Morgunblaðið - 28.09.1996, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 28.09.1996, Blaðsíða 32
32 LAUGARDAGUR 28. SEPTEMBER 1996 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ Félags- og menningarstarf Félags heyrnarlausra HEYRNARLAUSIR hafa alltaf haft mikla þörf fyrir að hitta hver annan og eiga sam- skipti sín á milli. Löngu áður en Félag heyrnar- lausra var stofnað hérna hittust heyrnar- lausir hver heima hjá öðrum. Það voru kannski óskráðar regl- ur að allir kæmu þang- að eftir vinnu eða á ákveðnum tíma. Þau voru „útvarp“ hvert annars, fullnægðu þeirri þörf að fá að vita hvað væri að gerast í kringum sig, það hefur Sigurlín Margrét Sigurðardóttir án efa verið mjög glatt á hjalla þegar svona samkundur voru, þarna var allt það helsta sem hafði fyrir augun borið þann daginn, það sem heyrandi höfðu sagt þeim að ógleymdum kjaftasögum um hinn og þennan í þessu litla samfélagi heymarlausra og allir voru vinir innst inni. Þannig var þetta frá aldamótum fram til um 1950 en þá fengu heyrnarlausir inni í gamla Málleys- ingjaskólanum við Stakkholt í Reykjavík. Það leiddi ti! þess að Félag heyrnarlausra var stofnað 11. febrúar 1960. Fyrsti formaður þess var Guðmundur Björnsson sem nú býr háaldraður í Danmörku. Heilmikið vatn hefur runnið til sjávar frá stofnun Félags heyrnar- lausra. Félag heyrnarlausra hefur -~#rá upphafi verið rekið með sjálf- aflafé en lítill hluti kemur frá ríkis- og borgarkassanum. Happdrættis- miðasala er eitt mesta ankeri fé- lagsins og heldur því uppi. Happ- drættimiðasalan hefur verið við lýði frá árinu 1975. Félagið hefur kom- ið sér upp eigin húsnæði, fyrst 1977 á Skólavörðustíg 21 til ársins 1982 en þá keypti félagið stærra hús- næði að Klapparstíg 28 og var þar til ársins 1992 en þá var húseignin Laugavegur 26 keyptur og þar er Félag heyrnarlausra til húsa nú í dag. A Laugaveginum er margt gert, þar er starfandi öflugt félagsheim- ili, sem sinnir þörfum mismunandi Önnumst sérpantanir á húsgögnum, ljósum og gjafavörum frá hópa dags daglega. Skal hér nefna nokkur dæmi, annan hvern mánudag er opið hús fyrir aldraða. Þá koma ellilífeyrisþegar saman að föndra, spila bingó, fá sér kaffi og spjalla hver við annan um daglegt líf sitt. Annað hvert mánudagskvöld koma daufblindir sam- an. Það er fyrst nú sem daufblindir hafa fastan tíma í félagsheimilinu. Þeir stofnuðu félag sitt, Daufblindrafélag íslands, fyrir 2 árum og eru rétt að koma artek B&B í\nn/r zanotta driade MACiS j.OS Arkfuldr X fram á sjónarsviðið nú, þessi hópur hafði verið gleymdur. Um 15-20 félagsmenn eru í Daufblindrafélag- inu. Daufblindir eru fólk sem hefur litla eða enga sjón og litla eða enga heym heldur. Annan hvern þriðju- dag hittast atvinnulausir heyrnar- lausir. Atvinnuleysi er svolítið mikið í samfélagi heyrnarlausra. Talið er að um 20-25% heymarlausra séu atvinnulaus nú í dag, sem er vissu- lega ekki gott, sjálfsmyndin getur orðið mjög léleg og þarf því þessi hópur á aðhlynningu að halda. At- vinnulausir setja sjálfir saman dag- skrána á þriðjudögum í samvinnu við félagsmálafulltrúa FH. Annan hvern fímmtudag hittist svo mömmuhópurinn. I þessum hóp eru heyrnarlausar mæður með lítil börn. Það er margt gert sér til dundurs í þessum hópi, t.d. hefur verið farið í ferð í húsdýragarðinn, á listsýn- ingu Kaffe Fassett, haldnir fyrir- lestrar svo eitthvað sé nefnt að ógleymdu því að mæðumar hittast og ræða sameiginlegt áhugamál og hugðarefni þá daga sem börnin em lítil. í hádeginu á hveijum föstudegi er opið hús og hægt að kaupa þar hádegismat, súpu og brauð, fyrir lítinn pening og eiga góða stund saman í glaðværum marglitum Dagur heymarlausra er á morgun, 29. septem- ber. Af því tilefni skrifar Sigurlín Margrét Sigurðardóttir um Félag heyrnarlausra. hópi. Á þessum tíma koma ekki bara heyrnarlausir heldur líka fólk sem vinnur með þeim og er að læra táknmál, það getur þá fengið ein- hveija táknmálsreynslu á þessum tíma. Svo á föstudagskvöldum er alltaf opið hús og er þá gert heil- margt þar sem skipulagt er af fé- lagsmáiafulltrúa staðarins, allt frá brandarakvöldi, spurningarkeppni upp í háalvarlegan fyrirlestur um fjölskyldu og heimili, mjög áhuga- Bannað að koma fram MÖRKINNI 3 SlMI 588 0640 - FAX 588 0641 FYRIR SKÖMMU birtist grein eftir mig í Morgunblaðinu, þar sem ég lýsti framgangi rannsókna á silf- ursjóðnum frá Miðhús- um frá mínum sjónar- hóli. Lýsti ég þar sér- staklega ýmsum stjórn- sýsluaðferðum þjóð- minjaráðs eftir að skýrsla danska Þjóð- minjasafnsins var birt um miðbik síðasta árs. Kom þar fram að ráðið hafði hunsað athuga- semdir, sem settar höfðu verið fram um rannsóknarferlið og birtingu þess. Sömu- leiðis upplýsti ég um bréf, sem ekki höfðu verið afhent opinberlega af þjóðminjaráði, sem annars átti að birta öll skjöl um málið. Þetta voru t.d. bréf mín til þjóðminjavarðar árið 1990 og 1992, þar sem ég óska eftir rannsóknum á sjóðnum vegna varðveisluskilyrða og efnasamsetn- irgar þeirra sem þjóðminjavörður greinir frá í grein um sjóðinn í Ár- bók hins íslenzka fornleifafélags árið 1980. Grein mín var afhent til birtingar um mánaðamótin júlí/ágúst. Áður hafði ég gert þjóðminjaráði grein fyrir þeim atriðum sem fram koma í blaðagreininni, en fékk ávirðingu fyrir í lok síðasta árs og hótun um brottrekstur úr starfi. Ávirðinguna fékk ég m.a. fyrir að sýna fram á það að einn starfsmaður stofnunar- innar hafði farið með hluta úr sjóðn- um til Lundúna árið 1992. Starfs- maður þessi situr reyndar í þjóð- minjaráði, sem gaf mér ávirðinguna. Ég hélt, að grein mín í Morgunblað- inu yrði til þess að þjóðminjaráð myndi sýna mér þá virðingu að ræða loks við mig um athugasemd- ir mínar. Það gerðist ekki. Hins Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson vegar barst mér enn eitt valdboðið frá þjóð- minjaráði 5. septem- ber. 1. september sendi ég þjóðminjaverði beiðni um að fá að sitja fund erlendis fyrir hönd Þjóðminjasafns og að safnið greiddi þátttökugjald. Ég greiði sjálfur ferða- og uppihaldskostnað. Fundurinn skiptir t.d. máli fyrir verk það sem ég hef verið að vinna fyrir Þjóðminjasafnið á Stöng í Þjórsárdal und- anfarin ár, til að auka ferðamannastraum að einni merkustu rúst landsins, sem er í umsjá Þjóðminjasafns. Bannað að koma fram erlendis Þjóðminjavörður greindi mér frá ákvörðun sinni 4. september og sendi mér hana ritaða daginn eftir. Þar kemur fram ákvörðun, tekin í samráði við formann þjóðminjaráðs, Stúrlu Böðvarsson alþingismann, Ég harma, segir Vil- hjálmur Örn Yil- hjálmsson, að þjóð- minjaráð komi fram á svo gerræðislegan hátt. sem bannar mér að koma fram fyr- ir hönd Þjóðminjasafns að sinni. Sagt er að þetta séu ákvæði fyrr- nefndrar ávirðingar sem hafi verið ítrekuð á fundi þjóðminjaráðs 23. apríl sl. Aðspurður sagði þjóðminja- vörður, að ástæðan fyrir þessu banni væri sá vandi sem ég hefði valdið verð dagskrá um efni þar sem allir geta fundið eitthvað við sitt hæfí. Þetta ofantalda er það helsta sem félagsstarfsemi Félags heyrnar- lausra hefur með að gera. Einu má ekki gleyma að segja frá, það er nefnilega Klúbbur 37. Klúbbur 37 er klúbbur heyrnarlausra 30 ára og eldri, þeir hittast fyrsta laugar- dag í mánuði og gera eitthvað ær- legt eins og t.d. halda haustfagnað, þorrablót, jólaglögg, fara í vorferð og margt fleira sér til ánægju og skemmtunar. Það má ekki heldur gleyma að segja frá því að ágóði af öllu þessu skemmtanabrölti Klúbbs 37 fer í sumarbústað Félags heyrnarlausra í Skorradal, ef brauðrist vantar í bústaðinn er bara haldið jólaglögg og brauðrist keypt, ekkert mál. Að öllu gamni slepptu má segja að Klúbbur 37 hafi byggt bústaðinn upp að innan. Má þar með þakka fyrir óeigingjarnt starf klúbbsins. Fyrir utan allt skipulagt félagsstarf er félagsheimilið mikið notað af félagsmönnum sjálfum sem hittast þar dagsdaglega og eru enn í dag óskráð „útvörp“ hver annars rétt eins og í gamla daga. Félag heyrnarlausra hefur haft í gegnum árin samstarf við erlend aðildarfélög eins og Dövas Nordiska Rád, það er nefnilega Norðurlanda- ráð heyrnarlausra og starfar á fag- legum grundvelli hvað varðar rétt- indi heyrnarlausra, s.s. í menntun- ar-, menningar- og þróunarmálum heyrnarlausra. Fulltrúar félags Þjóðminjasafninu vegna silfurmáls- ins, og að hann teldi að ég gæti orðið stofnuninni til vandræða á erlendum vettvangi. Þjóðminjavörð- ur hélt því fram 4. september, að eftir lok silfurmálsins yrði ég rekinn frá Þjóðminjasafninu, ef ekki fyrr. Lög brotin Ljóst er að_ stjórnsýslulög hafa verið brotin. Ég hef aldrei fengið bréf eða boð um ítrekun á banni við að koma fram fyrir hönd Þjóð- minjasafns, sem samþykkt var 23. apríl. Slíkar hömlur hljóta að hafa í för með sér bann við því að ég starfí á Þjóðminjasafni, riti á bréfs- efni safnsins og svari í síma. Ég veit ekki til þess að ég hafi hnekkt orðstír Þjóðminjasafns á er- lendri grundu, nema síður sé. Ég harma að þjóðminjaráð komi fram á svo gerræðilegan hátt og án þess að virða landslög. Þessi síðasta, vanhugsaða ákvörðun er í stíl við brottnám á starfslýsingu minni við Þjóðminjasafn Island fyrir tveimur árum og það að mér hefur verið meinuð stéttarfélagsaðild síðan ég hóf störf á íslandi árið 1993. Ég má ekki vera í ákveðnu stéttarfé- iagi, þótt að ég sé gjaldgengur fé- lagi þar. Það hefur m.a. þýtt að ég hef ekki fengið launahækkun í rúm 3 ár. Þjóðminjaráð hefur ekkert beitt sér fyrir því að leysa það mál. Allt eru þetta ólýðræðislegar að- gerðir, sem lýsa frekar vanda og veikleika þeirrar stjórnsýslu sem fremja þær, en þess sem verður fyrir. Slíkar aðgerðir gegn einstakl- ingum hafa verið reyndar í einræð- isríkjum, en aldrei gefið góðan árangur. Ég leyfí mér t.d. að nefna kunnan píanóleikara, sem bannað var að koma fram erlendis vegna þess að stjórnvöld í heimalandi hans voru hrædd við að hann talaði og hugsaði líka. Af hveiju má ég ekki koma fram fyrir hönd Þjóðminja- safns íslands? Hvað eru menn hræddir við? Ég fæ engin svör. Eina skýringin sem ég hef fengið er að ég eigi í málaferlum (silfurmálið). Ég veit þó ekki betur en að formað- ur þjóðminjaráðs eigi í sömu mála- ferlunum fyrir hönd þjóðminjaráðs. Ef ég verð rekinn eins og mér hefur verið hótað, er það bara enda- punktur á áníðslu, sem hefur lýst heyrnarlausra sækja fundi DNR tvisvar á ári. Einnig er Félag heyrn- arlausra aðili að World Federation of the Deaf (WFD) sem eru alheims- samtök heyrnarlausra. WFD skipu- leggur á fjögurra ára fresti Heims- þing WFD og hefur ákveðið þema að hvetju sinni. Næsta heimsþing verður haldið í Sidney í Ástralíu árið 2000 og verður yfirskrift þess þings málefni minnihlutahópa heyrnarlausra og réttindi þeirra. Samstarf Félags heyrnarlausra við þessi tvö stóru erlendu félög hefur verið mjög gott og gefið FH mikið til að vinna úr sínum málum varð- andi réttindi heyrnarlausra í al- mennum skilningi talið. Félag heyrnarlausra hefur nú á síðustu tveim árum verið að koma inn í European Uninon of the Deaf (EUD). EUD eru starfandi í Bruss- el og hafa með málefni Evrópuríkja að gera með styrk frá Evrópusam- bandinu. Þó ísíandi sé ekki með i ESB fylgist FH með starfi EUD og hefur sótt ráðstefnur á vegum EUD um málefni heyrnarlausra. í ársbyijun 1992 hóf starfsemi sína Dvalarheimili aldraðra heyrn- arlausra DAH, í daglegu tali nefnt Vinahlíð. Vinahlíð er sjálfseignar- stofnun rekin með daggjöldum frá því opinbera. Félag heyrnarlausra og Kirkja heyrnarlausra eru stofn- endur þess ásamt heilbrigðisráðu- neytinu. Vinahlíð er í einu fyrrver- andi heimavistarhúsi á lóð Vestur- hlíðarskólans. í Vinahlíð búa 5 aldr- aðir heyrnarlausir. Starfsfólk er allt heyrnarlaust og því engin sam- skiptavandamál milli vistmanna og starfsmanna. Vistmenn í Vinahlíð sækja félagsstarfsemi í Félag heyrnarlausra. Höfundur er í stjórn Félags heyrnarlausra. sér í afnámi starfslýsingar, banni við stéttarfélagsaðild og banni við því að koma fram fyrir hönd stofn- unar þeirrar sem ég vinn á. Mótsagnir Á sama tíma og mér er bannað að koma fram fyrir hönd Þjóðminja- safns Islands hefur þjóðminjavörður beðið mig um að miðla af rannsókn- amiðurstöðum mínum. Kirkju þá sem fannst á Stöng í Þjórsárdal árið 1992-93 er fyrirhugað að end- urreisa og það er aðeins hægt að gera með því að nota grunnmynd af þeirri rúst sem ég rannsakaði fyrir fjármagn úr Vísindasjóði. Rannsóknarniðurstöðunum á ég einkarétt á í fimm ár eftir að rann- sóknum lýkur. Ætlast er til þess að guðshús sé reist eftir grunn- mynd, sem mæld var og skráð af manni, sem ekki má koma fram fyrir hönd stofnunar þeirrar, sem hann vinnur hjá. Kirkjuna á að reisa fyrir norsk-íslenska sýningu. Um leið og ætlast er til þessa, hefur þjóðminjavörður tjáð mér að ég geti ekki unnið úr rannsóknarniðurstöð- um frá kirkjurannsókninni í vinnu- tíma. Hvar er skynsemin á Þjóð- minjasafni íslands? Eina skýringin við tjáningarbanni því sem ég verð fyrir, sem ég get séð, er að ég hafi orðið ósammála yfirmönnum mínum í fræðilegu vandamáli og sett fram álit sem þeim er ekki að skapi. Nú hefur verið unnin mikil skipu- lagsbreyting fyrir Þjóðminjasafn ís- lands, sem kynnt verður opinberlega 21. september. Gert er ráð fyrir að fjölga stjórnunarstöðum á Þjóð- minjasafninu. Allir gjaldgengir ein- staklingar geta sótt um slíkar stöð- ur. Þjóðminjaráð og þjóðminjavörð- ur eru hins vegar búin að taka af allan vafa um að ég geti nokkurn tíma gert það. Maður, sem enga starfslýsingu hefur og er bannað að koma fram opinberlega, getur ekki sótt um stöðuhækkun. Ætli stöðuhækkun mín verði ekki aðeins brottreksturinn sem mér hefur nú verið hótað svo lengi? Höfundur er fomleifafræðingur. Vegna ummæla í grein Vilhjálms er rétt að taka fram að greinin hefur beðið birtingar um hríð. 4» % c L | 4 V i i i < i I I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.