Morgunblaðið - 01.10.1996, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 01.10.1996, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGURil. OKTÓBER 1996 39 -• Verð: 38.000 kr. m.vsk HP DeskJet 820 Cxi Tæknilegar upplýsingar: Prenthraði: allt að 6,5 blaðslður á min. í sv/hv, allt að 4 blaðsíður á mín. i lit. Prentar undir Microsoft Windows (95, 3.1). 600x600 dpi í sv/hv. 600x300 dpi i tit. C-REt tækni og Cotor Smart sem hámarkar litagæðin. AÐSEINIDAR GREIIMAR inn geti laskast við það að hróflað sé við honum sem og að ímynd okkar lands gæti verið í hættu. Hvað þetta varðar má benda á skýrslu jarðeðlisfræðingsins dr. Guðmundar Pálmasonar sem gerð var síðla árs 1992 fyrir Náttúru- verndarráð. f skýrslunni kemur fram það álit Guðmundar að sápu- gjöf í þeim tilgangi að örva Geysi eða aðra goshveri til goss sé þeim ekki skaðleg. Sú sápa, sem sett er í vatnið, leysist upp og kemur að mestu eða öllu leyti upp aftur með gosinu. Einnig kemur fram að ef ekki verði hróflað við Geysi í fram- tiðinni þá sé hætta á að kísilhrúðrið i kringum hverinn molni af ágangi gesta sem og af notkunarleysi. Það hafl einungis jákvæð áhrif á hverinn að láta hann gjósa, raufarnar hreinsast auk þess að viðhalda hrúðrinu sem er eitt af sérkennum Geysis. Að endingu minnir Guð- mundur á það að víða erlendis sé fjöldi fyrirmynda að náttúruundrum þar sem fram fer samspil náttúru og manns og greiða þar gestir að- gangseyri. Af þessu má því ljóst vera að náttúruundrið Geysir þarfn- ast skynsamlegs samstarfs við manninn og þar þarf Náttúruvernd- arráð að vera í fararbroddi. Látum Geysi gjósa - við höfum ekki efni á öðru fsland er aðeins eitt af fjölmörg- um ríkjum jarðar sem er að keppa á sífellt harðnandi markaði um hylli ferðamannsins. Þessari harðn- andi samkeppni er meðal annars farið að bera á hér á landi en blik- ur eru á lofti að sú aukning sem verið hefur í ferðaiðnaðinum und- anfarin ár sé að minnka, jafnvel staðna. Hugsanlegar ástæður þessa má sjá þegar fylgst er með erlendum sjónvarpsrásum en þar má sjá í auglýsingatímum heilu löndin kynna land sitt og þjóð. Sum þessara landa eru að keppa um hylli sama markhópsins og ísland og má þar meðal annars minnast á áhrifaríka auglýsingu frá Skot- landi. í þessari auglýsingu eru sýnd sú menning og náttúruundur sem Skotland hefur að bjóða í einstöku samblandi við tónlist og listrænar myndatökur. í sumum kynningar- myndum um ísland er Geysir látinn gjósa en þar er þó hvergi minnst á að síðast hafl hann gosið árið 1991. Því hljótum við að spyrjg.. okkur hvort við viljum að það sem gæti verið eitt helsta aðdráttarafl landsins eigi að vera í dái. Að mínu áliti höfum við einfaldlega ekki efni á því enda þarf hvert eitt land að nýta öll þau spil sem það hefur á hendi til að kynna land sitt og þjóð, annars er líklegt að það verði undir í samkeppninni um ferða- manninn. Með réttu kynningar- og markaðsstarfí væri hægt að fá gíf- urlega „ókeypis“ auglýsingu sem vafalaust myndi skila þjóðarbúinu auknum arði. Ef við Islendingar ætlum okkur ekki að eyða elliárunj- um með allt hálendið undirlagt af vatni og mengunarvaldandi stóriðj- ur á helstu töngum landsins verðuyff-. við að hugsa um alla þá þætti sem hjálpað geta okkur í eflingu þjóðar- tekna á skynsaman hátt. Höfundur er nemandi í útflutningsmarkaðsfræði við Tækniskóla íslands. * Markaðssetjum Island - látum Geysi gjósa Hvergi er minnst á, segir Hugi Hreiðar- son, að Geysir gaus síðast 1991. sem ráðið vilji að landinn hinkri við og bíði eftir næsta stóra Suður- landsskjálfta svo að við getum bar- ið undrið augum. Það var árið 1916 sem Geysir gaus síðast sökum jarð- hræringa og ef ekki hefði komið til inngrip mannsins þá værum við enn að bíða eftir gosi. Það var í apríl árið 1935 sem Trausti Einars- son og Jón Jónsson frá Laug grófu um 50 sm djúpa rauf norðanmeginn í kísilbarm Geysisskálarinnar og tókst þannig að lífga hverinn við svo dugði í nokkur ár. Ef þessir menn hefðu ekki gripið inn í gang- verk náttúrunnar sem og Hrafn Gunnlaugsson og Þórir Sigurðsson gerðu 30. ágúst árið 1981 þá væru einungis til gamlar svarthvítar ljós- myndir af hvernum að gjósa. Öllum ætti því að vera ljóst að erfitt hefði verið að skapa það aðdráttarafl sem Geysissvæðið hefur í dag ef inn- grips mannsins í gangverk náttúr- unnar hefði ekki notið við. Gagnrýnisraddir segja að um- hverfismengun sé að sápunni, hver- HP býður glæsilegt úrval af bleksprautuprenturum allt frá 20.000 kr. NÚ ER að ljúka 6. goslausa sumrinu án þess að einn frægasti goshver hejmsins, Geysir, gjósi. Ástæðu þessa gosleysis má rekja til ákvörðunar Náttúruverndarráðs frá 20. mars árið 1992. Þann dag ákvað ráðið að ekki skyldu fram- kölluð gos af manna- völdum í Geysi eða eins og segir orðrétt í fundargerð ráðsins: „Töluverð gagnrýni hefur komið fram á það að gos voru fram- kölluð í Geysi. Að vandlega athuguðu máli telur Nátt- úruverndarráð að virða beri það náttúruundur sem Geysir er og hefur (ráðið) því ákveðið að ekki verði framkölluð gos í Geysi“. Ekki er rökstutt nánar í fundar- gerðinni ástæða þessarar ákvörðunar en líklega spilar þar inn í annarsvegar það jarðrask sem verður þegar hróflað er við hvern- um og hins vegar sú umhverfis- og sjónmengun sem verður til þeg- ar sápa er sett I hann. En tvær hliðar eru á öllum málum og spurn- ing er: Felst náttúruvernd í al- gjörri friðun náttúrunnar eða getur komið til samspil náttúru og manns? Ef algjör frið- lýsing væri stefna ráðsins þá ætti hún að loka borraufinni sem boruð var í Strokk árið 1963. Síðan þá hefur Strokkur eingöngu gosið vegna inngrips mannsins og víst er að minna væri um ferða- menn á Geysissvæðinu ef gosa hans nyti ekki við. Hér er því um tví- skinnung að ræða en aðdráttarafl svæðisins er staðreynd - þetta skapar gjaldeyri og er jafnframt auglýsing fyrir landið. Hvers vegna má Geysir eklu gjósa? Geysir er til staðar en virkni hans er engin og bæði leikmenn sem lærðir eru búnir að gefa út dánarvottorð hans. Það er eðli hvera að mynda útfellingu af kísil í aðfærsluæðum sem síðan byrja að þrengjast líkt og kransæðar þannig að ekki berst nægilega heitt vatn til a§ suða geti myndast á réttu dýpi til að mynda gos. Þessar æðar þurfa að hreinsast eða nýjar að koma í staðinn til að gos geti myndast aftur og þar þurfa jarð- hræringar að koma til. Svo virðist Hugi Hreiðarsson. 'S.i aj huer^u ^y^feuJleLl lacKarcl er meát LeyptL prentari í heimi Sterkustu rökin fyrir að kaupa HP DeskJet 820 Cxi prentara færðu þegar þú berð hann saman við aðra prentara. Prentaðu í lit eða svart/hvítu á venjulegt Ijósritunarblað meó HP 820 Cxi prentaranum - þú veist um leið að hann er rétti prentarinn! Prófaðu síðan að prenta sama skjalið á sambærilegan pappir meó öórum prentara. Þegar þú berð saman gæði, prenthraða og rekstrarkostnað verður þér Ijóst aó HP 820 Cxi prentarinn á í reynd engan keppinaut. Gerðu kröfur -HP DeskJet 820 Cxi uppfyllir þær! Viðurkenndir sölu- og þjónustuaðilar-------------------- ~~------------------------------- HEWLETT PACKARD AC0, Skipholti 17, s. 562 7333 BOÐEIND Boðeind, Mörkinni 6, s. 588 2061 <fí> Heimilistæki hf ÁTæknival Einar J. Skúlason, Grensásvegi 10, s. 563 3000 Heimilistæki, Sætúni 8, s. 569 1500 Tæknival, Skeifunni 17, s. 550 4000 Upplýsingatækni, Ármúla 7, s. 550 9090 Upplýsingatækni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.