Morgunblaðið - 28.09.1996, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 28.09.1996, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. SEPTEMBER 1996 39 FRETTIR Kvöldnámskeið í kín- versku og japönsku FJÖREGGIÐ er handunnið íslenskt listaverk frá Gleri í Bergvík. Vöruþróun kynnt á matvæladegi MATVÆLADAGUR Matvæla- og næringarfræðingafélags Islands (MNÍ) verður haldinn laugardaginn 19. október nk. á Grand Hóteli í Reykjavík. Yfirskrift dagsins er Vöruþróun og verðmætasköpun og stendur dagskráin frá kl. 9-15. Eins og undanfarin ár verður dagurinn í ráðstefnuformi og í þetta sinn verð- ur vöruþróun í matvælaiðnaði skoð- uð frá ýmsum hliðum. Á matvæladeginum verða veitt verðlaun, Fjörgegg MNÍ, fyrir lofs- vert framtak á matvælasviði. Fjör- eggið er handunnið, íslenskt listaverk frá Gleri í Bergvík, gefið af Samtök- un iðnaðarins. Efni dagsins, vöruþró- un og verðmætasköpun, verður haft að leiðarljósi við val á verðlauna- vöru/framtaki. Öllum er fijálst að tilnefna vörur/framtak til keppninnar og verða tilnefningar metnar af þriggja manna dómnefnd. Matvælaframleiðendur geta kom- ið vörum sínum á framfæri við Ragn- heiði Héðinsdóttur hjá Samtökum iðnaðarins. Áður hafa_ eftirtaldir aðilar hlotið Fjöregg MNÍ: Emmess ísgerð fyrir vöruna ísnál árið 1993, Mjólkursam- salan í Reykjavík fyrir vöruna Fjör- mjólk árið 1994 og Manneldisráð íslands fyrir útgáfu fræðsluefnis um manneldismál árið 1995. Lög gefin út á bók FJÁRMÁLARÁÐUNEYTIÐ hefur gefið út bókina Lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins nr. 70/1996, ásamt greinargerðum og nefndarálitum. Fremst í bókinni eru almennar athugasemdir sem fyigdu frum- varpinu en svo eru hinar einstöku greinar laganna birtar með greinar- gerð. Vegna þess hvað lögin undir- gengust miklar breytingar í með- ferð Alþingis frá upphaflega frum- varpinu hefur nefndarálitum verið bætt aftan við þær greinar sem tóku breytingum. Aftast í bókinni er svo upphaflega frumvarpið látið fylgja sem viðauki. Bókin er gefin út í ritröð fjár- málaráðuneytisins og er 72_bls. á lengd. Hún fæst á Hagstofu íslands og kostar einstakið 500 kr. Norrænjafn- réttisráðstefna í Reykjavík NORRÆN jafnréttisráðstefna á Grand Hóteli í Reykjavík á vegum Háskóla íslands og stjórnsýslusam- taka háskóla á Norðurlöndum er haldin dagana 28. og 29. septem- ber. Efni ráðstefnunnar er fjöl- breytt en fyrirlesarar, ellefu talsins, eru frá fimm löndum. Þessi ráð- stefna er aðeins fyrir þá sem hafa skráð sig sem þátttakendur. Hins vegar er öllum boðið að koma sunnudagskvöldið 29. sept- ember 1996 til fyrirlestra og pall- borðsumræðna um jafnrétti í aka- demíu. Rannsóknarstofa í kvenna- fræðum hefur fengið þijá af fyrir- lesurum jafnréttisráðstefnunnar til að tala. Þær eru: Lise Christensen, jafnréttisráðgjafi við Háskólann í Osló. Lise er nú í tveggja ára leyfi frá störfum til að vinna að rannsóknarverkefni á veg- um Norrænu ráðherranefndarinnar um stöðu jafnréttismála í norræn- um háskólum. Hún mun kynna nið- urstöður þessarar rannsóknar í er- indi sínu sem hún nefnir: „Gender equality in Academia? What is the status and what is done at the universities in the Nordic Countr- ies.“ Liisa Husu, sérfræðingur hjá Jafnréttisskrifstofunni í Helsinfors. Hún hefur umsjón með kvenna- rannsóknum og námi í kvennafræð- um í finnskum háskólum og er jafn- réttisfulltrúi í finnska félagsmála- ráðuneytinu. Liisa Husu er fyrsti formaður stjórnar NIKK, Norrænu kvennarannsóknarstofnunarinnar. Liisa nefnir erindi sitt: „Gender and Academia - problem only for wom- en?“ Toni Benterud, jafnréttisráðgjafi í Háskólanum í Ósló í fjarveru Lise Christensen. í erindi sínu mun Toni Benterud f'jalla um hvernig hefur gengið að framkvæma áætlun Ósló- arháskóla til að koma í veg fyrir og bregðast við kynferðislegri áreitni. Hún nefnir erindi sitt: „Act- ions against annoying/threatening sexual attention in Academia. The case of the University of Oslo.“ Fyrirlestrarnir og pallborðsum- ræðurnar verða í stofu 101 í Odda og hefjast kl. 20. Allir eru velkomn- ir. Poppmessa í Hjallakirkju POPPMESSA verður haldin í fyrsta sinn í Hjallakirkju í Kópavogi sunnudaginn 29. september kl. 17. Tilgangurinn er að höfða til fólks á öllum aldri með léttu yfirbragði tónlistar og talaðs orð. Hópur tón- listarmanna leikur undir og leiðir söng. Stefnt er að því að halda slík- ar messur að jafnaði einu sinni í mánuði yfir vetrartímann. Allir vel- komnir meðan húsrúm leyfir. Bifreið stolið í innbroti BROTIST var inn að Sóltúni 25 í Reykjavík aðfaranótt fimmtudags- ins og þaðan stolið Hyundai Acc- ent bifreið, árgerð 1996. Bifreiðin er ófundin og eru þeir, sem hafa orðið hennar varir eða vita hvar hún er, beðnir að láta Rannsóknarlögreglu ríkisins vita. Bifreiðin er dökkfjólublá að lit og ber skráningarnúmerið RY 462. Hausthátíð Vatnaskóg-ar SKÓGARMENN KFUM, sem starfrækja sumarbúðirnar í Vatna- skógi, standa í dag fyrir sérstakri hausthátíð fyrir þá u.þ.b. 1000 drengi sem dvöldu í Vatnskógi í sumar. Á hausthátíðinni verða m.a. rifj- aðar upp minningar frá sumrinu í máli og myndum og boðið upp á dagskrá fram eftir degi. Þetta er í fyrsta sinn sem slík hausthátíð er haldin og hefst hún kl. 13.30 við aðalstöðvar KFUM og KFUK á Holtavegi 28 í Reykjavík. Fyrri hluta dagsins verður m.a. keppt í kassabílarallý, farið í víta- spyrnukeppni, ævintýraleik, borð- tennis og ýmsar sérkennilegar þrautir. Síðan verða bornar fram veitingar og skemmtidagskrá hefst innan dyra. Þar verður m.a. dregið í happdrætti hátíðarinnar þar sem fyrsti vinningu er dvöl næsta sum- ar í Vatnskógi. Aðgöngumiði að hátíðinni er 350 kr. en henni lýkur kl. 17.30. Fyrirlestur um áburðargjöf í ylrækt FINNSKI ráðunayturinn Paul Raiskinmaki flytur fræðslufyrirlest- ur 11. október nk. í Garðyrkjuskóla ríkisins, Reykjum, Ölfusi, um áburðargjöf í ylrækt. Fyrirlesturinn hefst kl. 13.30 og lýkur kl. 17. Allur fyrirlesturinn verður túlkaður yfir á íslensku. Góður tími verður gefinn fyrir fyrir- spumir og umræður. Pauli er hér á landi á vegum Fijó hf. Ekkert kostar inn á fyrirlesturinn og kaffi verður í boði skólans. Tíðar ferðir til London og Glasgow „í VETRARÁÆTLUN Flugleiða, sem tekur gildi þann 27. október nk., er gert ráð fyrir níu ferðum á viku frá Keflavík til London. Islend- ingum hafa aldrei staðið til boða jafn tíðar ferðir til London frá ís- landi. Þannig eru tvær flugferðir á dag á fimmtudögum og sunnudögum, morgunflug og síðdegisflug, og því möguleiki á að skreppa í dagsferð til London í fyrsta skipti. Einnig fjölgar ferðum til Glasgow um helming á vetraráætlun úr þremur ferðum í sex á viku hverri,“ segir í frétt frá Flugleiðum. I tilefni af þessari auknu tíðni verða sérstök Lilboð á ferðum til London og einnig frá Bretlandi hingað til lands í haust og vetur. Á HAUSTMISSERI mun Endur- menntunarstofnun Háskóla ís- lands gangast fyrir kvöldnám- skeiði í kínversku og japönsku. Námskeiðin heljast um miðjan október og lýkur í byijun desem- ber; Á kínverskunámskeiðinu, sem er byijendanámskeið, verða kennd undirstöðuatriði kínverskrar tungu; uppruni, þróun og upp- bygging rittáknanna; æfingar í skrift og framburði hljóða sem ekki eru til í íslensku; hljóðskrifta- kerfið; kínverska skrifuð með vest- rænu stafrófi; undirstaða í mál- fræði; tákn og lestraræfingar. Leiðbeinandi verður Hjörleifur Sveinbjörnsson en hann nam við Peking-háskóla ’76—’81. Kennt verður á miðvikudagskvöldum. „Smiðirnir“ í Húsasmiðjunni í HÚSASMIÐJUNNI verður opn- uð málverkasýning á laugardag með myndum eftir myndlistar- manninn Úlfar Öm Valdimarsson. Yfirskrift sýningarinnar er „Smiðirnir" og tengist myndefni listamannsins allt smiðum og þeirra vinnu á einhvern hátt. „í reynd má segja að myndir listamannsins séu óður til allra iðnaðarmanna og þá sérstaklega smiða. Forráðamönnum Húsa- smiðjunnar finnst slík sýning við- eigandi í húsakynnum fyrirtækis- ins þar sem smiðir og aðrir iðnað- armenn eru mikilvægir viðskipta- vinir,“ segir í kynningu. Á sýningunni eru 40 olíumál- verk og 40 smámyndir gerðar í 75 eintökum hver. Sýningin verð- ur í versluninni í Skútuvogi 16 og í timbursölunni í Súðarvogi 3-5. Sýningin stendur í 3 vikur og er opin á opnunartíma Húsasmiðj- unnar. MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd frá mennta- málaráðunej’tinu: „Vegna viðtals við Hjalta Jón Sveinsson, skólameistara á Laugum í Reykjadal, í fréttatíma Sjónvarpsins 25. september sl. og viðtals við hann í blaðinu Dagur-Tíminn í dag vill menntamálaráðuneytið taka fram eftirfarandi: Framhaldsskólinn á Laugum hefur aldrei haft formlegt leyfi til þess að útskrifa stúdenta eins og skólameist- arinn hélt fram í ofangreindum við- tölum. í bréfi dags. 9. mars 1990 er skólanum heimilað að starfrækja þriggja ára íþróttabraut og ferða- málabraut. í ársbyijun 1992 óskar þáverandi skólameistari eftir því að skólinn fái Ieyfi til þess að starf- rækja fjórða ár á íþróttabraut vetur- inn 1992-1993. Því er hafnað með bréfi ráðuneytisins, dag. 5. maí 1992, en þar segir m.a.: „Af þeim sökum getur ráðuneytið, að svo stöddu, ekki fallist á að Framhaldsskólinn á Laug- um útskrifi „fjögurra árs nemendur" veturinn 1992-’93 heldur ljúki námi við skólann á íþróttabraut og ferða- málabraut eftir 3ja ára nám, sbr. bréf ráðuneytisins frá 9. mars 1990.“ 28. júní 1993 sendir ráðuneytið skólameistara Framhaldsskólans á Laugum svofellt bréf: „Með vísun til fyrri ákvarðana um námsframboð Framhaldsskólans á Laugum vill ráðuneytið hér með ít- reka eftirfarandi: 1. Hvað varðar almennar bók- námsbrautir skal námsframboð skól- ans miðast við tvö fyrstu ár fram- haldsskóla. Áfangar í boði skulu því Japönskunámkeiðin eru tvö í framhaldi hvort af öðru og er kennt tvö kvöld í viku. Á byijenda- námskeiðinu eru kennd; undir- stöðuatriði í málfræði, hiragana æft; undirstaða í orðaforða með einföldum textum og samtölum; skriftaræfingar og japanskt ritmál lesið. Eftir hiragana táknin 47 er lauslega farið yfir katakana. Framhaldsnámskeiðið er ætlað þeim sem þegar hafa tileinkað sér undirstöðuatriði japanskrar tungu, svo sem kanatáknin, og hafa ein- hvern orðaforða, tekið verður mið af stöðu hópsins. Leiðbeinandi verður Jón Egill Eyþórsson, BA í ‘ kínverskum bókmenntum, en hann lærði í Japan. Nánari upplýsingar eru í síma Endurmenntunarstofnunarinnar. Upplestur í Hót- el Hveragerði RITHÖFUNDURINN og list- málarinn Steingrímur St. Th. Sig- urðsson les upp úr væntanlegri lífsbók sinni sunnudaginn 29. sept- ember kl. 16.30 í Hótel Hvera- gerði í svonefndri Eiríksstofu. Ennfremur mun Steingrímur gera skyndimyndir af fólki. LEIÐRÉTT Hamborgarayddarar I fréttaklausu hér í blaðinu í gær, þar sem greint var frá opnunarhá- tíð Sundanestis við Sæbraut, sem verður í dag milli kl. 16 og 18.30 slæddist inn komma á röngum stað, þannig að misskilja mátti hvað ungum viðskiptavinum stendur til boða, sem sækja Sund- nesti heim. Hið rétta er að þeim stendur til boða að fá hamborg- arayddara, ekki hamborgara, yddara og pylsuyddara. Beðist er velvirðingar á þessum mis- tökum. aðeins vera þeir sem að jafnaði eru kenndir á fyrsta og öðru námsári í framhaldsskólums sem starfa eftir áfangakerfi. 2. Nám á íþróttabraut og ferða- málabraut skal vera þriggja ára nám skv. sérstakri skilgreiningu sem ráðuneytið hefur staðfest." Af þessu má Ijóst vera að ráðu- neytið hefur ávallt hafnað ósk Fram- haldsskólans á Laugum um að út- skrifa stúdenta. Þrátt fyrir skýra synjun kenndi skólinn til stúdents- prófs veturinn 1992-1993 ogtil þess að firra nemendur vandræðum fór ráðuneytið þess á leit við Fjölbrauta- skólann í Garðabæ hann „meti og útskrifi 9 nemendur frá Framhalds- skólanum á Laugum". Hér er vitnað 1 bréf sem sýnt var í fréttatíma Sjón- varpsins 25. september sl. þar sem látið er að því liggja að væri leyfi frá ráðuneytinu skólanum til handa til þess að útskrifa stúdenta. Þetta bréf sannar einmitt að skólinn hafði ekki og hefur ekki leyfi til þess að útskrifa stúdenta. Ef hann hefði haft það var ekki þörf á að biðja annan framhaldsskóla að útskrifa nemenduma. Hinn 9. maí 1996 áréttaði mennta- málaráðuneytið það við Fjölbrauta- skólann í Garðabæ (FG) að nemend- ur við Framhaldsskólann á Laugum yrðu brautskráðir frá FG í síðasta sinn sl. vor. Af ofanskráðu má sjá að Hjalti Jón Sveinsson, skólameistari, fór með staðlausa stafi í fyrmefndum viðtölum þar sem hann vændi m.a. menntamálaráðherra um að fara með ósannindi." Athugasemd frá menntamálaráðuneytinu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.