Morgunblaðið - 01.10.1996, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 01.10.1996, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. OKTÓBER 1996 29 LISTIR «. FRANKFURTCR BUCNMESSE IS4S »- u u o z < -I K n > > n o J IRELKNO ANO ITS OIASPORA ÍRLAND verður í brennidepli á Bókastefnunni. ÍRLAND verður í brennidepli á Bóka- stefnunni í Frankfurt sem er sú 48. í röðinni. Bókastefnan sem verður sett í dag með ávarpi forseta og nóbelsskálds Ira og kanslara Þýska- lands sem vel að merkja er líka rit- höfundur (höfundur matreiðslubókar í samvinnu við konu sína), stendur til 7. október. í fyrstu er stefnan aðeins opin blaðamönnum, sérstök- um gestum og bókaútgáfu- og bók- sölufólki, en öðrum áhugamönnum verður samkvæmt venju hleypt inn um helgina. Á stefnunni verður fjöldi rithöf- unda, gagnrýnenda og blaðamanna auk útgefenda og bóksala sem vit- anlega ráða ráðum sínum og taka mikilvægar ákvarðanir í útgáfumál- um. Þetta er í raun markaðstorg út- gáfunnar. Sumt hefur þegar verið ákveðið svo að menn koma bara til Frankfurt til að sýna sig og sjá aðra um leið og þeir skrifa undir samn- inga. Það er útgefendum keppikefli að geta hampað sem frægustum höf- undum og er enginn skortur á blaða- mannafundum með þeim frægustu. Þjóðveijar leggja sérstaka áherslu á að efna til funda með sínum höfund- um og er þýska sýningarsvæðið jafn- an fullskipað og þröng á þingi. íslenskir rithöfundar ná fótfestu Tveir íslenskir sýningarbásar verða í Frankfurt að þessu sinni eins og undanfarin ár. Mál og menning og Forlagið sýna saman og Vaka- Helgafell sér. íslenskir útgefendur eiga þó fleiri fulltrúa en starfsmenn þessara stóru forlaga. Á Bókastefn- una koma ýmsir sem eiga þangað erindi enda ekki nauðsynlegt að vera hólfaður af til að stunda bókavið- skipti. Það er þó óneitanlega nokk- urs virði að íslendingar sýni og upp- lýsi um sinn hlut. Góðu heilli hafa margar íslenskar bækur verið þýddar á erlend mál og vaxandi fjöldi rithöfunda nær fót- festu á erlendum markaði. Þetta gerist ekki án öflugs kynningarstarfs og útgáfustyrkir eru í flestum tilvik- um nauðsynlegir. Þótt fyrrnefnd for- lög leggi yfirleitt megináherslu á bókmenntaverk fyrir börn og full- orðna eru landkynningarbækur, mat- reiðslubækur og aðrar handbækur ofariega á blaði. Til þess að gefa nokkra hugmynd um umfang stefnunnar má upplýsa að 330.000 bækur verða sýndar á 184.000 fermetrum. Sýnendur verða 9.000 frá 100 löndum. Reiknað er með 320.000 gestum. + ________ ______ Irland í brennidepli á Bókastefnunni í Frankfurt Heimsbókmenntir í skng’g’a sundmngar Bókastefnan í Frankfurt verður sett síðdegis í dag með því að Mary Robinson forseti írlands, írska Nóbelsskáldið Seamus Heaney og Helmut Kohl kanslari Þýskalands ávarpa gesti. Jóhann Hjálm- arsson telur vel við hæfi að Irar séu í forystu í Frankfurt sem mikil bókmenntaþjóð. Það eru ekki bara venjulegar bækur í Frankfurt. Tölvubækur, rafræn boðskipti og margmiðlun hvers konar ryðja sér til rúms. Geisla- diskum fjölgar sífellt og deild hinna rafrænu sam- skipta verður stærri og stærri. Skammt undan eru sýnd veggspjöld og eftirprentanir listaverka og klámiðnaðurinn er á sínum stað. Fjölbreytni mannlegra samskipta blómstrar í Frankfurt. Vargas Llosa friðarverðlaunahafi Meðal viðburða á stefnunni er veiting Frið- arverðlauna þýskra bók- sala og útgefenda. At- höfnin fer að venju fram í Pálskirkju (á sunnudag- inn kl. 11) að viðstöddum forseta Þýskalands og fleiri áhrifamönnum. Verðlaunin hlýtur rithöf- undurinn Mario Vargas Llosa frá Perú sem nú JAMES Joyce er kunnastur allra írskra rithöfunda. Málverk eftir Jacques-Emile Blanche, 1935. er orðinn spænskur ríkisborgari. Sá sem lofar hann í ræðu er annar frið- arverðlaunahafi, Spánveijinn Jorge Semprún, rithöfundur og fyrrverandi menntamálaráðherra Spánar. Skáldsögur eftir Vargas Llosa hafa komið út á íslensku, tvær í þýðingu Sigrúnar Ástríðar Eiríks- dóttur: Pantaljón og sérþjónustan og Hver myrti Moleró? Hann hefur látið að sér kveða í stjórnmálum, var í framboði til forseta Perú og tapaði naumlega. Að mati þýsku dómnefndarinnar er Vargas Llosa „einn af hinum stóru rithöfundum Rómönsku-Ameríku, Spánar og Evrópu og lýsir frábær- lega pólitískum átökum". Landar Ódysseifs í því felst mótsögn að tala um íra sem landa Odysseifs, það eru vissu- lega Grikkir, en sé tekið mið af kunn- asta bókmenntaverki íra á þessari öld, skáldsögunni Ódysseifí eftir Ja- Nuala Ní Dhomhnail Mario VargasLlosa mes Joyce, má vonandi bregða á leik. Þessi skáldsaga Joyce, sem fáir hafa lesið orði til orðs en allir tala um, er einhver byltingarkenndasta til- raun til að lýsa degi í lífi eins manns, Dublinarbúans Leopolds Bloom, og á sér þrátt fyrir nýstárleikann mjög klassískar skírskotanir. Hún liggur nú fyrir í þýðingu Sigurðar A. Magn- ússonar. Joyce gerði fleiri tilraunir í skáld- sagnagerð, m.a. í skáldsögunni BÓKASTEFNAN í Frankfurt kynnir það nýjasta á sviði bóka og margmiðlunar. Finnegans Wake, en samdi einnig smásögur sem eru yfirleitt hefð- bundnari að frásagnarhætti. Hann var líka ljóðskáld, en lét ekki eftir sig nema tvö kver, réttara sagt eina Ijóðabók, Kammermúsík, sem hann jók og endurbætti. Að frægð kemst ljóðskáldið og leikritahöfundurinn William Butler Yeats einna næst Joyce. Hann fékk Nóbelsverðiaun 1923. Eitt helsta ljóð Yeats' er ort út af Páskauppreisninni 1916 þegar lýst var yfir lýðveldi í gamla Pósthúsinu í Dublin og Bretar svöruðu með byssukúlum og sprengj- um. Þar fæðist „hin hræðilega feg- urð“ sem Yeats nefndi svo í ljóði. Dulhyggja Yeats og þjóðtrú og feg- urðar- og fullkomnunarhyggja birtist með fáguðum hætti í leikritum hans og kliðmjúkum ljóðum. Hann er eitt þeirra skálda sem vex og dýpkar með aldrinum og þar leikur óþol skáldsins stórt hlutverk. Meðal þeirra sem þýtt hafa Ijóð Yeats eru Magnús Ásgeirsson, Helgi Hálfdanarson og Þóroddur Guðmundsson. Samuel Beckett var Iri en skrifaði einkum á frönsku. Leikrit hans, eins og Beðið eftir Godot og skáldsögurn- ar Molloy og Dauði Malones, eru meðal tímamótaverka og færðu hon- um Nóbelsverðlaun 1969. Áður var John Millington Synge á ferli með Playboy of the Western world og Riders to the Sea og gerðist írskast- ur allra leikritahöfunda með dvöl sinni á Araneyjum. Það er samdóma álit manna að fáar þjóðir hafi lagt jafnmikið af mörkum til leikritagerðar og írar, enda dramatískir í eðli sínu og ákaf- lyndir samræðumenn. Hallamálið Síðustu áratugi hefur ekkert írskt skáld vakið jafn mikla athygli og Seamus Heaney sem fékk Nóbels- verðlaun í fyrra. Rætur Heaneys í írskum jarðvegi eru ljósar, enda sæk- ir hann yrkisefni í írskt hversdagslíf, sögu, trú og goðafræði. Oft yrkir hann beint og óbeint um ástandið á írlandi samtímans, ógnir og hryðju- verk sem gripið er til þegar annað sýnist gagniaust. Nýjasta ljóðabók Heaneys, Hallamálið, kom út í vor. Karl Guðmundsson er helsti þýðandi Heaneys á íslensku. Paul Muldoon er yngra skáld en Seamus Heaney, ekki jafn hefðbund- inn en speglar einnig hörmungar daglega lífsins, skelfingar tvístraðrar þjóðar. í framvarðarsveit skálda sem yrkja á gelísku er Nuala Ní Dhom- hnaill, alin upp í írskumælandi hluta á Vestur-írlandi en býr skammt fyr- ir utan Dublin. Meðal þeirra sem þýtt hafa ljóð hennar á ensku er þrístirnið John Montague, Heaney og Muldoon. Flann O’Brien er einn þeirra írsku höfunda sem virðist ætla að verða tískuhöfundur nú, en var forsmáður meðan hann lifði. Kunnasta verk hans, At Swim — Tvo Birds, seldist í 250 eintökum og útgefendur endur- sendu honum handrit bóka sinna. Glasið var þá eina huggunin. Meðal þeirra sem kunnu að meta þetta brautryðjandaverk í skáldsagnagerð sem byggist að nokkru á goðafræði en er uppreisn gegn raunsæislegri frásögn voru Graham Greene og Jorge Luis Borges. Nú er því skipað við hlið klassískra nútímaskáldsagna eftir höfunda eins og Albert Camus og Nathalie Sarraute. Edna O’Brien er skáldsagnahöf- undur sem storkað hefur ströngum kaþólskum siðalærdómum í heima- landi sínu með munúðarfullum læsi- legum sögum; meðal söguefna henn- ar eru léttlyndar írskar stúlkur í London. Jafnréttisbaráttan er þó undirstaða bóka hennar. Það er ótrúlegt hve írar hafa lagt mikið af mörkum til sinna eigin bók- mennta og heimsbókmennta. Á póst- korti sem Rithöfundasafnið í Dublin hefur gefíð út með myndum írskra rithöfunda er fátt eitt talið úr for- ystusveit þeirra, en þar má sjá Jonat- han Swift (höfund Gúllivers), Mariu Edgeworth, Bram Stoker (Drakúla- höfund), Lady Gregory, Oscar Wilde, George Bernard Shaw, William Butl- er Yeats, James Joyce, Sean O’Cas- ey, Patrick Kavanagh, Samuel Bec- kett og Brendan Behan. Irland og sundrung þess er áletrun á merki Bókastefnunnar 1996. í kynningu kemur fram sá fróðleikur að írar séu 78 milljónir og eru þá íbúar írlands í því dæmi og fólk í Bandaríkjunum, Kanada, Nýja Sjá- landi, Ástralíu og Bretlandi sem telur sig írskt. Metsölubók í sjónvarpsleshring Washington. The Daily Telegraph. VALD bandarísku sjónvarps- konunnar Oprah Winfrey er þvílíkt að aðeins níu dögum eft- ir að hún sagði þeim 15 milljón- um áhorfenda, sem horfa jafnan á spjallþátt hennar, að kaupa bók óþekkts rithöfundar trón- aði hún á toppi bandaríska bók- sölulistans. Winfrey kvaðst í þætti sinum ætla að stofna nokkurs konar sjónvarpsleshring. Hún vildi fá Bandaríkjamenn til að lesa bæk- ur að nýju og kynnti jafnframt fyrstu bókina sem lesa ætti, „The Deep End of the Ocean“ eftir Jacquelyn Mitchard, 43 ára blaðamann í lausamennsku frá Madison i Wisconsin. „Þið verð- ið öll að kaupa þessa bók,“ var fyrirskipun sjónvarpskonunnar. Utgefandinn brá við skjótt og lét prenta 640.000 eintök og dugði varla til. Bókin er nú á metsölulista The New York Times, The Wall Street Journal og USA Today og hefur slegið út höf- unda á borð við Tom Clancy og Stephen King. Winfrey segir viðbrögðin hafa komið henni ánægjulega á óvart en hún er yfirlýstur lestrarhestur og seg- ist hafa leitað huggunar í bók- um sem barn sökum þess hve einmana hún var. Höfundurinn, Mitchard, er ekki síður furðu lostinn. Hún skrifaði bókina eftir að eigin- maður hennar lést úr krabba- meini fyrir þremur árum. Segist hún liafa byggt bókina á draumi, sem hana dreymdi, en hún fjallar um viðbrögð for- eldra við því er yngsta barni þeirra er rænt á hóteli. Viking Books-útgáfufyrir- tækið heillaðist svo af bókinni að Mitchard fékk um hálfa millj- ón dala, um 33 milljónir ísl. króna í fyrirframgreiðslu. Þá hefur leikkonan Michelle Pfeiff- er keypt kvikmyndaréttinn og hyggst gera sjónvarpsmynd eft- ir bókinni. Atganginum hefur ekki linnt í bókaverslunum, að sögn Win- freys. „Fólk kemur í bókabúð- irnar og segir: Við viljum Oprah- bókina. Fólki er þá rétt bókin sem ég skrifaði fyrir nokkrum árum og þá svarar það: Nei, við viljum hina bókina. Þetta leiðir til þess að mín bók selst verr en áður en mér er alveg sama,“ segir sjónvarpskonan. Premium PC ítesiaapÍQD í t<ölms í dfegjS Turnkassi Pentium 133 örgjörvi 16MB ED0 minni 1280MB diskur 2MB PCI S3 skjákort 8 hraða CD-drif Soundblaster 16VE 10W Hátalarar 15" hágæða litaskjár Lyklaborð og mús Windows 95 uppsett Aðeins kr. 144.900 stgr. Digital á íslandi Vatnagarðar 14-104 Reykjavík Sími 533-5050 - Fax 533-5060
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.