Morgunblaðið - 03.10.1996, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 03.10.1996, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. OKTÓBER 1996 29 LISTIR Morgunblaðið/Kristinn GUÐMUNDUR Bjarnason umhverfisráðherra afhendir sendi- herra Dana á íslandi, Klaus Otto Kappel, eintak af bókinni. Með þeim á myndinni er höfundurinn, Ág-úst Böðvarsson. Nýjar bækur Landmælingar og korta- gerð Dana á Islandi LANDMÆLINGAR Islands hafa gefið út bókina Landmælingar og kortagerð Dana á Islandi. Höfundur er Ágúst Böðvarsson fyri’verandi forstjóri Landmæiinga íslands. í bókinni er skráð saga eins mesta stórvirkis Dana á stjórnarárum þeirra á Islandi, þ.e. gerð umfangs- mikils landmælinganets yfir allt landið og nákvæmra korta sem síð- ari tíma kort af íslandi hafa byggst á til þessa. Bókin spannar tímabilið frá byrjun 19. aldar og fram á síð- ari hluta þeirrar 20. Bókin er heimild úr sögu iands og þjóðar sem nú kemur í fyrsta sinn fyrir almennings sjónir. Ágúst Böðvarsson hóf að skrifa þessa sögu eftir að hann lét af störfum sem forstjóri Landmælinga íslands fyrir aldurs sakir. „Hann tók sem ungur maður þátt í ferðum og mælinga- starfi Dananna og upplifði ýmnsa af þeim atburðum sem hann lýsir í bókinni. Hann glæðir söguna lífi með frásögnum af ferðalögum, at- burðum og samskiptum íslendinga og dönsku mælingamannanna auk forvitnilegra lýsinga á tíðaranda, mönnum og málefnum", segir í kynningu. I bókinni er rakinn aðdragandi að stofnun Landmælinga Islands, en stofnunin á 40 ára afmæli á þessu ári. Bókin er 316 bls. í stærðinni A4 og hefur m.a. að geyma 140 Ijós- myndir frá tfmabilinu 1900-1985 auk korta og teikninga. Prentsmiðj- a n Steindórsprent-Gutenberg hf. annaðist umbrot og prentun og Fé- lagsbókbandið Bókfell hf. sá um bókband. Námstefna um Karen Blixen NÁMSTEFNA verður haldin í Norræna húsinu um danska rithöfundinn Karenu Blixen, sunnudag- inn 6. október frá kl. 14-20. „Kvikmyndin „Jörð í Afríku“, sem byggð er á bók hennar „Den afrik- anske Farm“ og kvik- myndin „Gestaboð Ba- bettu“, er byggist á bók hennar „Skæbne-Anekdoter“, sem leikstýrt er af Dananum Gabriel Axels, vöktu á níunda áratugnum áhuga á verkum Karenar Blixen og þá ekki síður á persónusögu hennar. Allt þar til hún lést árið 1962 lagði hún sitt af mörkum til að skapa dulúð um eigin persónu sem varð þess valdandi að áhuginn beindist fremur að henni en verkum hennar. Hugmyndin með námstefn- unni er nú að beina fremur athygl- inni að skáldskap hennar en per- sónugerð og lífshlaupi. Danski rithöfundurinn Thorkild Bjornvig mun taka þátt í námstefn- unni. Hann var náinn vinur Karenar Blixen og hefur greint frá vináttu þeirra i bók sinni „Pagten". Hann mun opna námstefnuna og fjallar hann um söguna „Draumarnir“ úr bókinni „Syv fantastiske Fortællin- ger“ frá árinu 1935. Sagan fjallar um sjálfsvitundina og vandamál þau sem henni eru bundin. Poul Behrendt magister mun íjalla um örlagatrú Karenar Blixen með vísan til sögunnar „Peter og Rosa“ úr bókinni „Vinter-Eventyr“ frá árinu 1942. Charlotte Engberg magister fjallar um ljóðrænu og uppbyggingu sögunnar „Hið óskrifaða blað“ úr bókinni „Sidste Fortællinger“ frá árinu 1957. Á eftir dönsku frummæ- lendunum mun Thor Vil- hjálmsson rithöfundur ræða um erindin og síðan mun Soffía Auður Birgis- dóttir opna umræðu um samband Karenar Blixen og Williams Faulkners með tilvísan í söguna „Sorg-Agre“ úr bókinni „Vinter-Eventyr“. Að lokum fjallar Dagný Krist- jánsdóttir lektor um „Blixen og Laxness". Umræður verða í framhaldi fram- söguerinda en námstefnunni lýkur síðan með pallborðsumræðum. Námstefnan er haldin að frum- kvæði sendiráðsins í samvinnu við Norræna húsið og fer hún fram á dönsku. Allir eru velkomnir. Mánudaginn 7. okt. kl. 10 til 13 heldur Poul Behrendt magister fyr- irlestur í Háskóla íslands um „Sorg- Agre“, sem dæmi um umskiptin frá lénsskipulagi til nútímans. í tengsl- um við fyrirlesturinn verður sýnd kvikmynd Mortens Henriksens sem fjallar um fyrrnefnda sögu. Kvikmyndirnar „Sorg-Agre“ og heimildarkvikmyndin „Karen Blix- en í Rungstedlund“ verða sýndar í Norræna húsinu 5.10. kl. 17 ásamt viðtali Karls Bjarnhofs við Karen Blixen. í bókasafni Norræna hússins verður sett upp sýning með bókum Karenar Blixen og veggspjöldum, er ijalla um æviferil hennar og skáldskap. Jafnframt verður safn hennar í Rungstedlund kynnt. Miklos Dalmay Miklos Dalmay sigurvegari Tónvakans 1996 TÓNVAKANUM 1996, tónlistar- keppni Ríkisútvarpsins, er nú lok- ið. Sigurvegarinn að þessu sinni er Miklos Dalmay píanóleikari. Miklos Dalmay er fæddur í Ungverjalandi og stundaði tónlist- arnám frá unga aldri. Hann hefur starfað að tónlistarkennslu og tón- listarflutningi í heimalandi sínu, í Svíþjóð og síðustu árin á íslandi. Hann er nú búsettur á Flúðum ásamt eiginkonu sinni sem er þar organisti og þrem börnum þeirra. Hann kennir við tónlistarskóla Árnessýslu auk tónlistarskóla á höfuðborgarsvæðinu. Miklos Dalmay kemur fram á hátíðartónleikum Tónvakans með Sinfóníuhljómsveit íslands í Há- skólabíói, fimmtudaginn 17. októ- ber næstkomandi og leikur píanó- konsert eftir Maurice Ravel. Hann tekur síðan við Tónvaka-verðlaun- unum úr hendi Heimis Steinssonar útvarpsstjóra. List eftirvæntingarinnar — eða ergjandi bið BÓKMENNTIR S k á I (I s a g a ATBURÐIR VIÐ VATN eftir Kerstin Ekman. Sverrir Hólm- arsson þýddi. Uglan, Islenski kilju- klúbburinn, Reykjavík 1995.430 bls. KERSTIN Ekman hlaut Bók- menntaverðlaun Norðurlandaráðs fyrir skáldsöguna, Atburðir við vatn (Hándelser vid vatterí), árið 1994. Ekman (f. 1933) er kunn sænsk skáldkona sem hefur einkum fengist við að rita spennu- sögur og hefur smámsaman þróað það form til meiri dýptar en flestir. Síðustu ár, eða áratugi jafnvel, hefur það þótt vís leið til vinsælda að lyfta afþreying- unni upp í æðri víddir, að láta le- sandann fá á tilfinninguna að hann sé ekki bara að lesa einhveija innan- tóma þvælu um ástir og undirferli, glæp og refsingu heldur búi eitthvað annað og meira undir niðri. Nýleg dæmi um höfunda sem hafa farið þessa leið með góðum árangri eru Bandaríkjamennirnir Robert James Waller og Paul Auster og Englending- urinn Martin Amis. Öllum hefur þeim verið hossað hetjulega undanfarið, bæði hérlendis og erlendis, sem stór- brotnum rithöfundum, óverðskuldað að margra mati. Sumir vilja teija Tékkann, Milan Kundera, með í hópi höfunda sem fetað hafa einstigið á milli afþreyingarinnar og „alvarlegri" verka en vitanlega má endalaust deila um það hveija skal telja til þessa hóps. Atburðir við vatn er stór bók (430 bls.) og segir langa og margbrotna sögu þar sem fjöldi persóna kemur fyrir. Á Jónsmessunótt snemma á áttunda áratugnum eru tvö ung- menni myit í tjaldi við eitt af fjalla- vötnum Norður-Svíþjóðar. Það setur óhug að litlu samfélagi nálægt vatn- inu við atburðinn, lögreglurannsókn fer fram þar sem allir íbúar eru yfir- heyrðir. Mikið er skrafað en samt er eins og þykkur en ósýnilegur þagn- armúr liggi yfir byggðinni og málið upplýsist ekki. Átján árum síðar sér aðalsöguhetjan, sem hafði fundið lík ungmennanna í tjaldinu, dóttur sína í örmum manns sem hún taldi sig hafa séð nálægt morðstaðnum forðum daga. Skömmu síðar er annað morð framið og í kjölfarið taka menn að grafast fyrir um fyrra málið aftur því þarna virðast vera einhver tengsl. Hvort málin upplýsast eður ei fá les- endur ekki að vita fyrr en á síðustu blaðsíðum bókarinnar. Saga þessi er ekki auðveld aflestr- ar. Fjöldi persóna kemur við sögu og getur stundum verið eifitt að átta sig á því hvaða hlutverki þær gegna í verkinu; stundum gerir höfundur sér það að leik að viila um fyrir lesandan- um í þessum efnum og minnir aðferð- in óneitanléga á handbragð Agöthu Christie. Einnig er höfundur á eilitlu tímaflandri í upphafi bókarinnar sem gerir lesanda erfiðara fyrir að setja sig inn í söguna. Sömuleiðis fer mörgum sögum fram í einu, það eru sögur inni í sögunni sem smámsaman koma saman í eina heiid. Þetta og fyrirferðarmiklar umhverfislýsingar og smásmugulegar sviðsetningar gera söguna stundum hæga og lang- dregna. Frásagnarháttur, eða stíll, Ekmans er þó það sem vegur hvað þyngst í jiví að gera söguna dálítið harða undir tönn en hann einkennist af stöðugum frestunum; textinn er sífellt að skjóta merkingu og upplýs- ingum á frest þannig að lesandinn upplifir sig alltaf eins og á næstsíð- asta reitnum. Þetta lýsir sér í smáu og stóru í textanum; allt frá því hvernig höfundur dregur lesandann stundum á því að segja hver hefur orðið og til þess hvernig hann lætur lesandann bíða til síðustu blaðsíðna eftir að fá vitnekju um það hver framdi ódæðið við vatnið. Textinn er því endalaus bið; stundum kitlandi bið sem fær mann til að lesa áfram og stundum ergjandi bið sem fær mann til að henda bókinni á náttborð- ið og slökkva ljósið bölvandi. Þegar best lætur nær höfundur þannig að beita fyrir sig hinni miklu list eftir- væntingarinnar en annað slagið keyrir feluleikurinn úr hófi. Eins og áður sagði er þessi bók Ekmans meiri á dýptina en flestar spennusögur. Hér er dregin upp raunsönn og margbrotin mynd af litlu sámfélagi sem starfar eins og einn búkur, einkum þegar neyð sæk- ir að. Þetta er þó sýktur búkur eins og í ljós kemur og á sér, sem slíkur, samsvörun í ytra umhverfi samfé- lagsins. Þannig má lesa hvassa ádeilu á hvers konar blekkingar sem maður- inn beitir sjálfan sig í sögunni, blekk- ingar sem eru alltaf vanhugsaðar og hafa því ófyrirséðar afleiðingar. Sag- an deilir með þeim hætti á virðingar- leysi mannsins við sjálfan sig og umhverfi sitt. Stærsti veikleiki sögunnar er per- sónusköpunin. Það er eins og aðal- persónurnar týnist í flóði aukaper- sóna og stundum virðist höfundur uppteknari af því að leyna lesandann persónueinkennum einstakra sögu- hetja frekar en að leiða þau fram í dagsijósið. Eftir lesturinn bræðist persónusafnið því saman í einn þykk- an og örðulausan massa; engin stendur upp úr í minningunni. Engin kostur er á því hér að fjalla sérstaklega um þýðingu Sverris Hólmarssonar á bókinni enda hefur rýnir frumtextann ekki undir hönd- um. Það verður þó ekki annað sagt en að þýðingin sé læsileg. Þröstur Helgason. Reykjawík: Austurstræti 12 • S. 569 1010 • Símbréf 552 7796 og 569 1095 Telex 2241 • Innanlandsferðir S. 569 1070 Hótel Sögu við Hagatorg • S. 562 2277 • Símbréf 562 2460 Hafnarfjörður: Bæjarhrauni 14 • S. 565 1155 • Símbréf 565 5355 Keflavík: Hafnargötu 35 • S. 421 3400 • Simbréf 421 3490 Akranes: Breiðargötu 1 • S. 431 3386 • Símbréf 431 1195 Akureyri: Ráðhústorgi 1 • S. 462 7200* Símbréf 461 1036 Vestmannaeyjar: Vestmannabraut 38 • S. 481 1271 • Simbréf 481 2792 ísafjörður: Hafnarstræti 7 • S.456 5390 Einnig umboðsmenn um land allt TTSr OA'ITAS^ EUROCARD Samvininiferðir-Laiiilsýii Nokkur sæti laus í ferðina okkar til Dublinar á sunnudaginn. Sýnum nú dug, djörfung og hug og skellum okkur í fjörið á Irlandi. vg(ös 23.670 m: * Gegn framvísun ATLAS- ávísunarinnar. Innifalið; Flug, gisting á Hotel Burlington, akstur til og frá flugvelli erlendis, íslensk fararstjórn og flugvallarskattar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.