Morgunblaðið - 04.10.1996, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 04.10.1996, Qupperneq 1
88 SÍÐUR B/C 226. TBL. 84. ÁRG. FÖSTUDAGUR 4. OKTÓBER 1996 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS • Fórnarkostnaður 20-40 milljónir • Ekkert bendir til að gosið sé í rénun • Gossprungan er nú 8 kílómetrar • Vatnhæð í Grímsvötnum hefur náð hámarki ísinná Gríms- vötnum lyftist KRÖFTUGT gos var undir Vatnajökli í allan gærdag og ekkert benti til að það væri í rénun. Töluvert ösku- fall hefur orðið til norðurs og suðurs. Gossprungan hefur lengst til norðurs og er nú um 8 kílómetrar og mökkurinn, sem stígur upp af jöklinum, nær í 5-6 kílómetra hæð. Hann er svartur af ösku neðst, en hvítir gufubólstrar stíga hæst. Gosmökkurinn sást langt að í góðu skyggni fyrri hluta dags í gær, m.a. frá Norðurlandi og Austfjörðum. íshellan sem er á Grímsvötnum lyftist æ meir, eftir því sem meira vatn safnast undir hana, en í gær var talið að gosið undir Vatnajökli hefði brætt um einn rúmkílómetra af ís. Svo öflugt er gosið, að á einum sólarhring hefur bráðnað jafn mikið úr jöklinum og stærri Skaftárketillinn bræðir á tveimur til þremur árum. Vatnshæðin í Grímsvötnum náði hámarki eftir há- degi í gær og viðbótarvatn brýtur sér því leið undan jöklinum. í gærkvöldi hafði hlaup ekki hafíst, en var óumflýjanlegt. Ákveðið var í gærkvöldi að ijúfa vegi og varnargarða á Skeiðarársandi á nokkrum stöðum, til að létta álagi af brúm. Ef áætlanir standast og Vegagerðinni tekst að verja brýr og meginhluta vega og varnargarða má samt búast við að kostnaðurinn verði á bilinu 20-40 milljónir króna. Þá eru ótaldar hugsanlegar skemmdir á rafmagnsstaurum og línum, auk ljósleiðara Pósts og síma. Ef allt fer á versta veg getur tjónið numið allt að Vh milljarði króna. Askan berst í suður í gærkvöldi var vindur að snúast til norðlægrar áttar og var útlit fyrir hvassa norðanátt í nótt. í þeirri átt berst gjóska frá eldstöðinni undir Vatnajökli lengra suður eða suðsuðaustur. í gær barst gjóskan norður og norðaustur, en lítið varð vart við hana í byggð á Norðurlandi. Hún hafði þó áhrif á flugumferð yfir landinu. Sum erlend flugfé- lög vildu ekki koma eins nærri landinu og venjulega, en þar sem flugumferð er mest í 30-37 þúsund feta hæð hafði aska í lofti ekki eins mikil áhrif og ella, enda var lítið um hana fyrir ofan 20 þúsund fetin. Vatnið skilur mengandi efni frá öskunni í gær var magn flúors í öskunni mælt og reyndist sá flúor, sem gæti verið mengandi, vera um 130 milligrömm í hveiju kílói ösku. Þetta telst fremur lítið og til samanburðar má nefna að tíu sinnum meira var í öskunni sem kom frá Heklugosinu árið 1970. Ástæða þessa er sú, að vatnið í jöklinum dregur til sín gas- efni. Meira væri því af mengunarvaldandi efnum í öskunni ef gosstrókurir.n næði heitur upp úr jöklinum. Litlar líkur eru taldar á að það gerist. Vísindamenn segja að hlaup á Skeiðarársandi við þessar aðstæður veiti þeim einstakt tækifæri til rann- sókna á áhrifum gosefna á lífríki sjávar, þar sem mengandi efni berist fram með vatninu. ■ Eldgosið/2, 4, 6, 38, 39 og 76. MIKILL kraftur var í gosstöðvunum á Vatnajökli þegar flogið var yfir sprunguna í gærmorgun. Logn var og allgott skyggni og þegar komið var upp að jöklinum bar gosmökkinn við himin. Súla blönduð gufu og ösku steig hátt til lofts en í 3-4 kílómetra hæð breiddi mökkurinn úr sér og myndaði eins konar þak yfir sjálfri gossúlunni. Jökullinn var orðinn mjög dökkur af ösku norður af gosstöðvunum á hádegi ígær. Þegar komið var nær Grímsvötnum Skörp skil íss o g ösku sást öskugosið betur og þeyttist svört aska í um 300-500 metra hæð á tíma- bili. Einnig virtist sem brot úr ísnum þeyttust hátt á loft í stærstu sprenging- unum. Síðan dró úr gosinu um tíma og var þá ekkert að sjá nema gufu- mökk. Eftir skamma stund hófust sprengingar að nýju og fljótlega tók að gjósa með engu minni krafti en áður. Um klukkan 11.20 skaut lítilli eldingu niður í gosmökkinn og skömmu síðar annarri stærri. Skammt sunnan við gosketilinn er annar litlu minni. Fyrir hádegi bullaði jökulvatn þar líkt og syði í katlinum. Einnig hrundi ís stöðugt úr börmunum vegna titrings frá goskatlinum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.