Morgunblaðið - 04.10.1996, Page 2

Morgunblaðið - 04.10.1996, Page 2
2 FÖSTUDAGUR 4. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Flugleiðir segjatíð flugslys Boeing 757 ekki áhyggjuefni Engín vandamál hérlendís LEIFIJR Magnússon forstöðumaður þróunar- sviðs Flugleiða segir engar áhyggjur innan fyrirtækisins vegna þeirra flugslysa sem orðið hafa undanfarna mánuði erlendis, þar sem Boeing 757-þotur eiga í hlut. Flugleiðir eiga þrjár slíkar og leigja auk þess eina til viðbótar. I fyrradag fórst þota þessarar gerðar við strönd Perú með þeim afleiðingum að 70 fórust. Tækniástand ekki áhyggjuefni „Við höfum ekki áhyggjur af tækniástandi þessara véla, enda höfum við notað þær síðan 1990 og þær hafa verið í flugi síðan 1983. Vitaskuld fylgjast öll flugfélög með niðurstöð- um rannsókna á slysum sem þessum, en öll forðast þau að draga ályktanir of fljótt. Það tekur langan tíma að fá botn í slys eins og það sem varð í Perú, en þó má búast við að málin skýrist þegar búið er að finna flug- rita vélarinnar,“ segir hann. Leifur minnir jafnframt á að menn verði að hafa mannlega þáttinn í huga, enda sé ekki nóg að kaupa vélar með tölvuvæddum hátækni- búnaði ef t.d. þjálfun áhafna eða flugvirkja er ábótavant. Leifur segir að skömmu eftir slysið í Perú hafi Boeing-verksmiðjurnar í Bandaríkjunum sent Flugleiðum símbréf, þar sem fram komi að vélin sem fórst hafi verið leiguvél, skráð í Bandaríkjunum. Vélin hafi farist fimm mín- útum eftir flugtak, í blindaþoku og hún sé nú í 170 metra djúpum sjó. Vélin hafi verið með hreyfla annarrar gerðar en eru á vélum Flug- leiða, sem eru. búnar Rolls Royce-hreyflum eins og sé hjá öllum flugfélögum Evrópu nema einu. „Stjórnvöld í Perú hafa beðið Öryggisstofnun samgöngumála í Bandaríkjunum (NTSB), bandarísku flugmálastjómina (FEA), Boeing og framleiðendur hreyflanna um aðstoð við rannsóknina. Þangað til rannsókn þessara að- ila er lokið er ekkert vitað um orsök slyssins,“ segir Leifur. „Ég hef hins vegar heyrt, en það er óstaðfest, að þessi flugvél hafi verið tekin út úr viðhaldsskoðun hálfkláruð og sett inn í áætlunarflug." Stjórnvöld í Perú telja að þotan hafi farist vegna bilunar í stjórntölvu hennar. Leifur kveðst ekki minnast þess að vandamála hafi gætt í þessum búnaði í vélum Flugleiða. Óljóst um kostnað Öryggisstofnun samgöngumála hefur gert tillögur um 17 lagfæringar á Boeing 757-þot- um til að fyrirbyggja slys, og segir Leifur ástæður þessa vera flugslys sem varð í Kolomb- íu fyrir skömmu. Hann hafi hins vegar ekki upplýsingar um hvort slíkar úrbætur kynnu hugsanlega að leiða til kostnaðar fyrir Flugleið- ir. Djöflaeyja Friðriks Þórs frum- sýnd KVIKMYND Friðriks Þórs Frið- rikssonar, Þar sem Djöflaeyjan rís, sem byggist á metsölubókum Einars Kárasonar um líf í bragga- hverfi eftirstríðsáranna, var frumsýnd I þremur kvikmynda- húsum í gærkvöldi, Stjörnubíói og Sambíóum i Reykjavík og Nýja Biói í Keflavík. Myndinni var vel fagnað af frumsýningargestum og í kvik- myndagagnrýni Sæbjöms Valdi- marssonar, sem birtist í Morgun- blaðinu í dag, segir m.a. að með frábæm umhverfi, búningum, tónlist og texta, skapist afar sér- stætt andrúmsloft, oftast grá- glettið, jafnvel meinfyndið, þó tregafullt í bland. Djöflaeyjan sé þó fyrst og fremst bráðhress gam- anmynd sem eigi ekki að valda neinum vonbrigðum. Friðrik Þór tók á móti fmmsýn- ingargestum í Stjörnubíói í gær, þar á meðal Bryndísi Schram, fyrrverandi framkvæmdastjóra Kvikmyndasjóðs. ■ Böra braggahverfisins/26 Morgunblaðið/Halldór Gjóska truflaði flugumferðina GJÓSKAN frá gosinu í Vatnajökli hafði nokkur áhrif á flugumferð yfir landinu í gær. Veðurstofan sendir reglulega frá sér upplýsingar til flugmanna um dreifingu öskunnar, rétt eins og hún sér um að tilkynna um ókyrrð í lofti, ísingu og þvíumlíkt, eftir því sem Helgi Björnsson yfir- flugumferðarstjóri hjá Flugmála- stjóm sagði í samtali við Morgun- blaðið í gær. „Flugmálastjórn hef- ur gefið út ábendingar til flug- manna og bent þeim á að kynna sér þau svæði sem Veðurstofan hefur varað við,“ sagði Helgi. Askan ekki borist hátt Hann sagði að flugumferð hefði ekki raskast verulega þótt vissu- lega væru áhrifín nokkur. Viss erlend flugfélög hafi viljað forðast að fara nálægt gosstöðvunum og það sé svo sem eðlilegt að mönnum sé illa við það. „Annars hefur vind- áttin verið þannig að þetta hefur frekar borist til norðausturs og norðurs en okkar umferð hefur verið meira suður af landinu. Ask- an hefur heldur ekki borist mjög hátt ennþá. Umferðin er mest í 30-37 þúsund feta hæð en sam- kvæmt upplýsingum Veðurstof- unnar er lítið um ösku fyrir ofan 18-20 þúsund fet,“ sagði Helgi ennfremur. Aukið álag var hjá Flugmála- stjórn í gær vegna gossins í Vatna- jökli en ekki þurfti þó að fjölga flugumferðarstjórum á vakt. Sam- kvæmt upplýsingum frá Flug- málastjórn þurftu flugvélar að fara frá 60-100 mílur út fyrir venjulega flugleið sína vegna goss- ins en sá krókur tafði þær ekki um meira en 10 til 15 mínútur. Ekki hefur verið sett bann á flug á ákveðnu svæði nærri gosinu en hins vegar gildir viðvörun Veður- stofu íslands um allt flug í ná- grenni við það og er það á ábyrgð hvers flugfélags og flugmanns að ákveða hvemig flugi er hagað á þessum slóðum. Um 20 flugvélar, flestar litlar, lögðu leið sína yfír gossvæðið í gær. Leigusamningi Perlunnar breytt Hitaveitan greiðir fyr- ir gæslu og ræstingar BORGARRÁÐ hefur sam- þykkt breytingar á leigu- samningi við rekstraraðila Perlunnar og mun Hitaveita Reykjavíkur greiða leigutaka 80 þús. krónur á mánuði vegna gæslu í húsinu og 114 þús. krónur á mánuði vegna ræstinga, eða rúmar 2,3 millj- ónir á ári. Gert er ráð fyrir að greiðsl- ur miðist við 1. janúar 1995. Ennfremur mun Hitaveitan greiða 2/?, af rúmum 2,3 millj. vegna ársins 1994 og % vegna ársins 1993. Jafnframt er gerð sú breyt- ing á leigu að leigutaki mun í stað 4% flatrar greiðslu af mánaðarlegri veltu án virðis- aukaskatts, greiða 4% af ár- legri veltu upp að 200 millj. án virðisaukaskatts. Af ár- legri veltu á bilinu 200-300 millj. án virðisaukaskatts greiðir leigutaki 5% og 6% af árlegri veltu yfir 300 millj. án virðisaukaskatts. Hverfisgata Gangbrautar- ljósin verða sett upp BORGARRÁÐ hefur sam- þykkt tillögu umferðamefnd- ar um að gangbrautarljósin við Hverfísgötu vestan við Vitastíg verði sett upp á ný. Á fundinum var lagður fram undirskriftalisti með mótmælum íbúa og gesta á Lindargötu 57, 61 og 64, starfsfólks Dagvistar fyrir heilabilaða við Vitatorg og bréf samtaka Laugavegar og nágrennis. Ný myndasaga byggð á íslendingasögum hefst í Morgunblaðinu í dag Unglingurinn Egill á Borg EGILL Skalla-Grímsson er sögu- hetjan í teiknimyndasögu sem hefst í Morgunblaðinu í dag. Hún er eft- ir Búa Kristjánsson teiknara og Jón Karl Helgason bókmenntafræðing. Þeir hafa unnið myndir og texta upp úr Egils sögu. Myndasagan spannar 40 síður og mun birtast vikulega á síðu 8 í Daglegu lífi á föstudögum. Árin 1993-1994 birtist önnur mynda- saga eftir Búa Kristjánsson í Morg- unblaðinu úr Laxdælu. Nýja myndasagan heitir Úlfur og örn, þáttur af Agli Skalla-Gríms- syni, og fjallar um Egil ungan. Búi Kristjánsson höfundur teikninga líkir vinnunni við kvikmyndagerð. „Það þarf að ákveða sjónarhornið, mynd og hvaðeina sem huga þarf að við kvikmyndun," segir hann. Búi og Jón Karl Helgason segj- ast líta fremur á sig sem þýðendur eða túlkendur en eiginlega höfunda. „Við viljum nýta og miðla Eglu á nýjan hátt, en sagan er svo mynd- ræn og textinn svo meitlaður að hún býður heim túlkun af þessu tagi,“ segja þeir. Jón Karl segir myndasöguna miðla efni eftir tveimur ólíkum „rás- um“. „Glíman fólst í að láta texta- rás og myndarás sögunnar leika rétt sarnan," segir hann, „og lestur- inn er annarsvegar myndlestur og hinsvegar textalestur.“ Myndasagan sjálfstæður myndheimur Útlit Egils í myndasögunni minnir að sumu leyti á nútímaungl- ing, meðal annars vegna hárgreiðsl- unnar. Búi Kristjánsson segir að Egill hafi myndast svona á teikni- borðinu, og hann sé sáttur við þessa tengingu við nútimann. „Við vorum upphaflega að hugsa um að hafa staðhætti og annað eins líkt því og var á tíma Egils, en hættum við það,“ segir Búi. „Það er að okkar mati betra að skapa sjálfstæðan myndheim sem gefur sögunni tíma- laust yfírbragð. Enda er Egils saga ekki raunsæisverk, þótt hún eigi sér Morgunblaðiö/Árni Sæberg JÓN Karl Helgason og Búi Krisljánsson við teikniborðið. stoð í veruleikanum," segir Jón Karl. Fræðimenn hafa fjallað í gegnum tíðina um Egils sögu og túlkað hana með ýmsum hætti. Jón Karl segist ávallt hafa haft mikið dálæti á sögunni og fylgst með fræðirann- sóknunum, og að sjá megi viss áhrif þeirra í myndasögunni. „Ýmislegt sem falið er undir textanum í sög- unni eða gefíð í skyn kemur með skýrari hætti fram í myndunum," sptrir hann Búi og Jón Karl segjast ekki bylta sögunni. „Grunnurinn er frá- sögn Egils sögu,“ segja þeir, er lögð er sérstök rækt við samband Egils og Ásgerðar fóstursystui hans annarsvegar og við föðurinr Skalla-Grím hinsvegar. Einnig þari myndasagan að lúta sínum lögmál- um í frásögn, og vonast þeir til ac persóna Egils geti orðið lesendun skiljanlegri en áður. ■ Úlfur/B8

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.