Morgunblaðið - 03.10.1996, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 03.10.1996, Blaðsíða 52
52 FIMMTUDAGUR 3. OKTÓBER 1996 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ t Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUNNAR FINNBOGASON, frá Útskálahamri, Kjós, Hörðalandi 24, Reykjavík, verður jarðsunginn á morgun, föstudaginn 4. október, frá Bústaðakirkju kl. 13.30. Pálmi Gunnarsson, Álfheiður Gísladóttir, Finnbogi Reynir Gunnarsson, Þórdís Egilsdóttir, Kristfn G. Gunnarsdóttir, Skúli Kristinn Gislason. barnabörn og barnabarnabörn. t Faðir okkar og tengdafaðir, STURLA JÓNSSON frá Súgandafirði, lést að Hrafnistu í Reykjavík 2. október. Eva Sturludóttir, Sigrún Sturludóttir, Kristín Sturludóttir, Jón Sturluson, Eðvarð Sturluson, Guðni Þ. Jónsson, Þórhallur Halldórsson, Guðbjörn Björnsson, Sigurbjörg Björnsdóttir, Arnbjörg Bjarnadóttir. t Elskulegur eiginmaður, faðir, tengdafaðir og afi, ÞIÐRIK BALDVINSSON, Þorsteinsgötu 5, Borgarnesi, sem lóst á Dvalarheimili aldraðra í Borgarnesi 26. september, verð- ur jarðsunginn frá Borgarneskirkju laugardaginn 5. október kl. 13.00. Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á minningarkort Dvalar- heimilis aldraðra í Borgarnesi. Ingibjörg Magnúsdóttir, Rebekka Björk Þiðriksdóttir, Viðar Pétursson og barnabörn. t Móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐBJÖRG KRISTJÁNSDÓTTIR, Furugerði 1, Reykjavík, sem lést 26. september, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 4. október kl. 15.00. Guðmundur E. Erlendsson, Þurfður Skarphéðinsdóttir, Kristín G. Guðmundsdóttir, Edvard G. Guðnason, Skarphéðinn Kristján Guðmundsson, og barnabarnabörn. t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og stjúpamma, FRIÐFINNA HRÓLFSDÓTTIR, Laugalæk 58, Reykjavík, verður jarðsungin í Dómkirkjunni föstu- daginn 4. október kl. 13.30. BJÖRK RAGNARSDÓTTIR + Björk Ragnars- dóttir fæddist á Akureyri 5. október 1958. Hún lést á Landspítalanum 25. júlí siðastliðinn eftir skamma sjúkdóms- legu. Hún ólst upp í Oddagötunni hjá foreldrum sinum, þeim Sigríði Tryggvadóttur og Ragnari Pálssyni, ásamt 11 systkinum sínum. Fimm af þeim búa á Akureyri en hinn helmingurinn víðs vegar um landið. Einn af bræðrum Bjarkar, Ævar Ragn- arsson, fórst með Suðurlandinu 25. mars 1982. Björk eignaðist Pétur Frið- rik í fyrri sambúð 16. nóvember 1980. En hann hef- ur um árabil búið á Reykjum í Hóla- hreppi, Skaga- firði. Hinn 23. september 1989 gekk Björk í heil- agt hjónaband með eftirlifandi manni sinum, Jóhannesi Stefánssyni. Heim- ili stofnuðu þau á Akureyri og eign- uðust tvö börn, Stefán Ævar 13. maí 1990 og Sigurbjörgu 29. apríl 1992. Utför Bjarkar fór fram frá Akureyrarkirkju 1. ágúst síð- astliðinn. Nú er Björk dáin og kemur ekki framar á heimili okkar hér á Hall- gilsstöðum, en minningin um hana lifir, og mun lifa um ókomin ár. Ég þekkti Björk mjög vel og hafa þau kynni varað í meira en áratug. Það sem ég kunni svo vel að meta í fari hennar var gamansemin og orðheppnin. Ég vildi óska þess núna að ég ætti nokkrar setningar niður- skrifaðar eftir henni, en það hvarfl- aði aldrei að mér að hún myndi senn yfirgefa þennan heim. Þegar hún var lögð inn á Fjórðungssjúkra- hús Akureyrar fyrir um tveimur árum segir hún við mig: „Mér hund- leiðist hérna ... getur þú ekki komið mér héðan út, og það hið snar- asta?“ Ég sagðist ekki hafa umboð til þess, en benti henni á að hún gæti hresst upp á liðið í kringum sig. Það þurfti ekki meira, hún skip- aði mér að sækja nikkuna, sem ég og gerði, og svo var spilað, sungið og dansað á deildinni. Ef hún var niðurdregin vegna mótlætis í lífinu, sem hún fékk sinn skerf af, þurfti ekki annað en slá á létta strengi, og málin reyndust auðleystari. Það sem gladdi mig mest í fari hennar var bjargföst trú hennar á frelsarann Jesúm Krist. Hún þekkti vel ýmis loforð Ritningarinnar, svo sem orð Frelsarans í Matt. 11:28: ÞÓRIR FRIÐGEIRSSON + Þórir Friðgeirs- son var fæddur á Finnsstöðum í Ljósavatnshreppi 14. september 1901. Hann lést á Sjúkra- húsi Húsavikur 23. september síðast- liðinn. Foreldrar hans voru hjónin Friðgeir Kristjáns- son og Kristbjörg Einarsdóttir. Þórir var fimmti í röð átta systkina, og eru tveir bræður á lífi, Ingimar og Arni, báðir búsettir á Akureyri. Þórir kvæntist 26. júní 1927 Arnfríði Karlsdótt- ur frá Túnsbergi, f. 26. júní 1905, d. 1976, dóttir hjón- anna Onnu Maríu Árnadóttur og Karls Einarssonar. Þórir og Arnfríður eignuðust sex börn, en tvö þeirra misstu þau, stúlku í fæð- ingu og dreng, Frið- geir Karl, sem lést á öðru ári. Hin eru: 1) Anna Maria, f. 24.10. 1929, gift Sigurði Sigf ússyni og eiga þau þrjár dætur, Arn- fríði, Sigríði og Ragnheiði og Þegar lýk ég lífsins vist, láttu í mínu spori gróa mjúkan grænan kvist, gjöf frá hlýju vori. (Þ.F.) Elsku afi, nú hafa leiðir skilist. Þú ert farinn að hitta ömmu og börnin ykkar tvö sem guð tók til sín svo lítil. Við vitum að það hafa verið ljúfir endurfundir. Það eru fallegar og bjartar minningar sem við systkinin eigum um þig. Fyrst þegar við áttum Sigrún Pálina Viktorsdóttir, Viktoría Bryndís Viktorsdóttir, Haukur A. Viktorsson, Gyða Jóhannsdóttir, Jóhann Árni Helgason, Jón Ari Helgason. + Ástkær faðir minn, HREIÐAR GUÐJÓNSSON málarameistari, Hrafnistu, Hafnarfirði, áður Haðarstig 4, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Hallgrímskirkju föstudaginn 4. október kl. 13.30. Þeir, sem vildu minnast hans, láti Heilsugæslusjóð Hrafnistu, Hafnarfirði, njóta þess. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Róbert Árni Hreiðarsson. Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur og fjölskyldum okkar samúð og hlýhug í veikindum og síðan við andlát og útför ástkærs drengsins okkar, SÆMUNDAR BJARNASONAR. Sérstakar þakkir til starfsfólks Flug- leiða, Dagvistar barna, fjölskyldu okkar, nágranna og vina, séra Jóns A. Bald- vinssonar í London, lækna og hjúkrun- arfólks barnadeildar 12E, Landspítala, Styrktarfélags krabba- meinssjúkra barna og starfsfólks veitingastaða okkar. Megi góður guð blessa ykkur öll. Hrafnhildur Ingimarsdóttir, Bjarni Óskarsson, Sigurgisli Bjarnason, Óskar Björn Bjarnason, Birta Fróðadóttir, Ingimar Ingimarsson, Sigriður Sigurgísladóttir, Auður Sæmundsdóttir, Francisko Domingos, Óskar Á. Sigurðsson, Karin McQuillan, Fróði Jóhannsson, Steinunn Guðmundsdóttir, „Komið til mín, allir þér sem erfiði hafið og þungar byrðar, og ég mun veita yður hvíld.“ Hún sagði mér að Kristur væri sér ávallt nálægur og sér dytti ekki í hug að koma nálægt spíritisma, nýaldarrugli eða öðru þess háttar. Eitt sinn spurði hún mig hvað um mann yrði við dauðann. Þá lás- um við saman 1. Þess. 4:16-17, en þar er að finna lýsingu atburða, er Kristur kemur aftur til jarðarinn- ar í mætti og mikilli dýrð: „Því að sjálfur Drottinn mun stíga niður af himni með kalli, með höfuðeng- ilsraust og með básúnu Guðs, og þeir, sem dánir eru í trú á Krist munu fyrst upp rísa.“ Þangað til sefur hún í dufti jarðar og bíður komu frelsarans. Það verður stór- kostlegt að hitta hana aftur á gler- hafinu mikla fyrir framan hásæti Drottins (Op. 4:6). Það er erfitt fyrir Jóa og börnin að skilja hvers vegna Björk er nú farin frá eiginmanni og ungum börnum, en Guð mun gefa full- komna skýringu á því síðar. Björk tókst að skapa gott heimili fyrir fjölskylduna, og það eru engar ýkj- ur að út frá fjölskyldunni geislaði andi hjálpsemi, góðvildar og hlýju. Ég bið Drottin að blessa Jóa og fel framtíð barnanna í hans hendur. Jói hefur sýnt það að undanförnu að hann býr yfir niiklum innri styrk. Minningin um Björk er í mínum huga björt og fögur og ég er þakk- látur fyrir að hafa fengið að kynn- ast henni og kveð hana með sökn- uði. Niðurlagsorð til Jóa og fjölskyld- unnar eru þessi: „Vertu trúr allt til dauða, og ég mun gefa þér lífsins kórónu“ (Op. 2:10). Skúli Torfason, Hallgils- stöðum, Hörgárdal. sjö barnabörn. 2) Kristbjörg Hildur, f. 31. janúar 1933, gift Inga Kristinssyni, þau eiga þrjú börn, Þóri, Kristin og Brynhildi og sjö barnabörn. 3) Ragnheið- ur Gríma, f. 2.6. 1939, gift Sig- urði Friðrikssyni, þau eiga tvær dætur, Sigurveigu og Þóru Guðnýju, og fjögur barnabörn. 4) Ingiríður, f. 4.8. 1945, gift Aðalsteini Skarphéðinssyni, þau eiga þrjú börn, Arnfríði, Þóri og Hólmfríði Jónínu, og fjögur barnabörn. Þórir starfaði hjá Kaupfélagi Þingeyinga í 45 ár, þar af sem gjaldkeri í 38 ár. Jafnframt sá hann um Bókasafn Suður-Þing- eyinga í 30 ár og var bókavörð- ur við safnið í fullu starfi frá 1973-1983. Þórir var einn af stofnendum Skógræktarfélags Húsavíkur og sat í bæjarstjórn Húsavíkur í 12 ár. Útför Þóris fór fram frá Húsavíkurkirkju 2. október. heima hjá ykkur ömmu í Sóibakka og svo eftir að þú fluttist til okkar í nýja húsið í Baldursbrekkunni. Þú varst alltaf til staðar og lést þér annt um velferð okkar. Það varst þú sem kenndir okkur bænirnar okkar, last fyrir okkur á kvöldin og sagðir okkur sögur. Og ef eitthvað bjátaði á þá hugg- aðir þú okkur og þerraðir tárin með vasaklútnum þínum. Þú fórst með okkur í gönguferðir, skóg- ræktarferðir og berjaferðir og hafðir alltaf tíma fyrir okkur. Og þegar við vorum að rifja þetta upp um daginn og sögðumst nú stund- um hafa verið dálítið óþekk, þá sagðir þú: „Ég vildi vera ykkur góður." Og það varst þú svo sann- arlega. Við vitum að þú munt áfram vaka yfir velferð okkar eins og þú hefur alltaf gert enda þótt þú hafir kvatt þessa jarðvist. Þú munt lifa í hjörtum okkar og barna okk- ar, Við þökkum góðum guði fyrir að hafa gefið okkur þig og biðjum hann að blessa þig og varðveita. Vertu sæll, elsku afi. Þín barnabörn Arnfríður, Þórir og Hólnifrídur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.