Morgunblaðið - 01.10.1996, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 01.10.1996, Blaðsíða 43
4 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. OKTÓBER 1996 43 I i I 1 : 1 í é 4 I ( i ( ( ( ( i i ( i I _____________________MINIMINGAR JARÐÞRÚÐUR BJARNADÓTTIR + Jarðþrúður Bjarnadóttir fæddist á Mosum á Síðu í Vestur- Skaftafellssýslu 2. febrúar 1902. Hún lést í Arnarholti 13. september síð- astiiðinn 94 ára að aldri. Hún verður jarðsungin frá Fossvogskapellu í dag, þriðjudaginn 1. október. Jarðþrúður var dóttir hjónanna Bjarna Jónssonar, sonar Jóns Bjarnasonar bónda í Mörk og konu hans Sigríðar Þórhalladóttur, dóttur Þór- halla Runólfssonar bónda og Sigríðar Þorvarðardóttur, dótt- ur Þorvarðar Jóns- sonar prests, síðast á Prestbakka á Síðu, og Valgerðar Bjarnadóttur dóttur Bjarna Gíslasonar prests á Söndum í Dýrafirði. Jarðþrúður var ein 14 systkina en fjögur létust í bernsku. Þau sem komust til fullorð- insára auk Jarð- þrúðar voru Sigur- lína, f. 1882, Þor- varður, f. 1884, Sig- urjón, f. 1886, María, f. 1888, Jóhanna, f. 1891, Kristófer, f. 1893, Jón, f. 1895, Rannveig, f. 1897, og Anna, f. 1898. Systk- inin eru öll látin. Árið 1948 giftist Jarðþrúður Sveini Bæringssyni, f. 18. ágúst 1906 í Furufirði í Norður-Isa- fjarðarsýslu. Sveinn, sem býr á Elliheimilinu Grund, lifir konu sína. Þau voru barnlaus en Sveinn átti einn son, Birgi, fyr- ir hjónaband. Jarðþrúður fluttist til Reykjavíkur 1915 og starfaði þar við ýmis störf. Lengst vann hún á heimili frænku sinnar, Valgerðar Gísladóttur. Síðustu ár hefur Jarðþrúður átt við vanheilsu að stríða og verið i Arnarholti þar sem hún hefur notið mikillar umhyggju starfs- fólks. Útför Jarðþrúðar fer fram frá kapellu Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. í dag kveðjum við Þrúðu frænku. Síðustu árin hefur hún átt við erfið veikindi að stríða og hefur dvalist á Arnarholti, þar sem hún lést 94 ára að aldri. Ekkert okkar man svo eftir okk- ur að Þrúðu frænku hafí ekki notið við með allar sínar góðu fyrirbænir og umhyggjusemi. Hún var óvenju trúuð og góð kona sem vildi allt fyrir alla gera. Þegar hún flutti sem ung stúlka til Reykjavíkur bjó hún ásamt Rannveigu systur sinni á heimili eldri systur sinnar og manns henn- ar, Maríu og Eiríks, foreldra okkar og ömmu og afa. Hún tengdist þeim þannig sterkum böndum og leit á þau sem aðra foreldra sína og börn þeirra sem systkini sín og nutum við öll góðs af. Það eru margar góðar minningar tengdar Þrúðu og þó að henni hafi ekki alltaf liðið vel þá sjáum við hana bara hlæjandi fyrir okkur í endurminningunum. Hún hafði mjög gaman af því að klæða sig upp á og vildi gjarnan fylgjast vel með tískunni. Það var oft hlegið mikið þegar hún kom í heimsókn en hún var líka alltaf fyrst til að koma ef eitthvað bjátaði á. Áður en Þrúða giftist vann hún á heimili frænku sinnar, Valgerðar Gísladóttur, og tengdist þá börnum Valgerðar órjúfanlegum böndum. Sveinn og Þrúða voru barnlaus en Sveinn átti einn son, Birgi, fyrir hjónaband. í börnum Valgerðar og fjölskyldum þeirra eignaðist Þrúða Suðurlandsbraut 10 108 Reykjavík • Sími 553 1099 Öpið öll kvöld lil ki. 22 - eiimig um hetgar. Skreytingar íyrír öll tílefni. í raun sín börn og barnabörn. Fyrir nokkrum árum fluttu Sveinn og Þrúða í íbúð í Hólmgarði og þá kom vel i ljós hve ung í anda þau voru. Þau löguðu allt og púss- uðu samkvæmt nýjustu tísku og það kom verulega á óvart hve vel þau fylgdust með tímanum. Það var gott samband milli allra systkina Þrúðu en það var óneitan- lega nánast milli hennar, Maríu og Rannveigar. Nú síðustu ár eftir að heilsu þeirra Sveins og Þrúðu fór að hraka hafa Reynir, sonur Rann- veigar, og kona hans Elísabet í raun og veru séð um öll þeirra mál. Þau hafa sinnt þeim betur en flest börn hefðu gert og verðum við þeim ævinlega þakklát fyrir. Við viljum líka þakka starfsfólkinu á Arnar- holti fyrir þá einstöku umönnun og natni sem þau hafa sýnt Þrúðu síð- ustu árin. Að iokum sendum við Sveini okk- ar innilegustu samúðarkveðjur og þökkum Þrúðu frænku innilega fyr- ir samfylgdina. Helga, Inga og Jón. + Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, AXEL HÓLM MAGNÚSSON, sem lést hinn 25. september, verður jarðsunginn frá Fossvogskap- ellu fimmtudaginn 3. október kl. 13.30. Ósk Axelsdóttir, Guðmundur Skarphéðinsson, Þórir Axelsson, Guðrún Ásgeirsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, RAGNHILDUR G. GÍSLADÓTTIR, sem andaðist á Sólvangi mánudaginn 23. september sl., verður jarðsungin frá Hafnarfjarðarkirkju miðvikudaginn 2. október kl. 15.00. Ásthildur Ólafsdóttir, Hörður Zóphaniasson, Kristján Bersi Ólafsson, Sigríður Bjarnadóttir, Ingileif Ólafsdóttir, Gunnar Finnbogason, barnabörn og barnabarnabörn. APÓTEK AUSTURBÆJAR Háteigsvegi 1 BREIÐHOLTS APÓTEK Álfabakka 12 eru opin til kl. 22 — Næturafgreiðslu eftir kl. 22 annast Apótek Austurbæjar VANDAÐIR HANDUNNIR LEGSTEINAR JJsíensÁhör™1” ™ onnun VERÐ FRÁ KR. 19.900 AFGREIÐSLAN OPIN KL. 13-18. SÓLSTEINAR Nýbýlavegi 30, Dalbrekkumegin Kópavogi. Sími: 564 3555 + Ástkær eiginkona mín, móðir, tengda- móðir og amma, HREFNA GUÐLAUG GUNNARSDÓTTIR, Felli, Kjós, andaðist á heimili sínu 28. september. Jarðarför verður auglýst síðar. Helgi Jónsson, Gunnar Leó Helgason, Guðlaug Helgadóttir, Lára Berglind Helgadóttir, Guðmunda Valdís Helgadóttir, Helga Helgadóttir, Guðrún Helgadöttir Sigríður Inga Hlöðversdóttir, Lárus Óskarsson, Andrés Guðmundsson, Hreinn Smári Sveinsson, Kristján Sigvaldason, og barnabörn. + Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, FRIÐRIK ÁGÚSTSSON prentari, Heiðarlundi 7a, Akureyri, verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju föstudaginn 4. október kl. 13.30. Herdis Gunnlaugsdóttir, Gunnlaugur Friðriksson, Ágúst Friðriksson, Dagmar Kaldal, Sigrfður J. Friðriksdóttir, Erla Friðriksdóttir og barnabörn. + Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns og stjúpföður okkar, HREIÐARS JÓNSSONAR bónda í Árkvörn, Fljótshlfð, siðasttil heimilis f Smáratúni 8, Selfossi. Guðrún Erna Sæmundsdóttir, Lovísa Kristfn Lúðvfksdóttir, Magnar Ellendarsen, Erna Lúðvíksdóttir, Sigurður Einar Jóhannesson, Guðmundur Rúnar Lúðvfksson, Tinna Rut Njálsdóttir, Ægir Lúðvíksson, Ásgerður Jóhannesdóttir, Jón Lúðvíksson, Þorbjörg Haildórsdóttir, Grfmur Lúðvíksson, Unnur Ingadóttir, Sæunn Lúðvfksdóttir, Gunnar Egilsson, Sólveig Friðrikka Lúðvíksdóttir, Gísli Guðmundsson, barnabörn og barnabarnabörn. A GOÐU VERÐI HELLUHRAUN 14 220 HAFNARFJÖRÐUR SÍMI: 565 2707 [ E HSItÆ TIL ALLT AO 36 MANAO 10% staðgreiðslu afsláttur Stuttur afgreiðslufrestur Frágangur á legsteinum í kirkjugarð á góðu verði Grenít
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.