Morgunblaðið - 03.10.1996, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 3. OKTÓBER 1996
MORGUNBLAÐIÐ
AKUREYRI
ÚA segir upp verkstjórum og starfsmönnum í löndun
Breytingar fyrir-
hugaðar í vinnslunni
ÚTGERÐARFÉLAG Akureyringa
hf. hefur sagt upp öllum starfs-
mönnum í löndunarhópi fyrirtækis-
ins, alls 22 mönnum, þar af tveim-
ur verkstjórum. Uppsagnarfrestur
starfsmannanna er þrír til sex
mánuðir. Þá hefur þremur verk-
stjórum í landvinnslu, tveimur á
Akureyri og einum á Grenivík,
verið sagt upp störfum vegna
skipulagsbreytinga.
Guðbrandur Sigurðsson fram-
kvæmdastjóri ÚA segir að fram-
undan séu ákveðnar breytingar í
vinnslunni og hann vonast til að
þær verði gerðar með góðu sam-
komulagi við starfsfólk og verka-
lýðsfélagið. „Við stefnum að því
að fara í þessar breytingar á næsta
ári og gera um leið ákveðnar skipu-
lagsbreytingar. Liður í því er að
einfalda stjórnkerfið og gera það
markvissara og skilvirkara."
Nú þegar er búið að gera
ákveðnar breytingar í vinnslunni,
koma upp lausfrysti og pokapökk-
unarlínu og bráðlega verður settur
upp nýr flokkari frá Marel. „Það
sem eftir er í dag er sjálf snyrtilín-
an. Þar höfum við horft til nýrrar
hönnunar frá Marel, en sú úr-
vinnsla gefur meiri möguleika á
úrvinnslu á snyrtiborðunum, auk
þess sem hún fer miklu betur með
hráefnið."
Samvinna við starfsfólk
nauðsynleg
Guðbrandur segist hafa mikla
trú á því að hægt sé að gera já-
kvæðar breytingar í vinnslunni,
gera hana samkeppnishæfari, bæði
gagnvart annarri landvinnslu, eins
og söltun, svo og sjóvinnslunni.
Guðbrandur segir nauðsynlegt að
þessar breytingar gangi í gegn í
góðri samvinnu við starfsfólk, en
hann sér ekki fyrir sér að fara
þurfi í neinar fjöldauppsagnir þeim
samfara.
Löndunin boðin út
Varðandi uppsagnir á starfs-
mönnum í löndunarhópnum segir
Guðbrandur að á árum áður hafi
eingöngu verið ísfiskskip í rekstri
hjá ÚA en með breytingum á skip-
unum og minni skipastóli hafi ver-
ið minna að gera í löndun nú í
seinni tíð. „Hins vegar er mjög
mikilvægt að hafa til taks löndun-
arhóp, ekki síst við löndum úr ís-
fiskskipunum, en ég held að eðli-
legra sé að bjóða út þennan þátt
og það hyggjumst við gera. Þeir
aðilar sem vinna í löndun hjá okk-
ur hafa óskað eftir því að fá að
bjóða í þennan þátt og það finnst
okkur af hinu góða.“
Gulli o g
Snúður
fá þorsk
KETTIRNIR Gulli og Snúður.
Snúlla og Loppa hafa væntanlega
ekki verið sviknir um kvöldmat-
inn, en vinkonurnar Erla, Guðrún
og Rannveig komu færandi hendi
með nýveiddan og spriklandi
þorsk sem beit á hjá Guðrúnu við
Togarabryggjunna í hellidemu
gærdagsins.
„Einu sinni þegar við vorum að
koma úr skyldusundi sáum við sjó-
inn og langaði allt í einu að fara
að veiða,“ sögðu stúlkurnar sem
fengu ósvikna veiðidellu eftir
fyrstu ferðina niður á bryggju.
„Þetta er svo ofboðslega skemmti-
legt. Við höfum komið hingað þrjá
daga í röð,“ sögðu þær. Við hlið
þeirra var fullur poki af rækjum
sem notaðar eru sem beita með
góðum árangri. „Við fáum rækj-
urnar á Strýtu. Nei, við þekkjum
engan þar, við biðjum bara fallega
um þær og þeir gefa okkur alltaf
dálítið." Mesti aflinn sem þær
stöllur hafa fengið er 45 fiskar á
einum degi „og næsta dag fengum
við 33“. Mæður þeirra fá það hlut-
verk að gera að aflanum áður en
kettir í eigu vina og vandamanna
fá að gæða sér á soðningunni.
UA-bréfin
seld á geng-
inu 4,98
SALA á hlutabréfum Akureyrarbæj-
ar í Útgerðarfélagi Akureyringa hf.
hefst um miðjan október, að sögn
Jóns Halls Péturssonar, fram-
kvæmdastjóra Kaupþings Norður-
lands hf. Akureyrarbær samdi við
Kaupþing Norðurlands um að annast
sölu bréfanna, sem eru að nafnvirði
132,2 milljónir króna.
í fyrsta áfanga sölunnar er starfs-
fólki ÚA og bæjarbúum 18 ára og
eidri boðinn forkaupsréttur á bréfun-
um. Hveijum og einum er heimilt
að kaupa fyrir 131.000 krónur að
nafnverði. Bréfin verða seld á sölu-
genginu 4,98 sem þýðir að hver ein-
staklingur getur keypt fyrir um
650.000 kr. Sölutíminn í forkaupi
er um 2-3 vikur.
Kaupþing Norðurlands mun gefa
kaupendum hlutabréfa í fyrsta
áfanga kost á láni til þess að ijár-
magna hluta af hlutabréfakaupum
sínum til að allt að þriggja ára.
Ekki er þó enn ljóst hversu hátt láns-
hlutfaliið verður.
Að sögn Jóns Halls hafa verið
töluverð viðskipti með hlutabréf í
ÚA á Verðbréfaþingu síðustu vikur,
á genginu 4,86-4,98.
i
I
I
í
I
I
I
!
I
Atvinnuástandið á Akureyri
Ekki verið betra
frá árinu 1992
261 á atvinnuleysisskrá
fiskiðnaðinum í bænum og það sé
helsta ástæðan fyrir hversu margir
vom þá á skrá.
Blikur á lofti
Hins vegar eru blikur á lofti þessa
dagana og nokkuð hefur verið um
uppsagnir starfsfólks að undanförnu.
Eins og komið hefur fram í Morgun-
blaðinu, hefur Hótel KEA sagt
starfsfólki á veitingasviði upp en
stefnt er að því ráða sem flesta aft-
ur. Strýta og Söltunarfélag Dalvíkur
hafa sagt upp um 25 starfsmönnum
og jafnframt vaktavinnusamningi í
rækjuvinnslu. Þá hefur Útgerðarfé-
lag Akureyringa hf. sagt upp starfs-
mönnum í löndunargengi fyrirtæk-
isins og nokkrum verkstjórum.
UM SÍÐUSTU mánaðamót var 261
á atvinnuleysisskrá á Akureyri,
samkvæmt yfírliti frá Vinnumiðiun-
arskrifstofunni, 77 karlar og 184
konur. Á sama tímabili í fyrra var
321 á atvinnuleysisskrá, 130 karlar
og 191 kona.
Að sögn Sigrúnar Björnsdóttur,
forstöðumanns Vinnumiðlunarskrif-
stofunnar, hefur atvinnuástandið í
bænum ekki verið jafn gott á þess-
um árstíma og frá árinu 1992. Til
viðbótar er hluti þess fólks, sem er
á skrá um þessar mundir, með hluta-
starf.
Um mánaðamótin ágúst/sept-
ember sl. voru 337 á atvinnuleysis-
skrá á Akureyri. Sigrún segir að á
þeim tíma hafi verið vinnslustopp í
Morgunblaðið/Kristján
ERLA, Guðrún og Rannveig sem eru í 6. bekk Oddeyrarskóla kampakátar með nýveiddan þorsk
við Togarabryggjuna. Þó að þær séu með veiðidellu læra þær alltaf heima áður en þær tölta af
stað með stöngina niður á bryggju.
Snorrií
Deiglunni
SNORRI Ásmundsson mynd-.
listarmaður opnar sýninguna:
Mát pát kát heysát á Kaffi
Karólínu á
laugardag, 5.
október næst-
komandi kl.
14.
Verkin á
sýningunni
eru stór og
smá og er hún
tileinkuð indíánum í Norður-
Ameríku. Hugsanlegt er að
orkuflámamyndin: Flotkona-
Kínakota verði með ef hún kem-
ur í tæka tíð frá Bandaríkjunum
þar sem hún hefur verið sýnd
í tveimur borgum, New York
og San Francisco í 17 mínútur
í hvort skipti.
Kyrrðar-
stund
LAUFÁSPRESTAKALL:
Kyrrðar- og fyrirbænastund í
Svalbarðskirkju næstkomandi
sunnudagskvöld kl. 21.
Biblíusýning
í Safnaðar-
Starfsemi FSA í eðlilegt horf eftir samdrátt í sumar
Áfram færri rúm á
handlækningadeild
STARFSEMI Fjórðungssjúkra-
hússins á Akureyri er nú komin í
eðlilegt horf, en í sumar og fram
til nýliðinna mánaðamóta var
dregið úr henni m.a. með fækkun
rúma á deildum, dregið var úr
mannahaldi og þremur deilum var
lokað um hríð. Sumarstarfsemi á
handlækningadeild hefur þó verið
framlengd til næstu mánaðamóta
sem þýðir að 15 rúm af 25 verða
í notkun til októberloka.
Vignir Sveinsson starfandi
framkvæmdastjóri Fjórðungs-
sjúkrahússins á Akureyri sagði að
aðhaldsáætlun sumarsins hefði
gengið eftir eins og til stóð. Hann
sagði að hún hefði að mestu
byggst á þeirri samdráttaráætlun
sem gerð var fyrir síðasta ár, en
fjárveitingar til sjúkrahússins fyrir
bæði árin voru áþekkar. „Grunnur-
inn að starfsemisáætluninni í sum-
ar var að gera ráð fyrir svipaðri
fjárveitingu og var í fyrra, miða
starfsemina við það sem þá var
og reyna að láta enda ná þannig
saman,“ sagði Vignir.
Lítilsháttar halli
„Ég held að óhætt sé að segja
að í heildina hafi starfsemin í sum-
ar tekist eins og ráð var fyrir gert
og við höfum ekki fengið inn á
okkar borð tilkynningar um að
fólk hafi orðið fyrir óþægindum
vegna minni starfsemi," sagði
Vignir. Lítilsháttar halli er á
rekstri Fjórðungssjúkrahússins, en
Vignir sagði hann óverulegan, inn-
an við 1% miðað við stöðuna í lok
ágúst síðastliðinn. Þrátt fyrir
skertar fjárveitingar á undanför-
um árum hefur tekist að stýra
rekstrinum innan þeirra ramma
sem settir hafa verið og stefnt að
því að svo verði einnig í ár. Fjár-
veiting til sjúkrahússins í ár nema
rúmlega 1,3 milljarði króna sem
er 2,67% hærra framlag en á síð-
asta ári en forsvarsmenn sjúkra-
hússins hafa lýst þeirri skoðun
sinni að halda þurfi vel á spöðun-
um til að endar nái saman.
heimilinu i
í
BIBLÍUSÝNING verður opnuð í |
anddyri safnaðarheimilis Akureyrar-
kirkju í dag, fimmtudag. Sýningin
var útbúin í fyrra, í tilefni af 180
ára afmæli Hins íslenska Biblíufé-
lags og hefur yfirskriftina „Biblían,
hvernig varð hún til?“
Auk kynningar á ritunarsögu
Biblíunnar, sem sögð er í máli og
myndum, er saga Biblíuþýðinga |
kynnt, saga íslensku Biblíunnar og
Hins íslenska Biblíufélags.
í frétt frá Akureyrarkirkju er |
kennurum og nemendum þeirra sér-
staklega bent, á sýninguna í Akur-
eyrarkirkju, en unnt er að fá leið-
sögn um hana fyrir hópa eftir sam-
komulagi. Þeim sem áhuga hafa á
slíku er bent á að hafa samband við
presta Akureyrarkirkju.
Sýningin er opin virka daga frá
kl. 9-12 og 13-17. Hægt er að .
skoða hana á öðrum tímum en sýn-
ingin er ennfremur opin í tengslum (
við starf í kirkjunni á kvöidin og um ■
helgar. Henni lýkur 16. október
næstkomandi. i