Morgunblaðið - 01.10.1996, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 01.10.1996, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 1. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Atök í Þverárrétt AÐ VENJU var líf og fjör í Þverárrétt í Eyja- en fjöldi fólks kom og fylgdist með átökunum fjarðarsveit um helgina. Hrossin fylltu réttina sem gjarnan fylgja hrossaréttum. Framkvæmdaáætlun hafnarstjórnar Dýpkun fiski- hafnar stærsta verkefnið HAFNARSTJÓRN Akureyrar hef- ur fyrir sitt leyti samþykkt fram- kvæmdaáætlun fyrir árið 1997. Áætlaður framkvæmdakostnaður í styrkhæfum framkvæmdum næsta árs er um 68,5 milljónir króna og er áætlaður hluti ríkisins um 53,2 milljónir króna. Stærsta framkvæmdin í fiskihöfninni Guðmundur Sigurbjörnsson hafnarstjóri segir að áætlunin sé samþykkt með fyrirvara um að fjármagn fáist til framkvæmd- anna. Stærsta framkvæmdin snýr að dýpkun í fiskihöfninni og hljóð- ar upp á rúmar 40 milljónir króna. Guðmundur segir að þar sé fyrir- hugað að moka upp um 85.000 m3 af efni og er í raun upphafið að frekari framkvæmdum þar. Með dýpkuninni eykst rýmið í Fiski- höfninni og gerir mögulegt að koma fyrir fleiri skipum þar. Rúmar 11 milljónir eru áætlaðar í frágang í Krossanesi en þar á eftir að steypa um 1.200 m2 þekju við nýja viðlegukantinn, byggja ljósamasturshús og koma upp lýs- ingu. Um 8 milljónir króna fara í að endurbyggja hluta af undirstöðu gömlu dráttarbrautarinnar í Slipp- stöðinni. „Þetta er gamalt vanda- mál og hefur þurft að gera reglu- lega í gegnum tíðina, vegna sigs á undirstöðum,“ segir Guðmundur. Ný farþegabryggja fyrir skemmtiferðaskip Fjórða verkið, sem ráðgert er að fara í á næsta ári, er bygging farþegabryggju í Bótinni við Strandgötu, norðan við Torfunefs- bryggjur. Við núverandi skilyrði hefur aðeins verið hægt að af- greiða einn bát í einu frá skemmti- ferðaskipunum sem liggja á Pollin- um en við nýju brygguna verður hægt að afgreiða í það minnsta tvo báta í einu, að sögn Guðmundar. Hafnarstjórn leggur jafnframt áherslu á að ný farþegabryggja verði tilbúin til notkunar fyrir komu fyrsta skemmtiferðaskipsins næsta vor. Grýtubakkahreppur Sambýli fyrir aldr- aða reist FYRIRHUGAÐ er að reisa sambýli fyrir aldraða á Greni- vík. Guðný Sverrisdóttir sveit- arstjóri segir að ófremdar- ástand ríki varðandi slíka þjón- ustu við aldraða íbúa hrepps- ins. Fólk sem komið er á efri ár og þurfí þjónustu með hafi m.a. þurft að flytjast búferlum til Akureyrar. Gert er ráð fyrir að um 400 fermetra hús verði reist, stað- setning hefur enn ekki verið endanlega ákveðin en horft er til svæðis í námunda við versl- unina á staðnum. í húsinu verður ein lítil íbúð auk 6 her- bergja. Áætlað er kostnaður verði um 30 milljónir króna. „Það er mjög brýn þörf fyr- ir sambýli fyrir aldraða í sveitarfélaginu, það er töluvert af eldra fólki í hreppnum sem þarf á þjónustu af þessu tagi að halda,“ sagði Guðný. Ellefu sækja um eina lóð ELLEFU umsóknir bárust um eina lausa lóð við Hörpulund, sem er á nýju byggingarsvæði ofan við Verkmenntaskólann á Akureyri. Sjaldgæft hefur ver- ið hin síðari ár að svo margar umsóknir berist um eina bygg- ingarlóð, en samkvæmt upp- lýsingum frá byggingardeild bæjarins eru mörg ár frá því ásókn í eina lóð hefur verið svo mikil. Lóðin þykir eftirsóknarverð vegna staðsetningar sinnar. Þetta er í annað sinn sem lóðin er auglýst, en einnig var mikið sótt um hana í fyrra sinnið. Ástæða þess að lóðin var aug- Iýst að nýju er að þeir sem hrepptu hana síðast féllu frá henni. Gífurleg fólksfækkun í Grímsey á árinu Ibúarnir nú innan við eitt hundrað GÍFURLEG fólksfækkun hefur orð- ið í Grímsey á árinu og eru íbúar í eyjunni nú innan við eitt hundrað talsins. Hinn 1. desember sl. voru íbúar í Grímsey skráðir 117 en frá þeim tíma og til ágústloka sl. hafa 17 íbúar flutt lögheimili sitt frá eynni, samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu íslands. Á móti flutti þriggja manna fjölskylda, sem rek- ur gistheimili í Grímsey yfir sumar- tímann, lögheimili sitt þangað í vor en fjölskyldan býr á Akureyri yfir vetrarmánuðina og er farin aftur upp á land. Ibúum hefur fækkað um rúmlega 20 til dagsins í dag og vitað er um fleiri sem eru að hugsa sér til hreyf- ings. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins hafa þijár ljögurra manna fjölskyldur flutt upp á fasta- landið, ein til Hafnarfjarðar, önnur í Borgarnes og sú þriðja til Akur- eyrar og einnig flutti bróðir konunn- ar sem flutti til Akureyrar upp á iand. Þá flutti sjö manna fjölskylda til Þórshafnar og hyggst búa þar í að minnsta kosti eitt ár. Um 75 manns með vetursetu Fimm manna fjölskylda í Gríms- ey hefur ijárfest í íbúð á Akureyri og hyggst flytja þangað, þótt ekki sé víst að það verði á þessu ári. Auk þess er ein kona til viðbótar á leið til Akureyrar í vetur. íbúafjöld- inn í eynni er því innan við eitt hundrað og samkvæmt upplýsing- um Morgunblaðins hafa um 75 manns vetursetu í eynni en m.a. fer námsfólk í skóla upp á fastalandið. Sautján ár eru síðan Grímseyingar náðu 100 íbúa markinu en 100. Grímseyingurinn fæddist árið 1979. Þorlákur Sigurðsson, oddviti Grímseyjarhrepps, segist ekki vita nákvæmlega hversu margir íbúar hafí flutt lögheimili sitt frá eyjunni en hins vegar sé rétt að nokkuð hafi verið um hreyfingu á fólki í vor og sumar. „Þetta lá í loftinu sl. vetur, það er ekki mikið við því að segja og sé enga ástæða til að vera með eitthvert væl. Ástandið hér er þokkalegt þótt aflabrögð hafi verið frekar dræm síðustu daga og reyndar lítið sjóveður." Byggist á sjósókn og sjávarafla Aðspurður um möguleika á að fjölga íbúum eyjarinnar aftur, sagð- ist Þorlákur ekki hafa neina patent- lausn á því máli. „Þetta byggist hér á þeim gamla atvinnuvegi fyrst og fremst að lifa á sjósókn og sjávar- afla eða vinnu því tengdri og ég sé nú ekki fyrir mér að hægt sé að benda á eitthvað annað í bili. Það er heldur ekki hægt að neita því að heldur hefur lifnað yfir möguleikum í þorskveiðum. Bæði hefur kvótinn verið aukinn aðeins og eins hefur verið gerð breyting til batnaðar á banndagakerfinu. Þá eru þær lagfæringar sem gerðar voru á höfninni í sumar einnig til bóta,“ sagði Þorlákur. Morgunblaðið/Guðmundur Þór Beðið eftir afa ÞÓRDÍS Árnadóttir var með barnabörnin, Þórdísi Ellen og tví- burana Trausta Karl og Heiðar Karl á göngu á bryggjunni í Ólafs- firði, en þau voru að taka á móti afa barnanna, Trausta Aðalsteins- syni sem rær á trillunni Söru ÓF. Þann daginn fékk Trausti um 400 kíló af vænum þorski. -------» ♦ ♦------- Gróðursett á góðu hausti ÞAÐ hefur verið nóg að gera hjá. krökkunum í 4. bekk Barna- skóla Ólafsfjarðar, en þau hafa notað veðurblíðuna þessa haust- daga til að gróðurselja tré ásamt kennurum sínuni. Morgunblaðið/Guðmundur Þór
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.