Morgunblaðið - 01.10.1996, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 01.10.1996, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. OKTÓBER 1996 47 FRÉTTIR SVONA leit verslun Garðars Ólafssonar út fyrir 40 árum. * Uraverslun í 40 ár á sama stað ÚRA- og skartgripaverslun Garð- ars Olafssonar hefur verið til húsa á sama stað á Lækjartorgi í 40 ár. I tilefni afmælisins er boðið upp á 20-50% afslátt af öllum vörum verslunarinnar dagana 30. sept- ember til 5. október. Auk þess fá allir sem kaupa fyrir 5.000 kr. eða meira góðan kaupauka. Námskeið í skyndihjálp REYKJAVÍKURDEILD Rauða kross íslands gengst fyrir námskeiði í al- mennri skyndihjálp sem hefst mið- vikudaginn 2. október. Kennt verður flögur kvöld og verða kennsludagar 2., 3., 7. og 8. október. Námskeiðið teíst vera 16 kennslustundir og er þátttaka heimil öllum 15 ára og eldri. Námskeiðið verður haldið í Fákafeni 11, 2. hæð. Námskeiðsgjald er 4.000 kr. og fá skuldlausir félagar í RKÍ 50% afslátt. Hægt verður að ganga í fé- lagið á staðnum. Einnig fá nemendur í framhaldsskólum 50% afslátt og giidir þetta einnig um háskólanema. Meðal þess sem kennt verður á námskeiðinu er blástursmeðferðin, endurlífgun með hjartahnoði, hjálp við bruna, blæðingum úr sárum og mörgu öðru. Ráðstefna um umhverfisrétt RÁÐSTEFNA á sviði umhverfisrétt- ar um mengun sjávar verður haldin hér á landi dagana 1.-3. október á Hótel Borg í Reykjavík. Er ráðstefn- an á vegum íslandsdeildar samtaka evrópskra laganema (ELSA). Guðmundur Bjarnason umhverfis- ráðherra setur ráðstefnuna í dag kl. 10. Fyrirlesarar eru Wybe Th. Do- uma, kennari við háskólann í Gron- ingen í Þýskalandi, Ketill Siguqons- son lögfræðingur, Össur Skarphéð- insson alþingismaður, Julian Morris frá Umhverfisdeild The Institute of Economic Affairs á Bretlandi, Ove Caspersen upplýsingafulltrúi sendi- ráðs ESB fyrir Noreg og ísland, Asta Magnúsdóttir deildarstjóri al- þjóðadeildar umhverfisráðuneytisins, Ingimar Sigurðsson skrifstofustjóri umhverfisráðuneytisins og Davíð Egilsson _ forstjóri Hollustuverndar ríkisins. I lok ráðstefnunnar verða pallborðsumræður. Námskeið Lífssýnar LÍFSSÝN býður \ vetur upp á eftir- talin námskeið: í október: Heilun, ljósgjöf og vígsla; í nóvember: Hugur og hugblik; íjanúar ’97: Orkustöðvar manns og jarðar; í febrúar ’97: Hul- iðsheimar manna og álfa; í mars: Þróunarleiðir og helgir menn. Námskeiðin eru haldin á þriðjudags- kvöldum í Bolholti 4, 4. hæð. Fyrir- lesari námskeiðanna er Erla Stefáns- dóttir sjáandi. Einnig eiu hugaræf- ingar hvern þriðjudag kl. 19.45. Fé- lagsfundir eru haldnir fyrsta þriðju- dag í hveijum mánuði. Verslunin hefur sérhæft sig í úrum og klukkum af öllum gerð- um en selur einnig skartgripi s.s. demantshringa, trúlofunar- hringa, hálskeðjur og eyrna- lokka. Þá er fyrir hendi viðgerð- arþjónusta á úrum, klukkum og skartgripum ásamt áletrun. Áttavitanám- skeið í 30 ár ÞAÐ hefur verið fastur liður í haustdagskrá Hjálparsveitar skáta í Reykjavík undanfarin 30 ár að halda námskeið fyrir almenning í ferðamennsku og notkun áttavita. Á þessu hausti verða haldin tvö námskeið, það fyrra 2. og 3. októ- ber en það síðara 9. og 10. októ- ber. Námskeiðin verða á Snorra- braut 60 og byija kl. 20 fyrra kvöldið, en kl. 19 seinna kvöldið og er það verkleg æfing. Nám- skeiðsgjald er 3.500 kr. og eru öll námsgögn innifalin en þátttakend- ur þurfa að koma með áttavita. LEIÐRÉTT Mistök við myndvinnslu LEIÐINLEG mistök urðu við myndvinnslu á sunnudagsblaði Morgunblaðsins með þeim afleið- ingum að myndir á blaðsíðu 2b og lOb víxluðust á milli síðna og greina. Morgunblaðið biður lesendur sína og hlutaðeigandi velvirðingar á þessum mistökum. Myndatextar í Lesbók í grein Bergljótar Arnalds um Edinborgarhátíðina, sem birtist í Iæsbók á laugardaginn, víxluðust myndatextar á bls. 10. Reyndar mátti lesa í mistökin, þar sem ekk- ert snjóaði á myndinni, sem textinn um mikla snjókomu birtist undir. Sú mynd var frá sýningu á Ifige- neiu á Taurus,en hin myndinm var frá snjóleik Rússans Slava Polunin. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. Rangt föðurnafn í fyrirsögn, formála og upphafi minningargreinar um Stefán R. Gunnarsson, yfirflugvélstjóra í Lúxemborg, á blaðsíðu 36 í Morgunblaðinun á laugardag, 28. september, var Stefán sagður Guð- mundsson. Hlutaðeigendur eru innilega beðnir afsökunar á þessum mistökum. Hátt í tvöþúsund krakkar tóku þátt hjá Olís í frétt hér í blaðinu sl. laugardag af leik sem Olís hefur staðið fyrir í sumar, fyrir börn, undir heitinu Happaferð á Olísstöð misritaðist þátttakendafjöldinn. Sagt var að á annað hundrað börn hefðu verið meðal þátttakenda, en hið rétta er, að þátttakendur voru hátt í tvöþús- und talsins. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. Ólympíuskákmótið í Armeníu Sigur á Þjóðverjum og Indónesum um helgina Jerevan. Morgunblaðið. ÍSLENDINGAR stóðu sig vel um helgina þegar fram fóru 11. og 12. umferð Ólympíuskákmótsins í Jere- van. Enginn þeirra tapaði skák og íslenska sveitin þokaðist upp í 9.-14. sæti, sem verður að teljast mjög gott veganesti fyrir síðustu umferð- irnar tvær. Á laugardag tefldu íslendingar við Þjóðveija og mátti búast við erfiðri viðureign. En í þetta sinn var stríðs- gæfan á bandi íslendinga, þar sem sigur vannst, 2,5-1,5 og hefði meira að segja getað orðið stærri. Margeir Pétursson hafði á efsta borði hvítt gegn Artur Jusupov, sem hefur verið einn allra sterkasti skák- maður heims í 15 ár og er marg- reyndur heimsmeistarakandídat. Það er því ekki heiglum hent að sigrast á Jusupov en Margeir var þó ekki langt frá því. Þeir félagar tefldu bráðfjöruga og skemmtilega skák, þar sem Margeir virtist um tíma hafa öll ráð Arturs í hendi sér. En Jusupov er seigur undir tönn, og Margeir leyfði honum að sleppa í þetta sinn. Á öðru borði tefldu þeir Jóhann Hjartarson og Rustam Dautov ekki síður bragðmikla skák. Dautov hafði hvítt en hann er Rússi, rétt eins og Jusupov. Jóhann náði frumkvæðinu og innbyrti síðan sigur af mikilli festu og öryggi. Á þriðja borði hafði Helgi Ólafsson hvítt gegn Eric Lobron, amerísk-þýskum „töffara", og gaf Lobron engan höggstað á sér og varð jafntefli því niðurstaðan. Á fjórða borði hafði Helgi Áss Grétars- son svart gegn Christopher Lutz, mjög stigaháum stórmeistara, og jafnaði taflið án mikilla erfiðleika og samdi síðan jafntefli. Niðurstaðan varð því íslenskur sig- ur og er óhætt að segja að vel hafi verið að verki staðið hjá íslenska lið- inu. Af öðrum úrslitum má nefna að Rússar og Úkraínumenn sömdu fyr- irfram um jafntefli á öllum borðum; ísraelsmenn unnu Kínveija 2,5-1,5; Georgíumenn og Armenar skildu jafnir. Sett í gang gegn Indónesíu í tólftu umferð lentu íslendingar á móti Indónesíu og þótt andstæðing- arnir virtust í léttari kantinum var ekki allt sem sýndist. Indónesar voru í 56. sæti styrkleikalistans fyrir mót- ið og mættu ekki með sinn laiigsterk- asta mann, stórmeistarann Utut Adianto, en þeir höfðu staðið sig mjög vel það sem af var mótinu og skýringin á þvi að þeir hafa ekki mikið af alþjóðlegum skákstigum er fyrst og fremst sú að þeir tefla mjög lítið utan síns heimalands. Efsta borðs maður Indónesíu, Sit- anggang, er íslenskum skákmönnum kunnur undir nafninu „Sett’ann í gang“, og stafar nafngiftin af því að hann var á sínum tíma fyrsti skák- maðurinn sem Karl Þorsteins vann á ólympíumótinu og vonuðust félagar Karls til þess að sigurinn á Indónes- anum hefði „sett hann í gang“. í viðureign íslendinga og Indónesa hafði Margeir Pétursson svart gegn Sitanggang og reyndi of snemma að hrifsa til sín frumkvæðið. Hann fékk afleita stöðu en var á góðri leið með að tryggja sér skiptan hlut þegar Indónesinn leyfði fyrir handvömm sömu stöðunni að koma upp þrisvar, en slíkt hefur sjálfkrafa í för með sérj'afntefli. Á öðru borði hafði Hannes Hlífar hvítt gegn Situru, en Situru sat ekki lengi I þetta sinn. Hann hafði fram að þessu staðið sig einna best allra annars borðs manna mótinu, en gerði sig nú sekan um mistök í byrjuninni og Hannes var ekki lengi að nýta sér þau. Hann beinlínis valtaði yfir Indónesann í fáeinum leikjum. í stað- inn fyrir að Situru kæmi til greina til verðlauna fyrir árangur á öðru borði er Hannes nú farinn að láta mjög að sér kveða í baráttunni um besta árangurinn á þriðja borði. Á þriðja borði gegn Indónesum tefldi Helgi Ólafsson með svörtu við Juswanto. Helgi hugðist líkt og Mar- geir hrifsa til sín frumkvæðið og átti um tíma dágóð tækifæri til þess, en lék ekki sem nákvæmast og stóð uppi með lakari stöðu. Hann hélt þó jafntefli án mikilla erfiðleika. Og á fjórða borði hafði Þröstur Þórhalls- son hvítt gegn Barus og samdi jafn- tefli fljótlega. Ýmsir hefðu vissulega búist við stærri sigri gegn Indónesíu, en mestu skipti að sigur vannst og ísland þok- aðist enn upp töfluna, Rússland vann ísrael, eða Rúss- land B eins og ísraelska liðið er stundum kallað þar sem það er skip- að eintómum útflytjendum frá Rúss- landi. Bandaríkin unnu Búlgaríu 2.5- 1,5 og Armenía vann Bosníu með sama mun. Úkraína vann Úzb- ekistan 3-1 og skaust upp í annað sætið á mótinu. Norðmenn töpuðu hroðalega fyrir Kazakstan, 0,5-3,5, og hefur koma Simens Agdesteins til liðs við liðið síður en svo haft góð áhrif á það. Hann tapaði á efsta borði. Og ekki vegnaði Dönum bet- ur, því þeirtöpuðu fyrir Bangla Desh,- 1.5- 2,5. Finnar unnu Singapore 3-1 en Færeyingar gerðu jafntefli við Paragvæ. Staðan í karlaflokki eftir 12. um- ferðir var þessi: 1. Rússland 33,5. 2. Úkraína 30,5. 3. Bandaríkin 30,0. 4. -8. Búlgaría, Króatía, Armen- ía, England og ísrael 29,0. 9.-14. ísland, Pánn, Ungveija- land, Georgía, Uzbekistan, Kína 28,5. 15.-17. Bosnía, Hollandi og Þýskaland. Kvennasveit Georgíu efst í kvennaflokknum hefur Georgía örugga forystu, 26,5 vinninga, en næst koma Rússar og Kínveijar me 24 vinninga, þá Englendingar og Úkraínumenn með 23,5. Frábært um helgina SKAK Jercvan, Armcníu ÓLYMPÍUSKÁKMÓTIÐ Ólympíuskákmótið er haldið í Arme- níu 15. september til 2. október. ÍSLENSKA skáksveitin hefur unnið sigur í þremur síðustu viðureignum og er í 3.-7. sæti með 31% vinning fyrir lokaumferðina á Ólympíumót- inu í Jerevan. Þetta er frábær frammistaða og fleiri vinningar en íslendingar hafa áður haft fyrir síð- ustu umferð á Ólympíuskákmóti. En lokaumferðin skiptir öllu máli, hag- stæð úrslit gætu jafnvel fleytt sveit- inni í verðlaunasæti, en við tap gæti sveitin fallið verulega niður töfluna. Ljóst er að erfitt hlutskipti bíður sveitarinnar, því andstæðingamir í síðustu umferð verða að öllum líkind- um Rússar. Frammistaðan í helgarumferðun- um og í gær var frábær. Á laugar- dag unnu íslendingar Þjóðveija með 2‘A vinningi gegn l'A. Á sömu leið fór gegn sveit Indónesíu á sunnudag og loks vannst sigur á Kína 3-1 í gær. Jóhann Hjartason er kominn í mikinn ham og vann báðar skákir sínar og það er athyglisvert að eng- inn skák tapaðist í þessum þremur viðureignum. Árangur allra sveitar- meðlima er á heildina litið viðun- andi, mest hefur reynt á Hannes Hlifar og Jóhann Hjartarson. Þröstur Þórhallsson, sem fékk útnefningu sem stórmeistari á þinginu í Jerevan og Helgi Áss Grétarsson hafa einnig staðið sig frábærlega með hvassri taflmennsku og mikilli þrautseigju. Heimsmeistarinn Garrí Kasparov byrjaði rólega á Ólympíuskákmótinu en hefur unnið hvetja skákina á fætur annari í síðustu umferðum. Við skulum að lokum fylgjast með hvernig hann lék fyrrum landa sinn sem fluttur er búferlum til ísarel. Hvítt: I.Smirin (ísarel) Svart: G.Kasparov (Rússland) Sikileyjarvörn I. e4 - c5 2. Rf3 - d6 3. d4 - cxd4 4. Rxd4 — Rf6 5. Rc3 — a6 6. Be3 - Rg4 7. Bg5 - h6 8. Bh4 - g5 9. Bg3 - Bg7 10. Be2 - h5 II. Bxg4?! Smirin hefur greinilega ekki áhuga að reyna kunnáttu heims- meistarans í byijunarfræðunum. 11. h4 gxh4 12. Bxh4 — Rc6 er hvass- ara framhald og eina leiðin fyrir hvítan til þess að reyna að öðlast frumkvæði 11 - Bxg4 12. f3 - Bd7 13. Bf2? - Rc6 14. Rd5 - Hb8! 15. 0-0 - e6 16. Rxc6 - bxc6 17. Re3 - d5! 18. Hbl - 0-0 Svartur hefur öðlast öruggt frum- kvæði með biskupaparið og sterka miðborðsstöðu. Kasparov hafði að- eins eytt níu mínútum af umhugsun- artíma sínum þegar hér var komið til sögu og því ekki ólíklegt að stöð- una hafi hann áður séð á vinnuborð- inu. 19. c4 - d4 20. Rc2 - e5 21. Rel - f5! 22. Rd3 - g4 23. Rc5 - gxf3 24. Dxf3 — fxe4 Sjá stöðumynd 25. Dxh5 25. Dxe4 — Bf5 26. Dxc6 strand- ar á 26 — Hc8! og svartur tapar liði. Nú verða hins vegar miðborðspeðin svörtu illráðanleg. 25 - De8 26. Dg5 - Hf5 27. Dd2 - e3! Þvingar fram unnið endatafl. 28. Bxe3 - Hxfl+ 29. Hxfl - dxe3 30. Dxd7 - Dxd7 31. Rxd7 - Hxb2 Svartur hótar nú 32 — e2 því eft- ir 33. Hel - e4 34. Kf2 - Bd4+ 35. Kg3 — Bc3 fellur hrókurinn. 32. Rf6+ - Bxf6 33. Hxf6 - Hxa2 34. Hfl - a5 35. Hel - e2 36. Kf2 — a4 37. Hbl - a3 38. Hb8+ - Kf7 39. Ha8 » b c d • I Q h 39..Hal! Laglegur leikur sem tryggir sjgur- inn. 40. Kxe2 - a2 Svartur gafst upp. Eftir 41. Kf2 - e4 32. h4 - e3+ 33. Ke2 - Hgl fellur hvíti hrókurinn. Karl Þorsteins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.