Morgunblaðið - 01.10.1996, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 01.10.1996, Blaðsíða 40
-40 ÞRIÐJUDAGUR 1. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ + AÐSENDAR GREINAR Lotning fyrir lífi MAÐUR er nefndur Albert Schweitzer, læknir, heimspeking- ur, mannvinur, sem lifði og starf- aði lengst af við frumstæð skilyrði inni í svörtustu Afríku, þar sem baráttan um brauðið er hvað hörð- ust og eitt dýrið lifir á öðru. í þessum myrkviði starfaði hann til þess að lina þjáningar inn- fæddra og hjálpa þeim við líkam- lega kröm og bæta andlega vel- ferð þeirra. Og þarna varð til sú heimspeki eða siðfræði, sem er -+5tði fögur og lærdómsrík og gæti falist í þremur orðum: Lotn- ing fyrir lífi. Mér kemur þetta í hug nú vegna umræðna í fjölmiðlum að undan- förnu um verknað sem gengur gegn þessari kenningu. Fjölskylda ein gekk til fjalls til að njóta kyrrð- ar, friðar og fegurðar á síðsumar- degi, foreldrar með börn sín, og Gail flísar - V — tlvl FtI iLL - s Stórhöfða 17, við Gullinbrú, sími 567 4844 upp í hugann kemur falleg mynd. En svo verður lítið dýr á vegi þeirra, sem raunar er einn hlekkur í þeirri náttúru sem þau voru að skoða og njóta og þetta litla dýr átti eflaust heimili sitt og afkvæmi og maka þama í fjallshlíðinni, en það átti ekki grið- land í hugum þessara „náttúruskoðara" og var elt uppi, króað af og drepið með egg- hvössu gijóti. Þetta er ljótur endir á góðri ferð og hefir vakið óbeit margra. En nú langar mig til þess að víkja frá þessu leiða atviki, að sið- fræði Schweitzers, en ég hefi áður vitnað til hennar opinberlega og ég tel, að hún eigi erindi til allra, ekki síst þeirra sem stæra sig af því að vera veiðimenn úr veiði- mannaþjóðfélagi og að þeir eiga allan rétt til að drepa og eyða og jafnvel mergsjúga þá náttúru sem þeir eru raunar hluti af. Siðfræði Schweitzers er einföld og skýr. Hann segir m.a. „Þegar maður skoðar huga sinn kemur fljótt fram þessi meðvitund: Ég er líf, sem vill lifa meðal lífs sem vill lifa. í öllu sem lif- ir umhverfis mig er sami lífsvilji knúinn sama afli. í sínu eigin lífi lifir maðurinn einnig annarra líf. Þar með sér hann mið, sem hann á að lifa eftir: Að vernda líf, styrkja líf, styðja þroskahæft líf til þess að njóta sín sem best. Þetta er gott. Hitt er illt að eyða lífi eða vinna því tjón, hamla þroskahæfu lífi. Þetta er hin algilda megin- regla siðfræðinnar. Siðfræðin hefir hingað til aðeins fengist við afstöðu mannsins til manna. En þetta er of takmarkað viðhorf. Allt líf á að vera mannin- um heilagt, líf jurtar og dýra alveg eins og líf mannsins. Ollu sem lif- ir á hann að hjálpa, hann á að finna til takmarkalausrar ábyrgð- ar gagnvart öllu sem andar. Sú siðfræði sem byggist á lotn- ingu fyrir lífi felur í sér allt, sem vér nefnum kærleik, meðaumkun, hjálpfýsi, hluttekningarsemi. En nú býr tilveran yfir þeirri ægilegu gátu að lífsviljinn er sjálfum sér sundurþykkur. Ein lífveran lifir á annarri. Og maðurinn kemst ekki Ragnar Fjalar Lárusson í Skeifunni Skeitan Skeifan J U' Höfum á boðstólum, auk lyfja, allar almennar apóteksvörur svo sem / hjúkrunarvörur, heilsuvörur, hreinlætisvörur, snyrtivörur, barnavörur, linsuvökva o.fl. Afsláttur til elli- og örorkulífeyrisþega: 20% af lyfseðilsskyldum lyfjum. 10% af öllum öðrum vörum Almennur afsláttur: 10% af lyfseðilsskyldum lyfjum Opið virka daga kl. 8 - 19 og laugardaga kl. 10 - 16 Skeifan SKEIFUNNI 8, RFYKJAVÍK SÍMI: 588 1444, FAX 588 1443 F R í HEIMSENDINGARÞJÓNLSTA VIRKA DAGA OG LAUGARDAGA Allt líf á að vera mann- inum heilagt, segir Ragnar Fjalar Lárus- son, öllu sem lifir á hann að hjálpa. heldur hjá því að lifa á öðru lífi, tortíma verum til þess að geta bjargast sjálfur. Þetta er lögmál, sem ekki verður umflúið. En manninum ber að takmarka nauð- ung þess eftir megni. Því ber hon- um að afneita sundurþykki lífsvilj- ans eftir því sem í hans valdi stendur, auðsýna öllu kviku mis- kunn, forðast að valda þjáningu og reyna að hjálpa öllu sem finnur til. Sú lífsafstaða sem byggist á lotningu fyrir lífinu er jákvæði og æðsta hugsjón hennar er að mað- urinn þroskist í kærleika." (S.E. Albert Schweitzer.) Það er því skýlaus skylda allra manna að fara vel með dýrin, og þegar þarf að aflífa þau, skal það gert á mannsæmandi hátt. Dýrin eru minni en vorir minnstu bræð- ur, og ef til vill muna einhveijir ennþá hvað Frelsarinn sagði um þá: „Allt sem þér gjörið einum minna minnstu bræðra það hafið þér gjört mér.“ Að lokum vil ég minna alla, ekki síst þá sem telja sig eiga og ráða í náttúrunnar ríki, á þessi orð Ritningarinnar: Villist ekki. Guð lætur ekki að sér hæða. Það sem maður sáir mun hann og upp- skera. Fram hjá því lögmáli kemst enginn maður. Höfundur er prófastur. Helgi Hálfdanarson I vændum í RÍKI náttúrunnar skiptast á skin og skúrir, ísaldir og blóma- skeið. A ferli þróunar verða hæð- ir og lægðir, gróska og hnignun. Þvílíkur öldugangur er saga þjóða; slík er framvinda menning- ar á flestum sviðum. Þar skiptir sköpum hversu vel góðærið hefur búið í haginn þegar harðnar í ári. Eftir það heillaskeið íslenzkrar tungu, sem oss er tamt að kalla gullöld bókmennta vorra, gekk yfir íslenzkt mannlíf sú ógnaröld sem aldrei verður með orðum lýst og telja má undur að þjóðin skyldi lifa af. En svo kjarngott var eðli hennar að hún hélt velli; og mik- ils háttar bókmenntir voru orðnar þjóðtungunni slík kjölfesta, að hún komst af og öðlaðist í fyll- ingu tímans sinn fyrri ljóma. Og aldrei hafa íslendingar lagt meiri rækt við sína „dýru feðratungu" en á þeirri öld sem senn er á enda runnin. Þess er þó ekki að dyljast, að veðrabrigði liggja í lofti. Bylgju- gangur virðist enn ætla að stað- festa lögmál sitt. Vakinn er grun- ur um viðsjála lægð, sem vandséð er hveiju muni tortíma eða skila þegar frá líður. Skiptir þá mestu hversu styrkar eru varnirnar. Sem andsvar við hvatningu til aðhalds og festu á liðnum árum tekur gálaus fijálshyggja og laus- látt umburðarlyndi smám saman að veikja stöðu þjóðtungunnar í samskiptum við ágengt heims- mál. Jafnvel heyrist því haldið fram, að ekki skuli rangt mál leiðrétt, svo að enginn fari að tjá sig á erlendu máli fremur en að eiga á hættu ofanígjöf fyrir að misþyrma móðurmálinu. Yrði þá íslenzka eina tungumálið sem ekki væri leiðrétt í íslenzkum skólum. Hitt hefur mörgum blöskrað, að móðurmálskennsla skólanna skuli ekki vera burðugri en svo, að foreldrar þurfi að standa í því að leiðrétta jafnvel fjölmiðla, sem hafa málspjöll fyr- ir börnum þeirra sí og æ. Margur horfir með hrolli til þeirra kjara, sem vaxandi sam- runi Evrópuþjóða muni skapa ís- lendingum. Fásinna væri að loka augum fyrir því, að svo kann að fara, að íslendingum verði gert ólíft án þess að gangast undir meiri eða minni efnahags- og stjórnarfars-afskipti valdfrekra og gráðugra stórvelda, hvað sem af kann að leiða. Fari svo, er aðeins ein leið til að varðveita sjálfstæða íslenzka menningu, og það er verndun þjóðtungunnar. Viðbúið er, að maklegt stolt af fegurð landsins hrykki skammt til þjóðhyggju, ef ekki kæmi til dýrmætur menningararfur, sem umfram allt er fólginn í tungu vorri og sögu. Reyndar á saga þjóðarinnar og bókmenntir fornar pg nýjar ekki lítinn þátt í ást íslendinga á landi sínu. Hætt er við, að kenndir þeirra til íslenzkr- ar náttúru og íslenzkra byggða væru ekki þær sömu, hefði Jónas aldrei dregið til stafs. Einhvers staðar hef ég haldið því fram, að meginástæðan til þess, að varðveita beri sem flest- ar þjóðtungur, sé sú, að það sem sagt verður á einu tungumáli, verður ekki sagt hið sama á neinu máli öðru. Þegar þjóðtunga deyr, glatar veröldin að eilífu dýrmæt- um sköpunar-vettvangi, þar sem upp gat vaxið sá gróður, sem hvergi annars staðar hefði sprott- ið fram. Hvorki gat Sonatorrek né Gunnarshólmi orðið til á neinu öðru máli en íslenzku, og því verður hvorugt það kvæði þýtt á neina aðra tungu. Til þess að njóta þeirra til hlítar verða menn að læra íslenzku og kynna sér sögu íslendinga. Sama máli gegnir um alla orðsins list. Hvernig sem horfir, skiptir mestu, að varðsveitir íslenzkrar þjóðmenningar haldi vöku sinni og beri gæfu til að forða móður- málinu frá þeim óförum sem gætu riðið því að fullu. Þar reyn- ir á íslenzka skóla, íslenzka fjöl- miðla, og íslenzka rithöfunda. Það sem öðru fremur kallar að, er veruleg efling móðurmáls- kennslu í skólum. Því er ekkert brýnna en að heija kennarastétt- ina til þeirrar fremdar sem henni ber. En þannig er nú að henni búið, að yfir vofir vaxandi at- gervisflótti. Augljóst mætti vera, að það eina, sem honum fær aftrað, er stórbættur hagur kenn- ara á öllum skólastigum. Ekki má við una fyrr en úrvalsfólk laðast þar til starfa. Atburðir gerast hratt nú á dögum, og á þeim vettvangi þola úrbætur enga bið. Ekkert minna en sjálf- stæð íslenzk menning er í veði. Fátt veit ég meiri viðurstyggð í sambúð þjóða en þjóðrembu. Hins vegar ber þess að minnast, að íslenzkt mál varðar ekki að- eins metnað og hag smárrar ey- þjóðar. Glatist tunga Snorra og Jónasar, yrði það óbætanlegt áfall fyrir samféiag Jarðarbúa, sem svo mjög á hamingju sína undir því, að litrík og fijósöm fjölbreytni fái dafnað á sem flest- um sviðum menningar. Því mega íslendingar aldrei gleyma, að þeim er falin ábyrgð á einu merk- asta ..bókmenntamáli veraldar, sem hefur að geyma nokkuð af því sem hæst ber í menningar- sögu allra þjóða, og tekur list- rænni þjálfun öld fram af öld. Þeirri gersemi munu engir aðrir bjarga, ef Islendingar sjálfir bregðast hlutverki sínu, því virðu- legasta og fegursta sem þeim er falið. +
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.