Morgunblaðið - 01.10.1996, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 01.10.1996, Blaðsíða 34
34 ÞRIÐJUDAGUR í. OKTÓBER 1996 MORGUNBUAÐIÐ MENNTUN Atvinnurekendur kalla á gæðasljómun í skólum ATVINNUREKENDUR eru farnir að sýna menntastefnu meiri áhuga því þeir vilja fá hæft starfsfólk. ísland var síðasti viðkomustaður Diane S. Ritter í fyrírlestrarferð um Evrópu. Hún segir að gæðastjómun eigi miklu fylgi að fagna. Um 120 manns sóttu námstefhu um gæðastjómun í menntakerfinu sl. föstudag og komust færri að en vildu. ÞEGAR Morgunblaðið hitti Diane Ritter deild- arstjóra menntasviðs hjá bandaríska ráð- gjafafyrirtækinu GO- AL/QPC tók hún strax fram að varasamt gæti -líwrið að nota orðið gæðastjómun í sam- bandi við mennta- og heilbrigðisgeirann því þetta orð virtist fara í taugarnar á fólki þar. í staðinn mætti tala um „að vinna starf sitt svo- lítið öðmvísi og á svo- lítið betri hátt“. Hér á eftir verður þó rætt um gæðastjómun. Hún segir að í langflestum tilvik- um aukist áhugi nemenda og kenn- ara á námsefninu þegar gæðastjórn- un hefur verið tekin upp því árang- ur láti yfirleitt ekki á sér standa, þar sem námið verður mun áhuga- verðara. „Menntun getur sem sagt verið skemmtileg," segir hún. Róttæk breyting Ritter kveðst vona að sem flestir skólamenn á íslandi séu nógu opnir fyrir því að minnsta kosti að hug- leiða gæðastjórnun þó að þeir séu ekki tilbúnir að stíga skrefið til fulls strax. „Þetta er róttæk hugarfars- breyting fyrir marga en ég tel að hér á landi sé menntageirinn tilbú- inn til að taka á móti breytingum, Æíjria sýnir áhuginn á námstefnu Gæðastjómunarfélags íslands það best. Þetta á ekki einungis við um ísland heldur varð ég vör við sama áhugann á fyrirlestraferð minni um Evrópu." Hún segir vaxandi áhuga á menntamálum meðal atvinnurekenda vera áberandi. Þeir vilji fylgjast með hvort stefnubreyting eigi sér stað í menntageiranum líkt og hjá fyrirtækjum. „Mjög algengt er að fyrirtæki hafi gengið í gegnum gæðastjómun og þau vilja sjá skólana breytast á sama hátt. Það er því mjög mikil- vægt að velta fyrir sér hvernig hægt er að styðja við hug- myndir þeirra í menntakerfinu." Aðspurð á hvaða skólastigi hún telji mikilvægast að hefjast handa á Islandi, miðað við að fjármagn til þessara mála sé í lágmarki, svarar hún að byija eigi þar sem skólamir sýni fmmkvæði, sama á hvaða stigi þeir em. Fyrirtæki styrkja skóla Hún tekur fram að í Bandaríkj- unum sé algengt að samvinna sé milli fyrirtækja og skóla. Til dæmis styrki fyrirtækin kennara til að sækja ráðstefnur og námskeið, sem þeir geti síðan notfært sér í kennslu eða að þau borgi laun fyrirlesara sem koma inn í skólana. „Til lengri tíma litið sjá fyrirtækin með þessu móti fram á að fá betur menntaða nem- endur út í atvinnulífíð," segir hún. Hún segir að menntakerfið hafí ekki skilgreint þarfir atvinnulífsins, nemenda og fjölskyldna þeirra nægilega vel hingað til. Samkvæmt niðurstöðum úr verkefnavinnu, sem fram fór meðal atvinnurekenda og kennara í Bandaríkjunum, komust menn að því að þrátt fyrir að nem- endur hefðu fullnægjandi þekkingu í líffræði, stærðfræði og öðru því sem þeir lærðu af bókum skorti verulega á ýmsa aðra þætti svo sem gagnrýna hugsun, hæfileika til að leysa vandamál, sjálfsþekkingu og kunnáttu til að vinna úr þeim að- föngum sem standa til boða. Diane S. Ritter Hún telur menntakerfið vilja gæði í sínu starfi eins og aðrir. Þau komi hins vegar ekki af sjálfu sér heldur verður að vinna kerfisbundið að því að auka þau, segir Ritter. Hún tekur fram að í upphafi verði menn að gera sér grein fyrir hveij- um skólakerfið þjónar og á hvern hátt hægt er að sinna þeim sem best. Markhópur skólakerfisins eru nemendur, fjölskyldur þeirra og at- vinnulífið, sem taka mun við þeim að skóla loknum. „Fyrir sérhvern skóla er kennsla og lærdómur mikilvægast, þannig að færa þarf hugmyndafræðina og aðferðimar inn í skólastofuna. Það á að nota gæðastjórnun til að fram- leiða nýtt námsefni og bæta það sem fyrir er, til að kenna betur eða markvissar,“ sagði Ritter. Hún bendir á að gæðastjórnun í skóla- stofunni snúist um að nemandi skilji námsefnið. Oft miðist kennslu- aðferðir einungis við lítinn hóp nem- enda sem hafa hæfileika til að læra með því að hlusta. Margir nemendur hafa hins vegar sjónrænt minni eða verða að tengja upplýsingar við annað samhengi. Oft ná nemendur ekki tilskildum árangri þó að þeir séu vel gefnir, einungis vegna þess að kennsluaðferðir henta þeim ekki. Frá öðrum sjónarhóli Hún segir að því miður líti fólk á gæðastjómun sem eitthvað sem þarf að vinna að aukalega í stað þess að líta á hana sem aðra aðferð við það verk sem nú þegar er unn- ið. Af þeim sökum þurfi oft að finna tíma aukalega til að koma gæða- stjómun á. Hún leggur aftur á móti áherslu á að hér sé aðallega um hugarfarsbreytingu að ræða, að menn sjái störf sín unnin með öðrum hætti en þeir eru vanir. „Til lengri tíma litið mun árangurinn skila sér í betra andrúmslofti innan skólans eða fyrirtækisins. Einnig hefur sýnt sig að þegar fólk fer að sjá árangur eykst hann hröðum skreíum eftir það,“ segir Diane Ritter. skólar/námskeið heilsurækt HBirna Smith, Laugarásvegi 27, ■ Bætt heilsa - Hæ, elskumar! Hef fengið lærabanann góða í umboðssölu á 6.500 kr. og selló- lite-obur, (gott verð). Verð áfram með sogæðanudd og Trimm-form. Saman 5 tímar á 8000 kr. Losar um fitu, bjúg og seilólite, styrkir varnarkerfið og eyk- ur úthald. myndmennt ■ Viltu læra að teikna? Teikninámskeið fyrir byrjendur og lengra komna. Frumform, skyggingar, áíerðir, uppstillingar. Einnig vatnslitun. Lærður kennari. Upplýsingar í síma 554-6585 eftir kl. 18.00. tónlist ■ Píanókennsla. Einkakennsla á píanó og í tónfræði. Upplýsingar og innritun í síma 553 1507. Anna Ingólfsdóttir. skjalastjórnun ■ Inngangur að skjalastjórnun. Námskeið, haldið 21. og 22. okt. (mánud. og þriðjud.). Gjald kr. 11.000. Bókin „Skjalastjórnun" innifalin. Skráning hjá Skipulag og skjöl ' í síma 564 4688, fax 564 4689. tungumál ENSKUSKÓLINN Túngötu 5. ¥ Hin vinsælu enskunámskeið eru að hefjast. ★ Áhersla á talmál. ★ 5 eða 10 nemendur hámark í bekk. ★ 8 kunnáttustig. Viðskiptaenska, rituð enska. Einnig er í boði stuðningskennsla fyrir unglinga, enska fyrir börn 6-12 ára og enskunám í Englandi. Enskir sérmenntaðir kennar- ar. Markviss kennsla í vinalegu um- hverfi. Hafðu samband og fáðu frekari upplýsingar i síma 552 5330. nudd ■ Ungbarnanudd Nýtt námskeið í ungbarnanuddi byijar þriðjudag 8. október. Upplýsingar vinsamlega veittar í síma 554 1734 hjá Ragneiði. ýmisiegt ■ Heimspeki er fyrir alla Fimmtudagskvöldið 3. okt. nk. hefst námskeið í heimspeki fyrir almenning. Viðhorf heimspekinga til mannlegra samskipta, ástar og afbrýðisemi verða kynnt og þau skoðuð í tengslum við hversdagslega reynslu. Kennt verður einu sinni í viku, á fimmtu- dögum kl. 19-21 í alls sex vikur. Kennsla fer fram að Vatnsstíg 10 (MÍR salnum). Leiðbeinandi er Jóhann Björns- son, MA í heimspeki frá Leuvenháskóla í Belgíu. Upplýsingar og innritun í síma 551 0877. Þátttökugjald kr. 5.000,-. ■ Leiklistarstúdíó Eddu Björgvins og Gísla Rúnars Aðeins eitt námskeið fyrir áramót. Örfá sæti laus. Upplýsingar í símum 581 2535 og 588 2545. ■ Námskeið um starf með öldruðum 14. október - 4. nóvember 4 kvöld x 2 tímar kr. 2.000 Sérkenni kærleiksþjónustu kirkjunnar. Leikmannaskóli kirkjunnar, sfmi 562 1500. ■ Námskeið um Jobsbók 16. október - 6. nóvember 4 kvöld x 2 tímar kr. 2.000 Eitt merkasta rit um böl og þjáningu þessa heims. Leikmannaskóli kirkjunnar, sími 562 1500. Sex málstofur á menntaþmgi Menntun rædd frá mörgum sjónarhornum MENNTAMALARAÐUNEYTIÐ boðar laugardaginn 5. október nk. til menntaþings sem ber yfirskrift- ina Til móts við nýja tíma. Er þetta í fyrsta sinn sem sambærilegt þing er haldið og munu um 100 skólar, stofnanir og samtök kynna þar starfsemi sína. Auk þess verða um 50 manns með erindi eða verða þátttakendur i umræðum um ýmis májefni í málstofum. Ásdís Halla Bragadóttir aðstoð- armaður menntamálaráðherra, sem hefur haft veg og vanda af undir- búningi þingsins segir markmiðið vera að kynna einstaklingum, for- eldrum, nemendum, sveitarfélögum og kennurum metnaðarfullt skóia- starf. „Við viljum draga fram það jákvæða sem er að gerast í skóla- málum þjóðarinnar. Þetta er í raun markaðstorg menntunar," sagði hún. Nýjungar þróunarstarf Ásdís Halla segir að viðbrögð þátttakenda hafi verið mjög góð og áhugavert sé hversu fjölbreytt starfsemi verði kynnt. Þama megi sjá skóla og samtök víðs vegar af að landinu, allt frá leikskólastigi upp í háskólastig, einkaskóla sem opinbera skóla, tónlistarskóla og samtök. „Þetta er í fyrsta sinn sem svo mikill fjöldi manna kemur sam- an til að kynna það sem þeir eru að gera. Þarna gefst fólki gott tæki- færi til þess að veija einum degi í að kynna sér menntakerfi þjóðar- innar,“ sagði hún. Meðal þess sem kynnt verður eru nýjungar, þróunarverkefni, sam- starf skóla og hvernig skólar og menntakerfi geta nýtt sér tæknina til að bæta námið. „Einnig er þama tækifæri fyrir skólafólk að kynna sér hvað aðrir eru að gera. Sömu- leiðis eru foreldrar orðnir virkir í skólastarfí. Þarna geta þeir séð hvað aðrir em að gera og komið með þær hugmyndir inn í foreldra- ráð eða rætt um þær við kennara barna sinna. Segja má að þetta sé skref til að auka samkeppni og metnað meðal skólanna." Sex málstofur Þingið fer aðallega fram í Há- skólabíói en ein málstofa fer fram í Þjóðarbókhlöðu. Umræðuefni í málstofum eru: gæði og árangur skólastarfs, hvers vegna símenntun, námsgögn í nútíma skólastarfi, menntun í alþjóðlegu upplýsinga- samfélagi, menntun og jafnrétti og forvarnir í skólakerfinu. Menntaþingið er öllum opið og enginn aðgangseyrir. Það verður sett kj. 9.30 á laugardaginn af Sig- ríði Önnu Þórðardóttur formanni menntamálanefndar Alþingis og síðan mun Björn Bjarnason ávarpa þingið. Því næst hefst dagskrá sem stendurtil kl. 15 en kl. 15.30-16.30 verða dregnar saman niðurstöður fundanna. Sýningar á menntaþingi standa yfír kl. 8.30-18.30.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.