Morgunblaðið - 03.10.1996, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 3. OKTÓBER 1996 23
LISTIR
Morgunblaðið/Golli
Á TÓNLEIKUNUM hljómuðu harmoníka, kantale, strengir og
blásturshljóðfæri. Á myndinni ganga listamenn til tónleikahaldisns
með harmonikkuleikarann Matti Rantanen í fylkingunni miðri.
Hver í kapp
við annan
TONLIST
Listasafn Kópavogs
KAMMERTÓNLEIKAR
Camerartica og gestir Fluttu
verk eftir Erkki Jokinen, Kjell
Marcussen, Kjell Mork Karlsen,
Harri Suilamo, Svend Hvidtfelt-
Nielsen og Kjartan Ólafsson.
Stjómandi: Bemhard Wilkinson.
TÓNLEIKARNIR hófust á sam-
leikverki fyrir harmonikku og
kontrabassa, eftir Erkki Jokinen,
Verkið er töluverk átaksmikið og var
að mörgu leyti vel flutt,bæði af
bassaleikaranum Hávarði Tryggva-
syni en þó sérstaklega af hálfu
harmonikkuleikarans, Matti Rantan-
en. Annað verkið á efnisskránni var
Tresnitt eftir Kjell Marcussen og er
það samið fyrir flautu, fiðlu og selló.
Ritháttur verksins er skýr og hófst
á brotnum hljómum í fiðlunni (arp-
eggio) en flautan og sellóið léku
kontrapunktískan tónvef, mettaðan
fortíðar eftirsjá. Áferðarfallegt verk,
sem var vel flutt af Hallfríði Ólafs-
dóttur, Sigurði Halldórssyni og
Hildigunni Halldórsdóttur.
Elsta verkið á tónleikunum, hvað
varðar tónmál og tækni, var
strengjakvartett op 66, eftir Kjell
Mörk Karlsen. Tónmál verksins, sem
er mjög vel unnið og af kunnáttu,
er eiginlega klassískt að gerð og
minnti oft á strengjaverk frá fyrri
hluta aldarinnar. Þetta merkir ekki
að verkið sé slæmt, þvert á móti,
það er mjög vel unnið en hefur allt
aðra stöðu en flest þau verk sem
flutt hafa verið á Norrænu tónlistar-
dögunum. Flutningur Camerartica
var á köflum nokkuð góður og verk-
ið framfært af töluverðri reisn.
Friðarstund
TONLIST
Norræna húsiö
KAMMERTÓNLEIKAR
Mogens Christensen: Vinterlys; John
Frandsen: Twilight; Lárus H. Gríms-
son: „Tis a Stairway, not a Street".
Auður Hafsteinsdóttur, fiðla;
Camilla Söderberg, blokkflauta;
Einar Kristján Einarsson og Pétur
Jónasson, gítar; Martial Nardeau,
þverflauta. Norræna húsinu,
þriðjudaginn 1. október kl. 12.30.
..naavan lammin nipistys, nefnist
athyglisvert verk, eftir Harri Suil-
amo en það er samið fyrir kantele
og harmonikku. Tónmál verksins er
ákaflega hægferðugt og merkilegt
hversu vel þessi ólíku hljóðfæri
hljómuðu saman. Tónskáldið leggur
áherslu á að hann hafi lagt áherslu
á að nota hljóðfærið á allt annan
máta en venja er í flutningi þjóðlaga-
tónlistar og var samleikur hljóðfær-
anna oft nokkuð áhrifamikill.
Nonet eftir Kjartan Ólafsson, er
unninn samkvæmt tónsmíðaforritinu
Calmus, sem er hannað af Kjartani
og er verkið eins konar reiknilistar-
tónverk, þar sem ýmsum reikniform-
úlum er beitt til að móta tónvefnað
verksins. Það hefst með miklum til-
þrifum en síðan endar það í eins
konar antiklímax, deyr út. Hætt er
við að margir hafi ótrú á slíkum
tölvuútreikningi við gerð tónlistar,
þó slíkt sé hugsanlegt til árangurs,
ef valið er mannsins en ekki tölvunn-
ar. Hvað sem þessu líður er áhuga-
vert að fylgjast með slíkum tilraun-
um, þótt margir kunni að vantreysta
tölvunni í fagurfræðilegum efnum.
Flutningur Camerartica undir stjórn
Bernharðs Wilk-
insonar var
sannfærandi en
þó sérstaklega í
síðasta verki
tónleikanna,
Swamp Thing,
eftir Svend
Hvidtfelt-Niels-
en, sem var ein nonrænir músíkdsgar
allsheijar
kontrapunktveisla, stundum svolítið
gróf, þar sem hver lék í kapp við
annan en umfram allt á skemmtileg-
an og sannfærandi máta.
Jón Ásgeirsson
MEIRI andstæða við orgelham-
farirnar í Hallgrímskirkju á mánu-
daginn var en það sem við tók á
hádegistónleikunum í Norræna hús-
inu næsta dag var vart hugsandi.
Nú ríkti nefnilega kyrrð og frið-
ur. Fyrsta verkið, „Vetrarljós" eftir
Mogens Christensen (41) hafði
óvenju skýra skírskotun því and-
stætt mörgum, ef ekki flestum, verk-
um á NM 96 sem báru meira eða
minna dulúðug heiti (og jafnvel vil-
landi), sagði titill þessa allt sem
segja þurfti.
Það er skemmtilegt íhugunarefni
hvað vel valin heiti geta örvað mark-
aðsmöguleika tónverka og þurfa
jafnvel ekki vera frá tónhöfundum
sjálfum komin, sbr. Tunglskinssón-
ötuna. Vetrarljós Christensens fyrir
blokkflautur og gítar frá 1991 hafði
ugglaust þegar sannað sig nóg
vegna eigin verðleika, áður en Eng-
ström & Södring gaf verkið út á
prenti í fyrra, en varla hefur heitið
spillt fyrir á ftjálsum markaði. Verk-
ið gaf nærri því hnífskarpa lýsingu
af kyrrlátri vetrarstemmningu, svo
minnt gat á kínversk-japansk nátt-
úruljóð, og lágir geislar sólar, ásamt
„dropahljóðum" af grýlukertum
gerðu sitt til að fullkomna litla en
bjarta impressjóníska perlu, er þau
Auður og Einar Kristján léku af inn-
lifun.
„Ljósaskipti" fyrir gítardúó var
eftir landa og alnafna danska hljóm-
sveitarstjórans Johns Frandsens og
voru ágætlega leikin af þeim Pétri
og Einari Kristjáni. Frandsen yngri
(40) er orgelleikari að atvinnu og
hefur einkum samið fyrir söngrödd.
Tilfinningalegur heildarsvipur
verksins var ekki ósvipaður Vetrar-
ljósum enda þótt heyra mætti öllu
meiri áhrif sunnan úr tónbókmennt-
um spænska þjóðarhljóðfærisins en
í verki Christensens. Einnig brá fyr-
ir stuttum hraðstígum unisono-kafla
í anda yngri djasshöfunda á við
Chick Corea. Ljósaskiptin buðu af
sér góðan þokka og voru áheyrileg
tónsmíð þrátt fyrir á köflðm leitandi
og spunakennda framsetningu ekki
ólíkt og í upphafi hljómborðstokkötu
frá snemmbarokktíma. Undir lok
fóru stílavíxl höfundar þó að stappa
nærri sundurleysi, er orða mætti á
alþýðudönsku sem „en blandet land-
handel".
„Tis a Stairway, not a Street“
eftir eina raf- og kammerhöfund
okkar með bræðingsfortíð, Lárus
Halldór Grímsson (42), hafði greini-
legar rætur í framsæknu djass-rokki
8. áratugar og upp úr, en áhrif frá
ljóðræna franska impressjónisma
Fríða skeiðsins virtust einnig bæra
á sér indir niðri og ljá verkinu skáld-
skap, sem kinnroðalaus iðandi púls-
rytminn hefði kannski annars getað
feykt út í veður og vind. Verkið var
íjörugt og vel flutt af þeim Einari
Kristjáni og Martial og setti
skemmtilegan endapunkt á vel-
heppnuðum hádegistónleikum í Nor-
ræna húsinu, meðan gullfalleg
haustblíðan skartaði sínu fegursta í
Vatnsmýrinni.
Ríkarður Ö. Pálsson
TONLIST
Ilöfúaborgin
RAFTÓNLEIKAR
Verk eftir Tapio Nevanlimia,
Lars Gunnar Bodin og Patrick Kosk.
Myndræn innsetning: Halldór
Ásgeirsson. Hljóðstjórn: Lárus H.
Grímsson. Höfðaborginni í
Hafnarhúsinu, föstudaginn
27. september kl. 23.
SKRJABIN hefði trúlega kunnað
að meta uppákomuna þegar kynja-
myndum var varpað upp á vegg í
öllum regnbogans litum í beinum
tengslum við framvindu tónverk-
anna. Þó féll tilstandið augsýnilega
ekki öllum í geð. Hörðustu hljóðkerar
meðal áheyrenda kusu þannig að
hlýða á raftónlistina í afviknum leik-
listarsal Höfðaborgar, ótruflaðir af
augnaglennum Halldórs Ásgeirsson-
ar myndvarpara, þegat'
seinni raftónleikar Nor-
rænna músíkdaga 96
fóru í loftið laust fyrir
miðnætti aðfaranótt sl.
laugardags undir yfír-
skriftinni „elektró-akú-
stík“.
Reyndar skildist manni
að verkin hefðu aldrei
verið samin með myndg-
un í huga. Um það mál hefði tónleika-
skráin kannski mátt vera greinar-
betri en af fengnum munnlegum
upplýsingum á staðnum mátti álykta
að uppátækið með myndvarpið væri
til komið á síðustu stundu.
LitabaJlett
Venjulega vita slík vinnubrögð
ekki á gott. En hér bar svo við að
litaballett Halldórs féll yfirleitt mjög
vel að raftónlistinni, þrátt fyrir í
rauninni afar frumstæða „tækni“:
nokkrum flöskum og glærum vösum
fylltum af lituðu vatni var stillt upp
á borð og vasaljósum beint í gegn
og upp á hvítmálaðan vegg.
Kannski eru raftónskáld síðustu
skírlífismóhikanarnir í nútímalist.
Alltjent bar ekki á sama fjöllynda
„eklektisma" í verkum kvöldsins og
ágerzt hefur í tónverkum 9. og 10.
áratuga fyrir hefðbundin hljóðfæri,
heldur var sem sæti eftir kjarni flekk-
lausrar hreinræktarhyggju aftan úr
árdaga módernismans. Unnið var úr
sárafáum hugmyndum, og frum-
hljóðgjafar - jafnt rafrænir sem
náttúrurænir - voru vísvitandi
skornir við nögl. En útfærslutækn-
inni hefur á móti fleygt svo fram frá
því sem áður var að hin hljómandi
útkoma var hér mun fjölbreyttari og
hlustvænni en spartversku uppskrift-
arlýsingamar gætu gefið til kynna.
Keltaisena hehkuu auringon multa
(þýðing fylgdi ekki í tónskrá) eftir
Finnann Tapio Nevanlinna var sagt
byggt á átta mínútna byijunarkafla
og frumflutt í tölvuhljóðveri Sibelius-
arakademíunnar 1994. Eftirminni-
legustu hljóðin minntu á leka ventla,
neðanjarðardælur ellegar rymjandi
urr, hvæs og snökt úr einhverri fram-
tíðarrisaeðlu í vígahug. Var verkið
nógu fjölbreytt (og stutt) til að halda
athygli hlustandans til enda og jafn-
vel ekki laust við fyndni. Þrátt fyrir
vélrænan hljóðheim verksins virtist
stafa af því sérkennilega gulleita
hlýju (eða var það bara eitthvað við
samstöfuhljóm titilsins?) sem reynd-
ar kom ekki fram í hlutfallslega til-
þrifaminnstu ljósasýningu Halldórs
þetta kvöld.
Ef hægt er að hugsa sér ómþýðu
(euphony, válljud) í hefðbundnum
skilningi í raftónlit kom hún fram í
Hálsninger frán syrenbársan eftir
Svíann Lars Gunnar Bodin. Án þess
að notast við eiginlega melódíska
efnisþætti verkaði tónsmíðin lagrænt
aðlaðandi og ugglaust tilvalin fyrir
innhverfa hugleiðslustund burt frá
amstri dagsins. Allt tíðnisviðið var
notað og heildarstemmningin var
dúnmjúk. Halldór hélt sig hér við
grunnlitina, rautt, gult og blátt, og
dró margar skemmtilegar fígúrur
fram en kannski einum of oft þær
sömu.
Lokaverkið skv. tónleikaskrá var
fínnskt, Plastique sans titre (Plast
án titils) og hefði fallið sem flís við
rass að ímyndaðri náttúrulífskvik-
mynd frá norðurslóðum um hávetur,
hefði hlustandinn ekki getað lesið sig
til um hljóðgjafana: plastpoka, tóman
benzínbrúsa og vatn! „Snóbylurinn"
í upphafi verksins og svarrandi brim-
hljóðin virtust ektari en náttúran
sjálf og kynjamyndirnar innan úr
hraunbólóttri glerkrukku Halldórs
við verkið undirstrikuðu meistara-
lega héluna og hrollinn sem gustaði
af þessu (pínulítið of langa) verki.
Ríkarður Ö. Pálsson
NÁTTÚRUHAMFARIR
TÓNLIST
Hallgrímskirkja
ORGELTÓNLEIKAR
Verk eftir Harri Y’uori, Torsten
Nilsson, Harri Viitanen og Pelle
Gudmundsen-Holmgreen. Katarina
Lewkovitch, Lenka Matéová,
Harri Viitanen og Eva Feldbæk,
orgel. Hallgi'ímskirkju,
mánudaginn 30. september kl. 17.
ÖLL orgelverk Norrænna músík-
daga 96 komust fyrir á einum tónleik-
um í Hallgrímskirkju á mánudaginn
var. Fyrst Der Ruf eftir Harri Vu-
ori, þá Magnificat eftir Torsten Nils-
son, síðan lmages d’oiseau eftir Harri
Viitanen og loks Octopus eftir Pelle
Gudmundsen-Holmgreen. „Hrópið"
var flutt af danska organistanum
Katarinu Lewkovitch, Lenka Máté-
ová úr Fella- og Hólakirkju lék Lof-
söng Maríu, „Fuglsmyndirnar" voru
fluttar af höfundi og „Kolkrabbinn"
var leikinn ijórhent og -fætt af þeim
Katarinu og löndu hennar, Evu
Feldbæk, með hjálp tveggja aðstoðar-
manna, Lenku og Peter Maté.
Sá hluti tónlistarheims okkar
tíma, sem mest er helgaður tilraun-
um tilraunanna vegna, getur auð-
veldlega verkað á utanaðkomandi
sem kiaustur; e.k. skírlífisskjól bók-
stafstrúar gegn menguðum dagfars-
veruleika, þar sem aðeins hinn inn-
vígði fær aðgang. Það hjákátlega
er, að á undanförnum 40 árum virð-
ast dæmin hafa snúizt gjörsamlega
við. Módernismi, sem einu sinni var
utangarðs og ofsóttur, er nú orðinn
stofnun og að ýmsu leyti staðnaður,
eins og flest sem tekst að koma sér
vel fyrir, mynda skóla og fara að
endurtaka sjálft sig.
Slíkum villutrúarhugsunum hefur
við og við skotið upp í kolli undirrit-
aðs á undanförnum tónleikum Nor-
rænna músíkdaga, rammast þó á
ofanskráðum orgeltónleikum. Sum-
part fyrir helgiímynd pípuorgelsins,
sumpart fyrir það hvað tónhöfundar
og hljóðfæraleikarar á NM 96 voru
áberandi mikill hluti tónleikagesta.
Klausturlíkingin gekk síður upp,
þegar kom að tónlistinni sjálfri. Hún
var eíns ólík hefðbundinni helgitón-
list og verða mátti, og minnti oftar
á náttúruhamfarir en ímynd kyrrðar
og íhugunar. Að minnsta kosti var
ekki hægt að kvarta undan suður-
skandinavískri offágun og kraftleysi
í verki Gudmundsen-Holmgreens, er
hristi svo ryk úr hverri kimu með
samstilltu átaki tveggja orgelleikara,
að minnti á frásögn af enn fjölmenn-
ari orgelslætti í Winchester á Bret-
landi á 10. öld, þar sem allt þótti
leika á reiðiskjálfi.
Finninn Harri Vuori (39) lærði
m.a. hjá Rautavaara og kennir nú
tónfræði við Sibeliusarakademíuna í
Helsinki. „Der Ruf“ heyrðist manni
byggja að hluta á þriggja tóna frumi,
do mí sí; kunnáttusamlega skrifað
verk með frekar snubbóttum endi,
sem kom mest á óvart fyrir að
brydda allt í einu upp á n.k. sálma-
forleik í barokkstíl. Að sjálfsögðu
veit maður minnst um annarra
manna viðbrögð, en fyrir eigið leyti
var sláandi, í þessu verki sem í hin-
um, hvað dæmigerð nútímaeinkenni
á við klasahljóma, óræða hrynjandi
og tóntegundaleysi áttu erfitt með
að loða við minnið.
Flutningur Katarinu Lewkovitch
var í úi-valsflokki, og ekki var að
heyra annað heldur um túlkun Lenku
Matéovu á Magnificat eftir Óskars-
kirkjukantorinn Torsten Nilsson (74)
frá Stokkhólmi. Nilsson er brautryðj-
andi í flutningi samtímatónlistar fyr-
ir orgel í Svíþjóð og kvað byggja
tóntak sitt á raðtækni og spuna.
Verkið var víða sparneytið að áferð
en hafði samt ótvíræða reisn, enda
gerðu flestar hugmyndir höfundar
sig sérlega vel fyrir hljóðfærið.
Verk Harri Viitanens (42), sem
höfundur flutti sjálfur, lagði hljóðrit
af söng spörfugla til grundvallar
tónsmíðinni. Hversu „frumlegt" það
er núorðið skal ósagt látið; Messiaen
heitinn ku víst hafa rambað á annað
eins. En hugmyndin var engu að
síður skemmtileg, og útfærslan ekki
síður. Verkið var litríkt, heilsteypt
og niðurlagið einkar fallegt með
háum orgelpunkti í dillandi Vox
Humana.
Eins og fyrr var að ýjað, gekk
ekki lítið á þegar mest lét í lokaverk-
inu eftir Pelle Gudmundsen-Holmgi-e-
en (64). Engu að síður gætti framan
af töluverðrar fjölbreytni í verkinu
hvað effektaval varðai’, og sömuleiðis
virtist það lengst af ná að loða sam-
an einhvern veginn, þrátt fyrir að
aðstoðarmönnum væri hér og þar
gert að hafa áhrif á á litbrigði og
styrkvídd verksins með breytingum
á raddskipan á skjön við hið spilaða
innihald. Kvað það að sögn höfundar
óvenjulegt og því miður fremur erfitt
í framkvæmd.
Hversu vel sú framkvæmd hafði
heppnazt þegar að leikslokum kom
var ekki gott fyrir aðra að meta
eftir eina heyrn. Undirtektir áheyr-
enda voru samt hlýjar, og ekki var
heldur annað að sjá en að tónskáld-
ið sjálft væri ánægt með útkomuna.
Ríkarður Ö. Pálsson