Morgunblaðið - 03.10.1996, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 03.10.1996, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 3. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ . FRÉTTIR Eldgos norður af Grímsvötnum árið 1938 kom flestum að óvörum Flúor úr gosösku getur valdið doða í búfénaði Hlaupið var um sex kílómetra breitt FLESTUM að óvörum hófst gríðar- mikið hlaup í Skeiðará 23. maí 1938. F'jögur ár voru frá síðasta hlaupi og var þá ekki vitað til þess að áður hefði liðið svo skammt á milli hlaupa. En þó menn yrðu áþreifanlega varir við hlaupið var enginn var við eldgos í jöklinum. Leiðangrar sem farnir voru í maí og lok júní þóttu hins vegar benda til að gosið hefði undir jökli norðan við Grímsvötn. í bók dr. Sigurðar Þórarinssonar jarðfræðings „Vötnin stríð“ segir að frá Kötlu og Grímsvötnum komi „stórkostleg jökulhiaup, svo stór, að ekki verða önnur slík annars staðar á jarðarkringlunni." Hlaup úr Gríms- vötnum voru almennt stærri fyrr á þessari öld en hlaup á síðari árum. Sum þeirra voru afleiðing eldgosa. Þannig er vitað með vissu um gos í Grímsvötnum 1922 og 1934. Vöxtur hófst í Skeiðará mjög skyndilega að morgni 23. maí 1938. Flóðið náði að sprengja jökulsporð- inn mikið upp og fleyta með sér all- mikiu af ísjökum, smáum og stórum. Hlaupið jókst enn næstu tvo daga og náði hámarki, að því er talið er, 26. maí. Um nóttina breiddi það gíf- urlega úr sér. Oddur Magnússon, bóndi í Skaftafelli, skráði þá í lýs- ingu sinni á hlaupinu: „Eitt öldu hafrót hér frá brekkum 2 kílómetra veg yfir hlaupið og eyralaust flóð aðra 4 kílómetra; líklega er nú há- mark flóðs.“ Hlaupið minnkaði hægt dagana á eftir. Um hvítasunnu (8. júní) var það mjög í rénun, en þó voru þá enn þungir straumálar í Skeiðará. Talið er að þegar hiaupið var mest hafi runnið 40 þúsund rúmmetrar á sek- úndu. Þegar hlaupinu lauk þöktu jakar sandinn. Hlaupinu fylgdi auk þess gífurlegt magn af aur. Eldsumbrot uppgötvuð Eins og nærri má geta höfðu jarð- vísindamenn áhuga á að kanna þess- ar miklu náttúruhamfarir. 27. maí flaug Agnar Kofoed-Hansen með þá Pálma Hannesson rektor og Steinþór Sigurðsson jarðfræðing yfir Skeiðar- ársand og daginn eftir flugu þeir yfir Grímsvötn. Þetta var í fyrsta PÁLMI Hannesson rektor tók myndina af Skeiðarársandi þegar hlaupið var í hámarki 27. maí 1938. skipti sem flogið var yfir Grímsvötn til að skoða afleiðingar Skeiðarár- hlaups. Þá kom í ljós að ekki hafði aðeins orðið mikið jökulsig í Gríms- vötnum heldur hafði orðið mikið umrót norður af Grímsvatnaöskj- unni. Um 15 km norður af Svíahnúk vestri hafði myndast mikið ketilsig og var sjálf sigtrektin næstum 1,5 km að þvermáli en þvermál milli ystu sigsprungnanna 3-4 km. Sunn- an við og samtengt þessari sigtrekt, sem var mörg hundruð metra djúp, var annað miklu stærra sporöskju- laga sig. Auk þess höfðu myndast ketilsig á Grímsvatnasléttu. Hvorki vísindamenn né íbúar í nágrenni við jökulinn urðu nokkurn tímann varir við eldgos eða ösku á jöklinum. Það er þó talið að gosið hafi, í skamma stund, náð að bijóta sig í gegnum ísinn og jökulvatnið. Bændum bent á að hýsaslát- urfénað ÖSKUFALLS frá gosinu við Bárðar- bungu hafði í gær orðið lítillega vart á Blönduósi, í Blöndudalnum og í Bárðardal. Að sögn Sigurðar Sigurðarsonar, sérfræðings á Til- raunastöð Háskólans að Keldum, getur flúor sem gjarnan berst með gosösku valdið doða í búfénaði og því hefur bændum verið bent á að hýsa sláturfénað og folöld þar sem hætta er á öskufalli. Sigurður sagði að krónísk áhrif flúoreitrunar í búfénaði væru þegar flúorinn settist í beinin í stað kalks og mýkti þau og gerði veikari. Ann- ars vegar væri um að ræða svokall- I aðan gadd þar sem tennur yxu niður j og hins vegar fætlur, en það væru hnútar sem mynduðust á fótum. „Bráðu áhrifin eru erting í öndun- arfærum af öskulofti sem andað er að sér, og erting í meltingarvegi af því sem etið er. Það getur jafnvel valdið blæðingu í meltingarvegi og blóðugum niðurgangi,“ sagði Sig- urður. Hættan er mest af vatnspollum ) Hann sagði að fíngerð aska sem ) gæti borist lengst þyrfti ekki að ) vera hættuminni en grófari aska sem félli fyrr niður. „Flúorinn binst við yfirborðið á kornunum og þá er það meira magn sem getur borist. í fyrri mælingum hefur það komið í ljós að það dreif- ist talsvert misjafnt á þau svæði þar sem öskumökkurinn fer yfir og valda því sjálfsagt einhver veðurfarsleg i skilyrði. Ef það .rignir þá er hættan minni því flúorinn þynnist svo fljótt, » en hættan er mest af vatnspollum ) sem myndast og skepnur drekka úr. Við höfum verið að ráðleggja mönnum það að fylgjast vel með veðri og vindum og hvar hætta er á að aska falli og vera þá helst á und- an henni og taka fénaðinn af beit. Það þarf kannski ekki endilega að setja hann inn, og óvíða piáss til þess, en vera við því búnir að geta L hýst ef það fellur," sagði Sigurður. ’ SIEMENS LAUGARDAGINN 5. OKTOBER FRA KL. 10-16 G RIP T U GÆSIIA! Sölusýning á hinum stórglæsilegu Siemens heimilistækjum. Þeir sem kunna gott aö meta láta tækifæri senn þetta ekkifram hjá sér fara. Ótrúleg tilboðsverð á sjónvarps-, myndbands- og hljómflutningstækium. í tilefni dagsins bjóðum víð auk þess verulegan afslátt af ýmsu öðrum heimilistækjum. Ríflegur staðgreiðsluafsláttur veittur. SM NORLANI Nóatúni 4 • Sími 511 3000 ! I I ) I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.