Morgunblaðið - 03.10.1996, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 03.10.1996, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 3. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI ÚA segir upp verkstjórum og starfsmönnum í löndun Breytingar fyrir- hugaðar í vinnslunni ÚTGERÐARFÉLAG Akureyringa hf. hefur sagt upp öllum starfs- mönnum í löndunarhópi fyrirtækis- ins, alls 22 mönnum, þar af tveim- ur verkstjórum. Uppsagnarfrestur starfsmannanna er þrír til sex mánuðir. Þá hefur þremur verk- stjórum í landvinnslu, tveimur á Akureyri og einum á Grenivík, verið sagt upp störfum vegna skipulagsbreytinga. Guðbrandur Sigurðsson fram- kvæmdastjóri ÚA segir að fram- undan séu ákveðnar breytingar í vinnslunni og hann vonast til að þær verði gerðar með góðu sam- komulagi við starfsfólk og verka- lýðsfélagið. „Við stefnum að því að fara í þessar breytingar á næsta ári og gera um leið ákveðnar skipu- lagsbreytingar. Liður í því er að einfalda stjórnkerfið og gera það markvissara og skilvirkara." Nú þegar er búið að gera ákveðnar breytingar í vinnslunni, koma upp lausfrysti og pokapökk- unarlínu og bráðlega verður settur upp nýr flokkari frá Marel. „Það sem eftir er í dag er sjálf snyrtilín- an. Þar höfum við horft til nýrrar hönnunar frá Marel, en sú úr- vinnsla gefur meiri möguleika á úrvinnslu á snyrtiborðunum, auk þess sem hún fer miklu betur með hráefnið." Samvinna við starfsfólk nauðsynleg Guðbrandur segist hafa mikla trú á því að hægt sé að gera já- kvæðar breytingar í vinnslunni, gera hana samkeppnishæfari, bæði gagnvart annarri landvinnslu, eins og söltun, svo og sjóvinnslunni. Guðbrandur segir nauðsynlegt að þessar breytingar gangi í gegn í góðri samvinnu við starfsfólk, en hann sér ekki fyrir sér að fara þurfi í neinar fjöldauppsagnir þeim samfara. Löndunin boðin út Varðandi uppsagnir á starfs- mönnum í löndunarhópnum segir Guðbrandur að á árum áður hafi eingöngu verið ísfiskskip í rekstri hjá ÚA en með breytingum á skip- unum og minni skipastóli hafi ver- ið minna að gera í löndun nú í seinni tíð. „Hins vegar er mjög mikilvægt að hafa til taks löndun- arhóp, ekki síst við löndum úr ís- fiskskipunum, en ég held að eðli- legra sé að bjóða út þennan þátt og það hyggjumst við gera. Þeir aðilar sem vinna í löndun hjá okk- ur hafa óskað eftir því að fá að bjóða í þennan þátt og það finnst okkur af hinu góða.“ Gulli o g Snúður fá þorsk KETTIRNIR Gulli og Snúður. Snúlla og Loppa hafa væntanlega ekki verið sviknir um kvöldmat- inn, en vinkonurnar Erla, Guðrún og Rannveig komu færandi hendi með nýveiddan og spriklandi þorsk sem beit á hjá Guðrúnu við Togarabryggjunna í hellidemu gærdagsins. „Einu sinni þegar við vorum að koma úr skyldusundi sáum við sjó- inn og langaði allt í einu að fara að veiða,“ sögðu stúlkurnar sem fengu ósvikna veiðidellu eftir fyrstu ferðina niður á bryggju. „Þetta er svo ofboðslega skemmti- legt. Við höfum komið hingað þrjá daga í röð,“ sögðu þær. Við hlið þeirra var fullur poki af rækjum sem notaðar eru sem beita með góðum árangri. „Við fáum rækj- urnar á Strýtu. Nei, við þekkjum engan þar, við biðjum bara fallega um þær og þeir gefa okkur alltaf dálítið." Mesti aflinn sem þær stöllur hafa fengið er 45 fiskar á einum degi „og næsta dag fengum við 33“. Mæður þeirra fá það hlut- verk að gera að aflanum áður en kettir í eigu vina og vandamanna fá að gæða sér á soðningunni. UA-bréfin seld á geng- inu 4,98 SALA á hlutabréfum Akureyrarbæj- ar í Útgerðarfélagi Akureyringa hf. hefst um miðjan október, að sögn Jóns Halls Péturssonar, fram- kvæmdastjóra Kaupþings Norður- lands hf. Akureyrarbær samdi við Kaupþing Norðurlands um að annast sölu bréfanna, sem eru að nafnvirði 132,2 milljónir króna. í fyrsta áfanga sölunnar er starfs- fólki ÚA og bæjarbúum 18 ára og eidri boðinn forkaupsréttur á bréfun- um. Hveijum og einum er heimilt að kaupa fyrir 131.000 krónur að nafnverði. Bréfin verða seld á sölu- genginu 4,98 sem þýðir að hver ein- staklingur getur keypt fyrir um 650.000 kr. Sölutíminn í forkaupi er um 2-3 vikur. Kaupþing Norðurlands mun gefa kaupendum hlutabréfa í fyrsta áfanga kost á láni til þess að ijár- magna hluta af hlutabréfakaupum sínum til að allt að þriggja ára. Ekki er þó enn ljóst hversu hátt láns- hlutfaliið verður. Að sögn Jóns Halls hafa verið töluverð viðskipti með hlutabréf í ÚA á Verðbréfaþingu síðustu vikur, á genginu 4,86-4,98. i I I í I I I ! I Atvinnuástandið á Akureyri Ekki verið betra frá árinu 1992 261 á atvinnuleysisskrá fiskiðnaðinum í bænum og það sé helsta ástæðan fyrir hversu margir vom þá á skrá. Blikur á lofti Hins vegar eru blikur á lofti þessa dagana og nokkuð hefur verið um uppsagnir starfsfólks að undanförnu. Eins og komið hefur fram í Morgun- blaðinu, hefur Hótel KEA sagt starfsfólki á veitingasviði upp en stefnt er að því ráða sem flesta aft- ur. Strýta og Söltunarfélag Dalvíkur hafa sagt upp um 25 starfsmönnum og jafnframt vaktavinnusamningi í rækjuvinnslu. Þá hefur Útgerðarfé- lag Akureyringa hf. sagt upp starfs- mönnum í löndunargengi fyrirtæk- isins og nokkrum verkstjórum. UM SÍÐUSTU mánaðamót var 261 á atvinnuleysisskrá á Akureyri, samkvæmt yfírliti frá Vinnumiðiun- arskrifstofunni, 77 karlar og 184 konur. Á sama tímabili í fyrra var 321 á atvinnuleysisskrá, 130 karlar og 191 kona. Að sögn Sigrúnar Björnsdóttur, forstöðumanns Vinnumiðlunarskrif- stofunnar, hefur atvinnuástandið í bænum ekki verið jafn gott á þess- um árstíma og frá árinu 1992. Til viðbótar er hluti þess fólks, sem er á skrá um þessar mundir, með hluta- starf. Um mánaðamótin ágúst/sept- ember sl. voru 337 á atvinnuleysis- skrá á Akureyri. Sigrún segir að á þeim tíma hafi verið vinnslustopp í Morgunblaðið/Kristján ERLA, Guðrún og Rannveig sem eru í 6. bekk Oddeyrarskóla kampakátar með nýveiddan þorsk við Togarabryggjuna. Þó að þær séu með veiðidellu læra þær alltaf heima áður en þær tölta af stað með stöngina niður á bryggju. Snorrií Deiglunni SNORRI Ásmundsson mynd-. listarmaður opnar sýninguna: Mát pát kát heysát á Kaffi Karólínu á laugardag, 5. október næst- komandi kl. 14. Verkin á sýningunni eru stór og smá og er hún tileinkuð indíánum í Norður- Ameríku. Hugsanlegt er að orkuflámamyndin: Flotkona- Kínakota verði með ef hún kem- ur í tæka tíð frá Bandaríkjunum þar sem hún hefur verið sýnd í tveimur borgum, New York og San Francisco í 17 mínútur í hvort skipti. Kyrrðar- stund LAUFÁSPRESTAKALL: Kyrrðar- og fyrirbænastund í Svalbarðskirkju næstkomandi sunnudagskvöld kl. 21. Biblíusýning í Safnaðar- Starfsemi FSA í eðlilegt horf eftir samdrátt í sumar Áfram færri rúm á handlækningadeild STARFSEMI Fjórðungssjúkra- hússins á Akureyri er nú komin í eðlilegt horf, en í sumar og fram til nýliðinna mánaðamóta var dregið úr henni m.a. með fækkun rúma á deildum, dregið var úr mannahaldi og þremur deilum var lokað um hríð. Sumarstarfsemi á handlækningadeild hefur þó verið framlengd til næstu mánaðamóta sem þýðir að 15 rúm af 25 verða í notkun til októberloka. Vignir Sveinsson starfandi framkvæmdastjóri Fjórðungs- sjúkrahússins á Akureyri sagði að aðhaldsáætlun sumarsins hefði gengið eftir eins og til stóð. Hann sagði að hún hefði að mestu byggst á þeirri samdráttaráætlun sem gerð var fyrir síðasta ár, en fjárveitingar til sjúkrahússins fyrir bæði árin voru áþekkar. „Grunnur- inn að starfsemisáætluninni í sum- ar var að gera ráð fyrir svipaðri fjárveitingu og var í fyrra, miða starfsemina við það sem þá var og reyna að láta enda ná þannig saman,“ sagði Vignir. Lítilsháttar halli „Ég held að óhætt sé að segja að í heildina hafi starfsemin í sum- ar tekist eins og ráð var fyrir gert og við höfum ekki fengið inn á okkar borð tilkynningar um að fólk hafi orðið fyrir óþægindum vegna minni starfsemi," sagði Vignir. Lítilsháttar halli er á rekstri Fjórðungssjúkrahússins, en Vignir sagði hann óverulegan, inn- an við 1% miðað við stöðuna í lok ágúst síðastliðinn. Þrátt fyrir skertar fjárveitingar á undanför- um árum hefur tekist að stýra rekstrinum innan þeirra ramma sem settir hafa verið og stefnt að því að svo verði einnig í ár. Fjár- veiting til sjúkrahússins í ár nema rúmlega 1,3 milljarði króna sem er 2,67% hærra framlag en á síð- asta ári en forsvarsmenn sjúkra- hússins hafa lýst þeirri skoðun sinni að halda þurfi vel á spöðun- um til að endar nái saman. heimilinu i í BIBLÍUSÝNING verður opnuð í | anddyri safnaðarheimilis Akureyrar- kirkju í dag, fimmtudag. Sýningin var útbúin í fyrra, í tilefni af 180 ára afmæli Hins íslenska Biblíufé- lags og hefur yfirskriftina „Biblían, hvernig varð hún til?“ Auk kynningar á ritunarsögu Biblíunnar, sem sögð er í máli og myndum, er saga Biblíuþýðinga | kynnt, saga íslensku Biblíunnar og Hins íslenska Biblíufélags. í frétt frá Akureyrarkirkju er | kennurum og nemendum þeirra sér- staklega bent, á sýninguna í Akur- eyrarkirkju, en unnt er að fá leið- sögn um hana fyrir hópa eftir sam- komulagi. Þeim sem áhuga hafa á slíku er bent á að hafa samband við presta Akureyrarkirkju. Sýningin er opin virka daga frá kl. 9-12 og 13-17. Hægt er að . skoða hana á öðrum tímum en sýn- ingin er ennfremur opin í tengslum ( við starf í kirkjunni á kvöidin og um ■ helgar. Henni lýkur 16. október næstkomandi. i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.