Morgunblaðið - 03.10.1996, Síða 34

Morgunblaðið - 03.10.1996, Síða 34
34 FIMMTUDAGUR 3. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Jöfnnn atkvæðavægis ALLIR stjórnmála- flokkar hafa þá stefnu að jafna beri misjafnt vægi atkvæða. Ungt fólk í öllum stjórnmála- hreyfingum hefur krafist þess að vinna við endurskoðun kosn- ingalöggj afarinnar heflist sem fyrst. í stefnuyfirlýsingu ríkis- stjórnarinnar segir að eitt af meginmarkmið- um ríkisstjórnarinnar sé að endurskoða kosn- ingalöggjöfina með það fyrir augum að hún verði einfaldari og tryggi jafnara vægi atkvæða milli kjördæma. Nú er lið- ið vel á annað ár á þessu kjörtíma- bili án þess að nokkur vinna hafi hafist við að endurskoða kosninga- löggjöfina. Talsverða vinnu þarf að leggja í undirbúning tillagna um breytingar. Því er brýnt að hefja verkið sem fyrst en bíða ekki til loka kjörtímabilsins, en í þá gryfju féll síðasta ríkisstjórn viljandi eða óviljandi. Enginn markverður árangur náðist við síðustu endur- skoðun enda unnin í miklu tíma- hraki í lok síðasta kjörtímabils. Kjósendum fjölgar á suðvesturhorninu í dag er misvægi atkvæða afar mikið. Atkvæðavægið er mun minna í mannmörgum kjördæmum heldur en í fámennum. Við forseta- kosningarnar 29. júní sl. var gefinn út nýr kjörskrárstofn. Miðað við fjöldann nú eru flestir kjósendur á bak við hvern þingmann í Reykja- vík .eða 4.178. Reykja- neskjördæmi fylgir fast á eftir með 4.159 kjósendur, en fæstir eru kjósendur á bak við þingmann á Vestfjörð- um eða 1.228. Af þessu má sjá hve kjósendur í fjölmennu kjördæmun- um hafa léttvæg at- kvæði. Aðalorsökin fyrir misjöfnu vægi at- kvæða er búseturösk- un. Samkvæmt upplýs- ingum um mannfjölda 1. des. síðastliðinn var skipting íbúafjölda eft- ir kjördæmum þannig að á suðvesturhorninu býr um 65% þjóðarinnar eða 38,9% í Reykjavík og 26,1% í Reykjanesi. í öðrum kjördæmum búa nokkuð Bezt væri að gera iand- ið að einu kjördæmi, segir Siv Friðleifsdótt- ir, en einnig mætti kjósa helming þing- manna af landslista en hinn úr kjördæmunum. færri eða 9,9% í Norðurlandi eystra, 7,8% á Suðurlandi, 5,3% á Vestur- landi, 3,8% á Norðurlandi vestra og á Vestfjörðum 3,4% þjóðarinnar. Ef búsetuþróun er skoðuð út frá hinum nýja kjörskrárstofni sést að Siv Friðleifsdóttir miðað við árið 1988 hefur kjósend- um fjölgað mest í Reykjavík um 10.931 kjósendur eða um 16%. Næstmest fjöigun hefur orðið í Reykjaneskjördæmi um 9.369 kjós- endur eða um 23,2%. Fjölgun hefur einnig orðið í Norðuriandi eystra um 5% og í Suðurlandskjördæmi um 6,3% . í hinum kjördæmunum fjórum hefur fækkað. Landið eitt kjördæmi og leið Halldórs Margar orsakir eru fyrir þeirri búseturöskun sem orðið hefur. Sumar eðlilegar meðan aðrar hefði ef til vill mátt koma í veg fyrir. Eigi að síður er búseturöskunin staðreynd sem allir verða að horf- ast í augu við. Því er brýnt að vægi atkvæða verði leiðrétt í takt við þá staðreynd. Það gengur ekki lengur að bjóða stórum hluta þjóð- arinnar að búa við verulega skert atkvæðavægi. En hvaða leiðir eru færar? Tvær Ieiðir standa uppúr í mínum huga. Besta leiðin væri að gera landið að einu kjördæmi. Þá næðust tvö mikilvæg framfara- spor. Hið fyrra er jafnt vægi at- kvæða, einn maður eitt atkvæði. Hið síðara er að ef landið væri eitt kjördæmi ættu þingmenn auðveld- ara með að hefja sig yfir kjör- dæmapotið svo kallaða. Þeir gætu frekar tekið ákvarðanir með hags- muni heildarinnar, þ.e. þjóðarinnn- ar allrar, í huga en ekki þröngra sérhagsmuna kjördæma sinna. Hin leiðin sem einnig væri vert að skoða alvarlega er kennd við Hall- dór Asgrímsson, formann Fram- sóknarflokksins, og felur í sér að um helmingur þingmanna yrði kos- inn af landslista en hinn úr kjördæ- munum. Ljóst er að mikil vinna er framundan við að ná viðunandi lendingu varðandi breytingar á kosningalöggjöfinni og því brýnt að yfirvöld hefjist handa við verkið sem fyrst. Höfundur er alþingismaður. LAUGARDAGSKVOLD PERLUR SJÖUNDA ÁRATUCARINS i (lutningi frábætra söngvara, dansara og io manna hfjómsveitar Gunnars Þórðarsonar SÖNCVARAR: Ari Jónsson, Bjarni Arason, Björgvin Halldórsson, Pálmí Gunnarsson og Söngsystur ^TVCatseSíLL Œorréííur: ‘RjómalöguS sjávarréttasúpa. ékðalréttur: 'Eldsteiktur lambavöðvi meðgljáðu grœnmeti, djúpsteiHtum jarðeplum oq sólberjasósu. Œfiirréttur: nFersfLjuís í brauðbörju með fieitri karamellusósu. Verð kr. 4.800 á kvöldverð og sýningu. VerS kr. 2.200 á sýningu. TILBOÐ Á HÓTEL- GISTINGU Hljómsveitin SIXTIES leikur fyrir dansi í aSalsal eftir sýningu. HOm, j&l, AND Miða- og borðapantanir í síma 568-7111 Til styrktar nýjum Barnaspítala Hringsins „Gleym mér ei“ Kvenfélagasam- band Gullbringu- og Kjósarsýslu mun 4. og 5. október nk. gangast fyrir sölu á merkinu Gleym mér ei. Kvenfé- lagasamband Gull- bringu- og Kjósarsýslu samanstendur af 11 kvenfélögum sem sameiginlega _ vinna þetta verk. Ágóði af merkjasölu þessari mun renna til styrktar byggingu Barnaspít- ala Hringsins. Ásgeir Haraldsson Atli Dagbjartsson Barnaspítali Hringsins fyrr og nú Á næsta ári eru 40 ár liðin frá því Barnaspítali Hringsins tók til starfa á Landspítalanum. Á þessum árum hefur mikil þróun orðið, starf- semin aukist og breyst. Barnaspít- ali Hringsins skiptist nú í fimm deildir og innan hans rúmast nú margar undirsérgreinar barnalækn- inga svo sem hjartasjúkdómar barna, barnaskurðlækningar, taugasjúkdómar barna, krabba- meinslækningar, gjörgæsla nýbura og fyrirbura og ofnæmissjúkdóma- lækningar. Innlagnir á Barnaspítala Hringsins eru tæplega þtjú þúsund ár hvert, og enn fleiri börn leita á bráðamóttöku og göngudeild spítal- ans. Þá fer fram mikil kennsla og rannsóknir innan Veggja spítalans. I áranna rás hafa miklar breyt- ingar orðið á meðhöndlun veikra barna á Íslandi sem annars staðar. Árangur meðferðar alvarlegra sjúk- dóma hefur tekið stórstígum fram- förum. Ástæða er til að fagna þeim árangri, sem náðst hefur á Barna- spítala Hringsins. Þennan árangur má m.a. þakka miklu framlagi metnaðarfulls starfsfólks og óeigin- gjörnu starfi margra velunnara og styrktaraðila Barnaspítalans. Spit- alanum er þó sniðinn þröngur stakkur. Aðstaða veikra barna og STÓLPI fyrir Windows er samhæfður Word og Excel. Sveigjanleiki í fyrirrúmi. H KERHSÞROUN HF. Fákafeni 11 - Sími 568 8055 aðstandenda þeirra er slæm sem og starfsaðstaða öll. Börn og ungl- ingar á íslandi eru um 70-80 þús- und. Löngu er tímabært að búa veikum, íslenskum börnum sóma- samlega aðstöðu. íslenskar konur og heilbrigðismál Þegar lyfta hefur þurft Grettis- taki í íslenskum heilbrigðismálum, hafa konur oft farið í fylkingar- brjósti. Ingibjörg H. Bjarnason var Löngu er tímabært, _ segja Asgeir Haralds- son og Atli Dagbjarts- son, að búa veikum börnum sómasamlega sjúkrahússaðstöðu. fyrsta íslenska konan, sem kosin var til Alþingis. Eitt aðalbaráttu- mál hennar var bygging Landspítal- ans, en hann var tekinn í notkun árið 1930. Kvenfélög hafa barist fyrir framförum í heilbrigðismálum og hrint af stað byggingum og rekstri margra heilbrigðisstofnana. Kvenfélagið Hringurinn hefur verið styrkasti bakhjarl Barnaspítala Hringsins frá upphafi. Bamaspítali Hringsins var reyndar opnaður á kvennadaginn hinn 19. júní 1957 og ber nafn Hringsins í viðurkenn- ingarskyni við það fómfúsa starf, sem kvenfélagskonurnar hafa unnið. Enn á ný stuðla konur á íslandi að mikilvægum framförum í ís- lenskum heilbrigðismálum. Það er von okkar að átak Kvenfélagasam- bands Gullbringu- og Kjósarsýslu gangi vel, og við hvetjum fólk til að styðja framtak þess. Ásgeir er prófessor og forstöðulæknir ogAtli er yfirlæknir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.