Morgunblaðið - 01.10.1996, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 01.10.1996, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. OKTÓBER 1996 Svar til Garðars Sverris- sonar Frá Sigurbirni Einarssyni: BÓK mín Haustdreifar kom út fyrir fjórum árum og er því ekki nýlegri en svo, að góðfúsir lesendur hafa haft ríflegan tíma til að lesa hana, jafnvel vandlega. Og ekki vonum seinna að gera athugasemdir við hana, ef rök eru til þess. Einn kafli þessarar bókar heitir „Sorgin og Guð“. Þar er reynt að horfast í augu við þyngstu spurningar með reynslu þeirra manna í huga, sem hafa hlot- ið mikla áverka í lífinu. Hvað gerist með þeim, sem missa, syrgja, þjást? Hvar eða hvernig er svar að finna við spurningunni um Guð, þegar ógæfan dynur yfir, myrkrið hremm- ir, kvölin verður óbærileg? í umræðu minni um þetta tek ég nokkur dæmi úr mannlífinu, sem sýna alkunnar hliðar veruleikans, naktar, kaldar, grimmar staðreyndir. Ég nefni eng- in nöfn (nema þegar ég vitna í ljóð). Tvö þessara dæma eru úr safni per- sónulegra minninga minna en tvö eru sótt í prentað mál. Ekki les ég annað úr þvi máli en þar stendur. En ef útlegging mín misferst eða tilgangur misskilst gróflega, þá þyk- ir mér það verra en tali taki, en fæ ekki við því gert. Reyndar hef ég ekki fyrr en nú orðið var við við- brögð af slíku tagi gagnvart þessari ritsmíð. Hins vegar hafa ýmsir glatt mig með því að láta mig vita, að þessi bókarkafli hafi hjálpað þeim, veitt þeim styrk í sorg eða brugðið einhverri birtu yfír erfið, áleitin, þungbær vandamál. Eitt dæmið í nefndum kafla er um mann, sem mannleg illska á hástigi níðist á að tilefnislausu frá hans hlið. Hann fær löngu síðar tækifæri til að lýsa að nokkru, hvernig honum er innanbrjósts í þeim sporum. Dreg ég fram dæmi hans til þess að niðurlægja hann? Því neita ég afdráttarlaust þó að mér finnist raunar slík getsök ekki þess virði að taka hana alvarlega. „Þeir sem minna hafa að bera og eru að velta fyrir sér trúarlegum vandamálum mættu hugleiða þetta dæmi“ segi ég og hef þá m.a. í huga vanhugsuð orð, sem ég og aðrir heyra svo oft um gátur, sem engin ræður við. En svo oft hef ég verið í námunda við sorgir og þján- ingar, að mér kæmi síst í hug að lítilsvirða þá, sem verða harðast úti á þeim vettvangi, gildir einu hvað þeir kunna að segja. Og síðast af öllu mundi ég treysta mér til að fullyrða, að ég hefði reynst sterkari >' sömu aðstæðum. Ég efast um, að ég hefði haldið viti og lífi við þá meðferð, sem Leifur Muller átti að mæta. En hefði svo farið er alveg víst, að ekki hefði ég getað þakkað sjálfum mér það né hreykt mér á einhverjum trúartindi, sem ég hefði hlaðið undir mig. í sporum hins kvalda, vonlausa manns eða við hans hlið er sama ákallið í okkur öllum, leynt og ljóst: „Guð minn, Guð minn, hví hefur þú yfirgefið mig?“ Það er hið upprunalega, mennska viðbragð, þegar myrkrið verður mest, neyðin stærst. Og ein- mitt þetta ákall barst af vörum þess misskilda, dæmda, kvalda manns, sem í kristnum augum „birtir Guð á jörð“, birtir þann Guð og föður, sem sjálfur líður í allri neyð og er þeim næstur, sem líða mest, líka þeim, sem ráða sér ekki sakir þrauta sinna, svo að þeir neita því, að Guð sé til. Út frá þessu grundvallarvið- horfi er öll þessi hugleiðing mín samin, því að hún er tilraun til að vekja til umhugsunar um, hvernig kristin trú svarar spurningunni miklu um sorgina og Guð, og þetta er undirstaða allra svara, sem hún getur veitt. SIGURBJÖRN EINARSSON. 1 Vita- og hafnamálastofnun og Siglingamálastofnun ríkisins eru komnar í sömu höfn: Ný lög - Nýtt fyrirtœki Ný stofnun hefur orðið til með sameiningu Siglingamálastofnunar ríkisins og Vita- og hafnamálastofnunar. Lög þess efnis tóku gildi í dag 1. október. Ný stofnun mun taka yfir öll verkefni eldri stofnananna og sinna þeim áfram í lítt breyttri mynd. Sameiningunni er ætlað að skapa grundvöll fyrir öfluga og nýja stofnun fyrir sjófarendur, ásamt því að auka hagræðingu og sparnað í rekstri. Sameiningin mun þannig nýtast viðskiptavinum stofnunarinnar og ríkinu. Starfsemi stofnunarinnar verður skipt niður í fjögur meginsvið; stjórnsýslu-, tækni-, rekstrar-, og skipaskoðunarsvið. Siglingastofnun er staðsett að Vesturvör 2, Kópavogi þar sem áður var Vita- og hafnamálastofnunar. SIGLINGASTOFNUN ÍSLANDS VESTURVÖR 2 • 200 KÓPAVOGUR ■ SÍMI S60 0000 ■ FAX 560 0060
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.