Morgunblaðið - 03.10.1996, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 03.10.1996, Blaðsíða 42
42 FIMMTUDAGUR 3. OKTÓBER 1996 AÐSEIMDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ Yestfirskir vegir — vestfirskur vilji? NU NYVERIÐ voru hin glæsilegu göng undir Breiðadals- og Botnsheiði formlega vígð og þar með að mestu lokið við að tengja byggðir á norð- anverðum Vestfjörð- um varanlega saman. ***■ Að sögn samgöngu- ráðherra, Halldórs Blöndal, er næsta stórverkefni í vega- gerð á Vestfjörðum að bæta leiðina um ísa- fjarðardjúp og tengja með því byggðirnar á norðanverðum Vest- fjörðum við aðra hluta Jónas Guðmundsson landsins, þá að ráðast í veginn austur Barðastrandarsýslu, og loks að tengja saman byggðirnar í Vest- ur-Barðastrandarsýslu og á norðanverðum íjörðunum. Vissu- lega eru þetta góð tíðindi fyrir þá sem búa á norðanverðum Vest- fjörðum, a.m.k. norðan Breiðadals- heiðar og í samræmi við vilja margra sem þar búa, en á fleira er að líta. Vestanvert á sunnan- verðum fjörðunum búa um 1.700 manns við þær einstæðu aðstæður á fastalandinu að vera flesta vetur vegasambandslausir við aðra hluta VERÐIÐ! Léttir og meðfærilegir Ræstivagnar NICK Sterkur og léttur ræstivagn úr heilsteyptu plasti með Rilsan handfangi. NICK vagninum fylgia pressa og tvær 15 Itr. fötur. MINI Tveggja hólfa ræstivagn fyrir stofnanir og heimili. • Mlkiö úrval ræstlvagna, • Margar togundlr moppa. • Alvöru JJ moppuvagnar. t Góð verð og þjónutta Besta ehf., Nýbýlavegi 18, Kópavogi. Sfmi 564 1988 Útibú Suðurnesjum: Brekkustíg 39, Njarðvík, sími 421 4313 landsins nokkra mán- uði ár hvert og þurfa því að treysta á flug og feijusiglingar. Þann tíma sem opið er eru vegir víðast þannig að líkast er að komið sé áratugi aftur í tímann. Er til.efs, að íbúar þar láti sér þetta ástand lynda öllu leng- ur. Ekki síst í ljósi þess, að þegar á næsta ári verður opnað fyrir umferð með vegfyll- ingu og brú yfir Gils- fjörð. Með þeirri fram- kvæmd, hinum nýju Vestfjarðagöngum og væntanlegum göngum undir Hval- fjörð, sem tekin verða í notkun 1998, má segja að nýjar víddir opnist í vegasamgöngum á Vest- fjörðum og milli Vestijarða og höfuðborgarsvæðisins. Því þykir rétt að hreyfa þeirri hugmynd að þeim fjármunum, sem fara eiga i þá u.þ.b. 120 km sem eftir eru til að fullgera veginn um ísafjarðar- djúp, verði þess í stað varið í svo- nefnda vesturleið, eða leiðina frá Þingeyri í Flókalund í Vatnsfirði og áfram þaðan austur Barða- strandarsýslu áleiðis að núverandi vegslóða yfir Þorskaijarðarheiði. Kostnaður Áætlað hefur verið að kostnaður við að ljúka uppbyggingu vegar um Ísaíjarðardjúp sé vart undir 1.500 milljónum kr. Þá er ótalinn kostnaður við veg yfir Þorskaijarð- arheiði, sem hlýtur að liggja beint við að leggja í framhaldi af Djúp- vegi til að brúin yfir Gilsijörð nýt- ist, og einn og sér mun kosta 400 til 450 milljónir kr. samkvæmt því sem samgönguráðherra segir í grein í Morgunblaðinu 21. október á liðnu ári. Vegur vestur Barðastrandar- sýslu til Vatnsijarðar mun kosta Eyjaslóð 7 Reykjavík s. 5112200 Ef íbúar við norðan- verða og sunnanverða Vestfirði standa saman, segir Jónas Guð- mundsson, má leysa samgönguvandann á sjö til átta árum. um 1.200 til 1.300 milljónir kr. samkvæmt tilvitnaðri grein. Oljósara er hvað vegur frá Þing- eyri yfir í Arnarfjörð og þaðan yfir Dynjandiheiði mun kosta. Flestir sem til þekkja eru líklega sammála um að ekki verði með góðu móti komist yfir Hrafnseyrar- heiði að vetri og því sé ekki annað ráð en að grafa göng. Til eru hug- myndir um 4,7 km göng innarlega í Dýrafirði og ef miðað er við sama verð á kílómetra og áætlað var í Breiðadals- og Botnsheiðar- göngum áður en vatnslekavanda- mál þar komu til, má áætla að þau kosti ekki yfir 2.000 milljónum kr. með vegum að Mjólkárvirkjun í Arnarfirði, en við þau styttist leið- in um 26 km. Frá Mjólkárvirkjun yfir Dynjandiheiði í Vatnsfjörð eru nú 36 km. Gera má ráð fyrir að heilsársvegur þá leið kosti allt að 600 milljónir kr. ef miðað er við sama kílómetraverð og á Þorska- fjarðarheiði samkvæmt grein sam- gönguráðherra. Heildarkostnaður við þessa leið og áfram austur Barðastrandarsýslu er þvi gróft áætlað 3.800 milljónir. Til eru hug- myndir um að fara lengri en ódýr- ari leiðir milli Þingeyrar og Flóka- lundar, en ekki verður farið nánar út í þær hér, auk þess sem fast- lega má gera ráð fyrir að með aukinni verkþekkingu og tækni yrði þessi leið í raun ekki eins kostnaðarsöm og hér er áætlað. Heildarkostnaður samkvæmt framansögðu við leiðina um Djúp og Þorskafjarðarheiði verður um 1.900 milljónir kr. og svipað við vesturleiðina ef göng eru frátalin. Þar sem ganga þykir mega út frá þeim orðum samgönguráð- herra, að það sé yfirleitt á dagskrá þegar þar að kemur að tengja byggðirnar á sunnan- og norðan- verðum Vestfjörðum saman og þar með að gera heilsársleið milli Dýra- ijarðar og Arnarljarðar ætti sá tími sem það tekur að byggja upp vest- urleiðina frá Arnarfirði austur eft- ir Barðastrandarsýslu að nýtast til að velja hagkvæmasta kostinn. Á sama tíma þyrfti að leggja kapp á I tilefni 10 ára afmælis Aifaborgar bjóðum nýjar flísar á sérstöku afmælistiiboði i' okt Verödæmi: Verð: Tilboö; Gólfflísar 30x30 1650 mz 1240 m: Gólfflísar 20x20 1670 m2 1336 m: Veggflísar 15x20 1765 m2 1412 m; Veggflísar 20x25 1950 m2 1560 rrv . Bolungarvík^, NSuðureyri ■ , \ ísafjorður ^ Flateyri J \ Súðavík^ a Mjóifjörbur -r- ísafjörbur Þingeyri Steingríms- fjarbarheibi Bíldudalur Dynjandi heibi Tálknafjörður, atreksfjörður Þorska- fjarbar- heibi Hólmavíkj® Flókalundur •baströnd Reykhóiar Hornstrandir Ný jarbgöng undir Breibadals- og Botnsheibar /o Hrafns eyrar heibi Baröastrandarsýslur. . tc’Mörí,ur > Saurbær að halda Hrafnseyrarheiði opinni og ætti það ekki að reynast veru- lega erfiðara en að halda Breiða- dals- og Botnsheiði opnum. Það sem sparast Verði þessi leið farin sýnist til lengri tíma litið mega spara veru- lega ijármuni þar sem ekki verður séð að nein knýjandi þörf verði yfirleitt á að leggja í mikinn kostn- að við endurbætur á veginum um ísaijarðardjúp, ekki þyrfti að leggja fé í veg um Þorskafjarðar- heiði í bráð auk þess sem mjög ætti að draga úr þörf fyrir ferju- siglingar yfir Breiðafjörð en sú ferja sem nú er í förum kostaði á sínum tíma um 400 milljónir kr. Annar ávinningur Lítið eitt styttra er fyrir íbúa Isafjarðar og nágrannabyggða, nema Súðavíkur, að aka vestur- leiðina til Suðvesturlands þangað sem flestir eiga óneitanlega leið, en með göngum milli Dýrafjarðar og Arnarfjarðar, Gilsfjarðarbrú og Hvalfjarðargöngum yrði leiðin til höfuðborgarinnar um 440 km en Djúpleið yfir Eyrarfjall og um Þor- skafjarðarheiði um 450 km. Frá Þingeyri yrði vesturleiðin innan við 400 km en leiðin um Djúp tæpir 500 km. Samgangur innan íjórð- ungsins yrði allur annar_ og öll samvinna ætta að eflast. Ódýrara er að reka og halda einum vegi en tveimur opnum yfir veturinn á löngum leiðum. Auðveldara ætti að vera að halda úti almennings- samgöngum á þessari leið og veita öryggisþjónstu þar sem fleiri væru á ferð. Leiðin um Barðastrandar- sýslu austanverða býður upp á tals- verða möguleika á styttingu þar sem firðir eru víða grunnir, en slíkt er víðast útilokað í Isaíjarðardjúpi. Þeir miklu fjármunir sem bundnir eru í Breiðadals- og Botnsheiðar- göngunum og brúnum á Önundar- og Dýrafirði nýttust miklu betur. Loks verður að telja miklar líkur á því, að framkvæmdum miði hrað- ar en nú stefnir í ef hinir rúmlega 7.000 íbúar norðan- og sunnan- verðra ijarðanna sameinast um að knýja á um þessa leið fremur en að bítast um það vegafé sem til skiptanna verður. Landsamgöngur eru framtíðin Þótt það verði afar ijárfrekt að laga þá vegi sem þarf til að tengja byggðir á Vestfjörðum við hring- veginn að kröfum nútímans, hvaða leið sem farin verður, er að fleiru að hyggja. Það hefur sýnt sig og á eftir að koma enn betur í ljós með hinum nýju samgöngumann- virkjum sem nú þegar eru eða senn verða til staðar og fyrr voru nefnd, að íbúar á Vestfjörðum sem ann- ars staðar á landinu, treysta æ meira á landsamgöngur. Brátt geta nánast allir landsmenn nema íbúar Vestfjarða og sumra staða á Norðausturlandi ekið árið um kring milli heimabyggðar og höfuðborg- arinnar á bundnu slitlagi og þekkja vart annað. Það má því fastlega gera ráð fyrir að skilningur skatt- greiðenda og fjárveitingavaldsins fari vaxandi á því að sérstaks átaks er þörf á þessum stöðum til að færa vegakerfið til samræmis við það sem það er nú þegar víðast annars staðar á landinu. Forseti íslands, herra Ólafur Ragnar Grímsson, hefur þegar lagst á þá sveif. Þeim sem þessum málum ráða, þ.e. íbúum svæðisins og kjörnum fulltrúum þeirra, ber því skylda til að velja hagkvæmasta kostinn litið til lengri tíma og mið- að við heildarþarfir. Ef íbúar sunn- an- og norðanverðra Vestijarða bera gæfu til að sameinast um þessi áform í stað þess að vilja fara hver sína leið má telja senni- legt að nær allir íbúar svæðisins geti innan sjö til átta ára ekið hver til annars og til og frá höfuð- borg sinni á bundnu slitlagi á rúm- um fimm klukkustundum hvora leið við bestu aðstæður. Samstilltur vilji er allt sem þarf. Höfundur er sýslumaður í Bolungarvík. BRETTALYFTUR ÓTRÚLEGT VERÐ! CML brettalyftur eru úrvalsvara á fínu verði. Þær eru á einföldum eða tvöföldum mjúkum hjólum, sem ekki skaða gólf. Verð m/vsk frá kr. 35.990 stgr. Hringás ehf. Langholtsvegi 84, Rvk. S. 533 1330 Mímir Tómstundaskólinn Sími: 588 7222 / 588 2299 Fax: 533 1819 GQC Attalus * Fjölbreytt, vandað úrval af efnum * Fullkomnar plasthúðunarvélar * Vönduð vara - betra verð J. RSTVFHD5SON HF. Skipholti 33,105 Reykjavík, simi 533 3535.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.