10.900.- staðgr. 16.500,- staðgr. fataúttekt m. sérstökum afsláttarmiða 28.500,- staðgr. já j nei já já já Ræktin Suðurströnd 4, Seltj.n. » 4.100.- tilboð 4.400,- staðgr. 10% skólaafsláttur 9.100,- tilboð 9.900.- staðgr. 10% skólaafsláttur 14.990,- staðgr. 10% skólaafsláttur 1 28.000.- staðgr. 10% skólaafsláttur já já já já já Máttur Faxafen 14, Rvk. 3.900.- nemakort 5.200.- staðgr. gildir lika i Skipholti 9.990.- nemakort 11.950,- staðgr. gildir lika i Skipholti 19.990.- staðgr. gildir lika i Skipholti 37.200.- staðgr. gildirlíka i Skipholti HiB' já já já já já Máttur Skiphoiti 50B fyrirkonur 3.900,- dagskort 4.500,-staðgr. f ' V ' 9.000 - dagskort 11.950.-sfadgr. iIBMIIBF .... '*! ekkitil jjlgjÉ já já já já já Hress Bæjarhraun 4, Hf. 4.590,- staðgr. 10% skólaafsláttur JQMPBi 10.990,- staðgr. 20% Skólaafsláttur 18.500,- staðgr. ■3 3-3/Vý* 35.000.- staðgr. já já nei nei já World Class Fellsmúli 24, Rvk. 5.450.- staðgr. 10% skólaafsláttur 11,950.- sfaðgr. 18%skólaafsláttur 18.950,-staðgr. 18% sk&aafslattur 83.000,- 18% skólaafsláttur já já nei já já Aerobic sport Faxafen 12, Rvk. 4.690,-s taðgr. 10% skólaafsláttur 12% skólaafsláttur 17,900.- staðgr. 12% skólaafsláttur 28.360,- staðgr. 12%skólaafsláttur já nei já já ■ já Gym80 Suðurlandsbr. 6, Rvk. 3.900.- morgunkort 4.900.- staðgr. 10% skólaafsláttur 10.700.’ morgunkort 11.700.- staðgr. 12% skólaafsláttur 20.500,- staðgr. 15% skólaafsláttur 35.300.- staðgr. 20% ékólaafsláttur já nei nei já já Baðhúsið Ármúla 30, Rvk. fyrirkonur 5.200.- staðgr. 15% skólaáfsláttur innif. sloppur, handklæði, sjampó, hárnæring 13.500.- staðgr. 15% skólaafslattur 24.000.- staðgr. 15% skólaafsláttur 39.000,- staðgr. 20% afsláttur i nudd, hár- og snyrtistofu já já já já já Betrunarhúsið Garðartorg1,Gb. 4.990,- staðgr. 12.990.-1 mán. fylglr sem opnunartilboð “ 19.990.- 33.990.- já nei já já já Studio Ágústu og Hrafns Skeifan 7, Rvk. 4.840,- staðgr. 10% skólaafsláttur 12.125.- staðgr. 20% skólaafsláttur 22.500.- Bónusklúbbur 25.125.- 38.990,- Bónusklúbbur já já nei já já Munur á hæsta og lægsta verði þriggja mánaða korta er 44% VERÐMUNUR er töluverður milli líkamsræktarstöðva og til dæmis munar um 44% á hæsta og lægsta verði þriggja mánaða korta hjá þeim líkamsræktarstöðvum á höf- uðborgarsvæðinu sem haft var samband við í vikunni. Á móti kemur að það er mismunandi hvaða þjónustu verið er að bjóða viðskiptavinum. Spurt var hvað almennt kort, sem veitir ótaka- markaðan aðgang að öllum tímum stöðvarinnar og tækjasal, kostar. Það er hins vegar hægt að fá kort á ýmsum öðrum kjörum en hér koma fram í töflunni. Skólafólk fær í flestum tilfellum afslátt af líkamsræktarkortum, ellilífeyris- þegar líka. Sumir eru með afslátt- armiða og síðan er mun dýrara á flestum stöðvum að kaupa kort sem hægt er að leggja inn á gildis- tímabilinu. Á nokkrum stöðvum er innifalið að leggja kortið inn eins og t.d. hjá Aerobic Sport og Gym 80. Nokkrar stöðvar eru líka farnar að bjóða ódýrari kort handa þeim sem geta stundað hreyfingu á morgnana og kallast sá valkostur dagskort. Fyrirtæki niðurgreiða líkamsrækt Á haustin er mikið að gera í lík- amsræktarstöðvum og ný dagskrá er yfirleitt tekin í notkun á þessum árstíma. Það er ekki bara hefð- bundin leikfimi, pallar og tæki sem stendur fólki til boða heldur eru margir farnir að bjóða upp á aðra valkosti, jóga, teygjur, kínverska hreyfilist, slökun, karlatíma, styrktaræfingar fyrir bak og maga og svo framvegis. Sum fyrirtæki niður- greiða líkamsræktarkort starfsmanna sinna og sum stéttarfélög hafa gert samninga við líkamsrækt- arstöðvar. Að sögn for- svarsmanna hjá Mætti er t.d. um helmingur þeirra sem stundár leik- fimi eða æfingar við líkamsræktar- stöðina á slíkum sérkjörum. Þá eru sumar stöðvarnar með afsláttarmiða eða hafa gert samn- inga við verslanir um kaup á íþróttavörum á sérkjörum. Einkaþjálfun og ráðgjöf lækna Einkaþjálfarar eru komnir til starfa á nokkrum líkamsræktar- stöðvum og getur fólk komið og fengið einkatíma með þeim. Þá veita til að mynda tveir læknar ráðgjöf hjá Ræktinni, næringar- fræðingur, hjúkrunarfræðingur, læknar og sjúkraþjálfarar eru í vissum störfum hjá Mætti og svo mætti áfram telja. Líkamsræktarstöðin Betrunar- húsið er ný líkamsræktarstöð og verður ekki opnuð fyrr en á morg- un, sunnudag. Samkeppnisstofnun boðar hertar aðgerðir Verðmerkingar hafa batnað I júní sl. athugaði starfsfólk Sam- keppnisstofnunar ástand verð- merkinga í 788 sérverslunum á höfuðborgarsvæðinu. Kristín Fær- seth hjá Samkeppnisstofnun segir að niðurstaða þessarar athugunar gefi til kynna að enn skorti á að ástand verðmerkinga sé viðunandi og á það sérstaklega við um verð- merkingar í sýningargluggum. „Þess ber að geta að ástand verð- merkinga er mun betra nú en fyrri athuganir okkar gáfu til kynna.“ Kristín segir að verðmerkingar séu í 82% tilvika óaðfinnanlegar inni í verslunum en bendir enn- fremur á að ef litið sé á sýningar- glugga sé það einungis helmingur verslana sem er með verðmerking- ar í lagi. Ástand verðmerkinga í verslunum á höfuðborgarsvæðinu samtals 788 verslanir verslunum gluggum „Til samanburðar má geta þess að fyrir þremur árum voru 37% verslana með óaðfinnanlegar verð- merkingar í sýningargluggum. Ástandið hefur því batnað til muna og á það einkum við um Laugaveg." Skóverslanir til sóma Að sögn Kristínar skera skó- verslanir sig úr hvað góðar verð- merkingar varðar sem og heimilis- tækja-, húsgagna- og búsáhalda- verslanir. Þá segir hún að lyfja- verslanir skeri sig hins vegar úr hvað lélegar verðmerkingar snertir þar sem ekki er hirt um að verð- merkja vörur í sýningargluggum í 64% tilvika. Starfsfólk Samkeppnisstofnun- ar og Neytendasamtakanna hefur starfað saman að athugun á verð- merkingum í verslunum og hjá ýmsum þjónustufyrirtækjum úti á landi. Kristín segir að fyrstu niður- stöður bendi til að ástand verð- merkinga sé lakara á landsbyggð- inni en gengur og gerist á liöfuð- borgarsvæðinu. Hertar aðgerðir Hún bendir á að samkeppnisyfir- völd hafi reynt að komast hjá því að beita viðurlögum samkeppnis- laga við broti á skyldunni til að verðmerkja. Hins vegar segir hún ljóst að verði ekki frekari breyting- ar til batnaðar eigi samkeppnis- yfirvöld ekki um aðra kosti að velja en beita ákvæðum laganna um brot á verðmerkingarreglum. Nýr upp- skrifta- bæklingur EFTIR helgina er væntanlegur I verslanir uppskriftabæklingur frá Sól hf. Heitir hann Ljómandi fiskur og inniheldur átta mismunandi upp- skriftir að fiskréttum sem Úlfar Eysteinsson matreiðslumeistari hef- ur sett saman. „Stór hluti ungs fólks er ekki vel að sér þegar kemur að því að elda fisk og okkur fannst takmarkað framboð af auðveldum en hollum fiskuppskriftum. Við erum að reyna að koma til móts við þennan hóp fólks með uppskriftabæklingnum," segir Jón Scheving Thorsteinsson, markaðsstjóri hjá Sól hf. Hér kemur ein uppskrift úr bækl- ingnum sem er að ufsabitum í súr- sætri sósu. Ufsabitar í súrsætri sósu 800 g ufsaflök Ljóma smjörlíki ____________hveifi___________ hvítlaukur eftir smekk (pressaður) karrí eftir smekk salt Sósa: 1 bolli lager edik 1 bolli sykur __________1 bolli vatn_______ 1 -2 msk. tómatkraftur 1 græn paprika I laukur kartöflumjöl til þykkingar Roðdragið og beinhreinsið fisk- inn, skerið í hæfilega bita, veltið uppúr hveitinu og steikið í smjörlíki á vel heitri pönnu. Kryddið með karri og saltið, snúið bitunum og kryddið með hvítlauknum. Hellið síðan súrsætu sósunni yfír og látið suðuna koma vel upp. ■ STARFSFÓLK apóteksins. Nýtt apótek í Skeifunni FYRIR skömmu var apótekið Skeifan opnað í Skeifunni 8 í Reykjavík. Apótekið er í rúmlega 200 fermetra húsnæði og eigendur þess Andri Jón- asson, lyfjafræðingur og lyfsali, og Helgi Sigurðsson lyfjafræðingur. Starfsmenn eru átta í sex stöðugild- um. Elli-, og örorkulífeyrisþegar fá fyrst um sinn 20% afslátt af lyfseðils- skyldum lyfjum en aðrir fá 10% af- slátt. Einnig fá elli-, og örorkulífeyr- isþegar 10% afslátt af öllum öðrum vörum sem seldar eru í apótekinu. í fréttatilkynningu frá Skeifunni segir að apótekið sé opið virka daga frá , klukkan 8-19 og á laugardögum frá , klukkan 10-16. Boðið er upp á heim- ( sendingarþjónustu á lyfjum og fleiru alla þá daga sem opið er.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.