Morgunblaðið - 01.10.1996, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 01.10.1996, Blaðsíða 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 1. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Afkoma Landsbankans eftir átta mánuði Hagnaðurinn 272millj. kr. HAGNAÐUR af rekstri Lands- banka íslands og dótturfélaga fyrstu átta mánuði ársins nam 272 milljónum króna eftir fjármagnsliði og skatta. Allt síðastliðið ár var hagnaður bankans 175 milljónir. Brynjóifur Helgason, aðstoðar- bankastjóri Landsbankans, segir að helstu skýringarnar á bættri afkomu bankans séu áframhaldandi lækkun á framlagi í afskriftarreikning út- lána sem skýrist m.a. af bættri af- komu fýrirtækja í landinu. „Launa- kostnaður bankans hækkar minna en sem nemur almennum launa- hækkunum, rekstartekjur hafa auk- ist hjá bankanum og vaxtamunur hefur lækkað minna en var áætlað í upphafí árs,“ segir Brynjólfur. Iðnlánaþróunin hagstæð Innlánaþróunin var bankanum hagstæð fyrstu átta mánuði ársins. Heildarinnlán bankans, að banka- bréfum og bankavíxlum meðtöld- um, námu í lok ágúst tæplega 77 milljörðum króna og hafa aukist um 6,3 milljarða eða 9% frá síðustu áramótum. Að sögn Brynjólfs hafa útlán bankans ekki aukist að sama skapi, en þau námu 81,5 milljörð- um króna í lok ágúst og höfðu lækkað um 2,2 milljarða, eða 2,6% á árinu. í frétt frá Landsbankanum kem- ur fram að í tilefni af 110 ára af- mæli bankans gafst viðskiptavinum kostur á að leggja inn á sérstakan 12 mánaða sparireikning, afmælis- bréf, í júlímánuði. Reikningurinn hlaut góðar viðtökur hjá sparifjár- eigendum og voru lagðar 707 millj- ónir króna inn á reikninginn. Eiginfjárhlutfall Landsbanka ís- lands og dótturfélaga í lok ágúst er um 9%. ER BÓKHALDSKERFIÐ OF HÆGVIRKT? Þú færð betri svörun d CONCORDE með AlphaServer Digital á íslandi Vatnagaröar 14-104 Reykjavík Sími 533-5050 - Fax 533-5060 Morgunblaðið/Ásdís FRÁ blaðamannafundi Kaupþings, f.h. Olivier d’Auriol, aðalbankastjóri hjá Rothschild, Guðmundur Hauksson, stjórnarformaður Kaupþings, Anne de la Valleé Poussin, bankastjóri, Hreiðar Már Sig- urðsson, framkvæmdastjóri Rekstrarfélags Hávöxtunarfélagsins hf., Jean Heckmus, forstöðumaður hjá Rothschild og Guðrún O. Blöndal, markaðsstjóri. Nýtt dótturfyrirtæki Kaupþings hf. í Lúxemborg Kymur íslensk verð- bréf í Evrópuríkjum KAUPÞING hf. hyggst með stofnun nýs dótturfyrirtækis í Lúxemborg og rekstri verðbréfasjóða þar í landi vekja athygli fjárfesta um alla Evr- ópu á möguleikum á ávöxtun fjár- magns í _ verðbréfum í íslenskum krónum. í því sambandi teiur fyrir- tækið t.d. að hin víðtæka verðtrygg- ing hér á ríkistryggðum skuldabréf- um geti verið fýsilegur kostur fýrir fjárfesta. Hér á landi hafi vextir ver- ið hærri en víðast erlendis og það geti einnig freistað eriendra fjárfesta. „Við höfum um langt skeið reynt að markaðssetja íslensk verðbréf til íslenskra fjárfesta, en nokkrir þrösk- uldar eru í vegi fyrir því,“ sagði Sigurður Einarsson, starfandi for- stjóri Kaupþings, á fundi með blaða- mönnum í gær. „íslensk verðbréf eru í pappírsformi, en einnig eru engin verðbréf í íslenskum krónum skráð í neinni kauphöll nema hjá Verðbréfaþingi íslands. Þá þekkja erlendir aðilar ekki til reglugerða hérlendis. Hins vegar eru 12 þúsund verðbréfaflokkar skráðir í kauphöll- inni í Lúxemborg. Þegar þetta tvennt kemur saman, þ.e. pappírslaus við- skipti og daglegar upplýsingar um fjárfestingar, þá teljum við að tveim- ur af þeim meginþröskuldum, sem hafa verið í vegi fyrir því að útlend- ingar hafi fjárfest, sé rutt úr vegi.“ Kaupþing hefur efnt til samstarfs við Rothschild-bankann um stofnun fyrirtækisins, en hann verður vörslu- aðili verðbréfasjóðanna í Lúxem- borg. Bankinn er hluti af Edmond De Rothschild-bankasamsteypunni sem hefur höfuðstöðvar sínar í Genf í Sviss. Hann teygir anga sína víða um heim því auk þess að starfrækja útibú í Lúxemborg er að fínna útibú í Suður-Ameríku, Máritaníu, Lond- on, Hong Kong og Taipei. Olivier d’Auriol, aðalbankastjóri hjá Rothschild, kvaðst telja hugsan- legt að verðtryggð íslensk skulda- bréf gætu vakið einhvern áhuga meðal evrópskra fjárfesta. Hlutabréf hér á landi hefðu hins vegar hækkað mikið að undanförnu þannig að óvíst væri hvaða möguleikar væru á sölu þeirra nú, en í því efni gætu án efa falist tækifæri í framtíðinni. Kröfuhart bankaeftirlit í Lúxemborg Guðmundur Hauksson, stjórnar- formaður Kaupþings, sagði á fund- inum að stofnun hins nýja fyrirtæk- is í Lúxemborg hefði reynst vera mjög flókið mál. „Kaupþing hefur verið tekið til skoðunar m.a. hjá bankaeftirlitinu í Lúxemborg sem er mjög kröfuhart og hefur mjög stífar reglur. Lúxemborg er mjög virt land hvað snertir rekstur fjár- málafyrirtækja og fyrir vikið er far- ið mjög gaumgæfilega í gegnum allar umsóknir um uppsetningu á sjóðum, bæði hvað snertir persón- urnar sjálfar og fyrirtækin. Það eru margir mánuðir frá því við tókum ákvörðun um að stofna fyrirtækið, en undirbúningurinn sjálfur hefur tekið nokkur ár. Fyrst leituðum við að því hvar ætti að setja niður starf- semi af þessu tagi og þegar ákvörð- un hafði verið tekin um Lúxemborg töluðum við við marga banka. Við enduðum með því að velja Rot- hschild." |J 1IITADDCCACIÁAIID MLU IADl\CrA)IUyUI\ NORÐURLANDS HF„ * i HLMENNT HLUTAFJÁRÚTBOÐ Utgefandi: Hlutabréfasjóður Norðurlands hf. Sölutímabil: 1. október 1996 til 1. apríl 1997. Nafnverð hlutabréfanna: 119.029.494 kr. Sölutímabil: Sölugengi bréfanna er í upphafi 2,22 til almennra kaupenda, en 2,00 til núverandi hluthafa í hlutfalli við núverandi eign þeirra. Tilboð þetta gildir til 11. október nk. A útboðstímanum verður gengi sjóðsins reiknað út daglega og munu söluaðilar veita upplýsingar um gengi hverju sinni. Söluaðilar: Kaupþing Norðurlands hf., Kaupþing hf., auk afgreiðslu Búnaðarbankans og sparisjóða á Norðurlandi. Skráning: Áður útgefin hlutabréf Hlutabréfasjóðs Norðurlands hf. eru skráð á Verðbréfaþingi íslands og hefur félagið einnig óskað eftir skráningu á þeim hlutabréfum sem gefin verða út í þessu útboði. Vænst er að viðskipti með ný hlutabréf hefjist á VÞI þegar útboði lýkur. Umsjónaraðili útboðs: Kaupþing Norðurlands hf. Útbobs- og skráningarlýsing liggur frammi hjá saluabilum og útgefanda. 44% KAUPÞING AÍORÐURLANDS HF -Löggilt verðbréfafyrirtæki Kaupvangsstrœti 4, 600 Akureyri - sími 462 4700, fax 461 1235 Dalur hækk- argagn- vartjeni London. Reuter. GENGI dollars gegn jeni hefur ekki verið hærra í 2 1/2 ár vegna nýrra vísbendinga um hægari efnahags- bata Japana og aukins bils milli vaxta í Bandaríkjunum og Japan. Dollarinn "komst hæst í 111,66 jen í Evrópu og urðu sérfræðingar varir við auknar fjárfestingar jap- anskra stofnana erlendis. Fundur sjö helztu iðnríkja heims (G7) um helgina treysti einnig stöðu dollars. A fundinum létu fjár- málaráðherrar og seðlabankastjór- ar í ljós ánægju með núverandi gjaldeyrisgengi. Lágt verð á gulli Gull heldur áfram að lækka í verði og í gær seldist únsan á inn- án við 380 dollara í fyrsta skipti í rúmt ár. Lokaverð var 378,60 dollarar únsan í London. Gull seldist síðast á innan við 380 dollara 6. septem- ber 1995. Verðið hefur stöðugt lækkað í fjórar vikur. Spákaupmenn fóru að selja þegar þeir urðu úrkula vonar um að verðið mundi hækka og jjrýstu verðinu niður. Ymsir telja síðustu lækku stafa af nýjum þrýstingi vegna gullsölu bandarískra fjárfestingasjóða. Skandia er ekki til sölu STJÓRNARMAÐUR í sænsku tryggingasamsteypunni Skan- dia segir að tryggingafélagið Skandia á íslandi sé ekki til sölu. Viðræður hafí átt sér stað, en niðurstaðan hafí orðið sú að selja ekki fyrirtækið og því sé það ekki til sölu. Per Björgás, sem sæti á í stjórn tryggingafélagsins Skandia í Svíþjóð, sagði að íslensk fyrirtæki hefðu sýnt áhuga á starfsemi Skandia á íslandi nýlega og viðræður hefðu átt sér stað. Skandia hefði hins vegar ákveðið að athuguðu máli að slíta þessum viðræðum og halda áfram óbreyttri starfsemi sinni á ís- landi. Fyrirtækið væri því ekki til sölu. Aðspurður sagði Björgás að viðræður um kaup á fyrir- tækinu hefðu komið til að frumkvæði viðræðuaðila Skandia. Skandia hefði ekki átt frumkvæðið. Þeir hefðu hins vegar athugað málið af þessu tilefni og komist að þeirri niðurstöðu að ekki væri um hagkvæman kost að ræða. I > > i i í í i I i I I I- I i r r l i I L í I i t i l
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.