Morgunblaðið - 03.10.1996, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 03.10.1996, Blaðsíða 34
34 FIMMTUDAGUR 3. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Jöfnnn atkvæðavægis ALLIR stjórnmála- flokkar hafa þá stefnu að jafna beri misjafnt vægi atkvæða. Ungt fólk í öllum stjórnmála- hreyfingum hefur krafist þess að vinna við endurskoðun kosn- ingalöggj afarinnar heflist sem fyrst. í stefnuyfirlýsingu ríkis- stjórnarinnar segir að eitt af meginmarkmið- um ríkisstjórnarinnar sé að endurskoða kosn- ingalöggjöfina með það fyrir augum að hún verði einfaldari og tryggi jafnara vægi atkvæða milli kjördæma. Nú er lið- ið vel á annað ár á þessu kjörtíma- bili án þess að nokkur vinna hafi hafist við að endurskoða kosninga- löggjöfina. Talsverða vinnu þarf að leggja í undirbúning tillagna um breytingar. Því er brýnt að hefja verkið sem fyrst en bíða ekki til loka kjörtímabilsins, en í þá gryfju féll síðasta ríkisstjórn viljandi eða óviljandi. Enginn markverður árangur náðist við síðustu endur- skoðun enda unnin í miklu tíma- hraki í lok síðasta kjörtímabils. Kjósendum fjölgar á suðvesturhorninu í dag er misvægi atkvæða afar mikið. Atkvæðavægið er mun minna í mannmörgum kjördæmum heldur en í fámennum. Við forseta- kosningarnar 29. júní sl. var gefinn út nýr kjörskrárstofn. Miðað við fjöldann nú eru flestir kjósendur á bak við hvern þingmann í Reykja- vík .eða 4.178. Reykja- neskjördæmi fylgir fast á eftir með 4.159 kjósendur, en fæstir eru kjósendur á bak við þingmann á Vestfjörð- um eða 1.228. Af þessu má sjá hve kjósendur í fjölmennu kjördæmun- um hafa léttvæg at- kvæði. Aðalorsökin fyrir misjöfnu vægi at- kvæða er búseturösk- un. Samkvæmt upplýs- ingum um mannfjölda 1. des. síðastliðinn var skipting íbúafjölda eft- ir kjördæmum þannig að á suðvesturhorninu býr um 65% þjóðarinnar eða 38,9% í Reykjavík og 26,1% í Reykjanesi. í öðrum kjördæmum búa nokkuð Bezt væri að gera iand- ið að einu kjördæmi, segir Siv Friðleifsdótt- ir, en einnig mætti kjósa helming þing- manna af landslista en hinn úr kjördæmunum. færri eða 9,9% í Norðurlandi eystra, 7,8% á Suðurlandi, 5,3% á Vestur- landi, 3,8% á Norðurlandi vestra og á Vestfjörðum 3,4% þjóðarinnar. Ef búsetuþróun er skoðuð út frá hinum nýja kjörskrárstofni sést að Siv Friðleifsdóttir miðað við árið 1988 hefur kjósend- um fjölgað mest í Reykjavík um 10.931 kjósendur eða um 16%. Næstmest fjöigun hefur orðið í Reykjaneskjördæmi um 9.369 kjós- endur eða um 23,2%. Fjölgun hefur einnig orðið í Norðuriandi eystra um 5% og í Suðurlandskjördæmi um 6,3% . í hinum kjördæmunum fjórum hefur fækkað. Landið eitt kjördæmi og leið Halldórs Margar orsakir eru fyrir þeirri búseturöskun sem orðið hefur. Sumar eðlilegar meðan aðrar hefði ef til vill mátt koma í veg fyrir. Eigi að síður er búseturöskunin staðreynd sem allir verða að horf- ast í augu við. Því er brýnt að vægi atkvæða verði leiðrétt í takt við þá staðreynd. Það gengur ekki lengur að bjóða stórum hluta þjóð- arinnar að búa við verulega skert atkvæðavægi. En hvaða leiðir eru færar? Tvær Ieiðir standa uppúr í mínum huga. Besta leiðin væri að gera landið að einu kjördæmi. Þá næðust tvö mikilvæg framfara- spor. Hið fyrra er jafnt vægi at- kvæða, einn maður eitt atkvæði. Hið síðara er að ef landið væri eitt kjördæmi ættu þingmenn auðveld- ara með að hefja sig yfir kjör- dæmapotið svo kallaða. Þeir gætu frekar tekið ákvarðanir með hags- muni heildarinnar, þ.e. þjóðarinnn- ar allrar, í huga en ekki þröngra sérhagsmuna kjördæma sinna. Hin leiðin sem einnig væri vert að skoða alvarlega er kennd við Hall- dór Asgrímsson, formann Fram- sóknarflokksins, og felur í sér að um helmingur þingmanna yrði kos- inn af landslista en hinn úr kjördæ- munum. Ljóst er að mikil vinna er framundan við að ná viðunandi lendingu varðandi breytingar á kosningalöggjöfinni og því brýnt að yfirvöld hefjist handa við verkið sem fyrst. Höfundur er alþingismaður. LAUGARDAGSKVOLD PERLUR SJÖUNDA ÁRATUCARINS i (lutningi frábætra söngvara, dansara og io manna hfjómsveitar Gunnars Þórðarsonar SÖNCVARAR: Ari Jónsson, Bjarni Arason, Björgvin Halldórsson, Pálmí Gunnarsson og Söngsystur ^TVCatseSíLL Œorréííur: ‘RjómalöguS sjávarréttasúpa. ékðalréttur: 'Eldsteiktur lambavöðvi meðgljáðu grœnmeti, djúpsteiHtum jarðeplum oq sólberjasósu. Œfiirréttur: nFersfLjuís í brauðbörju með fieitri karamellusósu. Verð kr. 4.800 á kvöldverð og sýningu. VerS kr. 2.200 á sýningu. TILBOÐ Á HÓTEL- GISTINGU Hljómsveitin SIXTIES leikur fyrir dansi í aSalsal eftir sýningu. HOm, j&l, AND Miða- og borðapantanir í síma 568-7111 Til styrktar nýjum Barnaspítala Hringsins „Gleym mér ei“ Kvenfélagasam- band Gullbringu- og Kjósarsýslu mun 4. og 5. október nk. gangast fyrir sölu á merkinu Gleym mér ei. Kvenfé- lagasamband Gull- bringu- og Kjósarsýslu samanstendur af 11 kvenfélögum sem sameiginlega _ vinna þetta verk. Ágóði af merkjasölu þessari mun renna til styrktar byggingu Barnaspít- ala Hringsins. Ásgeir Haraldsson Atli Dagbjartsson Barnaspítali Hringsins fyrr og nú Á næsta ári eru 40 ár liðin frá því Barnaspítali Hringsins tók til starfa á Landspítalanum. Á þessum árum hefur mikil þróun orðið, starf- semin aukist og breyst. Barnaspít- ali Hringsins skiptist nú í fimm deildir og innan hans rúmast nú margar undirsérgreinar barnalækn- inga svo sem hjartasjúkdómar barna, barnaskurðlækningar, taugasjúkdómar barna, krabba- meinslækningar, gjörgæsla nýbura og fyrirbura og ofnæmissjúkdóma- lækningar. Innlagnir á Barnaspítala Hringsins eru tæplega þtjú þúsund ár hvert, og enn fleiri börn leita á bráðamóttöku og göngudeild spítal- ans. Þá fer fram mikil kennsla og rannsóknir innan Veggja spítalans. I áranna rás hafa miklar breyt- ingar orðið á meðhöndlun veikra barna á Íslandi sem annars staðar. Árangur meðferðar alvarlegra sjúk- dóma hefur tekið stórstígum fram- förum. Ástæða er til að fagna þeim árangri, sem náðst hefur á Barna- spítala Hringsins. Þennan árangur má m.a. þakka miklu framlagi metnaðarfulls starfsfólks og óeigin- gjörnu starfi margra velunnara og styrktaraðila Barnaspítalans. Spit- alanum er þó sniðinn þröngur stakkur. Aðstaða veikra barna og STÓLPI fyrir Windows er samhæfður Word og Excel. Sveigjanleiki í fyrirrúmi. H KERHSÞROUN HF. Fákafeni 11 - Sími 568 8055 aðstandenda þeirra er slæm sem og starfsaðstaða öll. Börn og ungl- ingar á íslandi eru um 70-80 þús- und. Löngu er tímabært að búa veikum, íslenskum börnum sóma- samlega aðstöðu. íslenskar konur og heilbrigðismál Þegar lyfta hefur þurft Grettis- taki í íslenskum heilbrigðismálum, hafa konur oft farið í fylkingar- brjósti. Ingibjörg H. Bjarnason var Löngu er tímabært, _ segja Asgeir Haralds- son og Atli Dagbjarts- son, að búa veikum börnum sómasamlega sjúkrahússaðstöðu. fyrsta íslenska konan, sem kosin var til Alþingis. Eitt aðalbaráttu- mál hennar var bygging Landspítal- ans, en hann var tekinn í notkun árið 1930. Kvenfélög hafa barist fyrir framförum í heilbrigðismálum og hrint af stað byggingum og rekstri margra heilbrigðisstofnana. Kvenfélagið Hringurinn hefur verið styrkasti bakhjarl Barnaspítala Hringsins frá upphafi. Bamaspítali Hringsins var reyndar opnaður á kvennadaginn hinn 19. júní 1957 og ber nafn Hringsins í viðurkenn- ingarskyni við það fómfúsa starf, sem kvenfélagskonurnar hafa unnið. Enn á ný stuðla konur á íslandi að mikilvægum framförum í ís- lenskum heilbrigðismálum. Það er von okkar að átak Kvenfélagasam- bands Gullbringu- og Kjósarsýslu gangi vel, og við hvetjum fólk til að styðja framtak þess. Ásgeir er prófessor og forstöðulæknir ogAtli er yfirlæknir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.