Morgunblaðið - 03.10.1996, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 03.10.1996, Blaðsíða 44
44 FIMMTUDAGUR 3. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Launakerfi og vinnu- tími - börn blekkingar ÞANN 11. ágúst sl. birti Morgunblaðið grein eftir Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur borgarstjóra undir fyrirsögninni „Stefnumörkun í starfsmannamálum Reykjavíkurborgar“. L Þar segir m.a. að eftir að gerð hafði verið úttekt á stjórnkerfi borgarinnar hafi verið komið á fót starfshópi um mótun starfs- mannastefnu. Það er fagnaðar- efni að koma eigi á Þorleifur Friðriksson heildstæðri stefnu í starfsmanna- málum; skýrri, réttlátri og nú- tímalegri, þar sem valddreifing og skilvirkni verða höfð að leiðar- ljósi, þar sem dregið verður úr launamun kynjanna, þar sem fólki verður gefinn kostur á símenntun, starfsþjálfun og síðast en ekki síst, sveigjanlegum vinnutíma. Hvunndagssaga af Jóni Jóns Við lestur nefndrar greinar fylltist ég fögnuði yfir þessu merka átaki sem virðist í bígerð. Jafnframt hvarflaði hugur minn til frásagnar kunningja míns, Jóns Jónssonar, sem nýlega fékk starf hjá Reykjavíkurborg. Áður en hann var ráðinn sagði verð- andi yfirmaður hans honum frá kjaramálum, launin væru ekki há, _ - þau væru reyndar ákaflega lág. ' Hann gæti hins vegar unnið það upp með ómældri yfirvinnu. „En það er ekki eins og hjá ríkinu,“ bætti yfirmaðurinn við, „engin óunnin yfirvinna hjá okkur.“ Jón horfði á manninn í forundran, hvað átti hann við með „óunninni yfirvinnu“? Helst datt honum í hug að þetta væri einhvers konar líkingamál; neikvætt forskeyti á undan sögn sem dró allt til baka sem fólst í nafnorðinu sem fylgdi á eftir. Einhvers konar hauslaus hamar án skafts. En það var at- vinnuleysi og um lítið annað að velja fyrir Jón en að taka starfinu þrátt fyrir lág grunnlaun og enga öunna yfirvinnu. Þegar hann innti eftir raunverulegum launum starfsmanna á stofnuninni var honum tjáð að um slíkt þyrfti ekki og mætti ekki spyija, ekkert leyndarmál væri jafn- vel falið. Eftir að hann hóf starf átti hann fyrst í stað í nokkrum erfið- leikum með að fá greinargóð svör um hvað hann ætti að gera, hvert væri eigin- legt starfssvið hans. „Mér virtist ég geta hangið þarna án þess að gera nokkurn skap- aðan hlut, en ég varð að vera á staðnum. Eftir að átta dagvinnu- tímar voru liðnir gat ég haldið áfram að hanga á eftirvinnulaunum. Þetta var og er niðurdrepandi." Ef þessi reynsla Jóns Jónssonar er ekki einsdæmi virðist full þörf á skýrri stefnumörkun í starfsmannamál- um, og að leitast verði við að „þróa inntak allra starfa þannig að þau veiti þeim sem störfunum gegna aukna lífsfyllingu“, svo notuð séu orð borgarstjóra. Ástæða þess að ég segi þessa sögu er sú að í henni felst eitt af helstu meinum íslensks samfélags. Þetta er í hnotskurn sagan af þeim blekkingarvef sem atvinnulíf landsmanna hefur verið fast í um langt skeið; að bjóða lág grunn- laun, en bæta þau upp með ein- hveiju sem alls ekki má heita laun fyrir unna dagvinnu. Yfirvinna er þar lykilorð, yfirvinna sem oftar en ekki hefur ekkert með vinnu að gera. Ef vilji er hjá borgaryfirvöldum að koma lagi á starfsmannamál, sem ég efa ekki, verður að huga að vinnutíma. Ef vilji er af hálfu annarra atvinnurekenda að auka framleiðni fyrirtækja, sem ég efa ekki, verður að huga að vinnu- tíma. Ef vilji er af hálfu verka- lýðshreyfingar að bæta kjör, sem ég efa ekki, verður að huga að vinnutíma. Ef vilji er af hálfu aðila vinnumarkaðarins að draga úr atvinnuleysi, sem ég efa ekki, verður að huga að vinnutíma. Það hefur sýnt sig bæði hér og erlendis að krafan um stytt- ingu vinnudags gengur í bylgjum, hjaðnar á samdráttartímum en rís á hagvaxtarskeiðum. í ljósi nýj- ustu þjóðhagsspár er því ekki vonlaust um að breyting geti orð- Haustsending l—i Mon.'i frá C.M. Stuttkápur frá K.S. Mikið úrval af buxnadrögtum, pilsdrögtum, peysum o.m.fl. ®I0 crealim mademfíiselle Laugavegi 97, s. 551-7015 Opið til kl. 17 laugard. Krafan um styttingu vinnudags, segir Þor- leifur Friðriksson í fyrri grein sinni, hún gengur í bylgjum. ið á vinnutímamálum íslendinga á næstu misserum. Þar gæti borg- arstjórn vissulega haft frum- kvæði. Hefðin í árdaga íslenskrar verkalýðs- hreyfingar var eitt helsta baráttu- mál hennar að koma skikki á vinnu- tímann. Átta stunda vinnudag sáu menn þó í hyllingum sem óraljar- lægt markmið, í tíma. í rúmi var fjarlægðin hins vegar ekki mikil. Þegar á fyrstu árum þriðja áratug- ar hafði náðst þjóðarsátt í flestum nálægum ríkjum, ýmist með heild- arkjarasamningum eða löggjöf, um að miða vinnudaginn við átta stundir. Formlega séð hefur hér einnig ríkt þjóðarsátt um átta stunda vinnudag allt síðan í ágúst 1942, en í reynd er víðs fjarri að svo sé. Þróunin eftir 1942 leiddi nefnilega ekki til átta stunda raun- verulegs vinnudags, jafnvel ekki á atvinnuleysistímum. I reynd virðist sem aðilar vinnumarkaðarins hafi í samningum annaðhvort gengið út frá því að vinnudagurinn sé 12-14 tímar, eins og hann var fyr- ir stofnun verkalýðsfélaga, eða að fólk lifi undir fátæktarmörkum. Stytting vinnudagsins hefur m.ö.o. verið formleg gjörð sem ekki hefur leitt til styttri vinnutíma heldur aðeins hækkað hlutfall launa fyrir yfirvinnu. í yfirliti Kjararannsóknar- nefndar um meðalvinnutíma reyk- vískra verkakarla á viku á tíma- bilinu 1966-1992 kemur fram að hann fór aldrei undir 48,7 stund- ir. Meðalvinnutími verkakvenna var heldur lægri eða 44 stundir. Á atvinnuleysisárunum 1968- 1971 lækkaði meðalvinnutími verkakarla úr 56,9 stundum á viku (1966) í 55,6 (1969). Meðal- vinnutími kvenna breyttist hins vegar lítið. Á sama tíma var vinnutími verkafólks í nágranna- löndunum að færast undir 40 stunda markið og er nú víða kom- inn niður í 33-37 stundir. Hvað veldur? Sú spurning hlýtur að vakna hverjar séu rætur þess augljósa munar sem er á vinnutíma og launakjörum verkafólks hér og í nágrannalöndum? Vafalaust felst hluti svarsins í einhæfu atvinnulífi, hráefnafram- leiðslu og miklum sveiflum. Meginhluti þessa vanda virðist þó heyra fortíðinni til og víst er að í ýmsum atvinnugreinum sem eru óháðar (eða lítt háðar) ytri sveifl- um, t.d. matvöruverslun, er sömu sögu að segja. I samflots-samningum síðustu áratuga hafa menn hneigst að því að standa vörð um einhveijar gefnar þjóðhagslegar forsendur sem gjarna hafa miðast við burð- argetu illa staddra sjávarútvegs- fyrirtækja, - stundum þeirra verst settu. Grunntaxtar hafa því verið afar lágir, en sérkjarasamn- ingar getað bætt úr. Því lægri sem grunntaxtar eru þeim mun meira svigrúm hafa atvinnurekendur til að veita launafólki sporslur þegar vel gengur. Þegar svo er komið að laun stórra hópa eru í engu samræmi við taxta er eðlilegt að upp komi spurningin; stéttarfé- lög, til hvers? Þar sem launafólk neyðist hins vegar til að lifa af strípuðum töxtum sem eru undir viðurkenndum framfærslumörk- um, er eins eðlilegt að sama spurning hrópi á svar; stéttarfé- lög, til hvers? Höfundur er sagnfræðingur. Leiðsögn um Papey - rangfærslur í SUMAR fór ég langþráða ferð út í Papey á vegum Pap- eyjarferða hf. á Djúpavogi. Um 40 mínútur tók að sigla út en skoðunartíminn í eyjunni var um 2 1/2 klst. Ferðafókið taldi um tuttugu manns og voru Islendingar í meirihluta. Leiðsögu- maðurinn var ung stúlka sem á ættir að rekja til eyjarinnar. Eg hafði orðið mér úti um kynning- arbækling frá fyrir- tækinu um Papey og þar las ég söguágrip hennar. í bæklingnum er jafnframt kort af eyjunni með helstu ömefnum. Eftir að við komum í land í Átta- hringsvogi fór stúlkan með hópinn upp að vitanum á Hellisbjargi sem er vestarlega á eyjunni og þar fræddi hún okkur um eitt og ann- að, m.a. þjóðsögur sem tengjast staðnum. Síðan var gengið suður af bjarginu og niður að tóftum sem dr. Kristján heitinn Eldjárn gróf upp og rannsakaði árin 1967, 1971 og 1981. Stúlkan upplýsti okkur um að þetta væru svokallaðar Papatættur og að þarna hefðu pap- ar haft aðsetur. Eg spurði hvort það væri sannað því eitthvað hafði ég lesið um rannsóknir dr. Kristj- áns á sínum tíma. Hún fullyrti að svo hefði verið. Síðan benti hún á tóftargijótið og sagði að það hefði verið flutt ofan af landi, frá svæði nálægt Djúpavogi, því ekkert slíkt gijót væri að finna á eyjunni. Loks fór hópurinn til bæjar og kirkju þar sem það var frætt um bygging- arnar og fólkið sem þar hafði lifað og starfað. Mér fannst frekar lítið til eyja- ferðarinnar koma, þ.e.a.s. leið- sagnarinnar, og sá mest eftir því að hafa ekki gengið ein um með kortið sem leiðarljós. Þannig hefði ég komist um eyjuna alla á þeim viðverutíma sem við höfðum og getað skoðað hin margvíslegu ör- Sesselja Guðmundsdóttir nefni og rannsóknar- svæði sem dr. Kristján hafði unnið á og fjall- að um. Eftir að ég kom heim las ég um Pa- peyjarrannsóknir dr. Kristjáns í Árbók Hins íslenska fornleifafé- lags 1988 og einnig þátt í Safni aust- firzkra fræða, 3. bindi 1951, sem heitir Pa- peyjarsaga og Papey- ingar eftir Halldór Stefánsson og Eirík Sigurðsson. Við lest- urinn komst ég að því að leiðsögumaður Papeyjarferða hf. hafði farið rangt með stað- reyndir hvað snertir örnefni og niðurstöður rannsókna í eyjunni. 1. Tóftirnar undir Hellisbjargi bera ekki örnefnið Papatættur eins og leiðsögumaðurinn sagði. Það örnefni finnst „austariega á eynni, skammt frá sjó upp frá (vestur frá) Mávabyggðavík“ og eða „Papatættur eru í lágum hól aust- arlega á eynni." í báðum fyrr- nefndum ritum heitir tóftin sem leiðsögumaðurinn sýndi okkur „Tóftin undir Hellisbjargi". 2. Það hefur aldrei verið sann- að að papar hafi dvalið í Papey. Dr. Kristján segir: „... og hafa rannsóknir í Papey því hvorki sannað né afsannað sagnir um veru papa á íslandi fyrir komu norrænna manna." 3. í þessum ritum kemur ekk- ert fram um að grjótið í Tóftum undir Hellisbjargi sé ofan af landi. Dr. Kristján segir: „Efnið í vegg- ina hefur verið nærtækt. Gijótið úr björgunum að baki og til vest- urs, og næg stunga var í mýr- inni.“ I Árbókinni er að vísu getið um gijót úr landi og þá hellur í tengslum við „Sumarfjósið á Beru- hól ... þær hafa allar verið fluttar ofan af landi; engar slíkar hellur finnast í náttúrunnar ríki í Papey. Kunnugir menn telja líklegast, að hellur þessar séu úr Blábjörgum milli Melrakkaness og Geithellna.“ Þar blöstu við kletta- borgir, segir Sesselía Guðmundsdóttir, sem minntu á papakofa. í hinni heimildinni er sagt að sams- konar hellur hafi aðeins fundist í írskuhólum suðaustur á eyjunni. Það er vísast þægilegt fyrir leið- sögumenn að slengja öll því merki- lega í einn pott og mata síðan ferðamanninn með einum kjarnm- iklum rétti á sama staðnum í stað þess að æða vítt um þar sem sitt lítið af hveiju er til frásagnar. Leiðsögumenn verða að standa undir nafni. Það er lágmarkskrafa að fólk sem kaupir ferðir með leið- sögn fái eins réttar upplýsingar og mögulegt er. Síðast og ekki síst ber ferðaþjónustunni í landinu að virða rannsóknir virtra fræði- manna og koma niðurstöðum þeirra óbrengluðum til skila. I lokin tilvitnun í skrif dr. Krist- jáns þegar hann fór til Papeyjar sumarið 1964: „Hvert sem litið var blöstu við hinar einkennilegu hamraborgir; Kastali, Einbúi og enn fleiri, og í norðri skaut Arney upp sjö kúptum kryppum. Minnti þetta ekki' á mannaverk, borg- hlaðna kofa, papakofa eins og á Skellig Michael (á írlandi)? Það skyldi þó aldrei vera? Og ég sá fyrir mér forna forfeður vora, komna sæbarða af hafi til nýja landsins, sem þeir vissu ekki betur en væri óbyggt mönnum. Þeir horfa forvitnum augum til lands, við þeim blasir eyja með kletta- borgum, fagurlega og reglulega kúptum. Þeir koma vestan um haf og er í fersku minni að hafa séð á eyjunum þar hina skrítnu kofa þar sem einkennilegir menn bjuggu, papar. Og einhver snjall náungi segir: „Þetta eru bara eins og papakofar. Þessi eyja mætti heita Papey.“ Höfúndur er fiakeldismaður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.