Morgunblaðið - 03.10.1996, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 3. OKTÓBER 1996 17
IMEYTENDUR
Lesendur spyrja
Eðaljógúrt og pylsur
LESANDI hafði samband og vildi
fá að vita hvort hætt væri að fram-
leiða hreina eðaljógúrt án ávaxta.
Svar: Að sögn Adolfs Ólasonar,
sölustjóra hjá Mjólkursamsöiunni,
er hrein eðayógúrt án ávaxta enn
í framleiðslu og hann segir það
velta á kaupmönnum hvort þeir
selji vöruna. Hann segir ennfrem-
ur að til standi að taka þessa vörul-
ínu í gegn og bæta hana.
í hverju liggur verðmunurinn?
Þá hafði annar lesandi samband
og var að velta fyrir sér verðlagn-
ingu á pylsum. Hann sagðist
gjarnan vilja fá útskýringar á því
hvers vegna kíióið af pylsum kost-
aði frá 449 krónum og upp í 818
krónur. Hann sagði að Sláturfélag
Suðurlands seldi til dæmis Búr-
fells pylsur á 498 krónur kíjóið
en SS pyisur á 818 krónur. í
hverju liggur verðmunurinn?
Svar: Finnur Arnason, markaðs-
slgóri hjá Sláturfélagi Suðurlands,
segjr að fyrirtækið framleiði pyls-
ur undir þremur vörumerkjum,
þ.e.a.s. SS, Búrfell og og Polse-
mesteren. Hann segir þessar pyls-
ur misjafnar að gæðum og verðlag
tengt því. „Við höfum skilgreint
SS sem gæðavöru, Búrfell sem
ódýra vöru og Paisemesteren sem
vöru að danskri fyrirmynd. Það
sem m.a. hefur áhrif á verðlagn-
ingu er það hráefni sem notað er,
fituinnihald og stærð pakkninga.
Hvað varðar þessa fyrirspum
um verðmun á Búrfells og SS pyls-
um er Búrfells 10 stk. pakkning á
tilboðsverði og verð lækkaði í síð-
asta mánuði úr 599 krónur kílóið
í 498 krónur kílóið. Sama stærð
af SS pylsum kostar 798 krónur
kilóið. Venjulegur verðmunur er
því 200 krónur á kílóinu."
Morgunblaðið/Kristinn
Fitumagn mismunandi
í pylsum
Finnur segir að skýringin á
verðmuninum felist í því að í SS
pylsum sé mun betra hráefni en
í Búrfells pylsunum. „Þær eru
einnig fituiitlar í samanburði við
aðrar pylsur. Flestar pylsur á ís-
lenskum markaði innihalda frá
15%-40% meiri fitu en SS vínar-
pylsur og eru Búrfellspylsur í
þeim hópi. Pylsur að danskri fyr-
irmynd innihalda yfirleitt
30-40% meiri fitu en SS vínar-
pylsur.
Þegar um tilboðsverð frá fram-
leiðanda er að ræða lækka smá-
söluaðilar einnig álagningu sína í
mörgum tilfellum sem þýðir að
verðlækkunin verður enn meiri.
Lágt verð á pylsum endurspeglar
oft slík tilboð,“ segir hann en ekki
raunverulegan mun á venjulegu
heildsöluverði framleiðanda.
Þú kaupir 2 kg af
ýsuflökum og færð
2 kg af kartöflum
frítt með.
EINNIG: HUMAR - STÓRAR ÚTHAFSRÆKjUR
- HÖRPUFISKUR - SKÖTUSELUR - LAX
OG FLEIRA.
Fiskbúðin Höfðabakka 1
Gullinbrú
s: 587 5070
Tökum Visa, Euro og debet.
Ný 11-11 verslun
í DAG, fimmtudag, opnar 11-11 boðsverði, fyrirtæki verða með
verslun við Norðurbrún. í tilefni matvörukynningar og síðan verða
opnunarinnar verður viðskiptavin- pylsur grillaðar ef veður leyfir.
um boðið upp á ýmsar vörur á til-
NYTT
Speglar sem
stækka fímmfalt
VERSLUNIN
Sigurboginn hef-
ur hafið innflutn-
ing á sérstökum
speglum sem
stækka fimmfalt.
Hönnuðurinn er
bandarískur
augnlæknir sem
vildi með speglin-
um létta konum augnförðunina.
Auk þess er spegillinn tilvalinn
þegar verið er að snyrta auga-
brúnir, setja upp linsur eða ná
úr andliti inngrónum hárum.
Nóatún Austurveri
Lifandi risahumar
HJÁ Nóatúni í Austurveri er nú til
sölu lifandi amerískur risahumar.
Hann er veiddur í gildrur við Norð-
ur-Atlantshafsströnd Kanada og
Bandaríkjanna og kemur með flugi
frá Boston og Halifax. Viðskiptavin-
ir Nóatúns fá humarinn afgreiddan
lifandi beint úr sérstöku sjávardýra-
búri sem verslunin hefur sett upp
við fiskborðið. Humarinn sem heitir
Homarus Americanus er ein þekkt-
asta humartegund í heimi, dökk-
brúnn að lit en við suðu verður hann
eldrauður.
Hver humar vegur um hálft kíló
og kostar stykkið 1.480 krónur.
Hjá Nóatúni mæla þeir með gufu-
soðningu í 6-8 mínútur þ.e.a.s. hálf-
um bolla af léttsöltuðu vatni er heilt
á pönnu og lok sett yfir. Sósan er
búin til úr 100 g af majónesi og 100
g af sýrðum ijóma og bætt út í tveim-
ur niðurskornum tómötum og hálfri
lítilli krukku af sýrðum niðurskom-
um agúrkum. Smakkað til með sítr-
ónusafa. Humarinn er borinn fram
með ristuðu brauði, smjöri og fersku
salati.
G1 ICCI » RAYMQNDWEIL* SEIKO » CITIZEN » PIFBPnflT* GIJCCI
o
s
Ctí
s
S
ÍQ
<0®
1956 1996
11 tilefni 40 ára afmælis verslunarinnar bjóðum við 20-50% afslátt dagana
30. sept.-5. október af öllum vörum s.s. úrum, klukkum og skartgripum.
• Þeir sem versla fyrir 5000,- kr. eða meira fá vandaða quartz verkjaraklukku
í kaupauka.
> Getraun í sýningaglugga RAYM0ND WEIL úr í verðlaun.
GENEVE
- 40 ár á sama stað -
GARÐAR ÓLAFSS0N
úrsmiður - Lækjartorgi - s. 551 0081.
QMEGA •
• SEIKO • PIERRE BALMAIN
Tækni, tölvur og týpógrafía
Prentmessa 96 er viðamesta prentsýning sem haldin hefur
veriö á íslandi.
A Prentmessu 96 er að finna fagmenn og fyrirtæki sem
standa hvað fremst í prent- og margmiðlun á íslandi í dag.
Þar hefur þú tækifæri til að kynnast því helsta sem er
að gerast í tækniþróun prent- og margmiðlunar.
Sýningin er opin öllum sem áhuga hafa á að kynnast og fylgjast
með því nýjasta sem er að gerast í prenttækni og tölvum í dag.
Opnunartímar: Föstudaginn 4. okt. 17:00-22:00 Laugardaginn 5. okt. 10:00-18:00 Sunnudaginn 6. okt. 10:00-18:00
Prentmessa 96
Opnar á morgun Föstudaginn 4. okt. kl. 17:00.
Aógangur 500 kr. Ókeypis fyrir börn yngri en tólf ára í fylgd með fullorónum
Nánari upplýsingar á netsíóum Prentmessu 96: http://www.apple.is/prent/messa96
SEIKO. RAVMOND WLIL » CASIO . ClTIZEN «(",! i(:(:\