Morgunblaðið - 04.10.1996, Side 4
4 FÖSTUDAGUR 4. OKTÓBER 1996
MORGUNBLAÐIÐ
l
FRÉTTIR
Ofsafenginn kraftur var í eldgosinu í Vatnajökli í gærmorgun
Barátta elds,
íss og vatns
ELDUR, ís og vatn börðust með
ofsafengnum hætti á Vatnajökli
þegar blaðamenn Morgunblaðsins
flugu upp að gosstöðvunum í
gærmorgun. Til að magna enn
það stórkostlega sjónarspil sem
þarna er í gangi stungu eldingar
sér niður í eldgíginn. Það má því
segja að nú um stundir sé eldur
yfir, á og undir Vatnajökli.
Það var logn og allgott skyggni
þegar blaðamaður og ljósmyndari
Morgunblaðsins komu að gos-
stöðvunum laust fyrir 10.30 í
gærmorgun. Þegar komið var upp
á jökulinn bar gosmökkinn við
himin ekki ósvipaður sveppi. Súla
blönduð gufu og ösku steig hátt
til lofts, en í um 3-4 km hæð
breiddi mökkurinn úr sér og
myndaði eins konar þak yfir
sjálfri gossúlunni. Talið er að
gosmökkurinn hafi náð í 5-6 km
hæð.
Þegar komið var nær Gríms-
vötnum sást öskugosið betur. Um
kl. 10.30 var talsvert mikill kraft-
ur í gosinu og þeyttist svört aska
í um 300-500 metra hæð, að því
talið er. í stærstu sprengingunum
virtist sem ís þeyttist einnig hátt
á loft. Um klukkan 10 dró úr gos-
inu og um tíma var ekkert að sjá
nema gufumökkinn. Eftir nokk-
urra mínútna bið hófust aftur
sprengingar og fljótlega gaus úr
gígnum með litlu minni krafti en
áður. Um 11.20 skaut lítilli eldingu
niður í gosmökkinn og stundar-
fjórðungi síðar kom önnur mun
stærri.
Gosið kemur úr sigkatli sem er
á milli Grímsvatna og Bárðar-
bungu. Erfitt er að meta hve gat-
ið á jöklinum er stórt, en það er
örugglega nokkur hundruð metrar
í þvermál. Skammt sunnan við
gosketilinn er annar ketill, sem
er litlu minni að sjá. Þegar komið
er nær honum má sjá í honum
ólgandi vatn líkt og sjóði í honum.
ís hrynur stöðugt úr börmunum,
sérstaklega norðanmegin, þar sem
titrings gætir frá goskatlinum.
Svart og hvítt
Jökullinn var orðinn mjög dökk-
ur norður af gosstöðvunum um
hádegisbil í gær. Ekki var þó að
sjá að þykk aska hvíldi yfir ísbreið-
unni. Sunnanmegin var jökullinn
hvítur og litaskilin norðvestan og
norðaustan við gíginn voru mjög
skörp.
Jökullinn er afar sprunginn í
grennd við gossvæðið. Stærstar
eru sprungumar við Grímsvötn,
þar sem greinilegt er að ísfargið
hefur lyfst upp. Það er ekki fyrir
ókunnuga að meta hversu mikið
risið er, en sprungurnar segja sína
sögu og gefa til kynna að vænta
megi frekari náttúruhamfara á
Skeiðarársandi.
Blaðamenn og ljósmyndarar
Morgunblaðsins flugu aftur að
sprungunni um kaffileytið í gær
og þá var gígurinn og næsta ná-
grenni sveipað þykkri skýjahulu.
Gosmökkurinn var hins vegar
samur við sig, steig tignarlegur
mörg þúsund metra til himins og
var ekki að merkja mikla ösku í
ljósbrúnni gufunni.
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
SÚLA blönduð gufu og ösku steig hátt til lofts áður en mökkurinn breiddi úr sér í gærmorgun.
Vatnshæð Grímsvatna
náði hámarki í gærdag
Morgunblaðið/Hafsteinn Hafsteinsson
ÞYRLA Landhelgisgæslunnar lenti nálægt öskugeiranum norð-
austur af eldstöðinni í Vatnajökli eftir hádegið í gær og þar
tóku jarðfræðingar frá Raunvísindastofnun og Norrænu eld-
fjallastöðinni öskusýni til efnagreiningar.
„ Morgunblaðið/Ámi Sæberg
SEÐ yfir Grímsvötn þar sem vatnshæðin hafði náð hámarki í
gær. Ishella er á Grímsvötnum og hefur hún verið að lyftast í
eldsumbrotunum eftir því sem vatn hefur safnast undir henni.
VATNSHÆÐ í Grímsvötnum var
komin í hámark eftir hádegið í gær
þegar vísindamenn frá Raunvís-
indastofnun Háskólans og Norrænu
eldijallastöðinni fóru með þyrlu
Landhelgisgæslunnar upp að
Grímsvötnum og mældu vatnshæð-
ina og tóku sýni af ösku sem fallið
hafði á Vatnajökul. Að sögn Sigur-
jóns Jónssonar, jarðeðlisfræðings á
Raunvísindastofnun, mun öll viðbót
sem kemur í vötnin bijóta sér leið
niður undan jöklinum. Magn þess
flúors í öskunni sem er vatnsleysan-
legur og gæti þar af leiðandi verið
mengandi reyndist vera fremur
lágt.
Siguijón sagði að íshella væri á
Grímsvötnum og hefði hún verið
að lyftast í eldsumbrotunum eftir
því sem vatn hefur safnast fyrir
undir henni.
„Við náðum ekki að gera ná-
kvæmnismælingu, en með hæðar-
mælingu úr þyrlunni og viðmiðun
á Grímsfjalli náðum við að mæla
stöðu Grímsvatna. Samkvæmt út-
reikningum Helga Björnssonar
jöklafræðings áætlar hann út frá
þessum mælingum að þau séu kom-
in í hámark og komin að þröskuldin-
um. Þannig að allt það sem bætist
í verður til þess að það fer að brjóta
sér leið niður og er kannski byijað
að því. Þegar þetta hefur náð þess-
um mörkum tekur það talsverðan
tíma að bijóta sér leið niður á jökul-
sporðinn og út á sand,“ sagði Sigur-
jón.
Hann sagði að flugmenn þyrl-
unnar hefðu ekki treyst sér til að
lenda henni inni í Grímsvötnum þar
sem til stóð að gera nákvæma
hæðarmælingu en þar var nokkur
skýjaslæðingur. Þyrlan lenti hins
vegar nálægt öskugeiranum norð-
austur af eldstöðinni og þar tóku
jarðfræðingar frá Raunvísinda-
stofnun og Norrænu eldfjallastöð-
inni öskusýni sem sett voru í efna-
greiningu.
Að sögn Níelsar Óskarssonar hjá
Norrænu eldfjallastöðinni reyndist
sá flúor sem er vatnsleysanlegur
og gæti þar af leiðandi verið meng-
andi vera um 130 milligrömm í
hveiju kílói ösku.
„Þetta er fremur lágt og um það
bil einn tíundi hluti þess sem var í
Heklugosinu 1970. Þess ber þó að
geta að ef gosstrókurinn næði heit-
ur upp úr jöklinum, sem í sjálfu sér
eru engar horfur á að gerist, þá
væri þess að vænta að nokkuð
meiri flúor kæmi með. Askan þarna
dreifðist eins og eðja í gufuspreng-
ingum og öll gasefni dragast mikið
í vatnið sem er í kring. Þetta er
því lágt flúormagn, en hins vegar
ber að undirstrika að hættan af
þessum efnum fer eftir heildar-
magni þeirra og ef mikið öskufall
er, þá er það alltaf hættulegt. Við
þetta litla öskufall er þetta því til
að varast en ekki kannski mjög til
að óttast,“ sagði Níels.
Virkni jókst
upp úr hádeginu
Bryndís Brandsdóttir, jarðeðlis-
fræðingur á Raunvísindastofnun,
segir að dregið hafí úr skjálfta-
virkni í Bárðarbungu og óróaþvið-
um við Grímsvötn í fyrrinótt. Óróa-
hviðurnar hafi hins vegar smám
saman aukist frá því kl. 10 í gær-
morgun.
„Eldgosaóróinn endurspeglar
kraftinn í gosinu. Ef hann minnkar
getum við sagt okkur að gosið sé
minnkandi. Ef hann eykst er þróun-
in á hinn veginn. Við höfum séð
úr öðrum gosum að þarna er fylgni
á milli orkunnar í óróanum og ork-
unnar í gosinu," sagði hún.
Hún sagði að um 24 tíma sveifl-
ur virtist vera að ræða. „Virknin
náði hámarki skömmu eftir hádegi
í gær [fyrradag]. Sama saga virðist
vera að endurtaka sig núna.“
4 stiga skjálfti
Bryndís sagði að skjálftavirkni
hefði aukist smám saman í gær-
morgun. Tæplega 4 stiga skjálfti
hefði orðið í Bárðarbungu kl. 13.18
í gær. Hins vegar voru skjálftarnir
færri eftir hádegið en á sama tíma
í fyrradag.
„En bæði skjálftavirknin og óró-
inn benda til þess að allt sé enn (
fullum gangi undir jöklinum,“ sagði
Bryndís.