Morgunblaðið - 01.10.1996, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 01.10.1996, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. OKTÓBER 1996 25 ERLENT Taleban-hreyfingin ræður þremur fjórðu hlutum Afganistan Flóttamenn flykkjast að landamærum víð Pakistan Konum sagt að hylja andlitið og körlum að láta skeggið vaxa Islamabad, Kabul, Torkham. Reuter. SKÆRULIÐAR Taleban-hreyfing- arinnar sögðust í gær hafa tekið Kapisa-hérað, norður af höfuðborg- inni Kabúl, en þeir ráða nú um 75% Afganistan. Mikill mannfjöldi hefur safnast saman við landamærin að Pakistan sem eru lokuð, en Pakist- anar óttast að flóttamannastraum- urinn inn í landið muni aukast um allan helming. Er ekki síst um að kenna strangtrúarstefnu Taleban, sem hafa fyrirskipað körlum að láta sér vaxa skegg og konum að hylja andlit sitt, auk þess sem þeim er jneinað að vinna utan heimilis. í gærmorgun var tilkynnt að Taleban hefðu náð Jabal os-Siraj, sem var eitt helsta vígi eins herfor- ingja stjórnarhersins, Ahmad Shah Masood, eftir þriggja klukkustunda bardaga. Stjórnarherinn stöðvaði hins vegar framrás Taleban við Pansjher-dal, urn 60 km norður af höfuðborginni. Ovíst er hvernig Taleban mun ganga að taka dal- inn, sem mönnum Mashood tókst að veija gegn ásókn Sovétmanna á áttunda áratugnum. Hliðum lokað Pakistanskir landamæraverðir gættu þess vandlega að hlið að landamærunum við Afganistan væru lokuð en þúsundir manna hafa safnast við þau á síðustu vik- um. Stöðvuðu landamæraverðirnir bílalest Alþjóðaráðs Rauða kross- ins, alls 35 bíla, sem fluttu um 20 tonn af mat frá Pakistan til Kab- úl. Töldu verðirnir ekki óhætt að hleypa lestinni í gegnum hliðið, þar sem mannfjöldinn myndi þá reyna að komast yfir landamærin. Margir Afganir eru óttaslegnir vegna hreintrúarstefnu Taleban, ekki síst konur. „Við höfum glatað frelsi okkar,“ sagði ein þeirra í samtali við fréttamann Reuters. Talsmaður hreyfingarinnar neitaði því í gær að hreyfingin hygðist banna konum að afla sér menntun- ar, að minnsta kosti ekki hjúkrun- armenntunar. Margir skólar fyrir stúlkur eru hins vegar enn lokaðir og konum er bannað að vinna utan heimilis, á skrifstofum og fleiri stöðum. Þær konur sem verða að hætta að sækja vinnu, munu fá laun fyrir að sitja heima, að því er sagði í tilskipun leiðtoga Taleban, Mullah Mohammad Omar. Ekki er ljóst hversu lengi það verður. Á sunnudag var karlmönnum sem starfa í opinberum stofnunum og í hernum, fyrirskipað að láta sér vaxa skegg. Þá er konum fyrir- skipað að hylja andlit sitt á al- mannafæri. Reuter LÍK Najibullah, fyrrverandi forseta Afganistan, og bróður hans, Ahmed Zai, hengu uppi á Ariana-torgi í Kabúl eftir að Taleban- skæruliðar tóku þá af lífi. Jevgení Prímakov, utanríkisráðherra Rússlands, fordæmdi í aftökurnar og sagði þær „viðurstyggilegt morð“. Um helgina var að minnsta kosti fjórum konum misþyrmt á götum úti fyrir að óhlýðnast tilskipunum Taleban um klæðaburð. Neitar að hafa myrt Olof Palme Jóhannesarborg. Reuter. ANT White, fyrrverandi liðsmaður rhódesískra sérsveita, vísaði því á bug í gær, að hann hefði átt ein- hveija aðild að morðinu á Olof Palme, fyrrverandi forsætisráð- herra Svíþjóðar, sem myrtur var í lok febrúar 1986 í Stokkhólmi. Dirk Coetzee, foringi suður- afrískra dauðasveitar, hélt því fram við sænska blaðamenn, að hann hefði fengið upplýsingar um að White hefði vegið Palme. Sænski forsætisráðherrann var svarinn andstæðingur minnihluta- stjórna hvítra manna í Rhódesíu og Suður-Afríku en aldrei hefur tekist að upplýsa morðið á honum. White sagði að yfirlýsingar Co- etzee hefðu enga þýðingu og hann ætti ugglaust eftir að draga þær til baka. Sagðist hann vera tilbúinn að leggja málið í dóm réttra yfir- valda og fá sig hreinsaðan af áburðinum. White rekur nú timburverk- smiðju í Mósambík. Ron Reid- Daly, yfirmaður Whites í sérsveit- um stjórnar Ians Smiths í Rhódes- íu, sagði að hann hefði verið af- burða hermaður. Sagðist Reid- Daly lítið mark taka á ásökun Coetzee. „Það eru allir orðnir hundleiðir á þessum hugleysingjum sem alltaf eru að reyna að koma sök af sjálf- um sér yfir á aðra,“ sagði Reid- Dalby. Eugene de Kock, arftaki Co- etzee sem yfirmaður skítverka- deildar suður-afrísku öryggislög- reglunnar, sagði við réttarhöld í Pretoríu í síðustu viku samverka- mann sinn, Craig Williamson, hafa framið ódæðið. Því vísaði Williamson alfarið á bug sem hreinum hugarburði. Hann og White ráku saman fyrir- tæki á síðasta áratug er vann m.a. að njósnum fyrir suður-afrísk yfir- völd. Játaði Williamson að hafa á sínum tíma staðið fyrir þrem sprengjutilræðum gegn andstæð- ingum aðskilnaðarstefnu stjórnar- innar í Pretoríu. HEALTHILIFE TRYGGIR GÆÐIN Heilsuefni sem virka Antioxidant- Betacaroten B-fjölvítaniín . C-500 vítamín Calcium- Pantothen E-500 vítamín Fólinsýra-járn 4/40 Ginseng Ginkgo-biloba Hár & Neglur, Hvítlaukur, Kvöldvorrósaolía, Lesetin, Þaratöflur, Q-10 (30 mg.). Fœst i mörgum heilsubúðunt, apótekum og niörkuöum. BIO-SELEN UMB. SIMI 557 6610 SUIEP varmaskiptar stjórnbúnaður Þú finnur |j varla betri ij lausn. i[ EHÉÐINNs VERSLUN SELJAVEGI 2 SÍMI 562 4260 NÝ HÖNNUN Léttari m Meðfærilegri Ræstivagnar - Á EINSTÖKU VERÐI #- MINIVA6NINN Burðargrind úr heilsteyptu plasti sem gerir hann mun léttari en aðra vagna. Allir hlutar vagnsins framleiddir til að endast. Nick vagninum fylgja tvær 15L. föturogpressa. Rilsan handfang. Verð kr. 15.998.- án vsk. TANDUR Dugguvogi 1-104 Er tveggja hólfa. Hentar jafnt stofnanir Verð kr. 8.554.- án vsk. aðbera hann milli hæðaán þess að taka pressuna úrvagninum. Mini vagninn Litli stórí v Ný, lítil, létt og afar nett ryksuga frá Aí^ Rosso ryksugc aðri tösku sem hefur gan kemur í vandaori tösku margvíslegt notagildi q/ /o orkusparnaburl 14.900,- stgr. Óko Vampyr Rosso Fjórföld ryksíun Stillanlegur sogkraftur Stillanlegt Sogrör Fylgihlutageymsla Tveir auka sogstútar Inndraganleg snúra Rykpoki 4,0 lítrar 750wött (Nýtt sparar 30% orku skilar sama sogKrafti og 1400w mótor) Umbobsmenrt um alll iand Reykjavík: Byggt og Búiö Kringlunni. Vesturland: MálningarþjónustanAkranesi, Kf. Borgfiröinga, Borgarnesi. Blómsturvellir, Hellissandi. Guðni E.Hallgrímsson, Grundarfiröi. Vestfiröir:. Geirseyrarbúöin, Patreksfiröi. Rafverk.Bolungarvík. Straumur.ísafiröi. Noröurland: Kf.Steingrímsfjaröar, Hólmavík. Kf. Húnvetninga, Blönduósi. Skagfiröingabúö, Sauöárkróki. KEA, byggingavörur, Lónsbakka, Akureyri. KEA.Dalvík. Kf. Þingeyinga, Húsavík. Urð, Raufarhöfn. Austurland: Sveinn Guömundsson, Egilsstööum. Verslunin Vík, Neskaupsstaö. Kf. Fáskrúösfiröinga, Fáskrúösfiröi. KASK, Höfn Suðurland: Mosfell, Hellu. Árvirkinn, Selfossi. Rás, Þorlákshöfn. Jón Þorbergsson, Kirkjubæjarklaustri. Brimnes, Vestmannaeyjum. Reykjanes: Stapafell, Keflavík. Rafborg, Grindavík. Hönnun: Gunnar Steinþórason / FlT / BO-07.96-AEG Rosso
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.