Morgunblaðið - 28.09.1996, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 28. SEPTEMBER 1996 43
skAk
Umsjón Margcir
Pétursson
HVÍTUR leikur og vinnur
STAÐAN kom upp á opna
danska unglingameistara-
mótinu í Lyngby í sumar.
Jacob Sylvan (2.285),
Danmörku, hafði hvítt og
átti leik gegn Terje Jo-
hansen (2.375), Noregi.
19. Rxg6! - Kxg6 20.
Dh5+ - Kg7 21. Hd3 -
Bd6 22. Rf5+! (Fórnar
riddara til að rýma fyrir
hrókinn) 22. — exf5 23.
Bh6+ - Kg8 24. Dg6+ -
Hh8 25. Hh3 - Dh7 26.
Bg7+ og svartur gafst upp
því það er orðið stutt í
mátið.
BRIDS
ilmsjón Guómundur Páll
Arnarson
EFTIR fyrstu slagina getur
sagnhafi spilað sem á opnu
borði. Þrátt fyrir það, er
vinningsleiðin alls ekki auð-
séð. Settu þig í spor suðurs:
Vestur gefur; enginn á
hættu.
Norður
♦ ÁKD2
¥ G105
♦ ÁK103
♦ Á7
Vestur
♦ G105
y ák
♦ D72
♦ DG1065
Austur
♦ -
¥ D8742
♦ G85
* K9432
Suður
4 987643
¥ 963
♦ 964
♦ 8
Vestur Norður Austur Suður
1 lauf Dobl 1 hjarta Pass
2 lauf Dobl 4 lauf 4 spaðar
Pass Pass Pass
Útspil: Hjartakóngur.
Vestur tekur tvo fyrstu
siagina á hjarta og skiptir
-síðan yfir í laufdrottn-
■ingu.Sagnhafl drepur og
leggur niður spaðaás. Hvern-
'ig líst þér á?
' Þótt suður sjái ekki allar
hendur veit hann þegar mik-
ið um spilið. Hjartað er
Jilessunarlega 5-2, spaðinn
*3-0 og laufið sennilega 5-5.
Þar með liggur tígulinn 3-3.
En hvernig á að komast hjá
því að gefa slag á tígul. Einn
möguleiki er vissulega að
spila upp á litlu hjónin í vest-
ur og djúpsvína tíunni. Sagn-
hafi á þó betri möguleika,
sem gefur honum tíu slagi
þótt vestur eigi aðeins
drottninguna þriðju í tígli.
Hann getur tekið einn
‘háspaða í viðbót, en síðan
leggur hann niður tígulás.
Ef vestur kýs að henda
idrottningunni undir, tekur
sagnhafi síðasta trompið,
trompar lauf og spilar austri
inn á hjarta. Austur neyðist
þá til að spila út í tvöfalda
eyðu eða tígli upp í K10.
- Vestur verður sem sagt
að láta lítinn tígul undir ás-
■inn. Þá fer sagnhafi heim
með því að trompa lauf og
spilar tígli að blindum. Hoppi
vestur nú upp með drottning-
una, fær hann að eiga slag-
inn og síðan má henda hjarta
niður í frítígul. Og láti vestur
lítinn tígul, drepur sagnhafi
á kóng og spilar tigli í þriðja
sinn, sem vestur verður að
taka með drottningu. Enn
er innkoma í borði á háspaða
til að taka slaginn á þrett-
ánda tígulinn (þess vegna
' mátti ekki taka þrisvar
Hromp í byijun).
Margslungið spil.
I DAG
Árnað heilla
O/VÁRA afmæli. Mánu-
Ovfdaginn 30. september
nk. verður áttræður Ingólf-
ur Guðmundsson, flugvél-
stjóri, Fornhaga 19,
Reykjavík. Hann býður til
afmælisveislu ásamt Ástu
konu sinni í Borgartúni 22,
3. hæð, á morgun, sunnu-
daginn 29. september frá
kl. 17 til 19.
DAÁRA afmæli. í dag,
övllaugardaginn 28.
september, _ er áttræður
Magnús Örnólfur Jó-
hannsson, Smiðjugötu 6,
Isafirði. Eiginkona hans er
Margrét S. Jónasdóttir.
Þau verða að heiman á af-
mælisdaginn.
/\ÁRA afmæli. í dag,
ÍJ V/ laugardaginn 28.
september, er fimmtugur
Jónas Ragnarsson, for-
maður Stýrimannafélags
íslands, Aratúni 16,
Garðabæ. Eiginkona hans
er Marsibil Katrín Guð-
mundsdóttir. Þau taka á
móti gestum í Kiwanis-
heimilinu, Smiðjuvegi 13A,
Kópavogi, í dag, afmælis-
daginn kl. 18 til 21.
pf /VÁRA afmæli. í dag,
tj vllaugardaginn 28.
september, er fimmtugur
Magnús Þórir Pétursson,
loftskeytamaður, nú að-
stoðarmaður í Flug-
stjórnarmiðstöðinni,
Helgubraut 11, Kópa-
vogi. Eiginkona hans er
Kristín Guðmundsdóttir.
Ljósm. Binni
BRÚÐKAUP. Gef-
in voru saman 31.
ágúst í Garðakirkju
af sr. Ágústi Ein-
arssyni Guðný
Birna Rosenkjær
og Siguijón Ein-
arsson. Heimili
þeirra er á Álfholti
32a, Hafnarfírði.
MORGUNBLAÐIÐ
birtir tilkynningar um af-
mæli, brúðkaup, ættarmót
o.fl. lesendum sínum að
kostnaðarlausu. Tilkynn-
ingar þurfa að berast með
tveggja daga fyrirvara
virka daga og þriggja daga
fyrirvara fyrir sunnudags-
blað. Samþykki afmælis-
barns þarf að fylgja af-
mælistilkynningum og
eða nafn ábyrgðarmanns
og símanúmer. Fólk getur
hringt í síma 569-1100,
sent í bréfsíma 569-1329
sent á netfangið:
gusta@mbl.is.
Einnig er hægt að skrifa:
Dagók
Morgunblaðsins,
Kringlunni 1,
103 Reykjavík.
STJ ÖRNUSPÁ
Hrútur
VOG
Afmælisbarn dagsins:
Þú ferð troðnar slóðir og
metur mikils fjölskyldu
oggamlar hefðir.
(21. mars - 19. apríl)
Láttu ekki óvænt útgjöld
vegna heimilisins leiða til
aukinnar skuldasöfnunar. Þú
átt skemmtilegt kvöld í
vændum með ástvini.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Eitthvað mikið er að gerast
varðandi vinnuna sem ætti
að verða til bóta. Síðdegis
koma óvæntir en góðir gest-
ir í heimsókn.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Þú ert með hugann við verk-
efni úr vinnunni og því hætta
á að þú vanrækir ástvin í
dag. reyndu að bæta úr því
í kvöld.
Krabbi
(21. júni - 22. júli)
Þú þarft að sinna þörfum
náins ættingja fyrri hluta
dags. Seinna tekur félagslíf-
ið við og þú átt þar ánægju-
legar stundir.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst) <ef
Einhver sem þú hefur ekki
heyrt frá lengi hefur sam-
band við þig og þið fáið tæki-
færi til að rifja upp góðar
minningar.
Meyja
(23. ágúst - 22. september)
Þú ert ekki sammála ákvörð-
un sem tekin hefur verið í
vinnunni, en færð litlu ráðið
þar um. Reyndu að sætta
þig við orðinn hlut.
Vog
(23. sept. - 22. október)
Heimili og fjölskylda eru í
sviðsljósinu í dag og sumir
vinna að umbótum heima.
Ástvinur kemur þér á óvart
þegar kvöldar.
Sporódreki
(23. okt. - 21. nóvember)
Ágreiningur kemur upp milli
ástvina um fjármálin en
sættir takast fljótlega og
þeirra bíður mjög ánægju-
legt kvöld.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. desember)
Þér berast óvæntar fréttir
langt að, sem valda breyting-
um á fyrirætlunum þínum í
dag. Hafðu samráð við ást-
vin um viðbrögð._________
Steingeit
(22. des. - 19.janúar)
Ástvinir þurfa að taka í sam-
einingu mikilvæga ákvörðun
varðandi fjármálin í dag.
Réttast væri að ráðgast við
sérfræðing._____________
Vatnsberi
(20.janúar- 18. febrúar)
Ferðamál eru ofarlega á
dagskránni í dag og þú ætt-
ir að hlusta vel á þær tillög-
ur sem ástvinur hefur fram
að færa.________
Fiskar
(19. febrúar - 20. mars) ISh
Hafðu stjórn á skapinu og
varastu vanhugsuð orð, sem
geta sært þína nánustu.
Láttu sátt og samlyndi ráða
ríkjum heima í kvöld.
Stjörnuspina á að lesa sem
dægradvöl. Spir af þessu tagi
byggjast ekki á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
BRIDS
llmsjón Arnór G.
Ragnarsson
Föstudagsbrids BSÍ
Föstudaginn 20. september var
spilaður einskvölds tölvureiknaður
Mitcheli tvímenningur með for-
gefnum spilum. 20 pör spiluðu 9
umferðir með 3 spilum á milli
para. Meðalskor var 216 og efstu
pör urðu:
NS-riðili
Eggert Bergsson - Þórður Sigfússon 263
Sigurður Tómasson - Þórarinn Ólafsson 254
Vilhjálmur Sigurðss. - Daníel Sigurðss. 230
AV-riðill
HelgiSamúelsson-EyþórHauksson 264
Friðrik Jónsson - Halldór Þorvaldsson 250
Guðrún Erlendsd. - Inga L. Guðmundsd. 236
Að tvímenningnum loknum var
spiluð sveitakeppni með útsláttar-
formi, 6 spila leikir. Nánast allir
úr tvímenningnum tóku þátt í
keppninni, alls 9 sveitir. Eftir
spennandi baráttu komust sveitir
Hönnu Friðriksdóttur (Hanna,
Þórir Leifsson, Eyþór Hauksson,
Helgi Samúelsson og Ólöf Þor-
steinsdóttir) og Geirlaugar Magn-
úsdóttur (Geirlaug, Torfi Axels-
son, Cecil Haraldsson og Sturla
Snæbjörnsson) í úrslitaleikinn.
Eftir nokkrar sviptingar fóru leik-
ar þannig að sveit Hönnu sigraði
með tveggja impa mun, 20-18.
Helgi Samúelsson og Eyþór
Hauksson unnu því bæði tvímenn-
inginn og sveitakeppnina.
Dagskráin í
föstudagsbrids í vetur
Keppnisformið í vetur verður
með þeim hætti að spilaðir verða
eins kvölds tvímenningar, Mitchell
og Monrad Barómeter á víxl. Allt-
af verða forgefin spil í tvímenn-
ingskeppnum vetrarins. Þegar tví-
menningi lýkur um kl. 23 hefst
svo sveitakeppni með hefðbundnu.
útsláttarformi. Keppnisstjórarnir,
Sveinn Rúnar og Matthías, hjálpa
til við myndun para og sveita.
Tekið verður vel á móti öllum og
reynt að aðstoða eftir mætti.
Stigahæstu spilarar vetrarins
verða verðlaunaðir. Spilamennska
hefst alltaf stundvíslega kl. 19.
íslandsmót í einmenningi
Skráning stendur yfir í ein-
menninginn sem spilaður verður
5. og 6. október. Mótið er öllum
opið og upplagt tækifæri fyrir hinn
almenna spiiara að fá bestu spil-
ara landsins sem makkera. Allir
nota sama sagnkerfið, mjög ein-
faldan standard, og er mál manna
að þetta sé skemmtilegasta mót
ársins. Skáning og nánari upplý-
signar hjá skrifstofu BSÍ 5879360.
Bridsæfingar fyrir konur
Kvennaæfingarnar hefjast
þriðjudaginn 1. október. Æfing-
arnar eru fyrst og fremst hugsað-
ar fyrir keppnisspilara sem vilja
ná enn betri tökum á íþróttinni.
Skráning og nánari upplýsingar á
skrifstofu BSÍ 5879360.
Æfingar yngri spilara
Boðið verður upp á æfingar fyr-
ir yngi’i spilara nú í haust eins og
áður. Þeir sem áhuga hafa eru
beðnir að hafa samband við skrif-
stofu BSÍ.
Bridsfélag Suðurnesja
Mjög góð þátttaka er í Butler-
tvímenningi félagsins sem hófst
sl. mánudag. 23 pör spiluðu og
verða því spilaðar 23 umferðir, 4
spil milli para.
Efstu pör eftir fyrsta kvöldið:
Sigurður Davíðsson - Gunnar Siguijónsson 122
Kristján Kristjánss. - Gunnar Guðbjömsson 120
Dagur Ingimundarson - Birkir Jónsson 1 i 9
Næsta spilakvöld er á mánudag-
inn og hefst spilamennskan kl.
19.45 stundvíslega.
gjuránið
er Guðnasön
Vegna mikillar
fjölgunar
kortagesta
hefur verið
bætt við
kortasýningum.
Kortasölu
lýkur um
mánaöamótin