Morgunblaðið - 03.10.1996, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 03.10.1996, Blaðsíða 30
30 FIMMTUDAGUR 3. OKTÓBER 1996 STEFNURÆÐA FORSÆTISRAÐHERRA MORGUNBLAÐIÐ Árangur erfiðrar baráttu að skila sér DAVÍÐ Oddsson flytur stefnuræðu ríkisstjórnarinnar á Alþingi í gærkvöldi. DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra flutti stefnuræðu ríkisstjórnarinnar á Alþingi í gærkvöldi og fer hún hér á eftir. Millifyrirsagnir eru Morgun- blaðsins. Herra forseti, góðir áheyrendur, Stjórnarsáttmálar og stefnuyfir- lýsingar ríkisstjórna eru athyglis- verð plögg þótt menn greini oftast mjög á um innihald þeirra. Sáttmál- arnir geyma jafnan ioforð eða a.m.k. fögur fyrirheit þeirra, sem eru að leggja af stað saman í ferð. En þeir eru ekki síður tæki stjórnmálaflokka til að kanna við stjórnarmyndanir, hvort þeir geti sameinast um nokkur megin verkefni næstu árin, þrátt fyrir þann stjórnmálaiega ágreining, sem milli flokkanna er. Og þeir eru einnig notaðir til að kortleggja þau sker, sem slíkt samstarf gæti helst steytt á. Mjög langir stjórnarsátt- málar, fullir af smáatriðum og þar sem reynt er að setja undir alla hugsanlega leka, gætu því bent til þess, að verulegrar tortryggni gætti um samstarf á milli flokka í upp- hafi. Því þætti best að hafa sem flest svið niðurnegld í skrifuðum texta. Reyndar sýnist mér að stundum sé nokkur fylgni á milli langra stjórnar- sáttmála og lélegs samstarfs flokka á milli. Stjórnarsáttmáli ríkis- stjórnarinnar er stuttur og gagnorð- ur, en gefur þó ágæta leiðsögn um mikilvægustu viðfangsefni í íslensku efnahags- og þjóðlífí. Og ég tel einn- ig, að upphaf núverandi ríkisstjórnar hafi verið gott og geti leitt til góðr- ar og farsællar tíðar. Það er mála sannast, að síðasta þing, fyrsta heila þing núverandi ríkisstjórnar, var eitt hið athafnasamasta um langt skeið. Umræður voru vissulega langar og strangar, eins og vill verða í upp- hafi kjörtímabils, þegar stjórn og stjórnarandstaöa, samsett með nýj- um hætti, láta reyna með sér. En hitt er þýðingarmeira, að fjöldi stór- mála var leiddur til iykta og mörg mál, sem áður höfðu lengi þvælst fyrir þingmönnum, fengu nú af- greiðslu. Afgangur af ríkissjóði Það sést glöggt, þegar litið er til stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar, að störf hennar hingað til og stefn- an, sem framundan er, verða í góðu samræmi við hann. Fylgt hefur ver- ið fast fram þeim fyrirheitum um efnahagsmál, atvinnuaukningu og bætt lífskjör, sem vikið er að í stjórn- arsáttmálanum. Þar verður verkum þó seint lokið og þeirra mun því einn- ig sjá stað á þessu þingi, ekki síst í tengslum við fjárlagagerð. Fjár- málaráðherra hefur nú lagt fram fjárlagafrumvarp, sem gerir ríkis- stjórninni að reka ríkissjóð með nokkrum afgangi og nú þykir ljóst, að fjárlagahallinn á því ári, sem senn er að ljúka, verður mun minni en gert var ráð fyrir í fjárlögum. Þá er settur innan sviga sá bókhalds- halli, sem skráður verður vegna inn- lausnar spariskírteina fyrr á árinu. Eins og kunnugt er mun sú innlausn ein spara ríkissjóði milljarða króna á næstu árum. Á síðasta þingi var vinnulöggjöfin endurskoðuð og er það von ríkisstjórnarinnar að þegar fram í sækir, muni sú lagasetning teljast mjög til bóta, þótt nokkuð hafi verið um hana deilt. Flutningi grunnskóla til sveitarfélaga hefur verið lokið áfallalaust. Margir óttuð- ust að þar væru of mörg ljón í vegi til þess, að það stóra mál mætti ná fram að ganga. Flutningur grunn- skólans er mesta verkefnatilfærsla á miili ríkis og sveitarfélaga, sem orðið hefur, og þá um leið stærsta skref til valddreifingar, sem stigið hefur verið. Endurskoðun lífeyris- Davíð Oddsson for- sætisráðherra flutti stefnuræðu ríkis- stjómarinnar á Al- þingi í gærkvöldi. sjóðakerfisins, sem sérstaklega er fjallað um í stjórnarsáttmála, er vel á veg komin. Annað atriði, sem þar er nefnt, hefur einnig breyst úr orð- um í veruleika. Settar hafa verið reglur um aðgang borgaranna að upplýsingum hjá stjórnvöldum og jafnframt verið mótuð heildarstefna um upplýsingatækni og upplýsinga- þjóðfélagið. Vinna við að búa í haginn fyrir erlenda fjárfestingu í landinu hefur borið góðan ávöxt eftir langvarandi kyrrstöðu í þeim efnum. Er það fagnaðarmál fyrir þjóðina og reynd- ar eru ýmis merki um það nú, að þar verði frekari ákvarðanir teknar á næstu mánuðum og misserum. Ég hef, herra forseti, aðeins vikið að fáeinum atriðum, sem stjórn- arsáttmálinn lagði okkur í hendur að huga sérstaklega að í upphafi kjörtímabilsins. Þar hefur mörgu verið þokað í rétta átt. En það er ekki síður ánægjulegt, að samstarfið á milli stjórnarflokkanna um fram- kvæmd þessara verkefna hefur verið afar traust og sú samheldni hefur tryggt öruggan framgang málanna. Útgjöld til heilbrigðis- og menntamála aukast Það var forgangsatriði ríkisstjórn- arinnar að fjárlög skyldu nú lögð fram hallalaus. Þó skyldi forðast, að það yrði með þeim hætti, sem hér hefur gerst stundum á árum fyrr, þegar að útgjöld ríkisins voru vanmetin stórlega og tekjurnar of- metnar og með þeim hætti fengin hagfelld niðurstaða. Óþarfi er að rifja þau tiivik upp sérstaklega nema tilefni gefist tii. Óðruvísi er í pottinn búið nú og því hafa orðið mikil kafla- skil í ísienskri efnahagsstjórn við framlagningu þessa fjárlagafrum- varps Til þess að ná markmiðum þess, hefur verið óhjákvæmilegt að sýna aðhald í ríkisrekstrinum á fjöl- mörgum sviðum. Það hefur vissulega verið gert, en á hinn bóginn munu útgjöld til ýmissa málaflokka þó halda áfram að aukast og er slíkt óhjákvæmilegt, þótt viðspyrna sé sýnd. Hinn umfangsmikli heilbrigð- ismálaflokkur lýtur einmitt þessum lögmálum, en útgjöld til hans aukast jafnt og þétt, þótt þeir sem leggja eyrun við pólitískum áróðri gætu haldið annað. Meðalaldur lands- manna eykst og sífellt koma til ný dýr lyf og tækjabúnaður, sem nútí- malæknisþjónusta getur ekki verið án, eigi hún ekki að verða Jakari hér, en þar sem hún er best. Áfram er tryggt að ísiensk heilbrigðisþjón- usta verður í fremstu röð meðal þjóða. Slíkri stöðu er hægt að halda þótt þess sé gætt að útgjaldaþensla þessa málaflokks keyri ekki þjóðfé- lagið á hliðina. Sömu sögu er að segja um mál er lúta forræði menntamálaráðuneytisins. Það er enginn ágreiningur um það hér á hinu háa Alþingi að tryggja æsku landsins sem best tækifæri til menntunar, enda er hún helsta for- senda framfara og velmegunar þjóð- arinnar. En á hinn bóginn er einnig líklegt, að allir þeir stjórnmálaflokk- ar og samtök, sem hér eiga fulltrúa, vilji í lengstu lög forðast að safna ríkisskuldum nú, þegar að hagur er tekinn að vænkast, skuldum sem ungviði landsins er ætlað að greiða þegar það kemst á fullorðinsár. Því var ljóst, að það þurfti að koma til kasta menntamálaráðuneytisins sem og annarra ráðuneyta, sem fara með viðkvæma málaflokka, þegar að nið- urskurði kæmi, ef framangreindum markmiðum fjárlaganna skyldi ná. Við flutning grunnskólans til sveit- arfélaganna var auknu fjármagni veitt til þess skólastigs. Háskólastig- ið var ekki talið aflögufært, en á hinn bóginn mætti gera ráðstafanir til sparnaðar á framhaldsskólastigi. Vonandi verður tekið málefnalega á því vandasama verki, jafnt hér á Alþingi, sem og hjá þeim aðilum öðrum, sem að málinu koma. Nú er unnið að endurskoðun á námsskrám grunn- og framhaldsskóla, sem er stórverkefni og liggur mikið við að það takist vel. Á þeim nýja grunni á að treysta inntak og gæði íslenskr- ar menntunar. Heilbrigðismál og menntamál feru útgjaldafrekir iiðir í ríkisrekstrinum enda er almennur vilji til þess í þjóðfélaginu, að skatt- greiðendur leggi mikið á sig, til þess að halda þar uppi háu þjónustustigi. Auðvitað má hið sama segja um fjöl- marga aðra þætti ríkisrekstursins. Áskoranir um aukin útgjöld berast úr öllum áttum, og hverjum og ein- um þykir sín krafa hin eina og sanna réttlætiskrafa. Engin ástæða er til að gera lítið úr þess háttar óskum eða hafa þær í flimtingum. En það heyrast einnig aðrar raddir, sem kannski eru ekki settar fram með jafnmiklum þunga og hávaða. Það er nefnilega einnig vaxandi krafa frá öllum almenningi að ráðdeildar sé gætt og skuldum ekki safnað og sú krafa hlýtur einnig að ná eyrum okkar þingmanna, enda hefur þjóðin ekki ráð á að framhjá henni sé litið. Herra forseti, Það hefur mikill árangur náðst í íslenskum þjóðarbúskap á undan- förnum árum. Hagvöxtur hefur ver- ið mikill, verðbólga mjög í hófi, at- vinnuleysi fer minnkandi og lífskjör batna. Samkvæmt þessum mæli- kvarða er ísland í hópi þeirra aðildar- þjóða OECD, sem bestum árangri hafa náð að undanförnu. í þjóðhagsáætlun er vikið að þeim fjórum atriðum, sem einkum geti skýrt þessa jákvæðu þróun. í fyrsta lagi, er bent á þær víðtæku umbæt- ur, sem gerðar hafa verið í íslenskum efnahagsmálum á undanförnum árum og þar nefnt til sögunnar efl- ing markaðsbúskapar, opinn fjár- magnsmarkaður og aðiid að evr- ópska efnahagssvæðinu. I öðru lagi hafi tekist að tryggja stöðugleika og jafnvægi í þjóðarbúskapnum og í þriðja lagi hafi vaxið skilningur á, að laga þurfi rekstur þjóðfélagsins að þeim skilyrðum, sem það býr við á hveijum tíma og í fjórða lagi hafi ytri skilyrði lagst á sveif með inn- lendum skilyrðum. íslendingar hafi með öðrum orðum búið hagkerfi sitt undir batnandi hag. Einkavæðingu haldið áfram Það er enginn bilbugur á ríkis- stjórninni að halda áfram á sömu braut og á kjörtímabilinu verður komið í verk áformum um að breyta eignarformi ríkisfyrirtækja og auð- velda einstaklingum og fyrirtækjum að eignast í þeim hlut. Ríkið hefur hvorki ástæðu né þörf á að standa í rekstri í beinni samkeppni við ein- staklinga og fyrirtæki þeirra. Á síð- ustu árum hefur í fyrsta sinn verið gengið skipulega til slíkra verka. Á þeim tíma voru seldir hlutir ríkis- sjóðs í fyrirtækjum fyrir rúmar 2000 milljónir króna. Sérstök fram- kvæmdanefnd annast stefnumótun á sviði einkavæðingar og sitja í henni auk mín, utanríkisráðherra, fjár- málaráðherra og viðskiptaráðherra. Hefur ríkisstjórnin samþykkt tillög- ur nefndarinnar um nýjar reglur um framkvæmd einkavæðingar. Nýlega voru hlutabréf ríkissjóðs í Jarðbor- unum hf., seld fyrir 160 milljónir króna, en í fjárlögum yfirstandandi árs var gert ráð fyrir að heildartekj- ur af sölu eigna yrðu 100 milljónir króna. Sala á hlutabréfum í Sem- entsverksmiðjunni hf., Áburðai'verk- smiðjunni hf., Skýrr hf., og Bifreiða- skoðun íslands hf., er nú í undirbún- ingi. Þá er unnið að því að breyta Póst- og símamálastofnun í hlutafé- lag, sem að gert er ráð fyrir að taki til starfa um næstkomandi áramót. Samkeppni á sviði símaþjónustu verður gefin fijáls í flestum ríkjum Evrópu hinn 1. janúar 1998 og má gera ráð fyrir mikilli breytingu á samkeppnisumhverfi símafyrirtækja frá og með þeim tíma. Símafyrir- tæki í Evrópu eru í óða önn að und- irbúa sig fyrir umskiptin. Þeim hefur flestum verið breytt í hlutafélög og hafa myndað með sér þqu megin bandalög ásamt öflugum bandarísk- um símafyrirtækjum. Norski, danski og finnski síminn tilheyra einu slíku bandalagi og sænski síminn öðru. Það er yfirlýst stefna allra þessara fyrirtækja að hasla sér völl utan heimalanda sinna. Norrænu fyrir- tækin skilgreina Norðurlöndin öll sem hluta af sínum heimamarkaði. Það er því afar mikilvægt að gera Pósti og síma kleift að mæta þeirri samkeppni, sem framundan er, en það verður aðeins gert með því að breyta fyrirtækinu í öflugt hlutafé- lag, sem getur brugðist við nýjum aðstæðum með skjótum og skilvirk- um hætti. En jafnframt verður að gæta þess, að ný fyrirtæki á þessu sviði hér á landi fái svigrúm og oln- bogaiými og að þau búi við eðlileg og sanngjörn samkeppnisskilyrði. íslenskt atvinnulíf verður ávallt að eiga völ á eins fullkomnum og hag- kvæmum fjarskiptum og best gerist í öðrum löndum og eiga aðgang að fullkomnustu tækni á hveq'um tíma. Á þessu veltur framtíð okkar í hinni tölvuvæddu upplýsingaveröld. í stefnuyfírlýsingu ríkisstjórnar- innar segir m.a. að áhersla verði Iögð á að breyta rekstrarformi ríkis- viðskiptabanka og íjárfestingarlána- sjóða. Hvort tveggja er nú í undir- búningi. Að því er varðar fjárfesting- arlánasjóðina er markmiðið að tiyggja atvinnulífinu aðgang að langtímafjármagni á markaðskjör- um á sem hagkvæmastan hátt og að tryggja atvinnulífinu aðgang að fjármagni til nýsköpunar og þróun- ar. Skilyrði er, að fyrirtæki í hvaða atvinnugrein sem er, eigi jafnan aðgang að slíku fjármagni, hvort sem er til fjárfestingar eða nýsköp- unar. Sjóðakerfið hefur um langt skeið verið hólfað niður eftir atvinnugrein- um og það hefur staðið starfsemi í nýjum greinum fyrir þrifum. Þessu verður því að breyta. Nauðsynlegt er að eiga samráð um þær breyting- ar við fulltrúa þeirra atvinnugreina sem helst tengjast núverandi sjóða- kerfi. Það má hins vegar ekki koma í veg fyrir það að nýtt kerfi verði öllum opið. Nýtt sjóðakerfi þarf að skoða í nánu samhengi við banka- kerfið, en ríkisbönkunum verður breytt í hlutafélög með löggjöf á þessu þingi. Samspil banka og sjóða er margslungið og verður að leita þar hagkvæmustu lausna og líta um leið til annarrar samkeppni á lána- markaði. I fyrirhugaðri uppstokkun sjóðakerfisins er æskilegt að taka strax verulegt skref í þá átt að draga úr umsvifum ríkisins í lánakerfinu og minnka þannig hlut þess í at- vinnulífinu. Sanngirni og ábyrgð í kjarasamningum Herra forseti, I áætlunum ríkisins er nú byggt á því, að hagvöxtur verði um 2,5% á komandi ári og áþekkur á næstu árum þar á eftir. Er þetta mun minni hagvöxtur en varð á þessu ári. Þá er því spáð, að verðbólgan verði um 2%. Segja má, að vel muni til takast fyrir þjóðina, ef þetta gengur eftir. En hafa verður í huga, að langflest- ir kjarasamningar eru lausir um næstkomandi áramót. Engum blöð- um er um það að fletta, að atbeini aðila á vinnumarkaði á góðan hlut í þeim umskiptum til hins betra, sem orðið hafa á Islandi. Gera verður ráð Það er enginn vaf i á, að stór þáttur í of- veiði í heiminum er sú mikla opinbera að- stoð sem sjávarútvegi er víðast hvar veitt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.