Morgunblaðið - 01.10.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 01.10.1996, Blaðsíða 1
108SIÐURB/C tYttantybiMfr STOFNAÐ 1913 223. TBL. 84. ARG. ÞRIÐJUDAGUR 1. OKTOBER 1996 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Reuter MOMCILO Krajisnik, fulltrúi Serba (t.v), Alija Izetbegovic, for- maður forsætisráðs Bosníu, og Kresimir Zubak, fulltrúi Króata, á fyrsta fundi ráðsins í gær. Forsætisráð Bosníu kemur saman Fyrsti fundur- inn lofar góðu Sarajevo. Reuter. FYRSTI fundur þriggja manna for- sætisráðs sambandsríkisins Bosníu var haldinn í Sarajevo í gær, en ráðið var kjörið 14. september. Fulltrúi Carls Bildts, sem stjórnar alþjóðlega uppbyggingarstarfinu, sagði leiðtogana þrjá ræðast við eina og án aðstoðarmanna, and- rúmsloft hefði verið gott og umræð- ur málefnalegar. Miklar öryggisráðstafanir voru í Sarajevo vegna fundarins sem var haldinn á móteli austarlega í borg- inni. Momcilo Krajisnik, fulltrúi Serba, hafði ekki komið til Sarajevo í rúm fjögur ár en meirihluti borg- arbúa er úr röðum múslima. Lousie Arbour frá Kanada, sem tekur við embætti aðalsaksóknara hjá stríðsglæpadómstóli SÞ í Haag í dag, hvatti í gær til þess að liðs- menn friðargæsluliðs Atlantshafs- bandalagsins í Bosníu fengju víð- tækari heimildir til að handtaka stríðsglæpamenn. ¦ Forsætisráð heldur fund/23 Stríðsherra stöðvar sókn Taleban-manna Netanyahu vill samningaviðræður um Hebron-deiluna Arafat samþykkir fund í Washington Kaíró, Washington. Reuter, The Daily Telegraph. YASSER Arafat, leiðtogi palestínsku sjálfstjórnarsvæðanna, kvaðst í gærkvöldi ætla að sitja tveggja daga leiðtogafund um Miðausturlönd, sem hefst í Washington í dag. Hosni Mubarak, forseti Egyptalands, afþakkaði hins vegar boð Bandaríkjaforseta um að mæta á fundinn. Benjamin Net- anyahu, forsætisráðherra Israels, kvaðst vilja hefja viðræður í næstu viku við Palestínumenn um brottflutning ísraelskra hermanna frá Hebron. Kabúl. Reuter. SÓKN Taleban-hreyfingarinnar gegn her fyrrverandi stjórnar Afg- anistans stöðvaðist í gær þegar öflugur stríðsherra, Abdul Rshid Dostum, neitaði að leyfa liðsmönn- um hennar að að fara um yfirráða- svæði hans norður af Kabúl. Fulltrúar Sameinuðu þjóðanna höfðu hvatt Taleban til að reyna að semja við Dostum frekar en að leggja til atlögu við hann. Ekki er ljóst hvort Taleban hugðist eingöngu fara um yfirráðasvæði Dostums til að berjast við herinn, sem er enn norðar, eða hvort hreyfingin vildi ná því á sitt vald. Dostum hefur hingað til haldið sig að mestu utan víð bardaga Tale- ban-hreyfingarinnar og stjórnar- hersins fyrrverandi, en stríðsherr- ann var andvígur stjórn Rabbanis forseta. Taleban hefur borið víurnar í Dostum síðustu mánuði en án árangurs. ¦ Flóttamenn flykkjast/25 Reuter GYÐINGUR blæs í „Shofar", eða hrútshorn, við Grátmúrinn í Jerúsalem, á bænafundi sem þúsundir manna sóttu í gær í til- efni laufskálahátíðarinnar, eða uppskeruhátíðar gyðinga. Bill Clinton boðaði til fundarins eftir að 55 Palestínumenn og 15 ísraelar féllu í átökum sem hófust eftir að Netanyahu ákvað að opna jarðgöng í námunda við helgan stað múslima í Jerúsalem. Arafat ræddi við Mubarak í Kaíró áður en hann hélt til Lúxemborgar til fundar við utanríkisráðherra ESB-ríkja. Að fundinum loknum kvaðst hann halda til Washington með opnum huga. „Við erum stað- ráðnir í að ná áþreifanlegum ár- angri, við vonum að það takist." Netanyahu og Hussein Jórdaníu- konungur héldu til Washington í gær en Mubarak virtist efast um að leið- togafundurinn yrði til þess að ísra- elsstjórn féllist á tilslakanir sem gætu blásið lífi í friðarumleitanirn- ar. Talsmaður Clintons reyndi að gera lítið úr þeirri ákvörðun Mubar- aks að mæta ekki á fundinn og sagði að hann hefði ekki komist til Wash- ington vegna anna. Vill ekki loka göngunum Netanyahu sagði að hann vildi að efnt yrði til viðræðna um brottflutn- ing ísraelskra hermanna frá Hebron og þeim yrði ekki hætt fyrr en sam- komulag næðist, að því tilskildu að átökunum linnti. Samkvæmt friðar- samningum ísraela og Palestínu- manna ættu hermennirnir þegar að vera farnir frá Hebron en ísraels- stjórn segist hafa frestað brottflutn- ingnum af öryggisástæðum. Netanyahu lagði til að ennfremur yrði rætt um afnám banns við ferð- um araba frá Vesturbakkanum og Gaza-svæðinu til ísraels og ýmis „öryggismál". Hann ítrekaði hins vegar að hann léði ekki máls á því að loka jarðgöngunum í Jerúsalem og það mál yrði ekki rætt í Washing- ton. Arafat og Mubarak hafa krafist þess að göngunum verði lokað. Evrópusambandinu var ekki boðið að senda fulltrúa á fundinn og olli það óánægju meðal nokkurra Evr- ópuþjóða, einkum Frakka, sem vilja gegna auknu hlutverki í friðarum- leitunum í Miðausturlöndum. Þýska stjórnin reynir að blása nýju lífi í efnahaginn CDU boðar lægri skatta Bonn. Reuter. THEO Waigel, fjármálaráðherra Þýskalands, kynnti í gær tillögur um umbætur á þýska.skattkerfinu og sagði að markmiðið væri að lækka skattana verulega til að stuðla að auknum fjárfestingum og styrkja samkeppnisstöðu Þýska- lands. Waigel kvaðst vilja að hæsta tekjuskattsþrepið yrði lækkað úr 53% í 35-40%. Gert er ráð fyrir að skattalækkunin nemi 20-30 milljörðum marka, sem svarar 880-1.300 milljörðum króna. Waigel sagði á skattamálaráð- stefnu Kristilegra demókrata (CDU), flokks Helmuts Kohls kanslara, að önnur ríki hefðu lækk- að skatta á síðustu árum til að auka fjárfestingar og skapa millj- ónir starfa. Þjóðverjar yrðu að fara að dæmi þeirra. „Við þurfum ekki fleiri skriffinna, heldur sjálfstæða atvinnurekendur, fólk sem tekur áhættu." Viya meiri skattalækkun Samtök þýskra skattgreiðenda gagnrýndu tillögurnar og sögðu að lækka þyrfti skattana enn meira, eða um 80 milljarða marka, 3.500 milljarða króna, til að blása nýju lífi í efnahaginn. Wolfgang Gerhardt, formaður Frjálsra demókrata, samstarfs- flokks CDU, fagnaði tillögunum en varaði við þeirri freistingu að hækka virðisaukaskattinn í stað- inn. Þrátt fyrir áformin um skatta- lækkanir stefnir þýska stjórnin að því að fjárlagahallinn verði vel und- ir 3% af þjóðarframleiðslu, sem er skilyrði fyrir aðild að myntbanda- lagi Evrópusambandsins. Reuter Skattamál efst á baugi TONY Blair, leiðtogi breska Verkamannaflokksins, setti þing flokksins í gær og sagði, að um- bætur í skattamálum yrðu helstu baráttumál flokksins í næstu kosningum. Sagði hann stefnu flokksins, að lægsta tekjuskatts- þrepið yrði 10-15% í stað 24% nú. Gordon Brown, talsmaður flokksins í efnahagsmálum, sagði það hneyksli, að íhaldsflokkur- inn hygðist lækka fjármagns- tekjuskatt á sama tíma og háir skattar á almennar tekjur gerðu það ekki ómaksins vert fyrir at- vinnulaust fólk að leita sér vinnu. ¦ Áhersla á einingu/23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.