Morgunblaðið - 03.10.1996, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 03.10.1996, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. OKTÓBER 1996 31 STEFNURÆÐA FORSÆTISRÁÐHERRA fyrir að verkalýðsforingjar og for- ráðamenn atvinnulífsins muni við næstu kjarasamninga ganga fram í senn af sanngirni og ábyrgð. Því verður ekki trúað, fyrr en fullreynt er, að nokkur forystumaður á vinnu- markaði vilji á ný innleiða óöld óða- verðbólgu í landinu. Þá yrðu þeir þeim verstir, sem þeir eiga að vinna best. Arangri þjóðarinnar yrði í einu vetfangi kippt í burtu og hún kæm- ist aftur á byrjunarreit í efnahags- málum og samkeppnisstaða hennar út á við stórskaðaðist. Sú kaup- máttaraukning, sem orðið hefur á undanförnum árum, þurrkaðist fljót- verður auðvitað að fara að með gát, því forsendan verður að vera að rík- issjóður sé framvegis rekinn halla- laus. Það hlýtur að vera auðvelt að ná þjóðarsamstöðu um efnahagsleg- ar forsendur, sem byggja á því, að ríkið safni ekki skuldum, að kaup- máttur fólks geti aukist jafnt og þétt og að skattar á almenning geti lækkað. Fyrir nokkru gerðu sumir fjölmiði- ar sér mikinn mat úr fólksflótta frá Islandi og vöktu athygli á að saman- burður lífskjara við næstu nágranna væri okkur mjög óhagfeildur. Á það hefur áður verið bent, að ekki er þar Ríkið hefur hvorki ástæðu né þörf á að standa í rekstri í beinni samkeppni við einstaklinga og fyrirtæki þeirra. lega út. Hitt er jafnljóst og má einn- ig undirstrika, að kaupmáttur verður að halda áfram að aukast, jafnt en örugglega. Það er einnig mikilvægt að hluta þeirrar kaupmáttaraukn- ingar verði varið til að auka sparnað í landinu, hvort sem er með grynnk- un á skuldum einstaklinga, heimila og fyrirtækja, eða öðrum beinum sparnaði. Kaupmáttur launþega hef- ur vaxið verulega á allra síðustu árum eftir langvarandi stöðnun og hrap kaupmáttar á árunum þar á undan. Þessi þróun verður að halda áfram svo íslenskir launþegar geti kinnroðalaust borið sín laun saman við það besta, sem annars staðar gerist. Þessari þróun má því ekki spilla. Viðskiptahallinn áhyggjuefni Herra forseti, Það er áhyggjuefni, að viðskipta- jöfnuður hefur orðið okkur óhag- stæðari upp á síðkastið. Að baki þessari þróun liggur mikil aukning á innflutningi. Hefur almennur inn- flutningur, að skipum og flugvélum frátöldum, aukist um 11% að magni til á fyrri hluta ársins, ef miðað er við pama tímabil á hinu fyrra ári. Innflutningur á bifreiðum og fjár- festingarvörum hefur aukist að raungildi um 20 - 30% á umræddu tímabili. Á öðrum sviðum hefur einn- ig orðið veruleg aukning. Þannig hefur innflutningur á neysluvörum, öðrum en bifreiðum, aukist um 7% að magni til og á rekstrarvörum um rúm 6%. Sem betur fer hefur útflutn- ingurinn einnig aukist á sama tíma- bili, en þó ekki í sama mæli. Því er líklegt að á þessu ári myndist aftur halli á viðskiptum við útlönd eftir þriggja ára samfelldan afgang. Þjóð- in hefur verið að borga niður erlend- ar skuldir sínar í verulegum mæli og hefur það verið eitt mesta fagnað- arefni íslenskra efnahagsmála, þótt lítið beri á slíkum árangri í opin- berri umræðu. Viðskiptaafgangur síðustu ára hefur gert kleift að grynnka á erlendum skuldum og hafa hreinar erlendar skuldir þjóðar- búsins lækkað úr 54,1% af lands- framleiðslu árið 1993 í 49,7% á síð- asta ári. Þrátt fyrir nokkurn við- allt sem sýnist. Hitt er jafnrétt og hefði átt að vera öllum augljóst, að 7 ára samdráttarskeið á íslandi, hlaut að koma niður á lífskjörum þjóðarinnar og möguleikum hennar til nýsköpunar í atvinnulífi. Forsæt- isráðherra Svíþjóðar, sem hér var á dögunum, vakti athygli á því, að hin norrænu ríki hefðu flest ient í svo miklum efnahagslegum ógöngum, að ýmsir töldu að velferðarríkinu norræna yrði vart bjargað. Danir urðu fyrstir til að ganga í gegnum hremmingarnar og taka sér tak og síðan hafa norrænu þjóðirnar, hver af annarri, gert það einnig. Það átak, sem dönsk stjórnvöld gerðu, undir foiystu Schlúters, þáverandi forsæt- isráðherra Danmerkur, hefur á síð- ustu árum borið mikinn ávöxt og danska þjóðin uppskorið með bætt- um hag og öruggari efnahagsfor- sendum. Við höfum verið í þessum verkum hér og erum nú senn komin yfir það versta. Það er ekki fyrr en að árangur þessara verka hefur að fullu skilað sér til okkar að sann- gjarnt er að gera fyrrgreindan sam- anburð við önnur lönd. Árið 1994 fluttu 760 fleiri ein- staklingar frá íslandi en til þess og árið 1995 1418. Slík þróun hefur áður orðið þegar að kreppir í íslensk- um þjóðarbúskap. En sem betur fer er þessi þróun nú að breytast, eftir því sem tölur sýna. Brottfluttir eru 134 færri á fyrstu 8 mánuðunum en var á sama tíma fyrir ári meðan að aðfluttum hefur fjölgað um 428. Enn eru brottfluttir þó 230 fleiri en aðfluttir, en á sama tíma fyrir ári var sú tala 800 manns. Þá er þess að geta, að í júlí og ágúst á þessu ári fluttu 100 fleiri til landsins en frá því, en í sömu mánuðum í fyrra var þessu algjörlega öfugt farið, þegar 400 fleiri fluttu frá landinu en til þess. Þessi umsnúningur er ánægjulegur og vísbending um að við séum á réttri leið og árangur erfiðrar baráttu sé að skila sér. Ábyrg stefna í úthafsveiðum Herra forseti, Samskipti íslendinga við ná- granna sína hafa að jafnaði verið góð. Þar hefur þó borið nokkurn Þad er vaxandi krafa frá öllum almenn- ingi að ráðdeildar sé gætt og skuldum ekki safnað skiptahalla á þessu ári, mun hlutfall hreinna erlendra skulda halda áfram að lækka og stefnir í 47% af lands- framleiðslu, en gera má ráð fyrir að skuldahlutfallið verði óbreytt milli áranna 1996 og 1997. Erlendar skuldir þjóðarbúsins hafa því lækkað umtalsvert á síðastliðnum þremur árum. Mikilvægt er að ná tökum á viðskiptajöfnuðinum á nýjan leik þannig að erlendar skuldir geti hald- ið áfram að lækka og að vaxta- greiðslur okkar til eriendra aðila minnki ár frá ári. Ríkisstjórnin hefur sett hallalausan rekstur ríkisbúsins sem meginmarkmið á næstu árum, eins og fyrr sagði. Þegar það mark- mið hefur náðst og festst vel í sessi, er hægt að setja sér ný markmið. Ríkisstjórnin hefur leitast við að lækka jaðarskatta og þar er enn mikið verk fyrir höndum. Ef við náum að standa vörð um trausta stöðu ríkisfjármála ættum við að geta lækkað skattbyrði þjóðarinnar á næstti árum. Á ég þá bæði við jaðarskatta og almenna skatta. Þar skugga á síðustu ár. Eins og kunn- ugt er, hafa íslendingar að undan- förnu sætt ámæli vegna úthafsveiða sinna og verið þar sakaðir um rán- skap og óbilgirni. Hitt er þó stað- reynd, sem ekki er hægt að líta fram- hjá, að hvarvetna þar sem íslensk skip hafa stundað úthafsveiðar, hafa íslensk stjórnvöld lýst sig reiðubúin til að takmarka þær veiðar með al- þjóðlegum samningum, bæri til þess nauðsyn. Á nýlegum aðalfundi Norð- vestur- Atlantshafsfiskveiðistofnun- arinnar var fjallað um úthafsveiðar á svonefndu Flæmingjagrunni. Hef- ur nokkuð verið hnjóðað í íslendinga í framhaldi af þeim fundi. Þar sýndi þó ísland þá ábyrgðartilfinningu að vilja setja kvóta á þær veiðar sem skipt yrði á milli ríkjanna. en hin ríkin vildu viðhalda svonefndri sókn- arstýringu. Tillaga íslendinga um kvótakerfl er algjörlega í samræmi við viðtekna venju við alþjóðlega fiskveiðistjórnun, en sóknarstýringin er á hinn bóginn undantekningin. Þá er það að athuga, að í raun er ekki ágreiningur um, að kvóti vernd- ar fiskistofna betur en sóknarstýring getur nokkru sinni gert. Þegar full- reynt var á þessum aðalfundi NAFO, að tillaga okkar næðist ekki fram, var því lýst yfir, að Island mundi setja einhliða kvóta og draga veru- lega úr veiðum, enda virtust vísinda- leg rök styðja slíka niðurstöðu. Það var einnig ein af okkar röksemdum á NAFO fundinum, að kvótastýring leiddi til mun hagkvæmari veiða en sóknarstýring. Það kann að vera, að spurningin um hagkvæmni skýri áhugaleysi hinna þjóðanna á okkar tillögu. Þar skilur á milli okkar og langflestra annarra þjóða, að þær geta stundað óhagkvæmar fiskveið- ar í skjóli opinberra styrkja. Það er enginn vafi á, að stór þáttur í of- veiði í heiminum, er sú mikla opin- bera aðstoð sem sjávarútvegi er víð- ast hvar veitt. An þeirra ríkisaf- skipta mætti ætla að sókn í marga fiskistofna mundi minnka verulega. Slíkar veiðar yrðu einfaldlega ekki arðbærar. íslendingar verða að geta stundað veiðar á úthafinu og til þess eigum við fullan rétt. Við eigum á hinn bóginn ekki þess kost að reka sjávarútveginn með opinberum styrkjum. Það er því úrslitaatriði fyrir okkur að vekja athygli á því, að við erum öðrum þjóðum háðari því að fiskistofnum í úthafinu sé haldið við og að veiðum sé stjórnað með hagkvæmum hætti. Þess vegna höfum við ábyrga stefnu í úthafs- veiðum og munum hafa slíka stefnu áfram. Ásakanir í okkar garð um rányrkju og óábyrga stefnu í fisk- veiðum eru ekki á rökum reistar og sumir þeirra sem henda ónotum í okkur, hafa engin efni til þess. Stuðningur við stækkun NATO Herra forseti, Nýlega hefur borið góða gesti að garði. Fyrst forsætisráðherra hins nýfrjálsa Lettlands og síðan sænska forsætisráðherrann. Eg átti kost á að ræða við þá báða mjög ítarlega um öryggismál. Einkum var þá rætt um öryggi Eystrasaltsríkjanna þriggja og stækkun Atlantshafs- bandalagsins. íslensk stjórnvöld styðja eindregið fyrirætlanir um stækkun bandalagsins og líta svo á, að hér sé um að ræða einstakt sögulegt tækifæri til að festa í sessi lýðræði og stöðugleika í Mið- og Áustur-Evrópu. Því tækifæri megi ekki glata. Hitt er hins vegar öllum augljóst, að stærri ríkin í bandalag- inu munu taka á sig þyngstar byrð- ar og mestar skuldbindingar vegna stækkunar þess og hljóta þar með auðvitað að ráða mestu um hvernig og hversu hratt bandalagið stækkar. Engu að síður er fyllsta ástæða til þess, að ísland skipi sér í hóp þeirra bandalagsríkja, sem vilja fara hratt fram. Rússland hefur enn sem kom- ið er lagst gegn þessari stækkun. Ekki síst hafa talsmenn Rússlands verið afdráttarlausir þegar kemur að hlut Eystrasaltsríkjanna. Rússar geta þó aldrei haft neitunarvald í málinu. Atlantshafsbandalagið er varnarbandalag í eðli sínu og það getur ekki leitt til öryggisleysis fyrir stórveldi á borð við Rússland, þótt hin þijú smáu baltnesku ríki verði aðilar að þvi. Það má ekki skipta Evrópu upp á ný með þeim hætti sem áður hefur verið gert. Slíkt til- heyrir liðinni tíð og er angi af úrelt- um þankagangi. Evrópa hefur ör- yggishagsmuna að gæta, en hitt skiptir meira máli, að í húfi er rétt- ur fijálsra ríkja til að ákveða sjálf í hvaða alþjóðasamtök þau vilja ganga. Atlantshafsbandalagið er reiðubúið til sérstaks samráðs og samninga við Rússa, til þess m.a. að fylgja eftir þeim sjónarmiðum, að Rússlandi geti ekki stafað ógn af því að Mið- og Austur-Evrópuríki bætist í hóp þeirra lýðræðisríkja, er mynda Atlantshafsbandalagið. Ákvörðun bandalagsins um stækkun liggur fyrir. Gert er ráð fyrir því, að á leiðtogafundi þess á næsta ári verði fyrstu ríkjunum boðið til aðild- ai'viðræðna. Afar þýðingarmikið er að gæta þess sérstaklega að þau ríki, sem ekki verða valin í fyrstu atrennu, lendi ekki á nýju gráu svæði í öryggismálum. Nú er útlit fyrir að Eystrasaltsríkin, sem við íslendingar höfum tengst sérstökum vináttu- böndum, verði ekki tekin inn í Atl- antshafsbandalagið í fyrstu lotu. Því þarf að ganga þannig frá málum að ótvírætt sé, að þau verði tekin inn síðar og búa þannig um hnútana í millitíðinni að þessi ríki verði tengd með sýnilegum, nánum og traustum böndum við Atlantshafsbandalagið og önnur samtök í álfunni. Skammtímasjónarmið spilli ekkiárangri Herra forseti, góðir áheyrendur, Þessa þings, sem nú er nýhafið, bíða mörg og margvísleg verkefni. Þær ákvarðanir, sem hér verða tekn- ar, munu hafa mikil áhrif á hag ein- staklinga, félagasamtaka og fyr- irtækja á næstu árum og áratugum. Þýðingarmikið er að löggjafarvaldið vinni með vandlegum hætti að iaga- setningu til að forðast mistök og að lagasetningin verði ekki í raun íþyngjandi fyrir almenning, þótt að öðru hafi verið stefnt, eins og stund- um gerist. Ríkisstjórnin þarf fyrir sitt leyti, að gæta þess að lagafrum- vörp berist þingheimi í tíma, svo þingmenn og nefndir þeirra fái sæmilegt ráðrúm til þess að fjalla um mál ítarlega og kalla til hags- munaaðila og sérfræðinga. Heitir ríkisstjórnin því að leggja sig fram í þessum efnum og óskar eftir góðri samvinnu við forystu þingsins og þingflokka í því sambandi. Góðir íslendingar, Hagur okkar fer nú hægt en ör- ugglega batnandi. Ytri skilyrði hafa snúist til betri vegar og nú er vel- ferð okkar sjálfra á næstunni mjög í okkar eigin höndum. Áríðandi er, að skammtímasjónarmið nái ekki þar neinu að spilla. Ég þakka þeim sem hlýddu. Þegar vekjaraklukkan er besti vinur þinn... er kominn tími til að skipta mri dýnu! IKEA framleiðir allt frá einföldustu svamp- dýnum til úrvals rúmdýna sem standast ströngustu kröfur um útlit, gæði, þægindi og verð. Það getur enginn nema þú valið réttu dýnuna fyrir þig, það eru jú engir tveir líkamar eins. Því bjóðum við þér að prófa allar dýnurnar okkar í „draumalandi" IKEA. Verðdæmi Stffleiki 90 x 200 sm 160 x 200 sm Sultan* Popular Miðlungs 12.700 kr. Sultan* Klassik Stíf 18.900 kr. 31.500 kr. Sultan* Harmoni Mjúk 23.900 kr. 37.900 kr. Sultan* Superb Mjúk 29.900 kr. 49.900 kr. Kalif** Popular Kalif** Klassik Kalif** Harmoni Kalif** Superb Miðlungs Stlf Mjúk Mjúk 10.900 kr. 15.900 kr. 16.900 kr. 16.900 kr. 26.900 kr. 28.500 kr. 42.500 kr. Sencello*** Miðlungs 6.900 kr. *Fjaðradýna með viðargrind **Fjaðradýna án grindar 'Svampdýna fyrir alla snjalla Holtagörðum við Holtaveg / PóstKröfuslmi 800 6850
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.